Mynd: Bára Huld Beck

27 manna samráðsnefnd og fjórir starfshópar eiga að leggja til breytingar á sjávarútvegskerfinu

Matvælaráðherra segir að í sjávarútvegi ríki djúpstæð tilfinning meðal almennings um óréttlæti sem stafi af samþjöppun veiðiheimilda og að ágóðanum af sameiginlegri auðlind sé ekki skipt á réttlátan hátt. Hún hefur skipað samráðsnefnd og fjóra starfshópa til að móta ný heildarlög. Nefndin á að starfa út næsta ár.

Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra hefur skipað 27 manns í sam­ráðs­nefnd um sjáv­ar­út­vegs­stefnu. Hún verður sjálf for­maður nefnd­ar­innar og allir aðrir flokkar á þingi eiga í henni full­trúa. Það eiga líka full­trúar flestrar hag­að­ila, svo sem Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og þeirra sem gæta hags­muna ann­arra í grein­inni. Sömu sögu er að segja um full­trúa umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­sam­taka. 

Undir sam­ráðs­nefnd­inni starfa fjórir starfs­hóp­ar. Þeir kall­ast Sam­fé­lag, Aðgengi, Umgengni og Tæki­færi.

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að fyr­ir­hug­aðar loka­af­urðir þessa starfs séu meðal ann­ars ný heild­ar­lög um stjórn fisk­veiða eða ný lög um auð­lindir hafs­ins og aðrar laga­breyt­ing­ar, verk­efni á sviði orku­skipta, nýsköp­un­ar, haf­rann­sókna og gagn­sæi og kort­lagn­ing eigna­tengsla í sjáv­ar­út­veg­i. 

Gert er ráð fyrir því að sam­ráðs­nefndin starfi til loka árs 2023. Því er að minnsta kosti rúmt eitt og hálft ár þangað til að umræddar loka­af­urðir eiga að liggja fyr­ir. Næstu kosn­ingar eru fyr­ir­hug­aðar 2025. Því verður komið inn á síð­asta heila starfsár sitj­andi rík­is­stjórnar þegar nið­ur­staðan úr starf­inu á að liggja fyr­ir­.  

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Svandísi að í sjáv­ar­út­vegi ríki djúp­stæð til­finn­ing meðal almenn­ings um órétt­læti. „Sú til­finn­ing tel ég að stafi aðal­lega af tvennu; sam­þjöppun veiði­heim­ilda og þeirri til­finn­ingu að ágóð­anum af sam­eig­in­legri auð­lind lands­manna sé ekki skipt á rétt­látan hátt. Mark­miðið með þess­ari vinnu er því hag­kvæm og sjálf­bær nýt­ing sjáv­ar­auð­linda í sátt við umhverfi og sam­fé­lag.“

Ekki önnur póli­tísk nefnd

Fjallað var um skipun nefndar til að kort­leggja áskor­anir og tæki­færi í sjáv­ar­út­vegi og tengdum greinum og meta þjóð­hags­legan ávinn­ing fisk­veiði­stjórn­unar kerf­is­ins í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar eftir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Vinstri græn end­ur­nýj­uðu sam­starf sitt seint á síð­asta ári undir for­sæti Katrínar Jak­obs­dótt­ur. 

Í til­kynn­ing­unni á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að í ljósi reynslu af vinnu við end­ur­skoðun á fisk­veiði­lög­gjöf­inni á und­an­förnum árum og ára­tugum varð nið­ur­staða mat­væla­ráð­herra sú að beita þyrfti nýrri nálgun við þær fjöl­mörgu áskor­anir og tæki­færi sem eru í sjáv­ar­út­vegi og snerta sam­fé­lagið allt með beinum og óbeinum hætti. „Í stað einnar stórrar póli­tískrar nefndar er nú komið á lagg­irnar opnu, þver­fag­legu og gagn­sæju verk­efni fjöl­margra aðila sem unnið verður með skipu­legum hætti á kjör­tíma­bil­in­u.“

Starfs­hóp­ur­inn „Sam­fé­lag“ fær það hlut­verk að fjalla um ágrein­ing um stjórn fisk­veiða og mögu­leika til sam­fé­lags­legrar sátt­ar, sam­þjöppun veiði­heim­ilda, veiði­gjöld og skatt­spor. 

For­maður þeirrar nefndar er Gunnar Har­alds­son, fram­kvæmda­stjóri ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins Intellecon. Hann var um tíma efna­hags­ráð­gjafi for­sæt­is­ráð­herra þegar Davíð Odds­son sat á þeim stóli, for­stöðu­maður Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands og hag­fræð­ingur hjá OECD í Par­ís. Þá var hann stjórn­ar­for­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins 2009 til 2010.

Aðrir í hópnum eru Catherine Cham­bers, rann­sókna­stjóri, Háskóla­setur Vest­fjarða, Hreiðar Þór Val­týs­son, dós­ent við Háskól­ann á Akur­eyri, Katrín Júl­í­us­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og Val­gerður Sól­nes, dós­ent við Háskóla Íslands.

Sá starfs­hópur sem kall­ast „Að­gengi“ fær meðal ann­ars það verk­efni að fjalla um eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi og óskyldum greinum og aukið gagn­sæi í rekstri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. For­maður þess hóps er Egg­ert Bene­dikt Guð­munds­son, verk­fræð­ingur og fyrr­ver­andi for­stjóri HB Granda, sem nú heitir Brim, og N1. Aðrir í þeim hópi eru Alda B. Möller mat­væla­fræð­ingur Arnór Snæ­björns­son, sér­fræð­ingur í mat­væla­ráðu­neyt­in­u,  Frið­rik Árni Frið­riks­son Hir­st, fram­kvæmda­stjóri Laga­stofn­unar Háskóla Íslands, og Ing­veldur Ásta Björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri North 65.

Hóp­ur­inn sem kall­ast „Um­gengni“ mun meðal ann­ars fjalla um umgengni við sjáv­ar­auð­lind­ina, orku­skipti, vigt­un, brott­kast, eft­ir­lit og við­ur­lög. For­maður þess hóps er Gréta María Grét­ars­dótt­ir, for­stjóri Arctic Adventures, en aðrir með­limir eru Frey­dís Vig­fús­dótt­ir, sér­fræð­ingur í mat­væla­ráðu­neyt­inu, Halla Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Opti­tog, Jónas Rúnar Við­ars­son, sviðs­stjóri hjá Mat­ís, og Sig­urður Ingi Frið­leifs­son, fram­kvæmda­stjóri Orku­stofn­un­ar. 

Síð­asti hóp­ur­inn kall­ast „Tæki­færi“ og á meðal ann­ars að skoða staf­ræna umbreyt­ingu, alþjóða­sam­skipti og orð­spor Íslands. For­maður hans er Ing­unn Agnes Kro, fram­kvæmda­stjóri Jarð­varma, en aðrir í hópnum eru Ari Krist­inn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Awa­reGO, Hildur Ingv­ars­dótt­ir, skóla­meist­ari Tækni­skóla Íslands, Hilmar Bragi Jan­us­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Kviku banka og Óskar Veigu Ósk­ars­son, sölu­stjóri hjá Mar­el.

Sam­ráðs­nefndin sem Svan­dís skip­aði er þannig skip­uð:



1. Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, mat­væla­ráð­herra, for­maður

2. Ásmundur Frið­riks­son, til­nefndur af Sjálf­stæð­is­flokki

3. Stefán Vagn Stef­áns­son, til­nefndur af Fram­sókn­ar­flokki

4. Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, til­nefnd af Vinstri­hreyf­ing­unni- grænt fram­boð

5. Oddný Harð­ar­dótt­ir, til­nefnd af Sam­fylk­ing­unni

6. Mörður Áslaug­ar­son, til­nefndur af Pírötum

7. Hanna Katrín Frið­riks­son, til­nefnd af Við­reisn

8. Eyjólfur Ármanns­son, til­nefndur af Flokki fólks­ins

9. Sig­urður Páll Jóns­son, til­nefndur af Mið­flokknum

10. Rebekka Hilm­ars­dótt­ir, til­nefnd af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga

11. Víf­ill Karls­son, til­nefndur af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga

12. Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, til­nefnd af Sam­tökum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi

13. Ólafur Mart­eins­son, til­nefndur af Sam­tökum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi

14. Arthur Boga­son, til­nefndur af Lands­sam­bandi smá­báta­sjó­manna

15. Arnar Atla­son, til­nefndur af Sam­tökum fisk­fram­leið­enda og útflytj­enda

16. Örvar Mart­eins­son, til­nefndur af Sam­tökum smærri útgerða

17. Páll Rúnar M. Krist­jáns­son, til­nefndur af Félagi atvinnu­rek­enda

18. Val­mundur Val­munds­son, til­nefndur af Sjó­manna­sam­bandi Íslands

19. Árni Bjarna­son, til­nefndur af Félagi skip­stjórn­ar­manna

20. J. Snæ­fríður Ein­ars­dótt­ir, til­nefnd af Félagi vél­stjóra og málm­tækni­manna

21. Sig­ur­björg Árna­dótt­ir, til­nefnd af Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökum Íslands

22. Auður Önnu Magn­ús­dótt­ir, til­nefnd af Land­vernd

23. Sig­rún Perla Gísla­dótt­ir, til­nefnd af Ungum umhverf­issinnum

24. Gunnar Har­alds­son, for­maður starfs­hóps­ins Sam­fé­lag

25. Gréta María Grét­ars­dótt­ir, for­maður starfs­hóps­ins Umgengni

26. Egg­ert Bene­dikt Guð­munds­son, for­maður starfs­hóps­ins Aðgengi

27. Ing­unn Agnes Kro, for­maður starfs­hóps­ins Tæki­færi

Tveir af hverjum þremur telja kvóta­kerfið ógna lýð­ræð­inu

Í ​​ aðdrag­anda kosn­­ing­anna í fyrra­haust voru gerðar ýmsar kann­­anir á skoðun almenn­ings á þeim kerfum sem Ísland hefur komið sér upp í sjá­v­­­ar­út­­­vegi. Á meðal þeirra var könnun sem Gallup gerði fyrir þrýst­i­hóp­inn Þjóð­­­ar­­­eign. Í henni var fólk spurt hvort það styddi að mark­aðs­­­gjald væri greitt fyrir afnot af fiski­miðum þjóð­­­ar­inn­­­ar. Nið­­­ur­­­staðan var sú að 77 pró­­­sent aðspurðra var fylgj­andi því og ein­ungis 7,1 pró­­­sent var and­vígt slíkri kerf­is­breyt­ingu. Afger­andi meiri­hluti kjós­­­enda allra flokka var fylgj­andi breyt­ing­unni þótt stuðn­­­ing­­­ur­inn væri minni hjá kjós­­­endum Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks, Sjálf­­­stæð­is­­­flokks og Mið­­­flokks en þeim sem ætla að kjósa aðra flokka.

Í annarri könn­un, sem MMR gerði fyrir Öldu – félags um sjálf­­­bærni og lýð­ræði, og var birt í ágúst 2021, sögð­ust 66 pró­­­sent lands­­­manna, tveir af hverjum þrem­­­ur, vera óánægðir með núver­andi útfærslu á kvóta­­­kerfi í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi. Þar af sögð­ust 38 pró­­­sent vera mjög óánægð með hana. Tæpur fimmt­ung­­­ur, 19 pró­­­sent aðspurðra, sagð­ist ekki hafa sterka skoðun á útfærsl­unni en ein­ungis 14 pró­­­sent voru ánægð með hana. Kjós­­­endur Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins reynd­ust þeir einu sem eru ánægð­­­ari með útfærslu kvóta­­­kerf­is­ins en óánægð­­­ari. Alls sögð­ust 42 pró­­­sent þeirra vera ánægðir með hana en 25 pró­­­sent eru óánægð. 

Brim, Ísfélag Vestmannaeyja, Samherji og Síldarvinnslan eru þau fjögur sjávarútvegsfyrirtæki sem halda á mestum kvóta. Guðmundur Kristjánsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson og Gunnþór Ingvason stýra eða eiga þau fyrirtæki.
Mynd: Samsett

Í sömu könnun sögðu 64 pró­­­sent lands­­­manna, næstum tveir af hverjum þrem­­­ur, að núver­andi útfærsla á kvóta­­­kerf­inu ógni lýð­ræð­inu.

Borga meira í arð en til rík­is­ins

Það er ekki að ástæðu­lausu að almenn­ingur upp­lifir stöð­una svona. Kjarn­inn greindi frá því í fyrra­haust að á árinu 2020 greiddu útgerðir lands­ins eig­endum sínum alls arð upp á 21,5 millj­­arða króna á sama tíma og þau greiddu sam­tals 17,4 millj­­arða króna í öll opin­ber gjöld: tekju­skatt, trygg­inga­gjald og veið­i­­­gjald. Það var hæsta arð­greiðsla sem greinin hefur greitt eig­endum sínum frá upp­­hafi innan eins árs á sama tíma og greiðslan til hins opin­bera var sú næst lægsta frá árinu 2011. Þetta var auk þess í fyrsta sinn frá banka­hruni sem umfang greiddra opin­berra gjalda var minna en arð­greiðsla sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja til eig­enda sinna innan árs.

Þá á eftir að taka til­­lit til þess að rík­­is­­sjóður hefur umtals­verðan kostnað af eft­ir­liti og rann­­sókna vegna fisk­veiða og -vinnslu. Í fyrra voru heild­­ar­út­­­gjöld hans vegna eft­ir­lits og rann­­­sókna vegna fisk­veiða og -vinnslu um sjö millj­­­arðar króna í ár. Árin 2015-2020 voru álögð veið­i­­­gjöld að með­­al­tali 7,4 millj­­arðar á verð­lagi árs­ins 2020. Því fara veið­i­­­gjöld að upp­i­­­stöðu í að greiða kostnað rík­­is­­sjóðs af eft­ir­liti og rann­­sókn­um, sem nýt­­ast sjá­v­­­ar­út­­­veg­in­­um. 

Sam­tals hagn­að­ist sjá­v­­­­ar­út­­­­­veg­­­ur­inn um 468 millj­­­arða króna frá byrjun árs 2009 og til loka árs 2020. Frá árinu 2009 hafa sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki greitt 126,3 millj­­­arðar króna í arð til eig­enda sinna. Auk þess sátu eftir 325 millj­­­arðar króna í eigið fé í útgerð­­­ar­­­fyr­ir­tækj­unum um síð­­­­­ustu ára­­­mót. Það jókst um 28 millj­­­arða króna árið 2020 þrátt fyrir metarð­greiðsl­­­ur. Hagur sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja í heild vænk­að­ist því um næstum 50 millj­­­arða króna á árinu 2020. 

Eigið fé geirans er stór­­­lega van­­­metið þar sem virði kvóta, sem útgerðir eign­­­færa, er bók­­­fært á miklu lægra verði en feng­ist fyrir hann á mark­aði.

Frá 2009 hefur sjá­v­­­­ar­út­­­­­veg­­­ur­inn greitt alls 196,7 millj­­­arða króna í opin­ber gjöld, þar af 78 millj­­­arða króna í veið­i­­­­gjöld. Sú tala dregst frá áður en hagn­aður sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja er reikn­að­­­ur.

Heild­­ar­hagn­að­­ur­inn á árinu 2020, fyrir skatta og gjöld, var því um 665 millj­­­arðar króna. Af þeirri upp­­­hæð fór undir 30 pró­­­sent til íslenskra rík­­­is­ins, eig­anda auð­lind­­­ar­inn­­­ar, í formi tekju­skatts, trygg­inga­gjalds og veið­i­­gjalda, en rúm­­­lega 70 pró­­­sent sat eftir hjá eig­endum fyr­ir­tækj­anna.

Ofan­­greindar tölur komu fram í árlegum sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­gagna­grunni Deloitte sem kynntur er á Sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­deg­inum og fyr­ir­tækið heldur í sam­­­starfi við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi og Sam­tök atvinn­u­lífs­ins.

Stór­­aukin sam­­þjöppun

Sam­­kvæmt lögum má engin ein blokk í sjá­v­­­ar­út­­­vegi halda á meira en tólf pró­­sent af úthlut­uðum heild­­ar­kvóta á hverjum tíma. Þegar Fiski­­stofa, sem hefur eft­ir­lit með því að yfir­­­ráð ein­stakra aðila yfir afla­hlut­­­deildum fari ekki umfram lög­­­bundin mörk, birti nýja sam­an­­­tekt á sam­­­þjöppun afla­hlut­­­deildar í nóv­­em­ber í fyrra kom í ljós að Brim, eitt stærsta sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki lands­ins, var komið yfir það mark. Það var leyst með því að Brim seldi annarri útgerð, Útgerð­­ar­­fé­lagi Reykja­vík­­­ur, hluta af úthlut­uðum veið­i­­heim­ildum sín­­um. Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­vík­­­ur, sem er að upp­i­­­stöðu í eigu Guð­­mundar Krist­jáns­­sonar for­­stjóra Brim, er stærsti eig­andi Brim.

Í tölum Fiski­­stofu kom líka fram að heild­­ar­verð­­mæti úthlut­aðs kvóta sem tíu stærstu útgerðir lands­ins halda á hafði farið úr því að vera 53 pró­­sent í að vera rúm­­lega 67 pró­­sent. Auknar heim­ildir til að veiða loðnu skiptu þar umtals­verðu máli.

Sam­an­lagt halda fjórar blokkir: Þær sem kenndar eru við Sam­herja, Brim, Kaup­­­fé­lag Skag­­­firð­inga og Ísfé­lagið á rúm­­­lega 60 pró­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta á Íslandi.

Þessi mikla sam­þjöppun hefur leitt til þess að eig­endur örfárra sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja hafa efn­­­ast veru­­­lega. Ítök þeirra í ótengdum geirum hér­­­­­lendis hafa sam­hliða vaxið hratt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar