Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
9. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
8. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
7. júlí 2020
Verksmiðjurnar sem framleiða kórónuveiruna
Vikum saman hafa sláturhús um allan heim komist í fréttirnar vegna hópsýkinga starfsmanna af COVID-19. Skýringarnar eru margvíslegar. Í slíkum verksmiðjum er loftið kalt og rakt og fólk er þétt saman við vinnu sína.
6. júlí 2020
Fordæmisgefandi að ásættanlegt sé að menga villta dýrastofna
„Það er ljóst að mörgum spurningum er ósvarað varðandi lífríkið í Ísafjarðardjúpi og möguleg áhrif eldis á fiskum í sjókvíum á það,“ segir í umsögn Hafró um áformað laxeldi Arnarlax. Óvissan kemur einnig fram í umsögnum annarra stofnana.
5. júlí 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Glatað að þykjast sýna ábyrgð með því að kvarta
„En þetta mun auðvitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um framkvæmd hólfaskiptingar á samkomum fleiri en 500 manna sem margar kvartanir hafa borist vegna.
1. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Fólk búsett hér fari í sóttkví eftir komu til landsins
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk búsett hér sem kemur til landsins fari áfram í sýnatöku við landamærin en fari svo í sóttkví. Því verði svo boðið upp á aðra sýnatöku eftir 4-5 daga. Hann mun leggja þetta vinnulag til við ráðherra.
1. júlí 2020
Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Ævar Pálmi: Búið að ná utan um hópsmitið
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir að búið sé að ná utan um hópsmitið sem hér kom upp fyrir nokkrum dögum. Teymið telur sig hafa komið öllum sem þurfa í sóttkví, alls yfir 400 manns.
1. júlí 2020
Einn á ferð. Ferðamaður gengur frá flugvellinum í Munchen.
Aðildarríkin ákveða sjálf hvort tekið er á móti fólki frá „öruggum löndum“
Stjórn ESB segist velja „örugg lönd“ út frá heilbrigðissjónarmiðum. Listinn er engu að síður sagður málamiðlun því mjög skiptar skoðanir eru innan sambandsins á því hvernig standa eigi að opnun ytri landamæranna.
1. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Kalla eftir athugasemdum svo unnt sé að leiðrétta ef við á
Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir að óánægja bakvarða með lágar álagsgreiðslur hafi verið rædd á fundi framkvæmdastjórnar í dag. Var ákveðið að kalla eftir athugasemdum frá stjórnendum svo unnt væri að gera leiðréttingar ef við á.
30. júní 2020
Arna Rut tók fyrst 10 vaktir á níu dögum. Hún kom aftur til starfa á gjörgæsludeildinni um páskana.
Álagsgreiðsla fyrir 170 vinnustundir í miðjum faraldri „niðurlægjandi“
„Ég gaf mig alla í þetta, gekk mjög nærri sjálfri mér í vinnu við þessar þessar ótrúlega erfiðu aðstæður,“ segir svæfingarhjúkrunarfræðingur sem finnst upphæð álagsgreiðslu vegna starfa í bakvarðasveit og á gjörgæslu vanvirða hennar framlag.
30. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Greinilegt að menn hafa slakað mjög, mjög á“
Sóttvarnarlæknir segir að almenningur verði að taka sig taki og herða á persónulegum sóttvörnum. Hann segir ekki tímabært að ákveða hvenær næst verður slakað á fjöldatakmörkunum eða hvenær opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður.
29. júní 2020
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Smitið barst „án nokkurs vafa“ frá Bandaríkjunum
Uppruna kórónuveirunnar, sem þrír Íslendingar smituðust af, má án „nokkurs vafa“ rekja til Bandaríkjanna. Þetta er niðurstaða raðgreiningar á smitunum sem Íslensk erfðagreining hefur gert.
29. júní 2020
„Kísilver United Silicon, álver í Helguvík, kísilver Thorsil og stórskipahöfnin í Helguvík hafa engum tilgangi þjónað enn nema að brenna upp fjármuni og spilla heilsu íbúa.“
„Ekki ásættanlegt að gera áframhaldandi tilraunir á íbúum“
„Á meðan rökstuddur grunur leikur á að útblástur frá kísilverinu [í Helguvík] hafi verið ástæða veikinda íbúa [...] er rík ástæða til að óttast að heilsufari íbúanna verði stefnt í hættu með því að gangsetja verksmiðjuna aftur.“
29. júní 2020
Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
360-370 manns þurfa í sóttkví vegna þriggja smita
Yfirmaður smitrakningarteymisins segir að 360-370 manns þurfi að fara í sóttkví vegna þriggja smita sem greinst hafa hér á landi síðustu daga. Hann segir unnið „á fullu“ að því að hafa samband við fólkið.
28. júní 2020
Ef hlustað hefði verið á þá sem töldu veiruna berast út á meðal einkennalausra hefði verið hægt að bjarga mörgum mannslífum.
Vísbendingar um smit frá einkennalausum hunsaðar í tvo örlagaríka mánuði
Þegar sýkt en einkennalaust fólk er smitandi gerir það baráttuna gegn útbreiðslu smitsjúkdóms, augljóslega, erfiðari. En þegar grunur vaknaði um að þetta væri að eiga sér stað með nýju kórónuveiruna hunsuðu heilbrigðisyfirvöld það í margar vikur.
28. júní 2020
Virku smitin enn ellefu – fækkar í sóttkví
344 eru í sóttkví og ellefu virk smit eru af kórónuveirunni í landinu. Í fyrradag voru virku smitin jafnmörg. Tvö sýni úr landamæraskimun reyndust jákvæð en hvorugur sá einstaklingur var smitandi.
28. júní 2020
Virkum smitum hefur fjölgað töluvert síðustu sólarhringa og eru nú orðin ellefu.
Ellefu virk smit og 379 í sóttkví
Ellefu einstaklingar hér á landi eru nú greindir með virk smit af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Í sóttkví eru 379 og mögulega mun fjölga í þeim hópi í dag vegna staðfestrar sýkingar hjá leikmanni Stjörnunnar.
27. júní 2020
Kórónuveiran smitast við snertingu. Handþvottur og nándarmörk eru bestu aðferðirnar við að hindra útbreiðsluna
Nýjustu smitin „mjög harkaleg áminning“
Ekki er útilokað að leikmaður Breiðabliks hafi smitast af veirunni hér á landi þótt líklegra sé að það hafi gerst í Bandaríkjunum, segir yfirmaður smitrakningarteymisins. Samkvæmt leiðbeiningum KSÍ skulu leikmenn ekki fagna mörkum með snertingu.
27. júní 2020
Lögreglan telur fullvíst að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum.
Ekki enn búið að bera kennsl á hina látnu
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa kveikt í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í gær. Hann var íbúi í húsinu. „Öllum steinum verður velt við,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn.
26. júní 2020
Bræðraborgarstígur 1 í ljósum logum í gær.
Með því óhugnanlegra sem gerst hefur síðustu ár
„Húsnæðið er í dag leigt út sem 18 herbergi og ein tveggja herbergja íbúð. Tækifæri fyrir framkvæmdaaðila að þróa eignina áfram. Laus strax.“ Þannig hljóðaði fasteignaauglýsing Bræðraborgarstígs 1 í byrjun árs. Húsið varð í gær alelda. Þrír týndu lífi.
26. júní 2020
Kári: Stjórnvöld neituðu sér um þann lúxus að læra af okkar reynslu
Faraldur COVID-19 hefði orðið verri ef hið „furðulega fyrirbrigði sem Íslensk erfðagreining er“ hefði ekki verið til, segir Kári Stefánsson. Fyrirtækið hafi ítrekað verið sniðgengið við skipulagningu landamæraskimana en eigi þó að bera ábyrgðina.
26. júní 2020
Koma gangandi inn á gjörgæslu eftir að hafa verið marga daga í öndunarvél
„Eitt af því sem ég minnist sérstaklega þegar ég lít til baka er hvað allir voru hræddir,“ segir Þóra Gunnlaugsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún segir magnað að fá fólk sem veiktist alvarlega í heimsókn á deildina.
26. júní 2020