Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Horft niður með eystri leiðigarðinum yfir farveg snjóflóðsins úr Skollahvilft sem rann út höfnina við Flateyri. Sjá má hvernig flóðið hefur brotið gróður þegar það streymdi með garðinum. Ummerki um skriðstefnu flóðsins meðfram toppi garðsins má sjá í snjó
Flóðin með þeim stærstu sem fallið hafa á varnargarða í heiminum
Út frá tiltækum upplýsingum Veðurstofu Íslands er áætlað að Skollahvilftarflóðið sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld kunni að vera sambærilegt að stærð við flóðið sem féll í október 1995.
16. janúar 2020
Vatn til landbúnaðar er á sumum svæðum af skornum skammti. Hér stendur fólk á þurrum botni uppistöðulóns í Stanthorpe í Ástralíu.
Uppistöðulón eins og eyðimörk
Dýrahræ liggja milljónum saman á víðavangi. Eftir þriggja ára sögulega þurrka er alvarleg hætta á vatnsskorti víða. Ástralía logar enn.
16. janúar 2020
Náttúrufræðingurinn David Attenborough segir það eintóma þvælu hjá sumum stjórnmálamönnum að eldarnir í Ástralíu tengist ekki loftslagsbreytingum af mannavöldum.
Attenborough: „Neyðarstund er runnin upp“
„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er ekki leikur,“ segir David Attenborough. „Þetta snýst ekki um að eiga notalegar rökræður og ná einhverri málamiðlun. Þetta er brýnt vandamál sem verður að leysa.“
16. janúar 2020
Framkvæmdasvæðið er í landi Sólheima, sveitabæjar í Dalabyggð.
Vilja vindorkuver á mikilvægu fuglasvæði
Verði hugmyndir að þremur vindorkuverum á Vesturlandi að veruleika yrðu þar reistar um 86 vindmyllur með allt að 375 MW aflgetu. Samanlagt afl beggja Búrfellsvirkjana Landsvirkjunar er 370 MW.
16. janúar 2020
Með brunasár á smáum fótum
Mörg dýr hafa fengið skjól í fangi manna í hamfaraeldunum í Ástralíu. Margfalt fleiri hafa farist og þeirra á meðal eru þúsundir kóalabjarna, sem eru ekki aðeins sérlega krúttlegir heldur mikilvægur hlekkur í þegar viðkvæmu vistkerfi.
12. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Svandís Svavarsdóttir höfðu ýmsar athugasemdir við tillögu að rammaáætlun er hún var lögð fram á þingi 2016 og 2017.
Katrín vildi Skrokkölduvirkjun „út fyrir sviga“
Þingmenn Vinstri grænna gerðu ýmsar athugasemdir við þingsályktunartillögu að rammaáætlun er hún var lögð fram árin 2016 og 2017. Nú ætlar umhverfisráherra að leggja tillöguna fram í óbreyttri mynd.
11. janúar 2020
Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar reyna á hverju ári að spá fyrir um hvaða tegund inflúensu er væntanleg.
Yfir 70 þúsund skammtar af bóluefni fóru „einn, tveir og þrír“
Inflúensan er eins og lifandi vera, algjört ólíkindatól, sem getur breytt sér á milli ára. Bóluefni gegn einni tegund verndar ekki eða illa gegn annarri. „Þannig að þróun bóluefnis er alltaf svolítið happadrætti,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
9. janúar 2020
Tillaga um rammaáætlun verður lögð fram í óbreyttri mynd
Þrettán virkjanakostir í orkunýtingar- og biðflokki tillögunnar myndu falla innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Heimila á nýjar virkjanir innan hans en með strangari skilyrðum. „Klárlega málamiðlun,“ segir umhverfisráðherra.
7. janúar 2020
Morðið í Miðausturlöndum sem orsakað gæti styrjöld
Hann er sagður arkítekt stríðsins í Sýrlandi, vera hugmyndasmiður utanríkisstefnu Írans og áhrifamaður í stjórnmálum um öll Miðausturlönd. Nú er hann allur.
6. janúar 2020
Skrælnaðir skógar eins og eldspýtustokkar
Enn eitt hitametið féll í Ástralíu um helgina: 48,9°C. Rigningarúði hefur létt slökkviliðsmönnum lífið síðustu klukkustundir en slökkviliðsstjórinn varar við sinnuleysi af þeim sökum og bendir á að von sé á enn meiri hita og enn hvassari vindi í vikunni.
5. janúar 2020
Fordæmalausir fólksflutningar undir blóðrauðum himni
„Hræðilegur dagur“ er í uppsiglingu í Ástralíu þar sem gríðarlegir gróðureldar hafa geisað mánuðum saman. Tugþúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín.
3. janúar 2020