Mynd: Samsett arion samsett
Mynd: Samsett

Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári

Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna sem bankinn er að reyna að selja, Valitor og kísilmálmverksmiðju í Helguvík, sem hafa hrunið í bókfærðu virði síðastliðið ár.

Í byrjun árs 2019 mat Arion banki virði greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Valitor á 15,8 millj­arða króna. Í dag er bók­fært virði fyr­ir­tæk­is­ins um sex millj­arðar króna. Það hefur því lækkað um nálægt tíu millj­arða króna á einu ári. 

Á enn styttri tíma, frá lokum mars og fram til dags­ins í dag, hefur önnur vand­ræða­eign Arion banka, kís­il­málm­verk­smiðja United Sil­icon í Helgu­vík, rúm­lega helm­ing­ast í bók­færðu virði. Í byrjun tíma­bils­ins var hún metin á 6,9 millj­arða króna í bókum Arion banka en er nú metin á um 3,2 millj­arða króna. Nið­ur­færslan, á níu mán­uð­um, nemur því 3,7 millj­örðum króna. 

Sam­tals hefur bók­fært virði þess­ara tveggja eigna Arion banka, sem hann hefur lengi reynt að selja, lækkað um vel á fjórt­ánda millj­arð króna á einu ári. 

Minnsti hagn­aður frá upp­hafi

Arion banki sendi frá sér aðkomu­við­vörun vegna þessa í gær­kvöldi. Þar kom fram að nei­kvæð áhrif af ann­ars vegar Valitor og hins vegar Stakks­bergi, eign­ar­halds­fé­lagi utan um kís­il­málm­verk­smiðj­una í Helgu­vík, verði átta millj­arðar króna á síð­asta árs­fjórð­ungi 2019. Afkoma bank­ans verður því jákvæð um einn millj­arð króna. 

Það er lang­minnsti hagn­aður sem orðið hefur hjá Arion banka síðan að bank­inn var reistur á grunni hins fallna Kaup­þings á haust­mán­uðum 2008. Frá 2009, sem var fyrsta heila starfsár Arion banka, og fram til loka árs 2018 nam hagn­aður bank­ans alls 188,3 millj­örðum króna. 

Mestur var hagn­að­ur­inn árið 2015, þegar hann var 49,7 millj­arðar króna, eða um 50 sinnum meiri en áætl­aður hagn­aður Arion banka í fyrra. Minnstur var hagn­að­ur­inn á árinu 2018, þegar hann nam 7,8 millj­örðum króna, sem þáver­andi banka­stjóri, Hösk­uldur H. Ólafs­son, sagði að hefðu verið mikil von­brigð­i. 

Vert er að taka fram að á fyrstu árunum eftir banka­hrunið þá féll stór hluti hagn­aðar Arion banka til vegna end­ur­mats á eignum eða sölu á eignum sem bank­inn hafði fengið í vöggu­gjöf við stofn­un. Því var ekki um hagnað að ræða sem útskýrð­ist að uppi­stöðu af stönd­unum und­ir­liggj­andi rekstri.

Miklar vær­ingar hjá Valitor

Valitor, sem er dótt­ur­fé­lag Arion banka, hefur verið í form­legu sölu­ferli frá haustinu 2018. Lítið hefur gengið að selja félag­ið, enda hefur rekstur þess gengið afleit­lega á und­an­förnum árum. 

Tekjur Valitor dróg­ust saman um 1.240 millj­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019, eða um rúman fjórð­ung. Á sama tíma jókst hins vegar rekstr­ar­kostn­aður um 31 pró­sent og var tæp­lega 7,8 millj­arðar króna. Sam­an­lagt tap fyr­ir­tæk­is­ins frá byrjun árs 2018 og til loka sept­­em­ber 2019 nam sex millj­­­­örðum króna. 

Ein helsta ástæðan fyrir tap­inu er sú að einn stærsti við­­­­­skipta­vinur Valitor, Stripe, hætti færslu­hirð­ing­­­­­ar­við­­­­­skiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarn­inn greindi frá í mars 2018 að stæði til. Þá hafa stór­tækar fjár­fest­ingar í alrás­ar­lausnum, sem námu um sex millj­örðum króna frá árinu 2014, ekki staðið undir vænt­ing­um. 

Vegna þessa hefur Arion banki verið að ráð­ast í kostn­að­ar­samar aðgerðir til að taka til í Valitor. Bank­inn bók­færði meðal ann­ars 600 milljón króna kostnað vegna end­ur­skipu­lagn­ingar á Valitor á síð­asta árs­fjórð­ungi 2019. 

Í byrjun jan­úar var starfs­fólki Valitor fækkað um 60. Kjarn­inn hafði greint frá því í des­em­ber 2019 að fækkað hefði verið í stjórn­enda­teymi Valitor úr tíu í fjóra.

Fært niður um tæpa sex millj­arða

Í afkomu­við­vör­un­inni sem birt var í Kaup­höll­inni í gær sagði að stjórn Valitor hefði í gær sam­þykkt nýja við­skipta­á­ætlun fyr­ir­tæk­is­ins. „Nið­ur­stöður virð­is­rýrn­un­ar­próf­anna fela í sér að færa þarf óefn­is­lega eign Valitor niður um 4 millj­arða króna. Þessi virð­is­rýrnun mun end­ur­spegl­ast í afkomu af eignum til sölu á fjórða árs­fjórð­ungi hjá Arion banka og kemur til við­bótar við rekstr­ar­tap Valitor á fjórð­ungnum og kostnað við sölu­ferli félags­ins, sam­tals 1,7 millj­arð króna. Kostn­aður við end­ur­skipu­lagn­ingu Valitor upp á 600 m.kr. sem greint var frá í til­kynn­ingu frá bank­anum 30. des­em­ber sl. er inni­fal­inn í þeirri fjár­hæð. Óefn­is­leg eign Valitor eftir virð­is­rýrn­un­ina nemur um 3,4 millj­örðum króna og til­heyrir starf­semi sem skilað hefur rekstr­ar­hagn­aði. Þar sem um óefn­is­legar eignir er að ræða hefur þessi nið­ur­færsla engin áhrif á eig­in­fjár­hlut­föll Arion banka.“

Þessar breyt­inga eiga að draga úr fjár­fest­inga­þörf og rekstr­ar­kostn­aði Valitor og snúa tapi í hagn­að, svo hægt verði að selja fyr­ir­tæk­ið.

Verð­mið­inn á Valitor hefur þó hríð­lækkað á skömmum tíma sam­hliða þessu miklu rekstr­ar­erf­ið­leik­um. Hann var 15,8 millj­arðar króna í byrjun árs 2019. Nú er hann um sex millj­arðar króna, en öll virð­is­rýrnun óefn­is­legra eigna, alls fjórir millj­arðar króna, og allt rekstr­ar­tap Valitor á síð­asta fjórð­ungi 2019, mun lækka beint bók­fært virði. Rekstr­ar­tapið og kostn­aður Arion banka við sölu­ferli Arion banka var 1,7 millj­arður króna á síð­asta fjórð­ungi, en sú tala er ekki sund­ur­liðuð í afkomu­við­vör­un­inni. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Arion banka fellur kostn­að­ur­inn við sölu­ferlið beint á bank­ann, og dregst þar með ekki frá bók­færðu virði, en hann er ein­ungis lít­ill hluti af þessum 1,7 millj­örðum króna. 

Hækk­aði í verði þrátt fyrir enga fram­leiðslu

Slökkt var á kís­il­málm­verk­smiðj­unni í Helgu­vík haustið 2017. Félagið utan um rekstur hennar var svo sett í þrot í jan­úar 2018. Kostn­aður við upp­setn­ingu verk­smiðj­unnar hafði verið um 22 millj­arðar króna. 

Arion banki, sem var stærsti kröfu­hafi henn­ar, tók yfir verk­efn­ið, afskrif­aði 4,8 millj­arða króna af skuldum en ætl­aði sér svo að koma verk­smiðj­unni aftur í gang með til­heyr­andi kostn­aði og selja hana. Þær áætl­anir hafa gengið illa. 

Þrátt fyrir að mikil and­staða væri við fyr­ir­hug­aða end­ur­ræs­ingu verk­smiðj­unnar hjá íbúum í Reykja­nes­bæ, sem kvört­uðu mjög yfir mengun frá henni, að við­bót­ar­kostn­aður við stand­setn­ingu hennar hrann­að­ist upp og þeirri stað­reynd að miklu til við­bótar þyrfti að kosta til svo hún myndi upp­fylla sett skil­yrði til að hljóta umhverf­is­mat, þá hækk­aði bók­fært virði verk­smiðj­unnar sífellt í bókum Arion banka. 

Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í árs­lok 2017 var hún bók­færð á 5,2 millj­arða króna en í mars í fyrra var virðið komið upp í 6,9 millj­arða króna án þess að nokkuð hefði verið fram­leitt í Helgu­vík í milli­tíð­inn­i. 

Síðan þá hefur bók­fært virði fallið hratt. Á níu mán­uðum hefur verð­mið­inn fallið niður í 3,2 millj­arða króna. 

Í afkomu­við­vör­un­inni sem send var út í gær kom fram að vegna „óvissu á mörk­uðum með síli­kon hafa nokkrir fram­leið­endur dregið úr fram­leiðslu  eða lokað verk­smiðj­um. Því er til staðar ónýtt fram­leiðslu­geta sem leiða má líkur að hafi nei­kvæð áhrif á sölu­ferli síli­kon­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík. Arion banki nið­ur­færir því eignir Stakks­bergs og nema áhrifin á afkomu fjórða árs­fjórð­ungs um 2,3 millj­örðum króna að teknu til­liti til skatta.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar