Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Einum kafla lokið í stríðinu við COVID
Sóttvarnalæknir segir að nú þurfi að gera upp faraldurinn og þá vinnu sem unnin hefur verið hér. Í framhaldinu gæti sú reynsla gagnast öðrum þjóðum.
25. apríl 2020
Þórólfur: Vandamálið við þessa tilteknu veiru er að hún er ný og það verður að búa til ný próf.
„Við vitum ekkert um það ennþá hversu lengi mótefni mun verja okkur“
Var þetta flensa sem þú fékkst í vetur eða mögulega COVID-19? Að því er hægt að komast með mótefnamælingum en þær eru enn ekki nógu áreiðanlegar og því ekki nothæfar til að staðfesta ónæmi. Íslensk yfirvöld ætla að hefja söfnun blóðsýna fljótlega.
25. apríl 2020
Vorið er komið víst á ný
Þeir belgja sig út, fullir tilhlökkunar. Ýfa svo á sér fjaðrirnar og syngja gleðibrag. Blómin stinga sér upp úr moldinni, springa út og svelgja í sig sólargeislana. Vorið ber með sér væntingar og þrá.
23. apríl 2020
Senn fara sumarblómin að springa út og færa litagleði inn í líf okkar.
Sumarið verður líklega „í svalara lagi“
Við höfum þurft að þola illviðri vetrarins í ýmsum skilningi. Og nú, á sumardeginum fyrsta, er ekki úr vegi að líta til veðursins fram undan. Af þeim spám eru bæði góðar og slæmar fréttir að hafa.
23. apríl 2020
Víðir sendir fólki heima í stofu fingurkoss.
Víðir snortinn og sendi fingurkoss
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn komst við á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann á afmæli og fékk senda afmælisköku frá framlínustarfsmönnum og íbúum hjúkrunarheimila. „Maður fær bara tár í augun,“ sagði afmælisbarnið, fullt þakklætis.
22. apríl 2020
Takmörkunum aflétt þótt Evrópa sé enn „í auga stormsins“
Skref í átt að „venjulegu lífi“ hafa verið tekin í Evrópu. Svæðisstjóri WHO í álfunni segir næstu vikur tvísýnar. „Eitt er víst að þrátt fyrir vorveður stöndum við enn í auga stormsins.“
21. apríl 2020
Vann frá morgni til miðnættis er álagið var mest
Margir íbúa Hrafnistu í Reykjavík eru orðnir virkari en áður í starfi sem boðið er uppá innan veggja heimilisins sem hefur komið Huldu Birnu Frímannsdóttur, sjúkraliða sem þar starfar, ánægjulega á óvart.
21. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Tveggja metra reglan verður felld úr gildi meðal skólabarna
Tveggja metra reglan mun ekki gilda í grunn- og leikskólum eftir að starfsemi þeirra fer í samt horf eftir 4. maí. Ástæðan er sú að nánast engin dæmi eru um það hér á landi að börn smiti aðra.
20. apríl 2020
Önnur bylgja faraldurs í Singapúr
Fyrir mánuði síðan voru Singapúrar hylltir fyrir góðan árangur sinn í baráttunni gegn COVID-19. Þeir tóku mörg sýni, röktu smit af mikum móð og einangruðu sýkta. En svo dundu ósköpin yfir.
20. apríl 2020
Líður eins og íþróttamanni með stuðningsmenn á hliðarlínunni
Hún var enn þrútin í andliti eftir kvöldvaktina er hún setti grímuna á sig í morgun. Gríman gerir það líka að verkum að sjúklingarnir sjá ekki brosið hennar svo hún límdi mynd af sér á hlífðargallann. Sjúkraliðar á Landspítala hugsa í lausnum.
18. apríl 2020
Áhugi er á að reisa 34 vindorkuver á Íslandi. Eitt vindorkuver er hér nú þegar, sem telur tvær vindmyllur Landsvirkjunar.
43 nýir virkjanakostir lagðir til
Samanlagt uppsett afl þeirra virkjanahugmynda sem komnar eru inn á borð verkefnisstjórnar fjórða áfanga rammaáætlunar er 3.675 MW. Í þriðja áfanga áætlunarinnar, sem ítrekað hefur frestast að afgreiða á þingi, er 1.421 MW í nýtingarflokki.
17. apríl 2020
Víðir, Þórólfur og Alma mættu til fundar í dag eins og þau hafa gert nánast daglega í meira en tvo mánuði.
Víðir: Við erum að leggja í mikla óvissuferð
Þríeykið okkar er áhyggjufullt. Þrátt fyrir að faraldurinn sé enn í rénun og álag á sjúkrahúsin hafi minnkað nálgast sá dagur þegar aflétting takmarkana á samkomum hefst í skrefum. Hætta er á að óábyrg hegðun eyðileggi allt það sem við höfum lagt á okkur.
17. apríl 2020
Fleiri sýni voru tekin í gær en dagana þar á undan.
Smitum fjölgar lítillega tvo daga í röð
Eftir að hafa fækkað dag frá degi í tæpa viku hefur greindum smitum af kórónuveirunni fjölgað tvo daga í röð.
17. apríl 2020
Fossinn Rjúkandi á Ófeigsfjarðarheiði.
Vesturverk: Við höldum okkar striki
Í sumar verður ekki farið í gerð vinnuvega um Ófeigsfjarðarheiði vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar að sögn Vesturverks. Fyrirtækið segir ennfremur að ekki sé hægt að tilgreina hvenær hafist verði handa við byggingu virkjunarinnar.
17. apríl 2020
Höfða landamerkjamál á Ströndum sem gæti sett áform um Hvalárvirkjun í uppnám
Meirihluti eigenda eyðijarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi segir það sinn vilja „að óbyggðir Ófeigsfjarðarheiðar, vatnsföllin, fossarnir og strandlengjan fái að vera óröskuð um ókomna tíð og náttúran fái að þróast á eigin forsendum“.
17. apríl 2020
Veikindi virðast minnka þegar samfélagið róast
Þegar ró færist yfir samfélagið vegna bankahruns eða samkomubanns virðast færri veikjast alvarlega. Mikið álag hefur verið á gjörgæslum Landspítala vegna COVID-19 og þó að farið sé að draga úr því mun starfsfólk ekki kveðja varnarbúningana í bráð.
16. apríl 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Krakkar, þið eruð að standa ykkur vel og eruð frábær
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, hrósar krökkum landsins sérstaklega. Hann segir krakka hafa farið eftir leiðbeiningum, mætt í skólann og staðið sig vel.
15. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Valkvæðar aðgerðir hefjast fyrr en ráðgert var
„Nú virðist sem að við séum komin á lygnari sjó varðandi faraldurinn,“ segir Alma Möller landlæknir. Valkvæðar aðgerðir verði því gerðar fljótlega á ný og tilslakanir á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimili eru í vinnslu.
15. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Þrjár leiðir færar í ferðalögum fólks
Sóttvarnalæknir segir að niðursveifla sé nú greinileg í faraldrinum. Á næstu vikum og mánuðum megi þó áfram búast við einstaka smitum og jafnvel hópsýkingum, „ef við gætum ekki að okkur“.
15. apríl 2020
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári: Þessi veira er skringileg skepna með fullt af stökkbreytingum
Mótefnamælingar eru hafnar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári Stefánsson forstjóri sagði að íslenska rakningarteymið ætti sér ekki hliðstæðu í heiminum, svo sérstakur væri árangur þess.
15. apríl 2020
Íbúar Færeyja eru 52.337. Sýni hafa verið tekin af yfir 5.600 þeirra.
Vika án smita í Færeyjum
Dýralæknir í Færeyjum varaði stjórnvöld við því í janúar að kórónuveiran gæti orðið að heimsfaraldri. Þar var því gripið til skipulegra aðgerða fljótt.
15. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldurinn að mestu tilkominn vegna ferða Íslendinga erlendis
Á meðan tiltölulega fáir hafa sýkst og þar með myndað mótefni þarf að huga að því hvernig hægt er að vernda þann stóra hóp sem enn er móttækilegur. Það er til dæmis hægt með einhvers konar ferðatakmörkunum, segir sóttvarnalæknir.
14. apríl 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Ferðatakmarkanir í gildi hér til 15. maí
Íslensk stjórnvöld munu staðfesta framlengingu á ferðatakmörkunum sem eru í gildi á ytri landamærum aðildarríkja Schengen. Takmarkanirnar verða því í gildi til 15. maí.
14. apríl 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Ætlum ekki að „renna í skriðunni og lenda á nefinu“
Þrátt fyrir að ýmsum takmörkunum verði aflétt eftir 4. maí er „mikið átaksverkefni eftir sem við þurfum að klára saman, allt samfélagið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í dag.
14. apríl 2020
Tók U-beygju í lífinu eftir örmögnun en er komin aftur „heim“ á gjörgæsluna
„Ég stend á öxlum risa,“ segir Laufey Steindórsdóttir hjúkrunarfræðingur um endurkomu sína á gjörgæsludeildina og hið færa fagfólk sem þar starfar. Laufey er í bakvarðasveitinni. „Ég hlustaði á hjarta mitt sem er minn besti vegvísir.“
13. apríl 2020