Verkalýðurinn sem á að verja stöðugleika hinna ríku án þess að fá neitt í staðinn

Auglýsing

„Staðan á Íslandi er að mörgu leyti mjög góð og eft­ir­sókn­ar­verð [...] það er ekk­ert neyð­ar­á­stand til staðar – neins staðar í íslensku efna­hags­lífi [...] Þessi aukni stöð­ug­leiki síð­ustu ára hefur skilað sér í miklum ábata til heim­il­anna í land­inu. Því hefur vafa­laust verið eitt­hvað mis­skipt, en engu að síður hefur náðst gríð­ar­legur árangur fyrir með­al­heim­ili í land­in­u.“ Þetta sagði Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri í við­tali við Morg­un­blaðið sem birt­ist í fyrra­dag.

Hann var­aði svo full­trúa launa­fólks við því að sækj­ast eftir miklum launa­hækk­unum í kom­andi kjara­samn­ing­um. Ef þeir gerðu það myndi Seðla­bank­inn bregð­ast við. „Við get­um ekki tryggt kaup­mátt launa, sem byggj­­ast á al­­ger­­lega óraun­hæf­um for­­send­um, nema með mikl­um vaxta­hækk­­un­­um.“

Til að ná hinum marg­um­rædda stöð­ug­leika þurfi þrír armar sem þurfa að vinna sam­an: vinnu­mark­að­ur­inn, rík­is­fjár­málin og Seðla­bank­inn. 

Þegar einn valda­mesti maður lands­ins talar með þessum hætti er rétt að staldra við og máta orð hans við veru­leik­ann. 

Fjár­magnstekjur

Í fyrsta lagi er það rétt hjá Ásgeiri að ábata síð­ustu ára hafi verið mis­skipt. 

Stjórn­­­völd og Seðla­banki Íslands gripu til marg­hátt­aðra aðgerða til að takast á við efna­hags­legar afleið­ingar kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Þær fólu meðal ann­­­ars í sér styrkt­­­ar­greiðslur til fyr­ir­tækja og veit­ingu á vaxta­­­lausum lánum í formi frestaðra skatt­greiðslna. Þá afnam Seðla­­­banki Íslands hinn svo­­­kall­aða sveiflu­­­jöfn­un­­­ar­auka sem jók útlána­­­getu banka lands­ins um mörg hund­ruð millj­­­arða króna og stýri­vextir voru lækk­­­aðir niður í 0,75 pró­­­sent. Þeir höfðu aldrei verið lægri. Þessar örv­un­­ar­að­­­gerðir gerðu það að verkum að stór­tæk til­­­­­færsla varð á fjár­­­munum til fjár­­­­­magns­eig­enda.

Þar tala opin­berar tölur sínu máli. Alls hækk­uðu fjár­magnstekjur í fyrra um 65 millj­arða króna frá árinu á und­an. Mest hækk­aði sölu­hagn­aður hluta­bréfa, alls um 69,5 pró­sent. Þau tíu pró­sent lands­manna sem höfðu mestar fjár­magnstekjur tóku til sín 81 pró­sent allra slíkra tekna á árinu 2021, alls 147 millj­arða króna. 

Auglýsing
Ráðstöfunartekjur tíu pró­sent hóps­ins hækk­uðu umtals­vert umfram ráð­stöf­un­ar­tekjur ann­arra hópa vegna þessa. Af fjár­magnstekjum er greiddur 22 pró­sent skatt­ur, á meðan að 31,45 til 46,25 pró­sent skattur er greiddur af launa­tekj­u­m. 

Skatta­af­sláttur og ekk­ert bólar á aðgerðum gegn skattsvik­um 

Í upp­hafi árs í fyrra var álagn­ingu fjár­magnstekju­skatts breytt. Eftir þær breyt­ingar þarf til að mynda ekki að greiða skatt af vöxt­um, arði og sölu­hagn­aði hluta­bréfa á skipu­­­­legum verð­bréfa­­­­mark­aði sem var undir 300 þús­und krónum og frí­­­­tekju­­­­mark hjóna var hækkað upp í 600 þús­und krón­­­­ur. Í ljósi þess að tekju­hæstu tíu pró­­sent lands­­manna eiga þorra þeirra hluta­bréfa sem ein­stak­l­ingar eiga hér­­­lendis liggur fyrir að þessi skatt­­af­sláttur lendir að upp­i­­­stöðu hjá þeim hópi.

Auk þess er ein­ungis helm­ingur af útleigu íbúð­­­­ar­hús­næðis sem fellur undir húsa­­­­leig­u­lög skatt­­­­skyldur ef ein íbúð er leigð út. Sá hópur sem er lík­­­leg­astur til að eiga fleiri en eina íbúð, og því stunda útleigu íbúð­­ar­hús­næð­is, er efsta tekju­­tí­und­in. 

Þá hefur rík­is­stjórnin við­haldið hús­næð­is­stuðn­ings­kerfi sem tveir flokkar hennar komu á árið 2014 og færði þorra beins stuðn­ings til tekju­hæstu hópa sam­fé­lags­ins. Á árinu 2020 fór næstum helm­ingur, alls 2,2 millj­arðar króna, af skatt­frjálsri nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar til rík­ustu tíu pró­sent­anna. 

Eigið fé

Ofan­greint hefur leitt til þess að mis­skipt­ing er að aukast hratt. Sam­kvæmt nýbirtum tölum Hag­stofu Íslands um eignir og skuldir Íslend­inga fóru 331 af þeim 608 nýju millj­örðum króna sem urðu hér til í fyrra til efstu tíund­ar­inn­ar. 

Það þýðir að 54,4 pró­­sent af nýjum auð sem varð til í fyrra lenti hjá þessum hópi. Þegar þróun á eignum og skuldum þjóð­­ar­innar er skoðað aftur í tím­ann kemur í ljós að á árunum 2010 til 2020, á einum ára­tug, tók þessi efsta tíund að með­­al­tali til sín 43,5 pró­­sent af öllum nýjum auð sem varð til á ári. Því átti sú þróun sér stað á síð­­asta ári að rík­­­ustu tíu pró­­sent lands­­manna tóku til sín mun hærra hlut­­fall af nýjum auð en hóp­­ur­inn hefur að jafn­­aði gert ára­tug­inn á und­­an.

Eignir efsta lags­ins eru auk þess van­metn­ar. Hluta­bréf í eigu ein­stak­linga eða félaga, sem eru að mestu í eigu rík­ustu Íslend­ing­anna, eru metin á nafn­virði ekki mark­aðsvirði og kvóti, sem er allt að 1.200 millj­arða króna virði, er bók­færður á mun lægra verði en upp­lausn­ar­virði hans er, svo tvö dæmi séu tek­in. 

Það eru ýmsar leiðir til að vinna gegn svona mis­skipt­ingu. Ein er að hækka skatta á breiðu bökin og lækka kostnað hinna við að það draga fram líf­ið, annað hvort með skatta­lækk­unum eða lækkun á lífs­nauð­syn­legri þjón­ustu sem hið opin­bera veit­ir. 

Rík­is­stjórnin hefur ekki gert þetta. Hún hefur þvert á móti lækkað skatta á eigna­meiri og tekju­hærri umfram alla aðra. Þetta hefur falið í sér end­­­ur­­­skoðun á tekju­skatts­­­kerfi ein­stak­l­inga, sér­­­staka hækkun per­­­són­u­af­­­slátt­­­ar, lægra trygg­inga­gjald, end­­­ur­­­skoðun á stofni fjár­­­­­magnstekju­skatts, skatt­­af­­slátt vegna stuðn­­­ings ein­stak­l­inga við almanna­heilla­­­fé­lög, hækkun frí­­­tekju­­­marks erfða­skatts og fjár­­­magnstekna og svo auð­vitað lækkun banka­skatts. Flestar gagn­­ast þær eigna­­meira og tekju­hærra fólki umfram aðra. 

Tekju­­stofnar rík­­is­­sjóðs hafa veikst um á fimmta tug millj­­arða króna árlega vegna þessa. Sam­hliða hafa vel­ferð­ar­kerfi og inn­viðir veikst veru­lega. 

Skatta­snið­ganga

Önnur leið er að bæta skatt­heimtu með því að vinna gegn skattsvik­um. Það hefur enda legið fyrir lengi að íslenska ríkið verður af gríð­ar­legum tekjum vegna skattaund­an­skota á hverju ári. Í skýrslu um aflandseignir sem stjórn­völd létu vinna í kjöl­far birt­ingu á Pana­ma-skjöl­unum kom fram að tekju­tap hins opin­bera á árunum 2006 til 2014 vegna færslu á hagn­aði í skatta­skjól hafi numið um 56 millj­örðum króna. Á hverju ári gæti tapið vegna van­tal­inna skatta verið á bil­inu 4,6 til 15,5 millj­­arðar króna, á verð­lagi þess árs. 

RÚV greindi svo frá því í byrjun viku að nýbirt vís­inda­grein, skrifuð af þremur erlendum hag­fræð­ingum á grund­velli talna frá OECD, sýni að rík­is­sjóður Íslands verði af um 22 pró­sent af áætl­uðum fyr­ir­tækja­skatti vegna skattaund­an­skota á hverju ári. Það er um 15 millj­arðar króna. Á hverju ári. 

Þá er ótalin sú skatta­snið­ganga í formi tekju­til­flutn­ings sem fær að við­gang­ast inn­an­lands. Í grein sem Arn­aldur Sölvi Krist­jáns­­son og Róbert Farest­veit, hag­fræð­ingar hjá ASÍ, skrif­uðu í Vís­bend­ingu í sept­em­ber í fyrra kom fram að þetta feli í sér að fólk skrái launa­­tekjur sínar rang­­lega sem fjár­­­magnstekj­­ur, sem kemur meðal ann­ars í veg fyrir að þeir greiði útsvar og heild­ar­skatt­pró­senta þeirra verður miklu lægri en ella. Þetta á sér aðal­­­lega stað á meðal atvinn­u­rek­enda með háar tekj­­ur.

Hag­fræð­ing­arnir tveir sögðu að með því að tak­marka slíkan til­flutn­ing myndu árlegar skatt­tekjur aukast um allt að átta millj­arða króna á ári, styrkja tekju­öflun sveit­ar­fé­laga og auka skatt­byrði þeirra sem eru tekju­hærri.

Ekk­ert hefur verið gert til að setja tappa í þessi göt frá því að sitj­andi rík­is­stjórn sett­ist að völdum fyrir næstum fimm árum síð­an. 

Fákeppni og launa­kjör

Á Íslandi eru mark­aðir ekki frjálsir í neinum eig­in­legum skiln­ingi. Hér ríkir sam­þjöpp­un, ein­okun og fákeppni. Ragnar Önund­ar­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri, orð­aði þetta ágæt­lega í grein í Morg­un­blað­inu í sum­ar: „Keppt er um stóru við­skipta­vin­ina, aðrir eru mis­not­að­ir“. Í nán­ast öllum til­fellum eru engir snill­ingar sem eru að finna upp nýja hluti að stýra stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins. Þeir njóta góðs af kerfum sem gera þeim kleift að keppa ekki nema að litlu leyt­i. 

Samt þykir nauð­syn­legt að inn­leiða bónus­kerfi fyrir yfir­burð­ar­fólkið. Það þykir nauð­syn­legt að greiða þeim fimmt­án­föld mán­að­ar­laun í starfs­loka­samn­inga þegar þeir eru rekn­ir. Það þykir nauð­syn­legt að laun for­stjóra skráðra félaga, sem sum hver fengu millj­arða króna úr rík­is­sjóði í kór­ónu­far­aldr­in­um, séu vel á sjöttu milljón króna, eða sext­án­föld lág­marks­laun, á mán­uði að með­al­tali. Ann­ars fáist hreint eng­inn nægi­lega hæfi­leik­a­ríkur í störf­in. 

Auglýsing
Mánaðarlaun for­sæt­is­ráð­herra hafa hækkað um 1.079 þús­und krónur á sex árum og eru nú 2.470 þús­und krónur á mán­uði. Þau hækk­uðu síð­ast í júlí. Laun þjóð­­kjör­inna full­­trúa og æðstu emb­ætt­is­­manna þjóð­­ar­innar voru síð­ast hækkuð í síð­asta mán­uði, alls um 4,7 pró­­sent. Eftir þá hækkun fékk for­sæt­is­ráð­herra 110 þús­und krónur meira í heild­ar­laun á mán­uði en hún fékk í jún­í. 

Mið­­gildi reglu­­legra heild­­­ar­­­launa fólks á Íslands, sam­­­kvæmt tölum frá Hag­­­stofu Íslands, var 492 þús­und krónur í árs­­­lok 2015. Í lok síð­­­asta árs voru þau 696 þús­und krónur og höfðu því hækkað um 204 þús­und krón­­­ur, eða 41 pró­­­sent á tíma­bil­inu.

­Laun þing­­­manna hafa hækkað um 430 þús­und krónur umfram þær krónur sem mið­­gildi reglu­­legra heild­­­ar­­­launa lands­­­manna hefur hækkað á tíma­bil­inu og um 416 þús­und krónur umfram með­­al­­tal reglu­­legra heild­­­ar­­­launa. 

Ef horft er á laun ráð­herra þá hafa þau hækkað um 770 þús­und krónur umfram mið­­gildi heild­­ar­­launa í land­inu og 758 þús­und krónur umfram með­­al­­tal þeirra. 

For­­sæt­is­ráð­herra hefur svo hækkað um 875 þús­und krónur á mán­uði umfram það sem mið­­gildi reglu­­legra heild­­ar­­launa hefur hækkað og 863 þús­und krónur umfram með­­al­tals­­laun­in. Hækkun á launum ráð­herra á sex ára tíma­bili er því meiri en sem nemur heild­­ar­­launum með­­al­­launa­­manns á mán­uð­i. 

Græðgi launa­manns­ins

Í nýrri aug­lýs­inga­her­ferð á sam­fé­lags­miðl­um, sem senni­leg­ast er keyrð af ein­hverjum anga verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar í aðdrag­anda kjara­við­ræðna, spyr leik­ar­inn Þor­steinn Bach­mann, í hlut­verki sjálf­um­glaðs full­trúa þeirra sem hagn­ast mest á ríkj­andi kerfi og vilja verja það með kjafti og klóm, í hæðni: „Það er mikið talað um launa­hækk­an­ir. Hvernig væri að líta í eigin barm, frekar en að gera enda­lausar kröfur á aðra? Ég bara spyr.“

Í þessum vel heppn­uðu aug­lýs­ingum krist­all­ast ástand­ið. Þegar kemur að launa­þróun geta for­svars­menn atvinnu­lífs­ins, stjórn­ar­herr­arnir og æðstu emb­ætt­is­menn þjóð­ar­innar leitt með góðu for­dæmi. Það gera þeir ekki. 

Skila­boð rík­is­stjórn­ar­innar og Seðla­bank­ans eru, nú sem áður, ein­föld. Þið hafið það ógeðs­lega gott, jafn­vel þótt ykkur finn­ist það ekki. Þess vegna eiga launa­menn að stilla kröfum sínum í hóf, til að verja stöð­ug­leik­ann. 

Þið, venju­lega fólk­ið, megið ekki vera of gráð­ug, þótt lífs­kjör ykkar hafi hríð­versnað á örfáum mán­uð­um. Það er bara öfund gagn­vart hinum dug­legu og úrræða­góðu að fetta fingur út í það að fjár­magns­eig­endur hafi á sama tíma makað krók­inn. 

Verjið okkar stöð­ug­leika með því að gefa eftir ykkar lífs­kjör

Ótrú­legt en satt þá skilja flestir að það tapa allir á höfr­unga­hlaupi víxl­verk­andi launa­hækk­ana. Það að sækja sífellt fleiri krónur í veskið skilar sér ekki í auknum kaup­mætti heldur éti verð­bólga hann upp með auk­inni dýr­tíð og stór­auknum afborg­unum af hús­næð­is­lán­um. Og það er sann­ar­lega hægt að fá launa­fólkið til að taka þátt í að ná því mark­miði að mynda stöð­ug­leika með hóf­legum kröf­um. En það verður að vera stöð­ug­leiki allra. Hinir ang­arn­ir; rík­is­stjórn­in, Seðla­bank­inn og atvinnu­líf­ið, verða að spila með og leggja sitt að mörk­um. Það gera þeir ekki. Þvert á móti auka þeir mis­skipt­ingu og passa fyrst og fremst upp á sitt. 

Það má ekki draga úr álagn­ingu smá­sölu­fyr­ir­tækja eða hagn­aði banka á fákeppn­is­mark­aði til að vinna gegn verð­bólgu sem er að nálg­ast tveggja stafa tölu. Það myndi hafa svo nei­kvæð áhrif á arð­greiðslur og end­ur­kaup á bréf­um. 

Það má ekki skatt­leggja ofur­hagnað sem orðið hefur til vegna aðgerða stjórn­valda og Seðla­banka Íslands, eða vegna þess að sjáv­ar­út­veg­ur­inn vill ekki borga rétt­lát verð fyrir nýt­ingu þjóð­ar­auð­lind­ar. Það skekkir stöðu þeirra í alþjóð­legri sam­keppn­i. 

Það má ekki taka bónusa, gullnar fall­hlífar eða ofur­laun æðsta lags­ins til end­ur­skoð­un­ar, það fælir allt yfir­burð­ar­fólkið til útlanda. 

Það má ekki taka til í rík­is­rekstr­inum til að nýta meira í þjón­ustu eða end­ur­reisn milli­færslu­kerfa til þeirra sem þurfa á pen­ingum að halda til að ná endum sam­an, en minna í prjál eins og fjölgun ráðu­neyta sem kostar 1,8 millj­arð króna eða hug­myndir um að kaupa dýrasta hús­næði lands­ins undir von­ar­stjörnur Sjálf­stæð­is­flokks­ins á sex millj­arða króna. Það er svo leið­in­leg­t. 

Svo ekki sé talað um fækkun sveit­ar­fé­laga, þó ekki væri bara til að losna við að borga öllum þessum tugum sveit­ar­stjórum margar millj­ónir á mán­uði til að mæta í vinn­una, eða á annan tug millj­óna króna í bið­laun þegar þeir eru látnir hætta. Þá fækkar bit­ling­unum sem eru til úthlut­unar fyrir dug­lega flokks­hesta. 

Það má alls ekki hækka skatta á fjár­magns­eig­endur né bæta skatt­eft­ir­lit þannig að hluti þeirra hætti að bæta fjár­hags­lega stöðu sína með því að stela frá hinu opin­bera, því þá eiga þeir ein­fald­lega minni pen­ing en þeim langar til að eiga. 

Er þá sann­gjarnt og rétt­látt að láta þann sístækk­andi hóp venju­legra launa­manna sem á í erf­ið­leikum með að láta enda ná saman í hverjum mán­uði bera einan ábyrgð á stöð­ug­leika sem bætir fyrst og síð­ast fjár­hags­lega til­veru ann­arra? 

Ég bara spyr?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari