Ragnar Sigurðsson varnarmaður í íslenska landsliðinu.
Ragnar Sigurðsson varnarmaður í íslenska landsliðinu.
Auglýsing

Íslenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu er nú þegar búið að ná óhemju góðum árangri á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu sem fram fer í Frakk­landi. Íslend­ingum var ekki spáð góðu gengi á mót­inu og mættu íslensku stuðn­ings­menn­irnir með hóf­legar vænt­ingar til Strák­anna okkar fyrir fyrsta leik­inn í Saint Étienne um miðjan júní.

Jafn­tefli gegn Portú­gölum og ömur­leg við­brögð Crist­i­ano Ron­aldo í kjöl­far leiks­ins urðu til þess að það hlakk­aði í áhorf­end­um, bæði hér í Frakk­landi og heima á Íslandi. Íslenska liðið var búið að ná góðum úrslitum gegn stærstu stjörnu fót­bolta­heims­ins í Evr­ópu, og félögum hans í portú­galska lið­inu. „Ís­lend­ingar eiga ekki eftir að gera neitt á þessu mót­i,“ var haft eftir fúlum Ron­aldo eftir jafn­teflið.

Ísland gerði svo annað jafn­tefli gegn Ung­verjum í Marseil­les og þótti stuðn­ings­mönnum og leik­mönnum Íslands það heldur svekkj­andi. Eitt stig úr þeim leik gerði það hins vegar að verkum að nú var Ísland komið annað stig í riðla­keppn­inni. Sigur gegn Aust­ur­ríki í París gerði þau stig fimm og tryggði Íslend­ingum far­seðil í útslátt­ar­keppni móts­ins.

Auglýsing

Meta­súpan mikla

Stuðn­ings­menn Íslands mættu enn á ný til Suð­ur­-Frakk­lands með hóf­legar vænt­ingar fyrir leik­inn gegn Eng­lend­ingum í Nice. Leikur gegn svona stór­þjóð í knatt­spyrnu í sextán liða úrslitum ætti eftir að verða erf­ið­ur. Sumir höf­uðu hins vegar það á orði að Eng­lend­ingum hefði nú aldrei gengið neitt sér­stak­lega á stór­mót­um, eins og rekið var í Kjarn­anum um síð­ustu helgi. Ein­hverjir ósk­uðu sér það heit­ast að Ísland mundi halda jafn­tefli út fulla fram­leng­inu svo úrslitin myndu ráðst í víta­spyrnu­keppni. Það kom auð­vitað ekki til þess því Ísland kláraði leik­inn 2-1 í venju­legum leik­tíma. Ísland mætir þess vegna Frökkum í París annað kvöld.

Í kjöl­far leiks­ins gegn Englandi hefur Ísland hlotið athygli langt útfyrir landa­mæri fót­bolta­heims­ins og orðið umtals­efni í vin­sælum spjall­þáttum vest­an­hafs auk þess að myndum af lið­inu og stuðn­ings­mönnum þess hefur verið slegið upp á for­síðum dag­blaða um alla Evr­ópu.

Leik­ur­inn gegn Englandi var ekki aðeins merki­legur vegna þess að Ísland valt­aði yfir stór­þjóð heldur einnig vegna þess að Ísland heldur áfram að setja ný met á þessu stór­móti. Leik­ur­inn gegn Englandi setti til­dæmis met sem eng­inn var að bíða eftir að yrði bætt því viður­eignin er sú viður­eign á Evópu­móti sem er umtöl­uðst á sam­fé­lags­miðl­um. Það ætti hins vegar ekk­ert að koma á óvart, enda elska Bretar að tala illa um lands­liðið sitt þegar því gengur ekki vel.

Óvæntur sigur Íslands á Englandi varð til þess að meira en 4,8 milljón tvít voru send á Twitter um leik­inn á meðan honum stóð. Það jafn­gildir 135.000 tvítum á mín­útu. Áður hafði metið verið 89.000 tvít á mín­útu eftir að Dimitri Payet skor­aði gegn Rúm­enum í opn­un­ar­leik móts­ins. Aðeins þrjár millj­ónir tvíta flugu um netheima á meðan þeim leik stóð.

Metin eru, eins og okkur Íslend­ingum er tamt, lang flest „miðuð við höfða­tölu“. Við erum langt minnsta þjóðin til að keppa í loka­keppni Evr­ópu­móts­ins, við eigum lang­flesta stuðn­ings­menn miðað við höfða­tölu á loka­móti (sú tala er raun­veru­lega orðin 10 pró­sent af öllum íbúum á Íslandi) og í hvert sinn sem við komumst áfram í mót­inu bætum við eigið met um hversu langt minnsta þjóðin hefur kom­ist í mót­inu.

Ísland komið á opin­bera meta­skrá

Meta­list­inn á Evr­ópu­mót­unum er langur og þar er nær allt talið til sem manni dettur til hug­ar. Þar eru marka­hæstu þjóðir á hverju móti, yngsti og elsti leik­mað­ur, mesti fjöldi marka­þrenna og þar fram eftir göt­un­um. Og svo eru skrítin met eins og lengsti tími frá upp­hafi leiks til fyrsta marks í leik, fjöldi sjálfs­marka, fæst mörk á loka­móti og fæst mörk fengin í einu móti og lið verður meist­ari.

Svona mætti lengi telja en þegar farið er í gegnum list­ann þá má þegar finna Ísland á nokkrum stöð­um.

Ísland hefur enn ekki tapað leik á stór­móti, og er um leið minnsta þjóðin til að geta stað­hæft það. Lands­liðið er eitt fimm ann­arra liða sem kom­ist hafa í átta liða úrslit EM206 án þess að tapa leik. Eins og stendur þá er Ísland í öðru sæti á list­anum yfir flest stig fyrir hvern leik. Wales (einnig í fyrsta sinn á EM) hefur fengið að jafn­aði 2,25 stig í sínum fjórum leikjum en Ísland hefur fengið tvö. Í þriðja sæti er sig­ur­sælasta þjóðin í sögu EM; Þjóð­verjar geta aðeins montað sig af 1,89 stigum í leik.

Lars Lag­er­back, einn þjálf­ara íslenska lands­liðs­ins er að koma sér fyrir í meta­skránni og þar með Íslandi. Lars er sá þjálf­ari sem hefur tekið þátt í flestum loka­keppnum EM eða fjórum sinn­um. Hann fór með sænska lands­liðið þrisvar á árunum 2000, 2004 og 2008 og nú það íslenska árið 2016. Um leið raðar hann sér á bekk með mörgum af þekkt­ustu þjálf­urum í heimi því hann er nú að fara með sína aðra þjóð á EM. Hinir þjálf­ar­arnir hafa nær allir þjálfað stór­þjóðir sem með sanni má segja að eigi fast sæti í loka­mót­inu. Vel gert Lars!

Þá er Ísland komið í níunda sæti yfir þær þjóðir sem kom­ist hafa oft­ast í átta liða úrslit loka­keppn­inn­ar. Við deilum því sæti með þremur öðrum þjóðum en ásamt Íslandi eru Pól­land og Wales að taka þátt í fyrsta sinn á loka­móti EM.

Svo eru leið­in­legri met sem hægt er að telja upp. Ísland á eitt níu sjálfs­marka sem skoruð hafa verið í sögu loka­móts EM. Þrjú þeirra hafa komið í keppn­inni í ár og Birkir Már Sæv­ars­son er svo óhepp­inn að vera einn þeirra. Þá hefur Ísland aldrei tekið þátt í víta­spyrnu­keppni, en dæmi hver um sig hvort það sé gott eða slæmt.

Nokkuð óraun­hæft er að segja að Ísland eigi séns í önnur met á þess­ari móta­skrá. Ekki strax í það minnsta því sumar þjóð­irnar hafa verið að keppa á loka­móti EM í marga ára­tugi.

Frakk­land - Ísland

Eins og áður sagði þá mætir Ísland gest­gjöf­unum frá Frakk­landi í París annað kvöld. Það verður í annað sinn sem þessar þjóðir mæt­ast á Stade de France, síð­ast lék Ísland gegn Frökkum þar í und­ankeppni EM 2000 og tap­aði Ísland þá með tveimur mörkum gegn þremur frá Frökk­unum eftir spenn­andi leik. 

Frakkar eiga raunar mjög góðu gengi að fagna á Stade de France, hafa spilað þar 80 sinn­um, unnið 49 leiki og tapað 10. Franska lands­liðið hefur heldur aldrei tapað á þessum velli í loka­keppni stór­móts; unnið fjórum sinnum og gert eitt jafn­tefli gegn Ítalíu í úrslit­unum árið 1998 og unnið leik­inn í víta­spyrnu­keppni.

Ísland á yfir höfuð ekki góðu gengi að fagna gegn Frökkum í keppni á vegum evr­ópska knatt­spyrnu­sam­bands­ins. Fimm leikjum hafa Íslend­ingar tapað með marka­töl­una 17-2 fyrir Frökk­um. En! Ísland hefur heldur ekki átt góðu gengi að fagna, yfir höf­uð, þar til fyrir fáeinum árum.

Áður en Ísland lék sinn fyrsta leik á EM 2016 birti Kjarn­inn átta lyk­il­at­riði um mót­ið. Þar var sagt frá þeim stuðlum sem helstu veð­bankar voru að gefa á að Ísland myndi lyfta bik­arnum eftir úrslita­leik­inn 10. júlí. Stuð­ull­inn var þá 125/1 en er nú 40/1. Við erum reyndar með hæstan stuðul af þeim þjóðum sem eftir eru í keppn­inni. Frakkar voru fyrir mót taldir sig­ur­stran­leg­astir í mót­inu og eru það enn með stuð­ul­inn 11/4.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None