Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Smitum í Danmörku heldur áfram að fækka í kjölfar afléttinga
Sóttvarnalæknir Danmerkur telur mjög ólíklegt að önnur bylgja COVID-19 komi upp í landinu. Ríkisstjórn Danmerkur kynnti í gærmorgun áætlun um að auka við sýnatökur og smitrakningu.
13. maí 2020
Samkomubannið afhjúpaði aðstöðumun nemenda
„Krakkar í dag eru frábærir, þeir eru miklu opnari en við vorum,“ segir Haukur Eiríksson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri. „Þó að þeir viti kannski ekki hvað skafrenningur er þá vita þeir svo margt annað. Ég er frekar bjartsýnn fyrir þeirra hönd.
12. maí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári átti hugmyndina um að skima alla ferðamenn
Það var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem kom með þá hugmynd á fundi með stýrihópi um afnám ferðatakmarkana að skima alla sem komi til landsins. Þannig er hægt að opna aftur landamæri Íslands.
12. maí 2020
Sex ráðherrar voru á blaðamannafundinum í Safnahúsinu í dag.
Ferðamenn fari í skimun eða framvísi vottorði
Fólk sem kemur hingað til lands getur samkvæmt tillögum stýrihóps valið um að fara í sóttkví eins og nú er krafist, í skimun eða framvísað vottorði. Varfærið skref sem verður endurskoðað segir forsætisráðherra.
12. maí 2020
Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Kynjamunur og COVID-19: „Það er eitthvað í gangi, það er alveg ljóst“
Konur virðast almennt síður veikjast alvarlega af COVID-19 en karlar. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram. Sumar benda á umhverfis-, félagslega eða þjóðfélagslega þætti en aðrar á líffræðilegan mun kynjanna – á litninga og hormóna.
12. maí 2020
Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Hægt að búa til veirur á rannsóknarstofum
Bandaríkjaforseti segist hafa upplýsingar um að nýja kórónuveiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu. Arnar Pálsson erfðafræðingur segir ekkert benda til þess þó að fræðilega séð sé hægt að búa til veiru úr öðrum þekktum veirum.
11. maí 2020
Arnar Pálsson erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands.
„Við erum bara hýslar, bara leiksvið fyrir veiruna“
Getur nýja kórónuveiran stökkbreyst og orðið hættulegri? Hún mun þróast en við getum haft áhrif á hvernig það gerist með því að fækka smitum. Þannig breytum við leiksviðinu og minnkum möguleikana á að hún stökkbreytist, segir Arnar Pálsson erfðafræðingur.
10. maí 2020
PETA kaupir hlutabréf í sláturhúsum og kjötvinnslum
Hvað eiga fyrirtækin Tyson Foods, Smithfield Foods og Maple Leaf Foods sameiginlegt fyrir utan að vera kjötframleiðendur og hafa glímt við hópsmit COVID-19 meðal starfsmanna? Svarið er: Dýraverndunarsamtökin PETA.
9. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Hægt að taka enn stærri skref í afléttingu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur óhætt að leyfa samkomur fleiri manna í lok maí en áður hafði verið gert ráð fyrir. Rætt var um að hækka fjöldamörk úr 50 manns upp í 100 manns en „við getum stigið stærri skref“.
8. maí 2020
Arion banki vill blása aftur lífi í kísilverið – og stækka það
Bæjarbúar fengu „upp í kok“ á kísilverinu í Helguvík, segir íbúi sem barðist fyrir lokun verksmiðjunnar. Honum hugnast ekki fyrirætlanir Stakksbergs, sem er í eigu Arion banka, að ræsa ljósbogaofninn að nýju og óttast að „sama fúskið“ endurtaki sig.
8. maí 2020
„Hart og fljótt“ reyndist árangursrík aðferð
„Þetta eru skilaboð til allra á Nýja-Sjálandi. Við reiðum okkur á þig. Þar sem þú ert núna verður þú að vera héðan í frá.“ Þannig hljóðuðu skilaboð stjórnvalda landsins er til aðgerða var gripið. Landsins sem nú hefur náð góðum árangri í baráttunni.
5. maí 2020
Strandavegur liggur nú milli hótelsins í Djúpavík og sjávar. Áformað er að færa hann ofan byggðarinnar.
Brattar brekkur víkja en útsýnið ekki
Það segir sína sögu um Strandaveg að Vegagerðin segir hann snjóþungan „jafnvel á vestfirskan mælikvarða“. Nú á að gera nýjan og malbikaðan veg um Veiðileysuháls sem í dag einkennist af kröppum beygjum og bröttum brekkum. Og stórkostlegu útsýni.
5. maí 2020
Upplifði „allskonar tilfinningar“ í byrjun faraldursins
„Það eru allir í hálfgerðri sóttkví heima á milli vakta,“ segir Hafdís E. Bjarnadóttir sjúkraliði um starfsfólk Landspítalans. Hún sinnir því mikilvæga starfi að sótthreinsa skurðstofur og tæki og tól sem notuð eru í aðgerðum.
1. maí 2020
Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar.
„Ofsalega mikil breyting framundan“
„Við finnum það enn betur en áður hvað er mikilvægt að tilheyra samfélagi,“ segir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Á mánudag hefst hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum. Víðir Reynisson segir framhald faraldursins í okkar höndum.
30. apríl 2020
Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans.
Tala um COVID-byltinguna í kennsluháttum
Skólastarfið í Tækniskólanum færðist allt yfir í fjarnám í samkomubanni en ákveðnir þættir námsins verða ekki unnir við stofuborðið þar sem skortir yfirleitt rennibekki, gufupressur og vélsagir, segir rektor skólans.
30. apríl 2020
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, var meðal gesta á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Byggingar Háskóla Íslands verða loks opnar á ný
Á mánudag verða byggingar Háskóla Íslands opnaðar fyrir nemendum á ný í fyrsta skipti frá því samkomubann var sett á 16. mars. Rektor Háskóla Íslands segir þetta stóran áfanga í því að færa líf allra í eðlilegt horf.
30. apríl 2020
Stórnotkun minnkaði mest hjá álverunum á síðasta ári eða um 3,4 prósent frá fyrra ári.
Orkunotkun heimila fer minnkandi og rafbílavæðingin breytir litlu
Hlýrra loftslag, loðnubrestur og rekstrarvandi álversins í Straumsvík eru meðal þeirra þátta sem urðu til þess að raforkunotkun á landinu í fyrra dróst saman frá fyrra ári.
30. apríl 2020
Þröng á þingi í markaðsgötu í Malmö um síðustu helgi. Girðingar hafa verið settar upp fyrir framan sölubása til að verja sölufólkið.
Kostir og gallar sænsku leiðarinnar að koma í ljós
Eru sænsk yfirvöld farin að súpa seyðið af því að hafa sett traust sitt á almenning í stað boða og banna? Tæplega 2.500 hafa nú látist úr COVID-19 þar í landi og á meðan kúrfan fræga er á niðurleið víða virðast Svíar enn ekki hafa náð toppnum.
29. apríl 2020
Hryllingurinn á hjúkrunarheimilunum
Það er undirmannað. Varnarbúnaður er af skornum skammti eða einfaldlega ekki fyrir hendi. Heimsóknarbanni hefur verið komið á til verndar íbúunum en það þýðir einnig að umheimurinn fær lítið að vita hvað gengur á innandyra.
29. apríl 2020
Fáir eru á ferli í Oxford-stræti, einni helstu verslunargötu Lundúna.
Tvær bylgjur dauðsfalla til viðbótar gætu skollið á Bretlandi
Breskir vísindamenn segja allt of snemmt að aflétta takmörkunum þar í landi enda deyja enn hundruð manna á degi hverjum vegna COVID-19. Utanríkisráðherrann segir dánartöluna „átakanlega“.
26. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur ætlar ekki til útlanda á þessu ári
Er óhætt að bóka utanlandsferð í haust? Sóttvarnalæknir segir ekkert hægt að segja til um það á þessari stundu og að sjálfur ætli hann ekki til útlanda á þessu ári.
26. apríl 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir boðar samfélagslegan sáttmála
Hvernig viljum við haga okkur í samfélaginu næstu vikur og mánuði? Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn varpar fram þeirri hugmynd að íslenska þjóðin geri með sér sáttmála um „eitthvað sem við viljum öll halda í heiðri“.
26. apríl 2020
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðaþjónustan þarf að geta lagst í híði
Ef ferðaþjónustufyrirtæki fá ekki meiri aðstoð „erum við að taka ákvörðun um að fórna hér lífskjörum fólks inn í framtíðina,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Gjaldþrotaeldurinn brenni upp fjárfestingar, þekkingu og reynslu.
26. apríl 2020
Tryggja verður að allir þeir sem á þurfi að halda geti fengið bóluefni þegar það verður aðgengilegt.
Leit að lækningu ýmsum þyrnum stráð
Hvernig er hægt að þróa bóluefni og lyf við nýjum sjúkdómi á mettíma og koma þeim svo til sjö milljarða manna? Þörfin er gríðarleg og þrýstingur á að finna lausn hefur orðið til þess að vísindamenn reyna að stytta sér leið sem hefur áhættu í för með sér.
25. apríl 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
„Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður“
53 þúsund manns fá nú greiðslur frá Vinnumálastofnun. Forstjórinn segist vona að toppnum í fjölda sé náð en á von á uppsögnum um næstu mánaðamót.
25. apríl 2020