Mynd: Samsett

Árið sem flugfélögin ógnuðu stöðugleikanum

Vöxtur Icelandair og WOW air hefur leikið lykilhlutverk í því að snúa við efnahagsstöðu Íslands. Stjórnendur þeirra hafa verið dásamaðir á undanförnum árum fyrir árangur sinn. En á árinu 2018 snerist staðan. Bæði félög stóðu frammi fyrir miklum rekstrarvanda, þótt geta þeirra til að takast á við hann væri ólík. Það sem síðan hefur gerst er líkara söguþræði í sjónvarpsþætti en raunveruleikanum.

Efna­hags­upp­gangur Íslands und­an­farin ár er fyrst og síð­ast til­komin vegna þeirrar tekju­aukn­ingar sem ferða­þjón­usta hefur skilað þjóð­ar­bú­inu. Og þar leika tvö íslensk flug­fé­lög, Icelandair og WOW air, algjört lyk­il­hlut­verk þar sem þau flytja yfir 70 pró­sent þeirra far­þega sem hingað koma til lands­ins.

Haustið 2017 var ljóst að aðstæður voru að breyt­ast. Hægja myndi veru­lega á þeirri fjölgun ferða­manna sem hafði verið frá árinu 2010, styrk­ing krón­unnar gerði íslenskum fyr­ir­tækjum í alþjóð­legri starf­semi erf­ið­ara fyrir og hækk­andi heims­mark­aðs­verð á olíu jók allan kostnað þar sem flug­fé­lög í milli­landa­flugi eru stærstu not­endur elds­neytis á Íslandi.

Á sama tíma gekk yfir gjald­þrota­hrina flug­fé­laga í Evr­ópu. Air­Berl­in, næst stærsta flug­fé­lag Þýska­lands, fór í þrot ásamt sýst­ur­fé­lagi sínu, FlyNiki. Það gerði breska lág­far­gjalda­fé­lagið Mon­arch einnig.

Flaggað haustið 2017

Hér­lendis virt­ist umræðan ansi lengi að taka við sér. Fyrsta alvöru flaggið var þó sett upp í sept­em­ber 2017 þegar Lands­bank­inn birti ítar­lega grein­ingu um ferða­þjón­ust­una þar sem því var velt upp hvort að íslensku flug­fé­lögin tvö væru ein­fald­lega svo kerf­is­lega mik­il­væg, að áhrifin af því að annað þeirra eða bæði færu af mark­aðnum væru svo mik­il, að stjórn­völd þyrftu að útbúa við­bragðs­á­ætl­anir sem hægt yrði að grípa til ef þau lentu í vanda.

For­stöðu­maður hag­fræði­deildar Lands­bank­ans er Dan­íel Svav­ars­son. Hann hefur áður vakið athygli fyrir að skrifa greinar þar sem hættu­merkjum var flaggað í aðdrag­anda hörm­unga. Það gerð­ist árið 2007 þegar Dan­íel og Pétur Örn Sig­urðs­son, þá hag­fræð­ingar hjá Seðla­banka Íslands, skrif­uðu grein í Pen­inga­mál bank­ans þar sem birtar voru tölur sem sýndu að útrás íslenskra fyr­ir­tækja hefði að veru­legu leyti verið fjár­mögnuð með erlendu láns­fé. Í sam­tali við 24 Stundir snemma árs 2008 sagði hann: „Bank­­arn­ir taka er­­lend lán til að end­­ur­lána m.a. á Íslandi bæði til fjár­­­fest­inga og neyslu. Við í Seðla­bank­an­um höf­um verið að vekja at­hygli á og vara við mikl­um við­skipta­halla og mik­illi er­­lendri skulda­­söfn­un. En hingað til virð­ist það ekki hafa vakið mikla at­hygl­i.“ Nokkrum mán­uðum síðar var íslenska banka­kerfið hrun­ið.

Stjórn­völd hófu vinnu í lok síð­asta árs

WOW air brást við sífellt hávær­ari orðrómi um vanda­mál í rekstri félags­ins með því að senda frá sér frétta­til­kynn­ingu um miðjan nóv­em­ber þar sem því var haldið fram að rekstur félags­ins væri full­fjár­magn­aður út árið 2019.

Undir lok árs­ins 2017 hófu stjórn­völd þrátt fyrir það vinnu við að und­ir­búa við­bragðs­á­ætlun vegna flug­fé­lag­anna, en þó þannig að lítið bar á. Fjögur ráðu­neyti (sam­göng­u-, fjár­mála- og efna­hags­mála-, for­sæt­is- og iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti) komu að verk­efn­inu.

Þegar leið á árið 2018 varð staðan þó sífellt alvar­legri. Verð á flug­véla­elds­neyti hækk­aði um 36 pró­sent á fyrri hluta árs­ins og vegna sam­keppn­is­að­stæðna gátu íslensku flug­fé­lögin ekki mætt þessum mikla aukna kostn­aði með hækkun flug­far­gjalda.

Ráðamenn þjóðarinnar fylgdust vel með þróuninni hjá flugfélögunum á árinu.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Frá apr­íl­mán­uði var fylgst mjög náið með stöðu íslensku flug­fé­lag­anna.

Icelandair tók röð vondra ákvarð­ana

Icelandair birti enn eina afkomu­við­vör­un­ina í lok ágúst. Þar voru áætl­anir um rekstr­ar­hagnað félags­ins enn teknar nið­ur. Ástæðan var sögð sú að „inn­leið­ing breyt­inga sem gerðar voru í byrjun sum­ars 2017 á sölu- og mark­aðs­starfi félags­ins ekki gengið nægi­lega vel fyrir sig auk þess sem gerðar voru breyt­ingar á leið­ar­kerfi félags­ins í byrjun þessa árs sem hafa valdið misvægi á milli fram­boðs fluga til Evr­ópu ann­ars vegar og Norð­ur­-Am­er­íku hins veg­ar.“

Í kjöl­far þessa sagði Björgólfur Jóhanns­son, sem hafði verið for­stjóri Icelandair í rúm tíu ár, af sér og vildi með því axla ábyrgð á ákvörð­unum sem teknar höfðu verið á hans vakt. Dag­inn eftir hrundi virði Icelandair enn einu sinni og hafði ekki verið lægra í um sex ár.

En hvaða breyt­ingar voru þetta sem höfðu þessar miklu afleið­ing­ar. Þær eru nokkr­ar. Ein þeirra var sú að í lok maí 2017 bár­ust Icelandair upp­lýs­ingar um að Kjartan Jóns­son, sem hafði í um ára­tug verið for­stöðu­maður leið­ar­kerf­is­stjórn­unar Icelanda­ir, hefði stöðu grun­aðs manns í rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara á meintum brotum í við­skiptum með bréf í félag­inu. Kjart­an, sem var skráður inn­herji hjá Icelanda­ir, átti að hafa veitt manni inn­herj­a­upp­lýs­ingar sem lík­legar voru til að hafa áhrif á hluta­bréf í Icelanda­ir. Mað­ur­inn not­aði svo þær upp­lýs­ingar til að stunda við­skipti með bréf í félag­inu auk þess sem hann deildi þeim með öðrum manni. Með þessu áttu menn­irnir að hafa átt að hagn­ast um 61 milljón króna með því að veðja m.a. á að verð í Icelandair myndu falla skömmu áður en til­kynnt var um að afkomu­spá félags­ins yrði lækkuð veru­lega. Menn­irnir þrír voru ákærðir og málið er nú til með­ferðar fyrir dóm­stól­um. Kjartan var sendur í leyfi eftir að það komst upp í fyrra­vor.

Næstu miss­eri var ráð­ist í breyt­ingar á leið­ar­kerfi Icelandair sem kynntar voru í upp­hafi árs og þykja ekki hafa heppn­ast vel, með til­heyr­andi áhrifum á tekjur Icelanda­ir. Meðal breyt­inga sem gerðar voru á leiða­kerf­inu var að fella burt næt­ur­flug til Evr­ópu og morg­un­flug til Banda­ríkj­anna.

Fleiri stór­tækar breyt­ingar fylgdu á stjórn­un­arteymi Icelandair næstu miss­eri. Menn sem höfðu starfað hjá félag­inu lengi voru látnir fara og nýju fólki fengin stór umbreyt­ing­ar­verk­efni. Öllum var enda ljóst að rekstr­ar­módel Icelandair var ákveðin tíma­skekkja og það þurfti að bregð­ast við. Það skipti hins vegar máli hvernig yrði brugð­ist við. Einn við­mæl­andi Kjarn­ans orð­aði það þannig að breyta Icelandair í átt að lág­far­gjald­ar­flug­fé­lagi á „einni nótt­u“. Það væri hins vegar ógjörn­ing­ur, meðal ann­ars vegna þess háa launa­kostn­aðar sem er til staðar innan félags­ins.

Á meðal þeirra breyt­inga sem ráð­ist var í var að gera Guð­mund Ósk­ars­son að fram­kvæmd­stjóra sölu- og mark­aðs­sviðs. Hann tók við starf­inu vorið 2017. Skömmu síðar var greint frá stefnu­breyt­ingu sem í fólst að færa sölu- og mark­aðs­­starf fé­lags­ins heim til Íslands, og setji auk­inn kraft í mark­aðs­­setn­ingu á net­inu. Sett hafði verið saman teymi 25-30 sér­fræð­inga í höf­uð­stöðvum Icelandair sem þekkti vel ýmsar hliðar nets­ins. Eft­ir­stand­andi erlendum sölu­skrif­stofum yrði sam­hliða lokað og þeir starfs­menn þeirra sem ynnu áfram hjá félag­inu var boðið að vinna heiman frá sér. Haft var eftir Guð­mundi í Morg­un­blað­inu að með þessu væri Icelandair að aðlaga sig að breyttri heims­mynd.

Í júlí 2018 var til­kynnt um enn eina breyt­ingu á skipu­lagi Icelandair Group. Í henni fólst að Guð­mundur lét af störfum sem fram­kvæmda­stjóri sölu- og mark­aðs­sviðs og þau mál færð undir Gunnar Már Sig­ur­finns­son, sem hafði verið með þau á sinni könnu árin 2005 til 2008. Guð­mundur starfar þó enn hjá Icelanda­ir.

Þá eru margir við­mæl­endur Kjarn­ans sam­mála um að Icelandair hafi farið rangt að í hraðri upp­bygg­ingu á hót­els­rekstri sín­um. Hann sam­anstendur nú af þrettán hót­elum með 1.937 her­bergjum auk þess sem Icelandair hefur rekið tíu sum­ar­hótel undir merkjum Eddu hót­ela með 611 her­bergj­um. Um er að ræða langstærstu starf­andi hót­el­keðju lands­ins. Icelandair hefur bæði byggt við­kom­andi hótel frá grunni en einnig keypt slíkt, síð­ast í apríl þegar félagið keypti Hótel Öldu við Lauga­veg. Hót­el­in, og fast­eign­irnar sem hýsa þau, voru aug­lýst til sölu í maí, nokkrum vikum eftir að Hótel Alda var keypt.

Áttu mun meira eigið fé og vörðu sig fyrir hækk­unum

Staða Icelandair var þó sterk­ari en staða WOW air. Félagið varði sig fyrir verð­hækk­unum á elds­neyti og átti auk þess um mitt ár um 530 millj­ónir dali í eigið fé sem gerði félag­inu kleift að takast á við umtals­verðar sveiflur til lengri tíma.

Sömu sögu var ekki að segja um WOW air. Félagið varði sig ekki með neinum hætti fyrir hækk­unum á elds­neyt­is­verði og þar sem WOW air er ekki skráð á markað hafa opin­berar fjár­hags­upp­lýs­ingar um það verið tak­mark­að­ar. Félagið er svo­kallað „black box“ og birtir litlar upp­lýs­ingar um stöðu sína utan þess að skila inn hefð­bundnum árs­reikn­ingi. Þegar það gerð­ist voru þær vana­lega tak­mark­aðar og settar fram með þeim hætti að þær lítu sem best út fyrir WOW air.

Ljóst var þó að stjórn­völd höfðu áhyggj­ur. Þar sem félagið flytur næst flesta far­þega allra sem fara um Kefla­vík­ur­flug­völl yrðu áhrifin á Ísland í heild svo mikil að áhrifin á íslenskt efna­hags­líf yrðu feiki­leg.

Sviðs­mynda­grein­ing starfs­hóps stjórn­valda sýndi að gjald­þrot WOW air gæti leitt til þess að lands­fram­leiðsla drægist saman um tvö til þrjú pró­sent og að gengi krón­unnar gæti veikst um allt að 13 pró­sent á árinu 2019.

Rús­sí­bani

Síð­ustu mán­uðir hafa svo verið einn sam­felldur rús­sí­bani hjá báðum félög­um, en þó sýnu hrað­ari og óviss­ari ferð hjá WOW air en Icelanda­ir.

Eigið fé WOW air var komið í 4,5 pró­sent í júní 2018 á sama tíma og elds­neytis­kostn­aður félags­ins var að hækka skarpt í takt við hækkun á heims­mark­aðs­verði á olíu (verð á flug­véla­elds­neyti hækk­aði um 36 pró­sent á fyrri helm­ingi árs­ins 2018), en WOW air hafði ákveðið að verja sig ekk­ert gagn­vart slíkum hækk­unum ólíkt t.d. Icelanda­ir.

Skúli Mog­en­sen, stofn­andi, eig­andi og for­stjóri WOW air, brást við stöð­unni með því að leggja 60 pró­sent hlut sinn í  frakt­flutn­ing­ar­fé­lag­inu Cargo Express inn í WOW air og breyta um tveggja millj­arða króna kröfu sem hann átti á félagið í nýtt hluta­fé. Við þessa breyt­ingu jókst hluta­féð í WOW air um 51 pró­sent. Ein eig­in­legt lausafé jókst ekk­ert, skuldir lækk­uðu bara.

WOW air vant­aði til­finn­an­lega lausafé og það þurfti að fá það hratt.

Vand­ræðin opin­beruð

Um miðjan ágúst birti Kjarn­inn fjár­festa­kynn­ingu sem norska verð­bréfa­fyr­ir­tækið Par­eto Securities hafði útbúið fyrir WOW air vegna skulda­bréfa­út­boðs sem flug­fé­lagið ætl­aði í. Útboðið átti að leysa, að minnsta kosti tíma­bund­ið, mik­inn lausa­fjár­vanda WOW air. Til­boðs­bókin var opnuð 29. ágúst og til stóð að loka henni á tveimur dög­um. Henni var á end­anum ekki lokað fyrr en um þremur vikum síð­ar.

Gustað hefur um Skúla Mogensen á árinu 2018
Mynd: WOW air

Á þessum tíma var farið að spyrj­ast út mjög víða að staða félags­ins væri mun við­kvæm­ari en haldið hafði verið fram. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að þannig hafi verið allt frá haustinu 2017, sér­stak­lega eftir að færslu­hirð­inga­fyr­ir­tækið Korta­þjón­ust­an, sem greiddi umtals­verðan hluta af greiðslum sem bár­ust frá við­skipta­vinum vegna ferða sem voru ófarnar strax, lenti í vand­ræðum og eig­enda­skipt­um. Við bætt­ust erf­ið­ari ytri aðstæð­ur, aukin launa­kostn­aður og hörð sam­keppni, sem birt­ist fyrst og síð­ast í því að nær ómögu­legt virt­ist fyrir flug­fé­lög að velta auknum kostn­aði út í verð til neyt­enda.

Fjár­festa­kynn­ingin stað­festi þetta. Rekstr­ar­tap á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2018 var 2,8 millj­arðar króna.

Það var þó engan bil­bug á WOW air að finna opin­ber­lega. Skúli fór í við­tal við Morg­un­blaðið og Frétta­blaðið um miðjan ágúst og sagði að hann ætl­aði sér að gera flug­fé­lagið sitt mark­aðs­leið­andi á Íslandi strax á árinu 2019. Til þess þyrfti hann sex til tólf millj­arða króna brú­ar­fjár­mögnun til að styrkja fjár­hag WOW air og við­halda miklum vexti þess. Skúli var sann­færður um að eig­in­fjár­staða félags­ins myndi styrkj­ast hratt á seinni hluta árs­ins 2018 og að WOW air myndi skila um tveggja millj­arða króna hagn­aði á því tíma­bili.

Þá sagði í fjár­festa­kynn­ing­unni að WOW air yrði skráð á markað innan 18 mán­aða og að skulda­bréfa­út­boðið væri til þess að fjár­magna starf­sem­ina þangað til. Helst væri horft til skrán­ingar í Frank­furt í þeim efn­um.

Hæstu vextir í Evr­ópu

Allskyns við­bót­ar­upp­lýs­ingar spurð­ust út. Við­mæl­endur Kjarn­ans sögðu að lausa­fjár­staða WOW air í upp­hafi árs hafi verið þannig að hún dyggði varla til að fjár­magna næsta dag. 28 millj­óna dala end­ur­greiðsla á inn­borg­unum á vélar sem WOW air hafði ætlað að kaupa hafi ekki gert mikið meira en að plástra yfir þær sprungur sem voru farnar að mynd­ast.

Afar illa gekk að fá fjár­festa til að taka þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW og ljóst var að stórir fag­fjár­festar á Íslandi, sér­stak­lega líf­eyr­is­sjóð­ir, myndu ekki kaupa bréf. Þetta var þrátt fyrir að vaxta­kjörin sem voru í boði níu pró­­sent ofan á þriggja mán­aða Euri­bor vexti, voru hærri en vextir voru í útboðum hjá Air Berl­in, Finna­ir, Norweg­ian Air, Air France, Brit­ish Airways og Luft­hansa sem ráð­ist hefur verið í á tíma­bil­inu 2013 til 2018.

Áður voru hæstu vextir sem evr­­ópskt flug­­­fé­lag hafði sam­­þykkt að greiða 8,5 pró­­sent í útboði sem Air Berlin fór í árið 2017 þegar fyr­ir­tækið sótti 125 milljón evra með víkj­andi skulda­bréfa­út­­­gáfu. Air Berlin fór í greiðslu­­stöðvun í ágúst í fyrra og hætti starf­­semi 27. októ­ber 2017. Önnur flug­­­fé­lög sem gáfu út skulda­bréf á tíma­bil­inu greiða, sam­­kvæmt frétt Bloomberg um mál­ið, 5,1 til 7,9 pró­­sent vexti.

Félagið sagt skulda lend­ing­ar­gjöld

Í ljósi lít­ils áhuga á þátt­töku í útboð­inu var skil­málum þess breytt og við bætt afslætti á hlutafé í fram­tíð­inni. Staða WOW air hafði á þessum vikum sem útboðið stóð yfir bein áhrif á lífs­kjör lands­manna. Vegna óvissu um fram­tíð félags­ins veikt­ist krónan skarpt sem end­aði með því að Seðla­banki Íslands greip inn í þró­un­ina með því að selja gjald­eyri fyrir 1,2 millj­arða króna. Hluta­bréfa­mark­að­ur­inn fylgdi fréttum af WOW air.

Fjár­festar héldu að sér höndum og við­skipti voru almennt með lægsta móti flesta daga. Ef talið var að tíð­inda væri að vænta af WOW air áttu sér þó stað miklar hreyf­ing­ar, sér­stak­lega með hluta­bréf í Icelandair sem hækk­uðu ef líkur voru taldar á því að WOW air færi á hlið­ina. Sömu­leiðis lækk­uðu hluta­bréf í N1, elds­neyt­is­sala WOW air, við slík tíð­indi.

Þann 15. sept­em­ber greindi Morg­un­blaðið frá því að WOW air skuld­aði rík­is­fyr­ir­tæk­inu Isa­via háar fjár­hæðir vegna ógreiddra lend­inga­gjald og að hluti skuld­ar­innar væri þegar gjald­fall­inn. Isa­via hefur ekki viljað tjá sig um hver skuld WOW air við félagið var né hvernig fyr­ir­tækið tók á þeirri stöðu. Skúli Mog­en­sen gagn­rýndi frétta­flutn­ing af þess­ari skuld harð­lega og sagði meðal ann­ars í stöðu­upp­færslu á Face­book að hann tryði „ekki að nokkur blaða­­­maður eða fjöl­mið­ill sé svo skamm­­­sýnn að vilja vís­vit­andi skemma fyrir áfram­hald­andi upp­­­­­bygg­ingu félags­­­ins.“

Ætl­aði að selja helm­ing á tugi millj­arð króna

Nú gerð­ust hlut­irnir hratt. Tveimur dögum síð­ar, 17. sept­em­ber, fór Skúli í við­tal við alþjóð­lega stór­blaðið Fin­ancial Times þar sem hann sagð­ist ætla að safna 200 til 300 millj­ónum dala, þá um 22 til 33 millj­örðum króna, í nýtt hlutafé í hluta­fjár­út­boði sem væri framund­an. Í því ætl­aði hann að selja helm­ing félags­ins. Skúli mat því verð­mæti WOW air í því ætl­aða útboði á allt að 66 millj­arða króna.

Dag­inn eft­ir, 18. sept­em­ber, var til­kynnt um að skulda­bréfa­út­boð­inu hefði verið lokað og að WOW air hefði náð í 50 millj­ónir evra. Ekki var greint frá því hverjir hefðu tekið þátt í skulda­bréfa­út­boð­inu að öðru leyti en að það væri bæði inn­lendir og erlendir fjár­fest­ar. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að á meðal erlendu fjár­fest­anna séu vog­un­ar­sjóðir sem átt hafa stöður á Íslandi. Þessi hópur var með belti og axla­bönd varð­andi WOW air þar sem kaupum þeirra fylgdi breyti­réttur á skulda­bréf­unum í hlutafé ef rekstur WOW air reynd­ist verri en lagt var upp með í áætl­un­um.

Alls kyns fyr­ir­varar voru settir inn í end­an­lega skil­mála sem fólu meðal ann­ars í sér að WOW air þyrfti að stand­ast reglu­leg álags­próf sem þurftu að sýna að eigið fé félags­ins ekki lægra en 25 millj­ónir dala fyrstu tólf mán­uð­ina eftir útgáf­una og 30-35 millj­ónir dala eftir það. Auk þess kom fram að vaxta­greiðslum sem féllu til vegna skulda­bréfa­út­boðs­ins yrðu færðar á fjár­vörslu­reikn­ing.

Í nokkrar vikur var svika­logn. Ekk­ert heyrð­ist annað en það að WOW air hætti að fljúga á nokkra áfanga­staði.

Reynt að selja til Icelandair

Í byrjun nóv­em­ber var staðan orðin þannig að grípa þurfti til frek­ari aðgerða. WOW air átti ekki með góðu móti fyrir mán­aða­mót­unum sem framundan voru. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hrökk Sam­göngu­stofa, sem gefur út flug­rekstr­ar­leyfi og hefur eft­ir­lit með þeim flug­fé­lögum sem hafa leyfi til að starfa, í gír­inn og þrýsti á aðgerð­ir. Æðstu ráða­mönnum þjóð­ar­innar var haldið upp­lýst­um.

Skúli Mog­en­sen leit­aði til Icelandair eftir við­ræðum um kaup á WOW air í kjöl­far­ið. Þær umleit­anir áttu sér ekki langan aðdrag­anda.

Kaup­samn­ing­ur, með fjöl­mörgum fyr­ir­vörum, var und­ir­rit­aður 5. nóv­em­ber. Upp­gefið kaup­verð, sem átti að greiða með hlutum í Icelanda­ir, var um tveir millj­­arðar króna miðað gengi Icelandair þegar til­­kynnt var um kaup­in. Það gat þó lækkað ef áreið­an­­leika­könnun sýndi aðra stöðu en gengið var út frá, sem varð nið­­ur­­stað­­an.

29. nóv­em­ber var birt til­kynn­ing um að Icelandair væri hætt við kaup­in. Grein­ingar og áreið­an­­leikakann­­anir sem Icelandair hafði látið fram­­kvæma vegna fyr­ir­hug­aðra kaupa á WOW air höfðu ein­fald­lega leitt í ljós að við­­skiptin stóð­ust ekki þær for­­sendur sem gerðar voru við und­ir­­ritun kaup­­samn­ings­ins.

Helstu for­­sendur kaup­­samn­ings Icelandair WOW air voru þær að sam­komu­lag myndi nást við leig­u­­sala WOW air, að stað­­fest­ing myndi fást á því að for­­gangs­­réttur flug­­­manna myndi ekki eiga við um flug­­­menn WOW air og að sam­komu­lag myndi nást við skulda­bréfa­eig­endur WOW air. Ekk­ert af þessu var leitt til lykta áður en að ákveðið var að hætta við kaup­in. Þá var sér­­stakur fyr­ir­vari um nið­­ur­­stöðu áreið­an­­leika­könn­un­­ar, sem Deloitte og Logs fram­­kvæmdu. Það grunn­­mat liggur fyrir en er trún­­að­­ar­­mál en í kynn­ing­unni segir að „fyrstu nið­­ur­­stöður gáfu til kynna meiri fjár­­þörf en gert var ráð fyrir auk ann­­arra atriða.“

Mikið tap og hlið­ar­við­ræður við annan fjár­festi

Ljóst var að áhyggjur voru þegar farnar látnar á sér kræla á meðal þeirra sem áttu í við­­skiptum við WOW air áður en til­kynnt var um að kaupin myndu ekki ganga eft­ir. Félagið þurfti til að mynda að skila fjórum Air­bus vélum til leig­u­­sala sinna nokkrum dögum áður. Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans var það skýrt merki um að ótti var til staðar við það að WOW air myndi fara í greiðslu­­þrot sem gæti leitt til þess að flug­­vellir gætu kyrr­­sett vélar félags­­ins vegna van­gold­inna lend­ing­­ar­gjalda.

WOW air tap­aði alls 33,6 millj­­­ónum dala, sem jafn­­­­­gildir um 4,2 millj­­­arði króna, á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Á sama tíma­bili í fyrra nam tap félags­­­ins 13,5 millj­­­ónum dala, jafn­­­virði tæp­­­lega 1,7 millj­­­arða króna miðað við núver­andi gengi. EBITDA félags­­­ins fór úr því að vera jákvæð um 8,8 millj­­­ónir dala fyrstu níu mán­uði síð­­­asta árs í að vera nei­­­kvæð um 18,9 millj­­­ónir dala nú, sem er um 2,3 millj­­­arða íslenskra króna.

Björgólfur Jóhannsson sagði upp starfi sínu sem forstjóri Icelandair á árinu. Bogi Nils Bogason tók við tímabundið og var svo ráðinn endanlega í byrjun desember.
Mynd: Samtök atvinnulífsins.

Sama dag og Icelandair hætti við kaupin þá var til­kynnt um að banda­ríska félagið Indigo Partners hefði náð sam­komu­lagi um fjár­fest­ingu í WOW air. Sú til­kynn­ing kom veru­lega á óvart, sér­stak­lega vegna þess að eina leiðin sem var til staðar til að fá sam­­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins fyrir sam­runa Icelandair og WOW air var sú að þau kaup þyrftu að vera eini mög­u­­leik­inn í stöð­unni. Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans fóru við­ræður við eft­ir­litið fram á þeim grund­velli að WOW air væri fyr­ir­tæki á fallandi fæti.

Því vakti það furðu þegar Skúli Mog­en­sen greindi frá því að hann hefði  verið í við­ræðum við annan fjár­sterkan aðila um fjár­fest­ingu í WOW air sam­hliða við­ræðum við Icelanda­ir.

Flot­inn nú tæp­lega helm­ingur af því sem hann var

Í des­em­ber greindi Samuel Eng­el, pistla­höf­undur For­bes á sviði flug­­­mála,  frá því að lík­legt yrði að Indigo Partners, sem myndi alltaf verða ráð­andi aðili í eign­ar­haldi WOW air ef það fjár­festi í félag­inu, myndi beita sér með þeim hætti að WOW air myndi leggja niður kostn­að­­ar­­söm flug og hag­ræða mikið í rekstri, meðal ann­­ars með því að vera með starfs­­fólk sem er með lág laun.

Í pist­l­inum nefndi hann að sýnin sem Bill Franke, hinn 81 árs gamli stofn­andi og helsti eig­andi Indigo Partners, sé með sé sú að skera niður kostnað eins og hægt er, vera með hag­­kvæman flug­­­véla­­flota, og vera síðan með góða sam­­legð í rekstr­in­­um. Þetta hafi verið gert með Wizz Air og Fronti­er, með góðum árangri.

WOW air gæti þar með endað sem sýnd­ar­flug­fé­lag, þ.e. flug­fé­lag sem selji miða í gegnum gott vöru­merki en síðan séu önur félög sem fljúgi flug­vél­unum á áfanga­staði.

Segja má að hluti af þess­ari spá Engel hafi ræst 13. des­em­ber þegar WOW air til­kynnti um að vélum félags­ins muni fækka enn frekar, og verði í nán­ustu fram­tíð ell­efu eftir að hafa verið 24 fyrir nokkrum vikum síð­an. Fjölda­upp­sagnir eru þegar hafnar og hætt hefur verið við kostn­að­ar­söm flug, meðal ann­ars til Ind­lands, en jóm­frú­ar­ferð WOW air þangað var farin um síð­ustu helgi. Sam­kvæmt til­kynn­ingu verður síð­asta flug frá Nýju Delí  20. jan­úar næst­kom­andi og frá Los Ang­eles í Banda­ríkj­unum 14. jan­úar 2019.

Í tölvu­pósti Skúla Mog­en­sen til starfs­manna sem sendur var vegna þess­ara breyt­inga sagði að nú muni WOW air snúa aftur til róta sinna og ein­beita sér að kjarna­starf­semi sinni sem hafi reynst hefði vel fram til árs­ins 2017. Flækjur á rekstr­inum síðan séu orsök þeirrar stöðu sem nú er uppi. „Þetta er ákaf­lega sárs­auka­fullur lær­dómur vegna þess að á sama tíma höfum við byggt upp eitt­hvað ein­stakt með Wow air og þó að þetta krefj­ist þess að við tökum eitt erfitt skref aftur á bak til skamms tíma litið er ég sann­færður um að það geri okkur kleift að taka tvö skref áfram til lengri tíma litið og tryggi að Wow air dafni til fram­tíð­ar.

Að þeim lík­indum að við fáum Indigo Partners sem fjár­festi vil ég hverfa aftur til upp­haf­legrar hug­sjónar okkar og sýna fram á að við getum sann­ar­lega byggt upp frá­bært lág­far­gjalda­fé­lag á lengri leið­u­m.“

Skúli tók líka sjálfur ábyrgð á stöðu félags­ins í póst­in­um. Þar skrif­aði hann: „Í stuttu máli misstum við ein­beit­ing­una og byrj­uðum að hegða okkur eins og hefð­bundið flug­fé­lag. Þessi mis­tök hafa næstum því kostað okkur fyr­ir­tækið þar sem tapið árið 2018 hefur stig­magn­ast und­an­farna mán­uði vegna slæmrar fjár­hags­legrar afkomu. Það er afar mik­il­vægt að taka fram að ég kenni engum nema sjálfum mér um þessi mis­tök.“

Seldu flug­tíma sína á Gatwick

Þann 14. des­em­ber var birt yfir­lýs­ing á vef WOW air þar sem kom fram að fjár­fest­ing Indigo Partners í félag­inu gæti verið upp á allt að 75 millj­ónir dala, um 9,4 millj­arða króna.

Ljóst er þó að enn er langt í land og óvissa er enn um fram­tíð WOW air. Þann 20. des­em­ber var greint frá því að félagið hefði selt flug­­­tíma sína á Gatwick flug­­velli í London í kjöl­far end­­ur­­skipu­lagn­ingar á rekstri félags­­ins. Hvorki kaup­verð né kaup­andi var gefið upp sam­­kvæmt til­­kynn­ingu þar sem um trún­­að­­ar­­sam­komu­lag er að ræða.

Því mun WOW air hætta að fljúga til Gatwick frá 31. mars næst­kom­andi og eftir það fljúga ein­­göngu um Stan­­sted flug­­­völl í borg­inni. Þá hefur félagið til­­kynnt um að það muni hefja aftur flug til Edin­­borgar frá og með jún­í­mán­uði 2019.

Íslenskir fjöl­miðlar greindu frá því skömmu fyrir síð­­­ustu mán­aða­­mót að ein fljót­­leg­asta leiðin fyrir WOW air til að verða sér úti um laust fé væri að selja lend­ing­­ar­­stæði sín á Gatwick flug­­velli. Þau stæði voru með þeim verð­­mæt­­ari í eigu WOW air.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar