Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Fimmti hver Bandaríkjamaður þarf að vera heima
„Við erum að sjá hörmungar á skala sem við höfum ekki séð af völdum smitsjúkdóms frá árinu 1918,“ segir Jeffrey Shaman, prófessor í lýðheilsu. „Og þetta krefst fórna sem við höfum ekki séð síðan í síðari heimsstyrjöldinni.“
21. mars 2020
Tæplega 5.500 komnir í sóttkví
Á sjötta þúsund manns eru nú í sóttkví víða um land vegna nýju kórónuveirunnar. Greindum smitum hefur fjölgað um rúmlega sextíu milli daga.
21. mars 2020
Fimm misvísandi skilaboð Donalds Trump – og nokkur til
Við höfum stjórn á þessu. Algjöra stjórn. Takið því bara rólega, þetta mun hverfa. Þetta mun hverfa fyrir kraftaverk. Leiðtogi hins vestræna heims gerði frá upphafi lítið úr faraldrinum og sendi misvísandi og röng skilaboð til þjóðarinnar.
20. mars 2020
Upplýsingafundur almannavarna í dag.
Farsóttarspítali verður opnaður ef Landspítali ræður ekki við álagið
Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ef svartsýnustu spár rætist verði opnaður sérstakur farsóttarspítali ef álagið á Landspítalann verður of mikið. Smit hafa greinst hjá 409 manns hér á landi.
20. mars 2020
Samkomubönn og félagsforðun virðast skila árangri
Ítalir eru ein elsta þjóð heims. Suður-Kóreumenn er í hópi þeirra yngstu. COVID-19 leggst þyngst á þá sem eldri eru og gæti þetta skýrt mismunandi dánartíðni milli landa. Á Ítalíu virðast dæmin sanna að samkomubönn skili árangri í baráttunni við veiruna.
20. mars 2020
Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Fáum kemur lengur á óvart að fá símtal frá smitrakningateyminu
Í smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra eru meðal annars lögreglumenn sem hafa reynslu af því að hafa upp á fólki og rekja ferðir þess. „Það er alveg dásamlegt að fylgjast með samvinnunni,“ segir yfirmaður teymisins.
19. mars 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Ævar Pálmi Pálmason á upplýsingafundinum í dag.
Merki um að veiran sé að ná sér á flug
„Við höfum sagt undanfarið að það sé tímaspursmál hvenær við förum að sjá aukningu í þessum faraldri og ég held að við séum að sjá fyrstu vísbendingar um það að við erum að fara upp þessa brekku,“ segir sóttvarnalæknir.
19. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Lést líklega úr COVID-19
Miklar líkur eru á því að ástralski ferðamaðurinn sem lést á heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík hafi látist úr COVID-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur.
19. mars 2020
Hulda Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni
Kvíði er eins og rauð viðvörun – hann varir ekki að eilífu
Það er eðlilegt að finna fyrir kvíða á þessum óvissutímum þegar miklu fleiri spurningar vakna en svör eru til við. En kvíði er bara tilfinning, segir Hulda Jónsdóttir, sálfræðingur, og allar tilfinningar líða hjá.
18. mars 2020
Helena Einarsdóttir hefur æft fimleika í mörg ár. Hún ætlar að halda áfram að æfa heima nú þegar íþróttahúsið er lokað.
Fimmtán ára og staðráðin í að halda rútínu
Aðgerðir vegna kórónuveirunnar hafa áhrif á okkur öll. Í Mosfellsbæ býr metnaðarfull unglingsstúlka sem hefur gert sína eigin aðgerðaáætlun. Hún miðar að því að halda rútínunni sem henni þykir sérlega mikilvæg.
18. mars 2020
Bragi Valdimar Skúlason, bjartsýnismaður.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Sérstaklega róandi að litaraða öppunum í símanum
Bjartsýnismaðurinn Bragi Valdimar Skúlason gefur landsmönnum fimm góð ráð til að viðhalda vellíðan og efla tengslin á meðan samkomubann og „faðmflótti“ er í gildi.
17. mars 2020
Fjölskyldan: Helga Kristjánsdóttir, Nína Huld, Leifur Guðjónsson og Ísak Orri.
„Þetta hefur nú sinn sjarma“
Frá því að Nína Huld Leifsdóttir greindist með kórónuveiruna hefur hún verið í einangrun á heimili sínu í Mosfellsbæ og aðrir í fjölskyldunni í sóttkví undir sama þaki. Faðir hennar segir þurfa „dass“ af þolinmæði við þessar aðstæður.
17. mars 2020
Grímur verða gagnslitlar þegar þær blotna í gegn.
Grímur ekki gagnslausar en geta veitt falskt öryggi
Ef fólk í áhættuhópum þarf að fara út í búð nú á tímum kórónuveirunnar, ætti það að vera með andlitsgrímur og jafnvel hanska? Grímur geta gert gagn en þær geta líka veitt falskt öryggi.
17. mars 2020
Ekki takmark yfirvalda að meirihluti þjóðarinnar smitist af veirunni
Enn bendir allt til þess að innan við eitt prósent almennings hér á landi hafi sýkst af COVID-19 og aðgerðir heilbrigðisyfirvalda séu að bera árangur. „Nú gildir að vera þolinmóð, umburðarlynd og sýna kærleika,” segir Víðir Reynisson.
16. mars 2020
Að njóta fallegs sólarlags er gott fyrir andlegu heilsuna.
Hvernig skal haga sér í sóttkví: Lítil hætta á að smita aðra í gönguferð
Farðu út á svalir og dragðu djúpt að þér andann. Farðu út í garð, hlustaðu á fuglasönginn og athugaðu með vorlaukana. Farðu í gönguferð eða bíltúr. Það að vera í sóttkví þýðir ekki að þú þurfir að loka þig af svo lengi sem þú ferð að öllu með gát.
16. mars 2020
Markúsartorgið í Feneyjum er nær mannlaust.
Aldraðir Bretar beðnir að halda sig til hlés næstu mánuði
Feneyjar virðast mannlausar og gondólarnir liggja bundnir við bryggjur. Ásýnd New York-borgar mun taka miklum breytingum í dag þegar fólk getur ekki lengur farið inn á veitingastaði og bari. Skólum þar hefur einnig verið aflýst.
16. mars 2020
Ríkin sem (virðast) hafa náð tökum á útbreiðslunni
Þó að enn sé of snemmt að fullyrða hvaða aðgerðir hafi reynst best í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19 er ljóst að róttækar aðgerðir nokkurra Asíuríkja virðast hafa skilað árangri.
14. mars 2020
Samkomubann frá 15. mars
Sóttvarnarlæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að samkomubann verði sett á frá miðnætti 15. mars sem gildi í fjórar vikur. Viðburðir þar sem fleiri en hundrað manns koma saman verða óheimilir.
13. mars 2020
Fólk að veikjast viku eftir smit
Skilaboð frá Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni til þjóðarinnar: Höldum ró okkar, það skiptir öllu máli að við séum yfirveguð og látum ekki slá okkur út af laginu. Við erum áfallaþolin þjóð. Hættum ekki að vera til, höldum áfram að hittast og lifa lífinu.
12. mars 2020
Viðbrögð við COVID-19 í hnotskurn
Stjórnvöld víða um heim hafa gripið til varúðarráðstafana vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Ferðatakmarkanir eru í gildi, á þriðja tug ríkja hafa ákveðið að loka skólum og verslanir og margvísleg önnur þjónustufyrirtæki hafa skellt í lás.
12. mars 2020
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Danir hamstra mat vegna yfirvofandi aðgerða gegn COVID-19
Danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen tilkynnti í gærkvöldi að gripið yrði til mjög hertra aðgerða vegna COVID-19. Hún hafði varla sleppt orðinu þegar matvöruverslanir fylltust af fólki að hamstra mat þótt engin þörf væri á slíku.
12. mars 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpar þjóð sína frá Hvíta húsinu.
Trump setur á ferðabann milli Evrópu og Bandaríkjanna
Eftir að hafa gert lítið úr alvarleika nýju kórónuveirunnar síðustu vikur ávarpaði Donald Trump bandarísku þjóðina í kvöld og tilkynnti um róttækar aðgerðir til að verjast veirunni.
12. mars 2020
Að hægja á útbreiðslu veirunnar „mun bjarga mannslífum“
Ætti ekki bara að leyfa nýju kórónuveirunni að hafa sinn gang, að smitast milli sem flestra svo að faraldurinn fjari sem fyrst út? Stutta svarið er: Nei. Langa svarið er: Nei, alls ekki.
11. mars 2020
Nýja kórónuveiran hefur verið greind í 104 löndum.
Fyrsta þriðja stigs smitið staðfest
Eitt svokallað þriðja stigs tilfelli smits nýju kórónuveirunnar hefur verið greint hér á landi. Langflest smit hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu utan tveggja sem greinst hafa á Suðurlandi.
10. mars 2020
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Danir grípa til hertra aðgerða – öllum flugferðum frá áhættusvæðum aflýst
Stjórnvöld í Danmörku hafa tilkynnt um hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Forsætisráðherrann hvetur fólk til að taka ástandið alvarlega. „Allir þurfa að breyta hegðun sinni.“
10. mars 2020