Auglýsing

Árið 1929 var sam­þykkt frum­varp um stofnun verka­manna­bú­staða á Íslandi, og fyrsti vísir að félags­legu íbúða­kerfi varð að veru­leika. Í 70 ára óx það kerfi, mest á níunda og tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar, og innan þess gat tekju­lágt fólk bæði keypt eða leigt hús­næði á verði sem það réði við. En mik­il­væg­ast var hús­næð­is­ör­yggið sem fylgdi.

Þeir sem leigðu borg­uðu hóf­lega leigu sem rúm­að­ist innan ráð­stöf­un­ar­tekna þeirra. Þeir sem keyptu gátu tekið félags­­­leg lán, sem voru þannig að vextir á þeim voru lægri, láns­­tím­inn lengri og veitt voru hærri lán sem hlut­­fall af kostn­aði íbúð­­ar. Þetta kerfi gerði það að verkum að lág­­tekju­­fólk átti mun auð­veld­­ara með að eign­­ast þak yfir höf­uð­ið. 

Árið 1998 voru félags­­­legar íbúðir á land­inu alls 11.044 tals­ins.

Rík­­is­­stjórn Sjálf­­stæð­is­­flokks og Fram­­sókn­­ar­­flokks, sem mynduð var eftir alþing­is­­kosn­­ingar vorið 1995, boð­aði í mál­efna­­samn­ingi veru­­legar breyt­ingar á hús­næð­is­­mál­­um. Í þeim fólst m.a. að leggja niður Hús­næð­is­­stofnun rík­­is­ins, fyrri lán­veit­ingum í félags­­­legum til­­­gangi var hætt og öll lána­­starf­­semi Bygg­inga­­sjóðs verka­­manna var aflögð.

Félags­lega íbúða­kerfið eins og það var á þeim tíma var ein­fald­lega lagt niður með lögum sem tóku gildi 1999. 

Í aðdrag­anda þess var áformunum harð­lega mót­mælt, meðal ann­ars af 40 verka­lýðs- og félaga­sam­tök­um. Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, síðar for­sæt­is­ráð­herra, flutti lengstu þing­ræðu sög­unnar við aðra umræðu máls­ins til að sýna fram á and­stöðu sína gegn því.

Þegar málið var svo afgreitt flutti Jóhanna aðra eft­ir­minni­lega ræðu. Þar sagði hún: „Með atkvæða­greiðsl­unni sem hér fer fram er inn­sigluð ósvífn­asta og grimmi­leg­asta atlagan sem við höfum séð um ára­tuga skeið að kjörum fátæks fólks á Íslandi. Þetta er svartur dagur í sögu félags­legrar aðstoðar í hús­næð­is­málum fátæks fólks á Ísland­i.“

Ein stærstu hag­stjórn­ar­mis­tökin

Með póli­tískum ákvörð­unum voru allir þeir sem áður bjuggu í félags­legu kerfi færðir inn í almennt kerfi og gert að taka allt að 90 pró­sent lán til að kaupa hús­næði. Þeir þurftu að taka lán á sömu kjörum og aðrir sem þar voru en höfðu meira á milli hand­anna eða keppa við þá um tak­­markað magn leig­u­í­­búða. Þeir sem sátu í félags­legu íbúð­unum akkúrat á þessum tíma fengu að kaupa eign­irnar á lágu verði og þegar óum­flýj­an­leg ruðn­ings­á­hrif á hús­næð­is­mark­aði urðu gátu þeir selt þær með hagn­aði. Þess vegna reynd­ist þessi aðgerð sér­tæk til­færsla á fjár­munum til afmark­aðs hóps. 

Auglýsing
Fjallað er um þessa ákvörðun í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um hrun­ið. Þar segir að nefndin hafi flokkað ákvarð­anir rík­is­stjórn­ar­innar varð­andi end­ur­skipu­lagn­ingu hús­næð­is­mark­aðar og hækkun hámarks­láns­hlut­falls Íbúða­lána­sjóðs sem ein af stærri hag­stjórn­ar­mis­tökum í aðdrag­anda falls bank­anna. 

Þessi póli­­tíska ákvörðun gerði það enda að verkum að eft­ir­­spurn eftir íbúðum til kaups og leigu á almenna mark­aðnum jókst marg­falt á einni nótt­u. 

Lág­tekju­fólk og félags­lega við­kvæmt var skilið eftir úti í kuld­anum og mögu­leikum þeirra til að koma þaki yfir höf­uðið fækkað stór­kost­lega.

Íþyngj­andi greiðslu­byrði

Staðan versn­aði enn á árunum eftir hrun­ið. Fyrst var ekk­ert byggt af ráði árum saman og eft­ir­spurn varð miklu meiri en fram­boð. Ofan á það fjölg­aði ferða­mönnum úr hálfri milljón í 2,3 millj­ónir á nokkrum árum án þess að inn­við­ir, á borð við hót­el, væru til staðar til að hýsa þá alla. Því var hluti almenna íbúða­mark­að­ar­ins tek­inn undir það líka.

Ferða­manna­iðn­að­ur­inn er mann­afls­frekur þjón­ustu­geiri með litla fram­leiðni. Til að hann gangi þarf mikið af starfs­fólki. Það kom að utan, og þurfti að búa ein­hvers­stað­ar. Frá lokum árs 2010 og fram til loka sept­em­ber síð­ast­lið­ins fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum á Íslandi úr 21.160 í 54.140, eða um 156 pró­sent. Þetta er fjölgun um 32.980 manns, sem eru fleiri ein­stak­lingar en búa sam­an­lagt í Garðabæ og Mos­fellsbæ í dag.

Á ell­efu ára tíma­bili hækk­aði hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem tveir af hverjum þremur íbúum lands­ins búa, um 160 pró­sent og leigu­verð rúm­lega tvö­fald­að­ist.

Þetta leiddi af sér neyð­ar­á­stand sem bitnar mest á fátæk­asta fólk­inu í land­inu. Ein birt­ing­ar­mynd þess er að um mitt ár í fyrra var áætlað að um fjögur þús­und manns bjuggu í atvinnu- eða iðn­að­ar­hús­næði, sem eru ekki hugsuð sem manna­bú­stað­ir.

Aðra má sjá í árlegri könnun Hús­næð­is- og mann­­virkja­­stofn­unar (HMS) á íslenska leig­u­­mark­aðn­­­um. Þar kom fram að hlut­­fall ráð­­stöf­un­­ar­­tekna allra leigj­enda sem fer í leigu er nú 45 pró­­sent. Sam­­kvæmt HMS gefur það hlut­­fall til kynna mjög mikla greiðslu­­byrði að með­­al­tali sem telj­­ast megi íþyngj­andi. Í sömu könnun kom fram að 44 pró­sent leigj­enda hjá einka­reknum leigu­fé­lögum greiddu yfir 50 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu. Um 13 pró­sent leigj­enda einka­rek­inna leigu­fé­laga eða á almenna mark­aðnum greiða yfir 70 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu.

Ísland er með fimmtu hæstu leigu í heim­inum sem stend­ur. 

Hlut­fall þeirra sem eru á leigu­mark­aði sem telja sig ekki búa við hús­næð­is­ör­yggi jókst milli ára, úr 16,1 í 18,9 pró­sent. Tveir af hverjum þremur eru leigj­endur af nauð­syn, ekki vegna þess að þeir vilja það.

Pen­ingar færðir til þeirra sem þurftu þá ekki

Hvernig hafa stjórn­völd reynt að leysa þetta? Aðal­lega með skamm­sýnum tísku­að­gerðum sem hafa gert lítið annað en að fóðra milli- og efri­stétt­ina, skapa ruðn­ings­á­hrif og auka enn á vanda þeirra sem hafa það verst. Leið­rétt­ingin færði 72,2 millj­arða króna úr rík­is­sjóði til hluta lands­manna. Nokkrir millj­arðar fóru meira segja til mjög efn­aðra Íslend­inga sem vant­aði ekk­ert minna en pen­inga í líf­in­u. 

Þá var ákveðið að leyfa þeim sem áttu eign­ir, eða upp­fylltu skil­yrði sem fyrstu kaup­end­ur, að nota sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn skatt­frjálst til að borga niður hús­næð­is­lánið sitt. Þeir sem þetta nýta eru eini hóp­ur­inn á Íslandi sem þarf ekki að borga skatt af sér­eign­ar­sparn­að­inum sín­um. Frá miðju ári 2014 og til loka jan­úar 2021 hafði þessi hópur fengið 21,1 millj­arð króna í með­­­gjöf úr rík­­is­­sjóði sem öðrum hefur ekki boð­ist. Um 17 pró­­sent allra lands­­manna og um 30 pró­­sent allra sem eru á vinn­u­­mark­aði hafa nýtt sér úrræð­ið.

Hlut­deild­ar­lán og aukið láns­fjár­magn

Nýjasta patent­lausnin eru svo hlut­deild­ar­lán. Um er að ræða vaxta- og afborg­un­ar­laus við­­bót­­ar­lán frá rík­­inu sem geta numið allt að 20 pró­­sentum af kaup­verði til­­­tek­inna fast­­eigna. Ríkið fær síðan greitt til baka þegar fast­­eignin er seld. Lána átti út fjóra millj­arða króna á ári í tíu ár, alls 40 millj­arða króna. 

Á fyrsta rúma árinu eftir að lánin urðu aðgengi­leg tókst hins vegar ein­ungis að lána út 60 pró­sent þeirrar upp­hæðar, til alls 294 lán­tak­enda. Ástæð­an: Að hámarki er hægt að fá hlut­­deild­­ar­lán fyrir íbúð sem kostar 58,5 millj­­ónir króna, en það þarf þá að vera fjög­urra svefn­her­bergja íbúð á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu sem er að lág­­marki 100 fer­­metr­­ar. Hún þarf svo að vera ný, eða í það minnsta nýupp­­­gerð sem íbúð­­ar­hús­næði. Engin íbúð til sölu, hvorki ný né eldri, á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu upp­­­fyllir þessi skil­yrði.

Auglýsing
Þær aðgerðir sem Seðla­banki Íslands greip til vegna efna­hags­legra áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins gerðu svo illt verra. Hann lækk­aði vexti niður í 0,75 pró­sent og afnám tíma­bundin sveiflu­jöfn­un­ar­auka á eigið fé bank­anna til að auka útlána­getu þeirra. Það svig­rúm not­uðu kerf­is­lega mik­il­vægu bank­arnir þrír: Lands­bank­inn, Arion banki og Íslands­banki að uppi­stöðu í að lána til íbúð­ar­kaupa. Fyrir vikið var tólf mán­aða raun­vöxtur skulda heim­il­anna 6,5 pró­­sent í lok sept­­em­ber. 

Hlut­­­deild banka í útistand­andi íbúða­lánum er nú um 70 pró­­­sent en var 55 pró­­­sent í byrjun árs 2020. Á sama tíma hefur vaxta­munur bank­anna þriggja hald­ist svip­aður en hagn­aður þeirra stór­auk­ist. 

Afleið­ing­in: Miklu hærra hús­næð­is­verð

Frá byrjun árs í fyrra hefur verð á hús­næði á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hækkað um 24 pró­­sent. Á síð­­­ustu tólf mán­uðum einum saman hefur verðið hækkað um 15,7 pró­­sent fyrir fjöl­býli á svæð­inu og 17,5 pró­­sent fyrir sér­­býli. Á lands­­byggð­inni er hækk­­unin 9,2 pró­­sent fyrir fjöl­býli og 13,9 pró­­sent fyrir sér­­býl­i. 

Þetta er afleið­ing þess að fram­boð er miklu minna en eft­ir­spurn. Birt­ing­ar­myndir þess eru meðal ann­ars þær að í októ­ber seld­ust 37,8 pró­­sent allra íbúða í fjöl­býli á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu yfir ásettu verði. Það hlut­­fall hefur aldrei verið hærra frá því að mæl­ingar hófust. Með­­al­­sölu­­tími íbúða á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu var tæp­­lega 37 dagar í októ­ber og hefur aldrei mælst styttri. 

Færri kaup­­samn­ingar eru gerð­­ir. Sér­­stak­­lega hefur dregið úr sölu á litlum íbúð­um, eins her­bergja og stúd­­íó­í­­búð­um, á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu. Í byrjun síð­­asta árs voru yfir eitt hund­rað slíkar til sölu en nú eru þær ein­ungis níu. Þegar fram­­­boð af íbúðum var sem mest, í maí í fyrra, voru rétt tæp­­­lega fjögur þús­und íbúðir til sölu á land­inu öllu. Nú eru þær 1.150 tals­ins.

Þessi þróun hefur líka verið leið­andi þáttur í stig­vax­andi verð­bólgu, sem er nú 4,8 pró­sent. Það þýðir að virði pen­ing­anna í vasa okkar er að rýrna. Slíkt bitnar verst á þeim sem eiga lítið af þeim.

Skatt­greið­endur í Reykja­vík látnir borga

Nið­ur­lagn­ing félags­lega íbúða­kerfis rík­is­ins færði vand­ann yfir á aðra, aðal­lega sveit­ar­fé­lög. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur sá vandi nán­ast ein­ungis verið axl­aður af Reykja­vík­ur­borg og skatt­greið­endum sem búa þar. Kjarn­inn greindi frá því í lok síð­asta mán­aðar að hlut­­­deild Reykja­vík­­­­­ur­­­borgar í fram­­­boði félags­­­­­legs hús­næðis á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu er nú yfir 78 pró­­­sent. 

Til­raun til að end­ur­reisa vísi að félags­legu íbúð­ar­kerfi með ein­hverri aðkomu rík­is­sjóðs var lög­fest árið 2016 með lögum um almennar íbúð­ir. 

Mark­mið þeirra laga var að bæta hús­næð­is­ör­yggi þeirra sem eru undir ákveðnum tekju- og eign­ar­mörkum með því að auka aðgengi að öruggu og við­eig­andi leig­u­hús­næði. Þannig sé stuðlað að því að hús­næð­is­­­­kostn­aður sé í sam­ræmi við greiðslu­­­­getu þeirra sem leigja hús­næðið og fari að jafn­­­­aði ekki yfir 25 pró­­­­sent af tekjum þeirra.

Kjarn­inn greindi frá því fyrir ári síðan að íslenska ríkið hefði þá alls úthlutað 15,3 millj­­­örðum króna í stofn­fram­lög vegna almennra íbúða á land­inu öllu frá árinu 2016, þegar lög um slík fram­lög voru sett.

Allt í allt þá höfðu verið veitt stofn­fram­lög úr rík­­­is­­­sjóði til að byggja 2.625 íbúðir á land­inu öllu. Alls voru 73 pró­­­sent af almennu íbúð­unum í Reykja­vík­. Það þýðir að Reykja­vík hefur verið að taka á sig næstum tvö­­­faldan hluta af upp­­­­­bygg­ingu almenna íbúða­­­kerf­is­ins en hlut­­­fall íbúa borg­­­ar­innar segir til um.

Það þarf að byggja 27 þús­und nýjar íbúðir til 2030

HMS hefur metið að byggja þurfi 27 þús­und íbúðir fram til árs­ins 2030 og að það þurfi 3.500 íbúðir á ári á fyrstu árum tíma­bils­ins vegna við­var­andi óupp­­­fylltrar íbúða­þarfar, auk­innar fólks­­fjölg­unar og breyt­inga sem eru að verða á heim­il­is­­gerð og ald­­ur­s­­sam­­setn­ingu þjóð­­ar­inn­­ar. Sam­­kvæmt því mati þarf að bæta í fjölda íbúða í bygg­ingu til að upp­­­fylla íbúða­þörf.

Ýmsar til­lögur hafa verið lagðar fram. Sós­í­alista­flokk­ur­inn kom til að mynda fram með lof­orð um að láta byggja 30 þús­und íbúðir á tíu árum, næði hann kjöri og inn í rík­is­stjórn. Hvor­ugt gekk eft­ir. Sam­fylk­ingin lagði fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu í byrjun yfir­stand­andi þings sem fól í sér að Alþingi myndi álykta að fela rík­is­stjórn­inni að efla almenna íbúða­kerfið með upp­bygg­ingu eitt þús­und leigu- og búsetu­réttar­í­búða á hverju ári, í sam­starfi við hús­næð­is­fé­lög án hagn­að­ar­sjón­ar­miða.

Auglýsing
Það hafa hins vegar líka verið kynntar til leiks gam­al­grónar hug­myndir um að brjóta upp þau félags­legu íbúð­ar­kerfi sem þó eru til stað­ar­. Á borg­­ar­­stjórn­­­ar­fundi fyrr í þessum mán­uði lögðu borg­­ar­­full­­trúar Sjálf­­stæð­is­­flokks fram til­­lögu um að gera fólki sem leigir félags­­­legt hús­næði Félags­­­bú­­staða, sem halda á félags­legu hús­næði Reykja­vík­ur­borg­ar, kleift að eign­­ast það, meðal ann­ars með láni frá borg­inn­i. 

Í nýlegri könnun kom fram að 84 pró­­sent leigj­enda óhagn­að­­ar­drif­inna leigu­fé­laga á borð við Félags­­­bú­­staði eru ánægðir með að leigja þar. Um þriðj­ungi dýr­­­ara að leigja af einka­að­ila en af opin­berum aðila.

Hvað þarf að gera?

Staðan er þannig, og hefur að uppi­stöðu verið þannig árum sam­an, að ef þú ætlar að koma þaki yfir höf­uðið þá skiptir mestu máli hvort þú getir treyst á með­gjöf for­eldra eða ann­arra í stuðn­ings­neti þínu. Flestar aðgerðir sem gripið hefur verið til fela í sér til­færslu á pen­ingum til þeirra sem eru þegar komnir á eigna­mark­að. Þeir sjá bók­fært virði hús­næðis síns hækka hratt en hús­næð­is­kostn­að­inn standa að mestu í stað, og stundum lækka. Margir innan þess hóps nýta ávinn­ing­inn til að fjár­festa í hús­næði sem þau búa ekki, og hafa tekjur af. Um síð­ustu mán­aða­mót voru 52.079 íbúðir, alls 35,1 pró­sent allra íbúða í land­inu, í eigu ein­stak­linga eða lög­að­ila sem áttu fleiri en eina íbúð­ir. 

Hinir sem eru fastir á leigu­mark­aði þurfa hins vegar að borga stærri hluta af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í hús­næð­is­kostn­að. 

Það ríkja ein­fald­lega ekki jöfn tæki­færi þegar kemur að grund­vall­ar­mann­rétt­indum eins og hús­næð­is­ör­yggi.

Ástæðan er sú að flestir hvatar sem eru inn­leiddir miða að því að auka eft­ir­spurn, ekki fram­boð. Það á sér­stak­lega við um íbúðir handa þeim sem minnst hafa á milli hand­anna. Það þarf að taka ákvörðun um að breyta þessu. Að þeirri ákvörðun þarf ríkið aug­ljós­lega að koma ásamt sveit­ar­fé­lögum og eftir atvikum stétt­ar­fé­lög og félaga­sam­tök. ­Jafn­vel líf­eyr­is­sjóð­ir.

Ísland er gott og ríkt land. Hér hefur ýmis­legt breyst til mik­ils batn­aðar á síð­ast­liðnum ára­tug­um. Sú stað­reynd má hins vegar ekki breiða yfir það að hér er margt gert skakkt. Og með sér­hags­muni hópa ofar­lega í fæðu­keðj­unni að leið­ar­ljósi, ekki þarfir þeirra sem þurfa að bít­ast um brauð­mol­ana. 

Í sam­fé­lagi sem telur 374 þús­und manns, og er á meðal rík­ustu landa heims aðal­lega vegna þess að auð­lindir í sam­eig­in­legri eigu þjóðar eru nýttir til að skapa hag­vöxt, hlýtur að vera hægt að skapa hús­næð­is­kerfi þar sem flest­um, ef ekki öll­um, er tryggt hús­næði á við­ráð­an­legu verð­i. 

Það er val að gera þetta ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari