Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Harmsaga Hart-eyju
Einu sinni hét hún Hjartaeyja. En svo féll einn stafur niður og nafnið Hart-eyja festist við hana. Þetta er að minnsta kosti ein kenningin um nafnið á eyjunni sem á sér svo átakanlega sögu að flestir íbúar New York vilja ekki vita að hún sé til.
12. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þurfum að virða fjarlægðarmörk og forðast mannfjölda út þetta ár
Sóttvarnalæknir segir okkur þurfa að stunda ítarlegt hreinlæti, virða fjarlægðarmörk og forðast mannmarga staði að minnsta kosti út allt þetta ár.
11. apríl 2020
Flaug suður og tók tíu vaktir á níu dögum á gjörgæsludeild
Þegar Arna Rut O. Gunnarsdóttir sá bakvarðasveit heilbrigðiskerfisins auglýsta ákvað hún strax að skrá sig. Arna er búsett á Akureyri en fór suður til vinnu á gjörgæslunni. „Þetta var alveg svakalegt ástand,“ segir hún um fyrstu vinnulotuna.
11. apríl 2020
Hikaði ekki „eina mínútu“ við að skrá sig í bakvarðasveitina
Þrátt fyrir að hafa glímt við flókin veikindi í nokkur ár skráði hjúkrunarfræðingurinn Kristín Bára Bryndísardóttir sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Þó að álagið á Landspítalanum sé gríðarlegt í augnablikinu óttast hún ekki bakslag.
10. apríl 2020
Lúxusfrí á lystiskipi breyttist í margra vikna martröð
„Því miður þá eru fjórir farþegar okkar látnir,“ heyrist skipstjórinn segja í hátalarakerfi skipsins. „Einn í nótt, tveir í gær og einn fyrir nokkrum dögum.“ Farþegar sitja hljóðir, lokaðir inni í klefum sínum. Það er farsótt um borð.
9. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
8. apríl 2020
Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.
7. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætir daglega á upplýsingafundi almannavarna og miðlar upplýsingum til almennings. Hann segir vinnudagana langa og að áhugamálin þurfi að bíða betri tíma.
Veiran „alls ekki á þeim buxunum“ að deyja drottni sínum
Það verður „alls ekki“ þannig að 4. maí verði öllum takmörkunum aflétt og „við getum bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Kjarnann. Veiran hefur enn „fullt af fólki sem hún getur sýkt“.
7. apríl 2020
Ellefu sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild vegna COVID-19
Fólki í sóttkví fjölgar á ný
Í dag eru 1.054 einstaklingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.017. Alls er 428 manns batnað.
5. apríl 2020
Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir
Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.
5. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
4. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Um 75 þúsund Íslendingar náð í smitrakningarappið
Á miðnætti höfðu yfir fimmtíu þúsund manns hér á landi náð í smitrakningarappið, Rakning C-19. Í hádeginu höfðu 75 þúsund hlaðið appinu niður í símann sinn.
3. apríl 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
Gleðifréttir: Fyrsti sjúklingurinn sem var í öndunarvél á gjörgæslu útskrifaður
Núna liggja 45 á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. Ellefu eru á gjörgæslu Landspítalans og einn á Akureyri. Á Landspítalanum eru átta í öndunarvél og einn á Akureyri.
3. apríl 2020
Meira en 300 Íslendingar hafa náð sér af COVID-19
Staðfest ný smit í gær voru 45. Nú liggja 44 sjúklingar á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sjúkdómsins, þar af tólf á gjörgæslu.
3. apríl 2020
Bráðabirgðasjúkrahúsi komið upp í sal í Stokkhólmi.
Heilbrigðisstarfsfólk í Svíþjóð fær ríflegar álagsgreiðslur – Neyðaráætlun virkjuð í Stokkhólmi
Svíar hafa verið seinir til viðbragða í faraldri kórónuveirunnar. Þeir hafa ekki viljað loka samkomustöðum og forsætisráðherrann hefur sagt þjóðinni að „haga sér eins og fullorðið fólk“. Að minnsta kosti 282 eru látnir – fimm sinnum fleiri en í Noregi.
3. apríl 2020
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
2. apríl 2020
Mannlausar götur eru fylgifiskur COVID-19.
COVID-19 hefur áhrif á hreyfingar jarðar
Athafnir manna skapa alla jafna titring í jarðskorpunni. Nú þegar verulega hefur dregið úr ferðalögum og starfsemi verksmiðja hefur dregið úr hreyfingum jarðar.
2. apríl 2020
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
1. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Enginn losnað úr öndunarvél enn sem komið er
Sóttvarnalæknir furðar sig á þeim fjölda beiðna um undanþágur frá sóttkví og samkomubanni sem berast. Ekki sé hægt að veita mörgum undanþágu einfaldlega af því að þá eykst hættan á því að smitum fjölgi hratt.
31. mars 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
„Það er vond hugmynd“ að ferðast um páskana – „Ekki gera það“
Það þarf að sýna „þolgæði“ og „biðlund“ til að ljúka faraldrinum. Alls ekki er ráðlegt að Íslendingar leggist í ferðalög um páskana. Það skapar óteljandi vandamál sem hægt er að komast hjá með því að vera heima.
31. mars 2020
Aðeins tvö ný smit staðfest hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag hafa 17.904 sýni verið tekin frá upphafi faraldursins. Síðasta sólarhringinn voru 910 sýni tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu og 510 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Aðeins tvö ný smit greindust hjá ÍE.
31. mars 2020
Svaf á fjörutíu sentímetra löngum steinbít
Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur er komin suður eftir reglubundna vettvangsferð að vetri í friðlandið á Hornströndum. Hún segir okkur sögur af brimsköflum sem skoluðu reiðinnar býsn af sjávarfangi á land svo refirnir urðu saddir og sælir.
31. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
30. mars 2020