Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
21. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
20. febrúar 2020
Snjólaug Ólafsdóttir er doktor í umhverfisverkfræði og markþjálfi.
„Þrúgandi samviskubit hjálpar engum“
Það er mannlegt að hafna því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum því þá þarf ekki að breyta lífsstíl. En allir geta lagt sitt af mörkum segir Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur sem heldur fyrirlestur hjá VR í dag.
20. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
19. febrúar 2020
Tapaði rifrildi og varð vegan
Samviskan er svo mikilvægt tól, hún er áttavitinn okkar, segir Eydís Blöndal, varaþingmaður VG. Hún segir okkur þurfa að endurskoða það sem við teljum lífsgæði og hætta að líta á jörðina eins og hún sé eingöngu til fyrir mannfólk.
16. febrúar 2020
Myndin sýnir vindhraða á landinu um klukkan 9 í morgun.
Eldingar í kortunum í kjölfar ofsaveðurs
Vindhraði fór yfir 70 metra á sekúndu í hviðum í morgun. Ofsaveðrið er nú gengið niður en Veðurstofan varar við eldingaveðri í framhaldinu.
14. febrúar 2020
Hræ kengúru í girðingu á Kengúrueyju. Eyjan hefur oft verið kölluð Örkin hans Nóa.
„Örkin hans Nóa“ stórsköðuð eftir eldana
Á þessari stundu veit enginn hver áhrif eldanna í Ástralíu nákvæmlega eru. Fornir skógar brunnu og heimkynni fágætra dýrategunda sömuleiðis. Vistkerfin þurfa að jafna sig en óvíst er hvort þau fái nægan tíma. Næsta heita sumar nálgast þegar.
12. febrúar 2020
Maður stendur í lestí Taívan. Þangað hefur veiran nú breiðst og áhrif á samfélagið þegar orðin nokkur.
Fjöldi sýktra utan Kína mögulega „toppurinn á ísjakanum“
Nýja kórónaveiran er lúmsk. Hún getur leynst í líkamanum lengi án þess að greinast. Í því felst hættan á mikilli útbreiðslu. Ef ekki næst að hemja hana gætu jafnvel 60% jarðarbúa sýkst.
11. febrúar 2020
Drangajökull verður líklega horfinn árið 2050
Niðurstöður nýrrar rannsóknar draga upp dökka mynd af framtíð Drangajökuls. Höfundar hennar telja þó að stjórnvöld hafi enn tíma til að undirbúa viðbrögð sín.
9. febrúar 2020
Kínverjar reistu sjúkrahús fyrir hundruð sjúklinga á aðeins tíu dögum. Hvert rúm er nú upptekið.
Stökk í dauðsföllum af völdum nýju veirunnar
565 hafa látist, þar af 73 í gær. Yfir 28 þúsund manns hafa smitast síðan í desember, þar af er ástand 3.800 alvarlegt. Ungbarn er meðal smitaðra.
6. febrúar 2020
Sjö vilja stýra Borgarleikhúsinu – listi umsækjenda verður ekki birtur
None
5. febrúar 2020
Skjaldfannardalur við Ísafjarðardjúp og Drangajökull í baksýn. Bæirnir Laugaland (t.h.) og Skjaldfönn (t.v.) ásamt mögulegu stöðvarhúsi (gulur kassi ofarlega fyrir miðju).).
Landsvirkjun ætlar ekki í Austurgilsvirkjun
Landsvirkjun hefur ákveðið að undangenginni skoðun á fyrirhugaðri Austurgilsvirkjun að halda ekki áfram með verkefnið af sinni hálfu. Forsvarsmaður verkefnisins segir að næstu skref verði tekin eftir afgreiðslu rammaáætlunar.
4. febrúar 2020
Refur á Hornströndum.
Refafjölskylda á hrakhólum vegna ferðamanna með stórar myndavélalinsur
Það er eitthvað á seyði meðal refanna í friðlandinu á Hornströndum. Í fyrra voru óðul færri en venjulega, got sjaldgæfari og yrðlingar fáséðari en áður. Þrjár skýringar þykja líklegastar. Ein þeirra snýr að ferðamönnum.
3. febrúar 2020
Forsíður nokkurra dagblaða í Bretlandi og Evrópu vegna Brexit.
„Bless Bretland: Við munum sakna þín“
Léttir og söknuður á víxl birtist á forsíðum dagblaða í Bretlandi og víðar í Evrópu nú þegar Brexit hefur formlega átt sér stað.
1. febrúar 2020
Ský faðma tinda Esjunnar síðdegis í dag.
Alltaf hætta að ferðast í fjalllendi að vetrarlagi
Nú um helgina er spáð góðu veðri og líklegt að margir ætli að nýta það til útivistar. Enn er töluverð hætta á snjóflóðum til fjalla á suðvesturhorninu. Ekki er gerlegt að vakta með mikilli nákvæmni einstakar gönguleiðir með tilliti til snjóflóðahættu.
31. janúar 2020
Fjallið Þorbjörn til vinstri og jarðvarmavirkjunin á Svartsengi fyrir miðri mynd.
„Jörðin skalf öll og pipraði af ótta“
Á einni viku hefur land við fjallið Þorbjörn risið um meira en þrjá sentímetra. Það er þó alls ekki ávísun á eldgos. „Jörðin skalf öll og pipraði af ótta; himin ok skýin grétu,“ segir í lýsingum á Reykjaneseldum sem urðu á fyrri hluta þrettándu aldar.
29. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
27. janúar 2020
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
26. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
25. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
23. janúar 2020
Ævintýri Harrys og Meghan: Valdi prinsessuna fram yfir konungsríkið
Þau voru dýrkuð og dáð. Hundelt og áreitt. Loks fengu þau nóg. Margt í sögu Harrys Bretaprins og Meghan Markle rímar við stef úr Grimms-ævintýrum. En þetta er ekki leikur heldur lífið, sagði prinsinn er hann óttaðist um líf konu sinnar.
19. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
17. janúar 2020