Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
30. mars 2020
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
28. mars 2020
Nokkrar jákvæðar fréttir í miðjum faraldri kórónuveiru
Ógnvekjandi fréttir dynja á okkur þessa dagana. Þeim ber að taka alvarlega. En það finnst vonarglæta inn á milli talna um dauðsföll og útbreiðslu veirunnar skæðu.
27. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: „Komm on, það er ekki að ástæðulausu að við settum þetta bann á“
Víðir Reynisson segir að dæmi séu um að starfsemi hárgreiðslustofa hafi verið flutt í heimahús. „Það er ekkert hættuminna að gera þetta heima hjá sér en inni á hárgreiðslustofu. Við verðum bara að vera með ljóta hárgreiðslu næstu vikurnar.“
27. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sýni verið tekin af um 4 prósent íslensku þjóðarinnar
Rúmlega þrettán þúsund sýni hafa verið tekin hér á landi vegna nýju kórónuveirunnar eða af um 4% íslensku þjóðarinnar. Þá eru yfir tíu þúsund manns, um 3% þjóðarinnar, í sóttkví.
27. mars 2020
Meira en tíu þúsund manns í sóttkví – 88 ný smit
Staðfest smit af kórónuveirunni eru nú orðin 890 hér á landi og hefur fjölgað um 88 á einum sólarhring. Sex smit greindust hjá Íslenskri erfðagreiningu.
27. mars 2020
Þýsku leiðinni svipar til þeirrar íslensku – margir greinst en dánartíðni enn lág
Þrátt fyrir að staðfestum smitum fjölgi hratt í Þýskalandi og að 239 hafi látist þar í landi úr COVID-19 hafa yfirvöld boðist til að taka við ítölskum og frönskum sjúklingum. Dánartíðni er lægri í Þýskalandi en mörgum löndum.
26. mars 2020
Thor Aspelund og Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag.
„Algjör gæfa að þessi stefna hafi verið tekin hérna“
Skimunartíðni á COVID-19 er hæst á Íslandi og í Færeyjum. Þrátt fyrir þennan fjölda greiningarprófa þá er hlutfallsleg aukning COVID-19 tilfella á síðustu vikum einna lægst hér í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir.
26. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Smit komin upp á Landakoti og á barnaspítala
Smit af nýju kórónuveirunni hefur komið upp bæði á Landakoti og á barnaspítalanum. Landlæknir brýnir fyrir heilbrigðisstarfsmönnum að fara varlega, einnig utan vinnutíma.
26. mars 2020
Nóg er af sýnatökupinnum á landinu í augnablikinu.
Staðfest smit á Íslandi komin yfir 800
Staðfest smit af kórónuveirunni eru nú orðin 802 hér á landi. Síðustu daga hefur tekist að rekja uppruna margra smita sem áður voru óþekkt. Nú eru aðeins níutíu smit af heildarfjöldanum af ókunnum uppruna.
26. mars 2020
Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði sennilega um 1200 manns
Betri horfur í spá um útbreiðslu COVID-19
Á mánudag var því spáð að á bilinu 2.500-6.000 manns myndu sýkjast af veirunni hér á landi en nýjasta spáin gerir ráð fyrir mun færri smitum eða að 1.500-2.300 manns greinist með COVID-19 á Íslandi.
25. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Alls ekki stefnan að nota börn til að ná hjarðónæmi
Á Landspítalanum liggja nú fimmtán manns með COVID-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Tveir eru á gjörgæslu og annar þeirra er í öndunarvél. 2000 þúsund sýnatökupinnar eru komnir til landsins.
25. mars 2020
Yfirvofandi skortur er á sýnatökupinnum hér á landi.
Smitum fjölgað um tæplega 90 á einum sólarhring
Staðfest smit af kórónuveirunni eru nú orðin 737 hér á landi. Í gær voru þau 648 og hefur þeim því fjölgað um 89 á einum sólarhring. Flest smitin eru svokölluð innanlandssmit. Smit af óþekktum uppruna eru 194.
25. mars 2020
Borgirnar þagna
Margar stórborgir heims virðast nú mannlausar, eru eyðilegar. Það er varla nokkur sála á ferli. Mannlífið er horfið og þó að vorið sé að vakna víða í vesturheimi verður bið á því að við fáum að njóta þess með sama hætti og áður.
24. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Við erum ekkert að grínast með þetta
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, var mjög ákveðinn á upplýsingafundinum í dag þegar hann sagði: „Nú verða allir að taka þessu alvarlega og fara eftir þessum leiðbeiningum sem við erum að gefa út.“
24. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Ef við getum ekki tekist á við þessa veiru – hver þá?
Alma Möller landlæknir segir að Íslendingar séu dugleg og upplýst þjóð. „Við kunnum að standa saman þegar á þarf að halda og ef við getum ekki tekist á við þessa veiru – hver þá?“
24. mars 2020
Sextíu ný smit og yfir átta þúsund í sóttkví
Staðfest smit af nýju kórónuveirunni eru nú orðin 648 hér á landi. Í gær voru þau 588 og hefur þeim því fjölgað um sextíu á einum sólarhring. Í dag eru 8.205 manns í sóttkví en í gær var fjöldinn 6.816.
24. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Trúið okkur – þetta er gert með ykkar hagsmuni í huga
Alma Möller landlæknir hrósaði fólki og þakkaði fyrir jákvæðni og samstöðu nú á tímum kórónuveirunnar. Hún sagði bestu brandara dagsins af netinu rata inn á stöðufundi almannavarna „og létta okkur lund“.
23. mars 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á fundinum í dag.
„Mjög lítið smit meðal barna“
„Ég held að við getum fullyrt að það er ekki sjáanlegt verulegt smit meðal barna hér í þessu samfélagi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Innan við eitt prósent barna sem hafa farið í sýnatöku hafa reynst smituð.
23. mars 2020
Heilbrigðisstarfsmenn í Þýskalandi að störfum við sýnatökur. Sambærilegum aðferðum var beitt hér á landi, m.a. í gær í bílakjallara Hörpu.
Aðeins tuttugu ný smit greind
Aðeins tuttugu ný smit af kórónuveirunni hafa greinst á Íslandi síðasta sólarhringinn. Mun færri sýni eru tekin á hverjum degi en dagana á undan. Staðfest smit eru nú 588.
23. mars 2020
Búist við að í lok apríl hafi 2.500 manns smitast hér á landi
Spá yfir fjölda tilfella og álag á heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur breyst verulega frá því 19. mars þar sem faraldurinn er í veldisvexti og frá þeim tíma hefur fjöldi tilfella allt að því tvöfaldast.
23. mars 2020
Kamilla Einarsdóttir rithöfundur.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Ætlar að rækta í sér krúttið og læra að fara í splitt
Rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir myndi að eigin sögn „skítfalla“ á opinberu prófi í lífsleikni svo hennar helsta ráð til þeirra sem leita til hennar út af COVID-19 er að taka alls ekki mark á henni.
22. mars 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Lárus Blöndal á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Nýgreindum smitum í Evrópu fjölgar einna minnst á Íslandi
Sóttvarnalæknir segir það ánægjulegt að nýgreindum smitum kórónuveirunnar á Íslandi fjölgi einna minnst af öllum löndum Evrópu. Það sé vísbending um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi séu að virka.
22. mars 2020
Auðar götur munu einn daginn fyllast á ný. Og þá gæti allt farið aftur á versta veg.
Ekki nóg að setja á samkomubönn til að verjast veirunni
Ekki er nóg að banna fólki að fara út, loka veitingahúsum og skólum. Slíkum aðgerðum verða að fylgja umfangsmiklar lýðheilsuvarnir. Annars gæti allt farið á versta veg á ný. Nauðsynlegt er að finna smitaða, einangra og rekja smit.
22. mars 2020
Víðir Reynisson, Alma Möller og Páll Matthíasson á upplýsingafundinum í dag.
Von á hertari aðgerðum – takmarkanir á starfsemi þar sem nánd er mikil
Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verða kynntar nú um helgina og taka gildi í næstu viku. Netverslun og heimsendingar munu vega þyngra á næstunni, segir Víðir Reynisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.
21. mars 2020