Víkingarnir koma! Ekki

Jón Gnarr tekur fyrir hina svokölluðu Íslandssögu í pistlaröð. Í sínum sjöunda pistli segir hann víkinga hafa verið jaðarhópa í samfélögum Skandinavíu og að meint víkingaarfleifð Íslendinga sé að mestu byggð á óskhyggju og lygasögum.

Auglýsing

Allt er óvíst um upp­runa orðs­ins vík­ing­ur. Það eru gamlar heim­ildir til um það og orðið kemur fyrir á rúna­steinum í Sví­þjóð en það hafði örugg­lega ekki þá merk­ingu þá sem það seinna fékk. Fólk á Norð­ur­löndum var löngu byrjað að sigla á milli staða áður en hin svo­kall­aða vík­inga­öld sem talin er hafa staðið frá 793-1066 hófst. Það er heldur óná­kvæmt að miða við þessi ártöl.

Ég held að orðið eigi sér mjög sak­leys­is­legt upp­haf og hafi verið notað um þá sem áttu sér ekk­ert fast heim­ili heldur flækt­ust um höfin á bát­kjæn­um. Bátar hafa aðal­lega verið not­aðir til fisk­veiða. Að eiga eða ráða yfir báti í fornöld hefur verið mjög krefj­andi verk sem krafð­ist sífelldrar athygli. Þessir bátar þurftu enda­laust við­hald til að halda þeim á floti og ólík­legt finnst mér að fólk hafi litið mikið af þeim.

En varla hafa allir bátar verið fiski­bát­ar. Sumir voru not­aðir til að ferja fólk og fénað milli staða og aðrir til að stunda verslun og við­skipti. Fólk var að sigla um og yfir Eystra­saltið og Norð­ur­sjó og upp­eftir ám og fljótum í alls­konar erinda­gjörð­um. Þetta hefur mjög lík­lega orðið lífs­stíll fyrir marga.

Þannig held ég að orðið hafi fyrst orðið til, yfir menn sem þvæld­ust um á bátum og sigldu milli staða og seldu og keyptu vörur sem þeir vissu að þeir gætu svo selt með hagn­aði ann­ars stað­ar. Ætli orðið vík­ingur hafi í upp­hafi ekki haft svip­aða merk­ingu og flæk­ing­ur, að leggj­ast í vík­ing svipað og að fara á flæk­ing? Þetta hefur auð­vitað ekki verið notað í þeirri nei­kvæðu merk­ingu sem orðið öðl­að­ist seinna.

Norð­ur­landa­búar hafa átt vin­sam­leg sam­skipti við nágranna sína framan af, verslun og við­skipti. Það er ljóst á heim­ildum um ofbeld­is­fullar árásir vík­ing­anna að fólk var ekki að sjá þá í fyrsta skipti og virð­ist hafa vitað hverjir þeir voru og hvaðan þeir komu. Eng­inn veit alveg af hverju þetta frið­sam­lega fólk sner­ist svona skyndi­lega til ofbeld­is­verka en það eru ýmsar kenn­ingar um það. Margt bendir til að ald­irnar fyrir vík­inga­tíma­bilið hafi veð­ur­far í Skand­in­avíu versnað mjög og kólnað og fólk hafi hrunið niður úr kulda og hungri. Ég hef líka heyrt þá kenn­ingu að fólk í Skand­in­avíu hafi fyrst byrjað að vopn­bú­ast til að verja sig fyrir ein­hverjum öðrum sem höfðu verið að ráð­ast á það.

Jað­ar­hópur

Eitt sem mér finnst líka mik­il­vægt að hafa í huga, þegar við hugsum um þetta tíma­bil, er að það var alls ekki almennur þorri eða meg­in­hluti fólks sem var að taka þátt í þessum grimmi­lega hern­aði. Þessi sjó­ræn­ingjakúltúr sem kenndur hefur verið við vík­inga virð­ist aðal­lega hafa verið bund­inn við ákveðin land­svæði í Nor­egi, Sví­þjóð og Dan­mörku frekar en öll löndin í heild. Það er algjör­lega fjar­stæðu­kennt að halda að öll Skand­in­avía hafi verið tengd þess­ari starf­semi með einum eða öðrum hætti. Það er lík­legra að meiri­hluti almenn­ings hafi ekki einu sinni vitað af þessu.

Auglýsing

Ég hef sagt það hér áður en þegar ég reyni að gera mér í hug­ar­lund eitt­hvað í dag sem væri sam­bæri­legt við vík­ing­ana detta mér helst í hug hryðju­verka­sam­tökin sem kenna sig við Íslamskt ríki. Þau eru vissu­lega ættuð frá Sýr­landi og hafa aðsetur þar en þau eru ekki ein­kenn­andi fyrir Sýr­land eða sýr­lend­inga. Með­lim­irnir eru margir útlend­ingar og umráða­svæði þeirra er aðeins brota­brot af land­inu öllu. Það að halda að allir skand­ína­var hafi verið vík­ingar er jafn til­hæfu­laust og úr lausu lofti gripið og ótti þeirra sem halda að flótta­fólk frá Sýr­landi hljóti að hafa ein­hver tengsl við hryðju­verka­menn.

Vík­ingar og hrun banka­kerf­is­ins

Þótt umsvif vík­ing­anna hafi verið mik­il, sér­stak­lega eft­irá að hyggja og eftir að fólk hefur rýnt mjög mikið og sér­stak­lega á þennan til­tekna kúlt­úr, þá var þetta samt frekar fámenn stétt, þótt orð­sporið væri mik­ið, og eig­in­lega jað­ar­hópur í sam­fé­lag­inu. Með sömu aðferða­fræði gætu ein­hverjir útlend­ingar haldið að allir íslend­ingar hefðu unnið í banka og verið útrás­ar­vík­ing­ar. Við vitum nátt­úr­lega að það er ekki rétt og ef ekki hefði verið fyrir okkar ágætu fjöl­miðla þá hefðu flest okkar ekk­ert vitað af þess­ari svoköll­uðu „út­rás“.

Fæst fólk á Íslandi telur sig bera ein­hverja per­sónu­lega ábyrgð á hruni banka­kerf­is­ins. Það hefur verið svipað á Norð­ur­lönd­um. Almenn­ingur á Norð­ur­löndum var fyrst og fremst frið­samt og vinnu­samt fólk. Það hélt þræla, fór illa með konur og átti það til að færa mann­fórnir við hátíð­leg tæki­færi en það var bara tíð­ar­and­inn frekar en ein­hver mann­vonska. Það var ekki full­komið fólk en lífs­bar­áttan var hörð og fólk gerði bara það sem það taldi nauð­syn­legt til að kom­ast af. Þetta fólk átti sér mjög merki­lega sögu og kúltúr. Það bjó til list­muni og samdi sögur og ljóð sem eru ein­stök á heims­mæli­kvarða. Þetta fólk bjó yfir merki­legri sigl­inga­kunn­áttu og verk­fræði og nátt­úru­fræði. Þetta var mjög merki­legt fólk sem byggði áhuga­verð sam­fé­lög. Að gefa ótíndum ribböldum allt kredit fyrir þeirra fram­lag er ekk­ert nema virð­ing­ar­leysi.

Þessi hern­að­ar­starf­semi vík­ing­anna stóð með hléum í rúmar tvær ald­ir. Þarna voru nokkrar árásir á sak­laust og varn­ar­laust fólk, umtals­verðar sigl­ing­ar, nokkrir bar­dagar sem líkt­ust helst gengja­stríðum og helst á Englandi en aðal­lega þræla­sala. Þræla­sala og man­sal var kjarn­inn í hag­kerfi vík­ing­anna og í því var mesta velt­an. Höf­uð­stöðvar þeirra voru á afmörk­uðum svæðum í Skand­in­avíu og seinna þar sem nú eru Úkra­ína og Rúss­land. Að fara í vík­ing var aðal­lega sum­ar­vinna en þeir héldu sig að mestu heima yfir vet­ur­inn.

Engin vík­inga­starf­semi á Íslandi

Ólíkt því sem oft og yfir­leitt er haldið fram þá voru aldrei neinir vík­ingar hér á landi með neina starf­semi. Ísland er allt of langt í burtu frá öllu öðru til að vera fýsi­legur kostur í slíka starf­semi. Bar­dagaglaðir og vit­firrtir menn höfðu ein­fald­lega ekk­ert hér að gera. Það er vel hugs­an­legt að ein­hverjir þeir smá­kóngar sem gerðu út á vík­ing ein­hvern hluta árs­ins hafi rekið ein­hverja starf­semi hér en þeir hafa ekki verið að senda her­menn sína hing­að. Til hvers hefðu þeir átt að gera það? Hvaða heil­vita maður hefði siglt hingað í fullum her­klæð­um? Eng­inn. Ísland var ein af þrælakistum vík­ing­anna og fólk var flutt hingað nauð­ugt og látið strita. Ekki hafa allir þeir þræla­hald­arar verið neinir vík­ingar heldur þótt þeir hafi kannski þóst vera það.

Ósk­hyggja og lyga­sögur

Það hafa ekki fund­ist á Íslandi neinar forn­minjar um vík­inga og ekki eitt ein­asta skip. Það er ein­hver reit­ingur af sverðum en ekk­ert í lík­ingu við allt það járna­drasl sem fund­ist hefur í Skand­in­av­íu. Hug­myndin um okkar glæsi­legu vík­ingaarf­leið er að mestu byggð á ósk­hyggju og lyga­sögum sem okkur hafa verið sagðar í gegnum tíð­ina. Það getur svosem hugs­ast að ein­hverjir fyrr­ver­andi vík­ingar eða ein­hverjir sem börð­ust í ein­hverjum bar­daga hafi hrak­ist hingað á flótta undan mönn­unum sem þeir töp­uðu fyr­ir.

Fræg­asti vík­ingur hinnar svoköll­uðu Íslands­sögu á að hafa verið Egill Skalla­gríms­son. Hann á að hafa haldið utan ungur maður og ekki snúið aftur heim fyrr en hann var orð­inn öld­ung­ur. Hann stóð aldrei í neinni vík­inga­starf­semi hér. Hafi hann ekki logið öllu um afrek sín á vík­inga­svið­inu þá fóru þau að minnsta kosti öll fram í útlönd­um. Það stað­festir sag­an.

Mér sýn­ist það alveg ljóst að land­nemar Íslands voru hvorki stór­huga bændur né hug­djarfir vík­ingar heldur frekar fórn­ar­lömb þeirra beggja, fólk sem var svipt frelsi sínu og neytt til að fara hingað og var kallað þrælar og ill­menni og látið strita hér. Ísland hent­aði hvorki til vík­inga­sigl­inga né land­bún­aðar bæði vegna land­fræði­legrar stöðu og veð­ur­fars. Allt tal um annað er ein­ungis til þess gert að breiða yfir sann­leik­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit