Mynd: Bára Huld Beck Samkeppniseftirlitið
Mynd: Bára Huld Beck

Sektir sem samkeppnisyfirvöld hafa lagt á fyrirtæki nema samtals 10,4 milljörðum króna

Á síðustu tíu árum hefur Samkeppniseftirlitið lagt á sektir á fyrirtæki upp á 6,5 milljarða króna. Á sama tímabili hefur rekstrarkostnaður eftirlitsins verið um 4,2 milljarðar króna. Því hafa sektargreiðslurnar skilað 2,3 milljörðum krónum meira í ríkissjóð á áratug en það hefur kostað að reka Samkeppniseftirlitið.

Fjár­hæð stjórn­valds­sekta sem lagðar hafa verið á fyr­ir­tæki af sam­keppn­is­yf­ir­völdum frá upp­hafi nema 10,4 millj­örðum króna. Frá því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið var stofnað – áður var starf­andi svo­kallað sam­keppn­is­ráð – um mitt át 2005 nemur sam­an­tekin fjár­hæð sekta 8,8 millj­örðum króna. 

Ef horft er til síð­ast­lið­ins ára­tug­ar, frá byrjun árs 2011, hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið lagt á sektir upp á rúm­lega 6,5 millj­arða króna. Á sama tíma­bili var rekstr­ar­kostn­aður eft­ir­lits­ins rúm­lega 4,2 millj­arðar króna. Á þessum tíu árum var því 2,3 millj­arða króna „hagn­að­ur“ á rekstri eft­ir­lits­ins ef kostn­aður við rekstur þess er dregin frá þeim sektum sem hafa verið álagð­ar. 

Töl­urnar eru ekki fram­reikn­aðar með til­liti til vísi­tölu. 

Þetta kemur fram í svari Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um álagðar sektir og rekstr­ar­kostnað stofn­un­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Eina sektin sem gæti enn gengið til dóm­stóla er 200 milljón króna sekt sem lögð var á Sím­ann í upp­hafi árs. Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála stað­festi þá fyrri ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um að Sím­inn hefði brotið gegn sátt með því að bjóða betri við­skipta­kjör við sölu á Enska bolt­anum til þeirra sem eru með Heim­il­i­s­pakka Sím­ans í byrjun þessa árs að hluta. Nefndin lækk­aði hins vegar sekt fyr­ir­tæk­is­ins veru­lega, úr 500 í 200 millj­ónum króna.

Kjarn­inn greindi frá því í um helg­ina að Sím­inn sé búinn að stefna Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu í mál­inu og vilji fá hluta af nið­ur­stöðu áfrýj­un­ar­nefnd­ar­innar ógilda.

Nýjasta sektin sú lang­hæsta

Hæsta ein­staka sektin sem fyr­ir­tæki hefur greitt er þeir 1,5 millj­arðar króna sem Eim­skip sam­þykkti að greiða vegna ólög­legs sam­ráðs, en greint var frá því í þar­síð­ustu viku að sátt hefði náðst milli Eim­skips og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um þá nið­ur­stöð­u. 

Eim­skip ját­aði alvar­leg brot gegn sam­keppn­is­lögum og EES-­samn­ingum sem framin voru í sam­ráði við Sam­skip, aðal­lega á árunum 2008 til 2013. 

Fyr­ir­tækið við­ur­kenndi einnig að hafa við­haft ólög­mætt sam­ráð við Sam­skip áður en stór­tækara sam­ráð á milli fyr­ir­tækj­anna tveggja hófst sum­arið 2008.

Að auki við­ur­kenndi Eim­skip að hafa brotið gegn sam­keppn­is­lögum með því að hafa ekki veitt nauð­syn­legar eða réttar upp­lýs­ingar eða afhent gögn í þágu rann­sóknar máls­ins, en félagið hefur á fyrri stigum rann­sóknar máls­ins neitað því að hafa gerst brot­legt við lög.

Í sátt­inni fólst að Eim­skip skuld­batt sig til að grípa til aðgerða til að vinna gegn frek­ari brotum og efla sam­keppni.

Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Mynd: Hringbraut

Brot félag­anna tveggja gegn sam­keppn­is­lögum hafa verið til rann­sóknar árum sam­an, en Sam­keppn­is­eft­ir­litið sagði fyrr í þessum mán­uði frá því að Eim­skip hefði leitað eftir sáttum í mál­inu. Tekið var fram í til­kynn­ingu frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu að Sam­skip sé enn til rann­sóknar vegna þess­ara mála. 

Fari svo að Sam­skip geri einnig sátt, eða að nið­ur­staða Sam­keppn­is­eft­ir­lits verði sú sama og í máli Eim­skips, þá mun heild­ar­um­fang stjórn­valds­sekta sem greiddar hafa verið í rík­is­sjóð vegna rann­sókna Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hækka umfram þær fjár­hæðir sem nefndar voru hér að ofan. 

Sektin sem Eim­skip sam­þykkti að greiða er næstum þrisvar sinnum hærri en hæsta sekt sem eitt fyr­ir­tæki hafði áður greitt fyrir sam­keppn­islaga­brot, í krónum talið. 

Þar er um að ræða þá sekt sem Olís fékk fyrir sinn hlut í olíu­sam­ráð­inu svo­kall­aða, sem var ólög­mætt verð­sam­ráð þriggja stóru olíu­fé­lag­anna á Íslandi sem stóð árum sam­an. Olís var upp­runa­lega gert að greiða 880 millj­ónir króna með ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins árið 2004  en Hæsti­réttur Íslands lækk­aði þá upp­hæð niður í 560 millj­ónir króna. 

Hin tvö olíu­fé­lög­in, Skelj­ungur og Olíu­fé­lagið (sem síðar rann inn í N1), fengu líka háar sekt­ir. Það fyrr­nefnda greiddi 450 millj­ónir króna og það síð­ar­nefnda 496 millj­ónir króna. 

Valitor og MS

Þriðja hæsta sektin var lögð á  korta­fyr­ir­tækið Valitor en Sam­keppn­is­eft­ir­litið komst að þeirri nið­ur­stöðu árið 2013 að það hefði gerst sekt um að hafa mis­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína með aðgerðum sem beindust að keppi­nautum félags­ins á mark­aði fyrir færslu­hirð­ingu. Upp­haf­leg sekt­ar­fjár­hæð var ákveðin 400 millj­ónir króna en Valitor ákvað að fara með málið fyrir dóm­stóla. Hæsti­réttur Íslands stað­festi nið­ur­stöðu eft­ir­lits­ins með dómi sem féll í apríl 2016 og hækk­aði auk þess sekt­ina úr 400 í 500 millj­ónir króna. 

Auglýsing

Hæsti­réttur Íslands lok­aði öðru stóru sam­keppn­is­máli fyrr á þessu ári. Í mars síð­ast­liðnum féll dómur hans þess efnis að Mjólk­ur­sam­salan ehf. (MS) hefði mis­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína og mis­munað við­skipta­að­ilum sínum með því að að selja hrá­mjólk til vinnslu mjólk­ur­af­urða á hærra verði til keppi­nauta en til eigin fram­leiðslu­deildar og tengdra aðila. MS var gert að greiða alls 480 millj­ónir króna í rík­is­sjóðs vegna þeirra sam­keppn­islaga­brota. 

Kallað eftir stjórn­sýslu­út­tekt

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur árum saman verið mikið gagn­rýnt af hags­muna­vörðum atvinnu­lífs­ins og í við­skipta­blöðum sem koma út á prenti hér­lend­is. Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) hafa meðal ann­ars kallað eftir stjórn­sýslu­út­tekt á Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu. Í umfjöllun Mark­að­ar­ins, fylgi­blaðs Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, um þá kröfu í mars síð­ast­liðnum var haft eftir Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, fram­kvæmda­stjóra SA, að „stjórn­ar­for­menn skráðra fyr­ir­tækja hafa und­an­farið gert sam­skipti sín við Sam­keppn­is­eft­ir­litið að umtals­efni í ávörpum á aðal­fund­um, sem lýsir því öng­stræti sem sam­skipti eft­ir­lits­stofn­un­ar­innar og fyr­ir­tækja hafa lent í. Á þann hnút verður að höggva. Fullt til­efni er til þess að Alþingi kalli eftir stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoð­unar á Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu og ein­stökum ákvörð­unum þess. Eft­ir­lits­stofn­unin ætti að fagna slíkri úttekt.“

Auglýsing

Um miðjan maí lögðu nokkrir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks, Mið­flokks og Fram­sókn­ar­flokks fram beiðni um skýrslu um Sam­keppn­is­eft­ir­litið frá rík­is­end­ur­skoð­anda. Fyrsti flutn­ings­maður máls­ins var Óli Björn Kára­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks. Skýrslu­beiðnin var sam­þykkt á Alþingi tveimur dögum eftir að beiðnin var lögð fram með öllum greiddum atkvæð­u­m. 

Reynt að fella úr gildi áfrýj­un­ar­heim­ild

Þetta er ekki í eina skiptið sem mál­efni Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins rataði inn í þing­sal á þessu kjör­tíma­bili. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hef­ur, sam­kvæmt lög­um, haft heim­ild til þess að áfrýja nið­ur­stöðu áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála til dóm­stóla. 

Síðla árs 2019 lagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra Íslands, fram drög að frum­varpi í sam­ráðs­gátt stjórn­valda þar sem þar sem lagt var til að þessi áfrýj­un­ar­heim­ild yrði felld út. Í grein­ar­gerð var því haldið fram að beit­ing heim­ild­ar­innar gæti skapað „fyr­ir­tækjum hér á landi ákveðna réttaró­vissu“.

Frum­varpið var gagn­rýnt víða. Gylfi Magn­ús­­son, for­seti Við­­­skipta­fræði­deildar Háskóla Íslands og fyrr­ver­andi efna­hags- og við­­­skipta­ráð­herra, birti meðal ann­ars stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann gagn­rýndi afnám mál­skots­rétt­ar­ins og aðrar breyt­ingar sem lagðar voru til á starfs­um­hverfi eft­ir­lits­ins í frum­varpi ráð­herr­ans. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands.
Mynd: Bára Huld Beck

Í stöðu­upp­færsl­unni sagði Gylfi: „Ein­falda fram­kvæmd sam­keppn­islag­anna og auka skil­virkni“ hljómar ein­hvern veg­inn betur en „Láta blauta drauma fákeppn­is­mó­gúla ræt­ast með því að draga tenn­urnar úr sam­keppn­is­eft­ir­liti á Íslandi eins og frekast er unn­t“. Nú á að koma í veg fyrir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið geti borið nið­ur­stöður áfrýj­un­ar­nefndar undir dóm­stóla og gætt þannig m.a. hags­muna brota­þola. Jafn­framt á að koma í veg fyrir að eft­ir­litið geti þvingað fram breyt­ingar á skipu­lagi fyr­ir­tækja þegar ekk­ert annað virð­ist duga til að ná fram eðli­legri sam­keppni. Þetta eru ekki ný bar­áttu­mál mógúl­anna, hug­myndir í þessa veru hafa oft verið viðr­aðar áður en ekki fengið braut­ar­gengi vegna harðrar and­stöðu. Nú sjá þeir hins vegar greini­lega lag til að knýja þetta fram.“ 

Þegar mælt var fyrir frum­varp­inu á Alþingi í fyrra­vor var afnám mál­skots­heim­ild­ar­innar ekki lengur á meðal efn­is­at­riða þess.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar