Mynd: Bára Huld Beck

Nýr meirihluti veltur á að Dagur gefi eftir stólinn

Hægt verður að ganga frá myndun nýs meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hratt ef Samfylkingin felst á þá kröfu að ráðinn verði borgarstjóri. Viðreisn mun ekki vinna með Miðflokki, Sósíalistar hafa útiloka meirihlutaþátttöku og því er uppi flókin staða ef ekki næst saman.

Krafa Við­reisnar um að ráð­inn verði borg­ar­stjóri ef af meiri­hluta­sam­starfi flokks­ins við Sam­fylk­ingu, Pírata og Vinstri græn verður er ófrá­víkj­an­leg. Við­mæl­endur Kjarn­ans innan Við­reisnar segja að þótt flokk­ur­inn nái fram þeim mál­efna­á­herslum sem hann vill þá þurfi áferð nýs meiri­hluta að vera sú að ekki sé um sama vagn að ræða og á síð­asta kjör­tíma­bili, en bara með nýju dekki undir í stað Bjartrar fram­tíð­ar. Þess vegna sé úti­lokað að Dagur B. Egg­erts­son geti verið áfram borg­ar­stjóri náist sam­an.

Tak­ist það er ekki margt sem út af ber til að hægt sé að ná þessum meiri­hluta sam­an. Stefnur flokk­anna fjög­urra liggja saman í skipu­lags- og sam­göngu­málum og allir eru þeir til­búnir í miklar aðgerðir til að auka enn í upp­bygg­ingu hús­næðis í borg­inni til að tryggja fleiri borg­ar­búum hús­næði á kjörum sem þeir ráða við. Í því sam­hengi má benda á að Við­reisn var með það í stefnu­skrá sinni að byggja 350 félags­legar íbúðir á kjör­tíma­bil­inu.

Við­reisn mun fara fram á að stefna flokks­ins í atvinnu­mál­um, meðal ann­ars lækkun á fast­eigna­sköttum á fyr­ir­tæki, og í mennta­málum fái gott pláss í sátt­mála meiri­hlut­ans. Auk þess er mikil áhersla á að ein­falda kerfið þannig að þeir sem þurfi t.d. að fá ýmis athafna­leyfi geti gert það með minna flækju­stigi. Við­reisn mun líka leggja áherslu á að fastar verði haldið um rekstur borg­ar­inn­ar, en mörgum þar þykir hann ekki í nægi­lega góðum far­vegi með auk­inni skulda­söfnun í miðri upp­sveiflu.

Eng­inn vafi er, sam­kvæmt nið­ur­stöðu kann­ana, að kjós­endur Við­reisnar vilja helst sjá flokk­inn fara þessa leið í myndun meiri­hluta. Í könnun Gallup sem birt var rétt fyrir kosn­ingar kom fram að 63 pró­sent af fylgi Við­reisnar kom frá þeim sem kusu frá­far­andi meiri­hluta árið 2014. Ein­ungis 17 pró­sent þess kom frá Sjálf­stæð­is­flokki. Ólafur Þ. Harð­ar­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði, benti á það í gær í stöðu­upp­færslu á Face­book að kjós­­enda­­prófílar Við­reisnar í Reykja­vík, til dæmis ald­­ur, skóla­­ganga og búseta í hverf­um, sé miklu lík­­­ari prófílum Sam­­fylk­ingar og Pírata en Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, Mið­­flokks­ins og Flokks fólks­ins.

Sam­fylk­ingin rak slaka kosn­inga­bar­áttu

Sætti Dag­ur, og Sam­fylk­ing­in, sig við það að leiða ekki meiri­hluta­sam­starfið segja við­mæl­endur Kjarn­ans að hægt verði að koma honum saman jafn­vel fyrir viku­lok. Raunar ætti að draga til ein­hverra tíð­inda þegar líður á dag­inn í dag, ef ekk­ert óvænt kemur upp á.

Innan Sam­fylk­ing­ar­innar er að eiga sér stað ákveðin nafla­skoð­un. Flokk­ur­inn rak ekki góða kosn­inga­bar­áttu og hún lítur enn verr út í bak­sýn­is­spegl­inum í ljósi nið­ur­stöðu kosn­ing­anna. Þótt sú nið­ur­staða hafi ekki verið afleit, og skilað sjö borg­ar­full­trú­um, þá missti Sam­fylk­ingin stöðu sína sem stærsti flokkur borg­ar­inn­ar. Sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum gerð­ist það alveg við loka­mark­ið, þegar kosn­inga­vél Sjálf­stæð­is­flokks var komin á fullt. Þar var stór hópur þaul­skipu­lags og dug­legs hóps fólks að hringja í þús­undir síð­ustu dag­anna fyrir kosn­ingar og flokk­ur­inn aug­lýsti meira en nokkur annar á þeim tíma. Þær aug­lýs­ingar mið­uðu á að herja á veika bletti Sam­fylk­ing­ar, meðal ann­ars leik­skóla­mál, og þar skipti fram­ganga Hildar Björns­dótt­ur, sem sat í öðru sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks, miklu máli. Hún var sá fram­bjóð­andi á þeim lista, ásamt Katrínu Atla­dótt­ur, sem gat höfðað til ungs fjöl­skyldufólks og kvenna, sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var ekki að mæl­ast sterkur hjá. Þær voru báðar áber­andi í aug­lýs­ingum flokks­ins síð­ustu daga fyrir kosn­ing­ar.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks.
Mynd: Bára Huld Beck

Við­mæl­endur Kjarn­ans úr efstu lögum Sam­fylk­ingar segja að það hafi verið mis­tök hjá flokknum að leggja ein­ungis áherslu á Dag í kosn­inga­bar­átt­unni en fela hina fram­bjóð­end­urna . Þar hafi verið sterkar konur eins og Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, vara­for­maður flokks­ins, Kristín Soffía Jóns­dótt­ir, Sabine Leskopf og Guð­rún Ögmunds­dótt­ir. Allt konur sem höfða til mis­mun­andi hópa vegna mis­mun­andi styrk­leika. Þá hafi kosn­inga­bar­áttan snú­ist allt of mikið um verk síð­asta kjör­tíma­bils en ekki það sem flokk­ur­inn ætl­aði sér að gera í borg­inni í fram­tíð­inni.

Von­brigða­nið­ur­staða Sam­fylk­ing­ar­innar í kosn­ing­unum styrkir þá kröfu ann­arra í vænt­an­legu meiri­hluta­sam­starfi að nýr borg­ar­stjóri verði feng­inn til að setj­ast í ráð­hús­ið.

Hver á að verða borg­ar­stjóri?

Stóra spurn­ingin er hver það eigi að vera? Gísli Mart­einn Bald­urs­son, sem hefði verið nokkuð aug­ljóst val sem lík­lega flestir innan meiri­hlut­ans hefðu sætt sig vel við, hefur ekki áhuga á starf­inu. Honum hefur raunar heldur ekki verið boðið það með neinum form­legum hætti. Ragna Árna­dótt­ir, aðstoð­ar­for­stjóri Lands­virkj­unar og fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, er sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans heldur ekki jákvæð. Sögu­sagnir um að Halla Tóm­as­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­andi, komi til greina eiga sér ekki fót­festu.

Vinstri meiri­hlut­inn út af borð­inu

Gangi þessi meiri­hluta­myndun ekki eftir er komin upp flókin staða. Ókjörnir aðals­menn í Vinstri grænum hafa bak­við tjöldin reynt mikið að tala fyrir myndum meiri­hluta þeirra þriggja flokka sem sitja nú í meiri­hluta með Sós­í­alista­flokki og Flokki flokks­ins, þó ekki væri nema til að geta haldið þeim mögu­leika yfir höfð­inu á Við­reisn. Sá mögu­leiki hvarf end­an­lega í gær þegar Sós­í­alista­flokk­ur­inn til­kynnti að hann muni ekki taka þátt í meiri­hluta­sam­starfi vegna þess að hann telji að ekk­ert „muni ávinn­ast í samn­inga­við­ræðum eins borg­ar­full­trúa við ríkj­andi öfl.“

Vinstri græn eru raunar í mjög erf­iðri stöðu. Borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar, þar sem flokk­ur­inn beið afhroð og rétt skreið inn með einn borg­ar­full­trúa, sýndu að klofn­ing­ur­inn innan flokks­ins er mun dýpri og alvar­legri en af er lát­ið. Flokkur til vinstri við Vinstri græn, Sós­í­alista­flokk­ur­inn, fékk miklu betri kosn­ingu og sér­stök Kvenna­hreyf­ing, sem í voru margar fyrr­ver­andi flokks­konur í Vinstri græn­um, bauð fram vegna þess að henni fannst að áhersla á jafn­rétt­is­mál væri ekki nægi­lega mikil í kosn­ing­un­um.

Það er stað­reynd sem erfitt er að flýja frá að ein­ungis 2.700 manns kusu Vinstri græn í Reykja­vík. Til sam­an­burðar kusu 14.477 ein­stak­lingar Vinstri græn í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveimur í þing­kosn­ingum fyrir sjö mán­uðum síð­an.

Við­reisn mun ekki vinna með Mið­flokki

Annar mögu­leiki sem rætt hefur verið um er meiri­hluti Við­reisnar með Sjálf­stæð­is­flokki, Mið­flokki og Flokki fólks­ins. Sá meiri­hluti er ekki raun­hæfur af þeirri ein­földu ástæðu að innan Við­reisnar er ekki neinn vilji til að vinna með Mið­flokki. Flokk­ur­inn lítur raunar á Mið­flokk­inn sem and­stæðu sína. Þjóð­ern­is­legan ein­angr­un­ar­hyggju­flokk sem þrífst á stórum en illa útfærðum lof­orð­um. Innan Mið­flokks­ins er til að mynda hægt að finna helstu and­stæð­inga Evr­ópu­sam­bands­ins sem starfa í stjórn­mál­um. Á meðal þeirra er for­maður Heim­sýn­ar, Vig­dís Hauks­dótt­ir. Hún er líka eini kjörni borg­ar­full­trúi Mið­flokks. Við­reisn er á hinn bóg­inn sá flokkur sem leggur mest allra áherslu á Evr­ópu­sam­bands­að­ild og alþjóða­sam­sam­starf. Flokk­ur­inn var bein­línis stofn­aður í kringum klofn­ing Evr­ópu­sinna út úr Sjálf­stæð­is­flokknum á sínum tíma. Þá á eftir að taka til­lit til þess að stefna Við­reisnar og Mið­flokks í borg­ar­málum er eins og svart og hvítt. Flokk­arnir eru nán­ast ekki sam­mála um neitt. Ekki frekar en í lands­mál­un­um.

Ekki liggur enn fyrir hver mun setjast í borgarstjórastólinn í ráðhúsinu.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Við­reisn gæti hins vegar alveg unnið með Sjálf­stæð­is­flokknum í meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar. Við­ræður hafa átt sér stað milli áhrifa­fólks innan flokk­anna og þar hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sýnt „Hildar Björns­dótt­ur-hlið­ina“ á sér, sem fellur betur að sýn Við­reisnar en sú sýn full­trúar flokks­ins úr úthverfum borg­ar­innar standa fyr­ir. Þótt fyr­ir­ferða­miklir menn innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins þreyt­ist ekki á að setja fram þá sögu­skýr­ingu að það sé nán­ast „póli­tískur ómögu­leiki“ að flokk­ur­inn leiði ekki næsta meiri­hluta í ljósi kosn­inga­úr­slita þá er veru­leik­inn allt ann­ar.

Mun Sam­fylk­ing vinna með Sjálf­stæð­is­flokki?

Fyrir liggur að Sam­fylk­ing, Píratar og Vinstri græn hafa öll úti­lokað sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn opin­ber­lega. Aug­ljóst er með yfir­lýs­ingu Sós­í­alista­flokks­ins í gær, að fimm flokka meiri­hluti til Vinstri verður ekki að veru­leika. Við­reisn ætlar ekki að vinna með Mið­flokki.

Ef núver­andi meiri­hluti nær ekki saman við Við­reisn í vik­unni verður því uppi staða þar sem ein­hver þarf að éta ofan í sig stór orð. Þá verður vænt­an­lega ekki hægt að mynda starf­hæfan meiri­hluta nema ein­hver þeirra þriggja flokka sem hafa úti­lokað Sjálf­stæð­is­flokk­inn gangi á bak þeirra orða. Vinstri græn gera það varla í ljósi þess afhroðs sem flokk­ur­inn beið í borg­inni, og miklar líkur eru á að teng­ist setu hans í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki, þvert á vilja kjós­enda flokks­ins.

Píratar telja Sjálf­stæð­is­flokk standa fyrir mis­notkun á valdi sem grafi undan trausti á stjórn­málum og stofn­unum sam­fé­lags­ins. Flokk­ur­inn skil­greinir það sem eitt sitt aðal­mark­mið að vinna gegn slíku. Og þar af leið­andi nær óhugs­andi að hann kúvend­ist í afstöðu sinni.

Þá stendur eftir Sam­fylk­ing og hvort hún sé til­búin að höggva á hnút sem skap­ast hefur vegna þess að hún vildi ekki gefa eftir borg­ar­stjóra­stól­inn, og fara þess í stað í meiri­hluta með t.d. Sjálf­stæð­is­flokki og Við­reisn þar sem flokk­ur­inn gæti aldrei gert þá kröfu hvort eð er.

Stjórn­mála­menn á Íslandi hafa verið klókir við að teikna upp stöður þar sem þeir telja sig þurfa að taka ákvarð­anir um sam­starf út frá heima­til­búnum ómögu­leika. Það gerð­ist til að mynda við myndum rík­is­stjórnar 2016 og aftur eftir síð­ustu þing­kosn­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar