Mynd: Birgir Þór Harðarson

Svartasta sviðsmyndin reiknar með 50 þúsund landsmönnum á hlutabótum

Rúmlega fjórðungur starfandi Íslendinga mun fá hluta af launum sínum greiddum úr Atvinnuleysistryggingasjóði fram til 1. júní verði dekksta sviðsmynd stjórnvalda að veruleika. Í henni er gert ráð fyrir að kostnaðurinn við þá stöðu yrði 32 milljarðar króna.

Ef 50 þús­und manns leita eftir samn­ingum við vinnu­veit­endur um að fá hluta launa sinna greidda úr Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði á næstu mán­uð­um, og helm­ingur þeirra muni fara í  25 pró­sent starfs­hlut­fall, 30 pró­sent í hálft starf og fimmt­ungur í 75 pró­sent starfs­hlut­fall, mun það kosta rík­is­sjóð 12,8 millj­arða króna á mán­uði. Sam­tals mun kostn­að­ur­inn, frá 15. mars til 31. maí, því nema 32 millj­örðum króna. 

Þetta kemur fram í kostn­að­ar­mati sem félags- og barna­mála­ráðu­neytið vann vegna breyt­inga á frum­varpi Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar, ráð­herra mála­flokks­ins, sem er ætlað að reyna að við­halda ráðn­ing­ar­sam­bandi milli launa­fólks og atvinnu­rek­enda í stað þess að þús­undum manns verði sagt upp um kom­andi mán­aða­mót. Til­urð frum­varps­ins eru aðstæður efna­hags­líf­inu sem skap­ast hafa vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Vert er að taka fram að þetta er svartasta sviðs­myndin sem kostn­að­ar­matið dregur upp. 

Sam­kvæmt tölum sem Hag­stofa Íslands birti í gær var fjöldi þeirra sem voru starf­andi á Íslandi á fjórða árs­fjórð­ungi 2019 á aldr­inum 15-69 ára að jafn­aði 195.163. Um 80 pró­sent þeirra eru með íslenskan bak­grunn en um fimmt­ungur telj­ast til inn­flytj­enda.

Því gerir svartasta sviðs­mynd félags- og barna­mála­ráðu­neyt­is­ins ráð fyrir því að rúm­lega fjórð­ungur alls vinnu­afls á land­inu þurfi að gera samn­inga um að láta Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð greiða hluta launa sinna næsta tvo og hálfan mán­uð­inn hið minnsta. 

Til að setja þessa tölu í sam­hengi er hægt að benda á að skráð atvinnu­leysi í febr­úar mæld­ist fimm pró­sent og að jafn­aði voru 9.162 ein­stak­lingar á atvinnu­leys­is­skrá í þeim mán­uði. Svartasta sviðs­mynd ráðu­neyt­is­ins gerir ráð fyrir að rúm­lega fimm sinnum fleiri muni sækj­ast eftir hluta­bót­um.

Mat ráð­herr­ans reiknar með 20 til 30 þús­und manns

Breyt­ing­arnar fela í sér að Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóður mun greiða frá 25 pró­sent og allt að 75 pró­sent af launum þeirra sem gera slíka samn­inga, en í upp­haf­legu frum­varpi hafði hámarks­hlut­fallið yrðu 50 pró­sent. Í kostn­að­ar­mat­inu er gengið út frá því að um helm­ingur allra sem það geri muni þurfa á hámarks­hlut­fall­inu að halda, sem þýðir að fyr­ir­tækin sem við­kom­andi vinnur hjá munu ein­ungis geta greitt 25 pró­sent af launum hans. 

Ásmundur Einar Daðason lagði frumvarpið fram.
Mynd: Bára Huld Beck

Aðrar lyk­il­breyt­ingar sem gerðar hafa verið á frum­varp­inu er að hámark á heild­ar­tekjum þeirra sem gera samn­inga hefur verið hækkað úr 650 þús­und krónum í 700 þús­und krónur og hver og einn getur fengið allt að 90 pró­sent af núver­andi heild­ar­launum upp að því þaki, en það hlut­fall var 80 pró­sent í fyrstu útgáfu frum­varps­ins. Þá hefur launa­lægsta hópnum verið tryggð full afkomu og þeir sem eru með laun undir 400 þús­und krónum á mán­uði munu geta fengið þau að öllu leyti áfram, þrátt fyrir samn­ing­inn. Það vekur líka athygli að ákveðið hefur verið að stytta tím­ann sem bráða­birgða­úr­ræðið verður í boði frá 1. júlí til 1. jún­í. 

Ásmundur Einar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að „það fjár­magn sem fer í þetta [fer] mjög mikið upp og má gera ráð fyrir því að það verði á bil­inu tólf til tutt­ugu millj­arð­ar, eftir því hversu margir nýta sér úrræð­ið.“

Miðað við kostn­að­ar­matið þá var Ásmundur Einar þar að gefa sér að á bil­inu 20 til 30 þús­und lands­menn myndu gera samn­inga um skert starfs­hlut­fall og nýta sér greiðslur úr Atvinnu­trygg­inga­sjóði á móti. Þá myndu greiðsl­ur, á ofan­greindum for­send­um, verða 12,8 til 19,2 millj­arðar króna.

Verði bjart­sýn­asta sviðs­mynd ráðu­neyt­is­ins að veru­leika, sem gerir ráð fyrir að fimm þús­und manns sæk­ist eft­ir hluta­bót­um, mun kostn­að­ur­inn hins vegar verða mun lægri, eða 3,2 millj­arðar króna yfir umrætt tveggja og hálfs mán­aðar tíma­bil.

Mikil eft­ir­spurn þegar skap­ast

Í nefnd­ar­á­liti vel­ferð­ar­nefnd­ar, sem allir nefnd­ar­menn skrifa undir (tveir þing­menn, Hall­dóra Mog­en­sen P­írati og Anna Kol­brún Árna­dóttir úr Mið­flokkn­um, skrifa undir með fyr­ir­vara) kemur fram að vænt­an­legur sam­dráttur vegna útbreiðslu COVID-19-­sjúk­dóms­ins muni hafa víð­tæk sam­fé­lags­leg og efna­hags­leg áhrif. „Við sér­stakar aðstæður sem þessar er nauð­syn­legt að mæta þeim vanda sem fyr­ir­sjá­an­legur er hjá fólki og fyr­ir­tækj­um. Tryggja þarf afkomu launa­fólks, gera atvinnu­rek­endum kleift að minnka umfang starf­semi sinnar tíma­bundið vegna hæg­ari gangs í hag­kerf­inu og styðja þá sjálf­stætt starf­andi ein­stak­linga sem þurfa að þola til­heyr­andi sam­drátt í rekstri. Mark­mið frum­varps­ins er að treysta grund­völl fólks og fyr­ir­tækja á óvissu­tímum og vinna gegn atvinnu­leysi til skemmri og lengri tíma og þeim nei­kvæðu afleið­ingum sem af því leið­ir. Fram­lagn­ing frum­varps­ins er hluti af nauð­syn­legum aðgerðum á tímum mik­illa áskor­ana og er ætlað að skjóta stoðum undir við­spyrnu sam­fé­lags­ins og hag­kerf­is­ins eftir að ástandið sem nú ríkir er yfir­stað­ið.“

Ljóst má vera að mikil eft­ir­spurn hefur þegar skap­ast eftir úrræð­inu, þrátt fyrir að ekki sé enn búið að afgreiða það á Alþing­i. 

Þegar farið er inn á heima­síðu Vinnu­mála­stofn­unar blasir við upp­skot þar sem bent sé á að það sé ekki hægt að sækja um minnkað starfs­hlut­fall vegna sam­dráttar eins og er þar sem frum­varpið sé enn til með­ferðar á Alþingi og því liggi end­an­leg útfærsla ekki fyr­ir. „Þrátt fyrir það leggur Vinnu­mála­stofnun nú kapp á að vinna að staf­rænni útfærslu fyrir þessa umsókn miðað við frum­varps­drögin og á meðan á þeirri vinnu stendur er ekki hægt að sækja um minnkað starfs­hlut­fall á vef Vinnu­mála­stofn­un­ar. Við munum senda út til­kynn­ingu þegar umsókn­ar­grunn­ur­inn er til­bú­inn og ein­stak­lingar sem fara í minnkað starfs­hlut­fall geta sótt um. Athugið að allar umsóknir munu gilda aft­ur­virkt frá 15. mars. Vinnu­mála­stofnun biður fólk um að sýna bið­lund vegna mik­ils álags og hvetur alla til að fylgj­ast með til­kynn­ingum á heima­síðu stofn­un­ar­inn­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar