Skrítnastur er hann Sushi

Hann getur staðið grafkyrr tímunum saman og myndi vinna störukeppni við hvern sem er. Þau eru mörg villtu dýrin í Úganda sem fá fólk til að taka andköf en risavaxinn fugl sem hneigir sig var þó það sem blaðakona Kjarnans þráði að sjá.

Auglýsing

„Sjáðu hvernig hann hneigir sig!“

„Hann horfir beint í augun á mann­i!“

Margir hafa skellt upp úr við að sjá mynd­bönd af hinum sér­kenni­lega fugli skó­nefi (e. shoebill) á sam­fé­lags­miðl­um. Hann er ekki aðeins stór, getur orðið 1,5 metrar á hæð, heldur virð­ist hann ... tja, hvað skal segja ... eig­in­lega ekki eiga heima í nútím­an­um. Ver­andi ein­hvern veg­inn óraun­veru­leg­ur. Forn­eskju­leg­ur. Með gogg sem minnir helst á hol­lenska klossa.

Auglýsing

Fólki finnst hann ýmist hlægi­lega aula­leg­ur, eins og teikni­mynda­fígura, eða vera að und­ir­búa árás. Ekki síst þegar hann virð­ist hafa þann sem á hann horfir „í sigt­inu“ með star­andi augna­ráði og gefa svo frá sér hljóð, m.a. með því að smella saman gogg­in­um, sem lík­ist helst skot­hríð úr hríð­skota­byssu.

En „risa­eðlu­fugl­inn“ eins og hann er gjarnan kall­að­ur, er vissu­lega til. Og eftir að hafa verið ein af þeim sem skelli­hló af mynd­böndum af honum kom það skemmti­lega á óvart að heim­kynni hans eru meðal ann­ars í Úganda, land­inu sem ég dvel í um þessar mund­ir.

„Ég skil ekki þennan áhuga þinn á skó­nef­i,“ segir kunn­ingi minn þegar ég leita log­andi ljósi að leið­sögu­manni til að ferja mig út í fenin þar sem hann heldur til. „Úg­anda er stút­fullt af alls konar dýrum! Við erum að tala um ljón, fíla og flóð­hesta en þú vilt sjá skó­nef!“ heldur hann áfram undr­andi.

„En ég hef séð þau flest. Og þessi er fyndn­ast­ur,“ svara ég hálf móðguð fyrir hönd skó­nefja þessa heims.

Það er nefni­lega svo merki­legt að við mann­fólkið elskum að sjá pöndur kút­velta sér í snjónum eins og börn, simpansa nota verk­færi og þar fram eftir göt­un­um. „Mann­leg hegð­un“ ann­arra dýra fangar ein­hverra hluta vegna athygli okk­ar. Að þau séu „eins og við“. Á þessar til­finn­ingar er svo keyrt á sam­fé­lags­miðlum og skó­nefur að hneigja sig passar full­kom­lega inn í for­múl­una.

Ef þessi sjálf­um­glaða hegðun okkar verður til þess að dýrin sem klappa, „brosa“ eða bugta sig og beygja fá þá vernd sem þau þurfa vegna athygl­innar helgar til­gang­ur­inn með­al­ið. Verði mynd­bönd sem okkur finnst fyndin til þess að við áttum okkur á sér­stöðu ann­arra dýra og mik­il­vægi þeirra fyrir allt líf­ríki jarðar þá má Inter­netið vel vera barma­fullt af þeim. Og auð­vitað öllum hinum dásam­legu dýr­unum sem búa á plánet­unni Jörð.

Því líkt og svo fjöl­margar aðrar dýra­teg­undir í Úganda og ann­ars staðar í Afr­íku er skó­nef­ur­inn í útrým­ing­ar­hættu. Staða hans er metin „við­kvæm“ enda alveg örugg­lega innan við 10 þús­und slíkir til og lík­leg­ast innan við 5.000 þeirra eru villt­ir. Gengið hefur hratt á vot­lendið sem þeir kunna best við sig í, bæði hér í Úganda og í öðrum löndum Aust­ur-Afr­íku.

Auglýsing

Það er þó ekki eina ástæðan fyrir því að skó­nefjum hefur fækkað hratt síð­ustu öld­ina eða svo. Svo sér­stakur fugl er nefni­lega svo óhepp­inn að vera meðal þeirra dýra sem menn­irnir vilja „eiga“ eða geyma í dýra­görð­um. Þar þríf­ast þeir sér­stak­lega illa og fjölga sér nær aldrei. Enn eru skó­nefir eft­ir­sóttir á svörtum mark­aði. Auð­jöfrar eru til­búnir að borga millj­ónir króna til að smygla þeim frá Afr­íku og í einka­dýra­garða hér og hvar um heim­inn.

Sushi er fleygur en lætur sér duga, líkt og aðrir skónefir, að fljúga aðeins nokkra tugi metra í einu. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

En skó­nef­ur­inn er ein­fari og kann allri athygli almennt illa. Meira að segja étur hann ekki með maka sín­um, maka sem hann heldur þó oft­ast tryggð við allt sitt líf. Pörin búa sér hreiður í sefi og vilja svo takk fyrir pent fá að vera í friði frá öðrum sínum lík­um.

Skó­nefur gerir flest hægt. Líka að fjölga sér sem er aftur veik­leiki í aðþrengdri til­veru hans. Yfir­leitt verpur hann einu sinni á ári. Stundum koma fleiri en einn ungi úr eggi en þessi und­ar­legi fugl vill aðeins þann sterkasta og stærsta og á það til að drepa aðra unga sína svo tryggja megi einum þeirra sem mesta mögu­leika á að kom­ast af.

„Þetta er báts­ferð sem tekur hálfan eða allan dag­inn. Og ég get ekki tryggt að þú sjáir skó­nef.“

Svar leið­sögu­manns­ins Ric­hard sem ég bað um að upp­fylla þá ósk mína að sjá „risa­eðlu­flugl­inn“ með eigin augum veldur mér smá­vægi­legum von­brigð­um. „Hann er hlé­dræg­ur, skó­nef­ur­inn,“ segir hann. „Svona er nátt­úr­an.“

Skónefur að veiðum í votlendi við Viktoríuvatn. Mynd: Gorillasafaris.com

Vissu­lega. Og svo voru það einmitt nátt­úru­öflin sem gripu í taumana og komu í veg fyrir að ég kæm­ist í leið­ang­ur­inn út á vot­lendið við strönd Vikt­or­íu­vatns. Eld­ing­arnar sem ég vakn­aði við nótt­ina áður lýstu upp him­in­inn eins og ljósa­sýn­ing á rokktón­leik­um. Rúmið titr­aði í kraft­mestu þru­munum og í svefn­rof­unum fannst mér jörðin vera að rifna. Orðið „úr­komu­á­kefð“, sem nú er svo oft talað um í ljósi lofts­lags­breyt­inga, fær alveg nýja merk­ingu í huga mér.

Ferð­inni er aflýst og þá eru góð ráð dýr. „Þú getur séð hann í dýra­garð­in­um,“ segir hjálp­samur starfs­maður hót­els­ins sem ég er komin á til að láta draum­inn um skó­nef­inn ræt­ast.

Ég fussa. „Ég þoli ekki dýra­garða. Dýr eiga að vera úti í nátt­úr­unn­i,“ segi ég með vand­læt­ingu.

Gíraffar í einum af mörgum þjóðgjörðum Úganda. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

En þetta er ekki dýra­garður í eig­in­legri merk­ingu, bætir hann þá við og útskýrir að gamli dýra­garð­ur­inn í Entebbe sem Bretar stofn­uðu snemma á sjötta ára­tugnum er þeir höfðu gert Úganda að nýlendu sinni hafi á síð­ustu árum breyst í athvarf fyrir slösuð og veik villt dýr. Að þar sé hlúð að þeim þangað til þau ná heilsu og þegar sá áfangi næst sé þeim sleppt aftur út í nátt­úr­una verði því við­kom­ið.

Þrátt fyrir óþol mitt fyrir dýra­görðum ákveð ég því að slá til. Og þannig atvik­að­ist það að ég hitti hinn goð­sagna­kennda Sus­hi.

Sushi kemur til móts við mig og dýra­hirð­inn Rol­and. Þeir þekkj­ast. Og hneigja sig hvor fyrir öðrum „að japönskum sið,“ segir Rol­and til að útskýra nafnið Sus­hi. Þetta er hins vegar nátt­úru­leg hegðun skó­nefja. Svona heilsa þeir.

Sushi skónefur fær klapp á kollinn frá Roland. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Sushi skellir saman goggnum og fær klapp á koll­inn frá Rol­and og virð­ist vel líka. Fyrir mörgum árum átti að smygla honum úr landi. Sem betur fer tókst að bjarga honum úr klóm smyglar­ans en þá var hann ungur og þegar orð­inn hændur að mönn­um. Hann hefur gott pláss í dýra­at­hvarf­inu en „vissu­lega færi betur um hann úti í nátt­úr­unni, ekki satt?“ spyr ég Rol­and von­góð. „Það er ekki víst,“ svarar hann. „Sushi er upp­al­inn hér og kann ekki að veiða sér til mat­ar.“

Skó­nefir beita mjög sér­stakri tækni við veiðar sínar í vot­lendi. Þeir standa graf­kyrr­ir, jafn­vel í sautján klukku­tíma að því er dæmi sýna, þar til fiskar sem eru þeirra helsta bráð fara að líta á þá sem hluta af umhverf­inu. Og þá lætur hann til skarar skríða. Skellir gogg­inum sem er beittur og með nokk­urs konar krók framan á, um bráð­ina og gleypir hana að því er virð­ist í einum bita. Stóra sem smá fiska. Jafn­vel krókó­dí­launga og vatna­snáka. Þol­in­móð­asti fugl allra tíma.

Þegar ég fylgist með Sushi og Rol­and eiga í sam­skiptum er engu lík­ara en að eld­ingu slái niður í höfð­inu á mér. Nú veit ég af hverju skó­nefur heillar mig svo mik­ið!

Harry Potter klappar hippógriffín. Sushi til hægri. Mynd: Samsett

Þetta eru ekki Sushi og Rol­and sem ég horfi á heldur hippógriffín og Hag­rid í bók­unum um galdra­strák­inn Harry Pott­er. „Buck­beak“ eins og Hag­rid kall­aði goð­sagna­ver­una sem margir hrædd­ust en hann tók ást­fóstri við. Til að öðl­ast við­ur­kenn­ingu hippógriffíns þarftu að hneigja þig fyrir hon­um. Ef hann svarar í sömu mynt ertu örugg. Ef ekki áttu fótum þínum fjöri að launa.

Ég hneigi mig að sjálf­sögðu fyrir Sushi og hann gerir slíkt hið sama. Loks­ins hef ég séð hann, fugl­inn sem myndi alltaf vinna störu­keppni. Það eru for­rétt­indi en alls ekki sjálf­sögð mann­rétt­indi að fá að berja öll þessi ein­stöku dýr Afr­íku aug­um.

Þetta er þeirra land.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSunnudagar