Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

„Skrautleg súpa“ í Mývatni
Sjaldgæf sjón. Skrautleg súpa og meiriháttar málningarblanda. Þetta eru orð sem starfsmenn Náttúrurannsóknarmiðstöðvarinnar við Mývatn nota um óvenjulegt sjónarspil í vatninu.
1. ágúst 2020
Græn risaskjaldbaka getur synt þúsundir kílómetra í leit að varpstöðvunum.
Risaskjaldbökur eru „sannarlega mestu sæfarar jarðar“
Þær snúa alltaf aftur til sömu strandar og þær sjálfar klöktust út á. Svo sækja þær ávallt í sömu ætisstöðvarnar. Grænar risaskjaldbökur rata alltaf heim þó að þær villist oft mörg hundruð kílómetra af leið.
31. júlí 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Veiran er sjálfri sér samkvæm
„Þessi veira er sjálfri sér samkvæm; hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið,“ segir Alma Möller landlæknir.
31. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Aðgerðir miða ekki endilega að því að halda Íslandi veirufríu
Sóttvarnalæknir segir að hópsýking hér á landi sýni að sýkingarvarnir hafi brugðist. „Það verður ekki útbreiðsla á veirusýkingum ef við gætum að okkar einstaklingsbundnu sýkingavörnum. Það er ljóst að verulega hefur verið slakað á í þeim efnum.“
31. júlí 2020
Unnið er að framkvæmdum á stígum og útsýnispalli við Gullfoss.
Skilti um afrek Sigríðar tímabundið frá vegna framkvæmda
Vegna framkvæmda við Gullfoss hafa nokkur upplýsingaskilti verið tekin niður í sumar. „Það kann að skýra þá upplifun sumra gesta að samhengi upplýsinga sé ábótavant og að Umhverfisstofnun sýni ekki ævistarfi Sigríðar þá virðingu sem hún á skilið.“
31. júlí 2020
Fimmtíu staðfest smit í landinu
Fimmtíu manns eru nú með staðfest virkt smit af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. 287 eru komnir í sóttkví. Slíkur fjöldi hefur ekki verið með COVID síðan í byrjun maí.
31. júlí 2020
Sigríður Tómasdóttir í Brattholti er sögð hafa hótað að henda sér í Gullfoss yrði hann virkjaður.
„Það virðist full ástæða til viðbragða“
Upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir að þó hann þekki ekki forsendur textagerðar á upplýsingaskilti um Sigríði í Brattholti við Gullfoss, þar sem afreka hennar í náttúruvernd er hvergi getið, „virðist full ástæða til viðbragða“.
31. júlí 2020
Ekki er mælt með notkun gríma á almannafæri. Þeim ber að henda í almennar sorptunnur eftir notkun.
Rök gríma getur aukið sýkingarhættu – aðeins skal nota hverja grímu í 4 tíma
Rök og skítug gríma gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu. Einnota gríma, sem notuð er oftar en einu sinni, gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu. Ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri hér á landi.
31. júlí 2020
Allir sem fara í strætó frá og með hádegi á morgun þurfa að nota grímur. Líka þeir sem fara í nudd og á hágreiðslustofur svo dæmi séu tekin.
Ísland eitt Norðurlanda krefst notkunar gríma
Útlendingar sem heimsækja höfuðborgir Norðurlandanna furða sig á því að þar skíni í tennur vegfarenda – mjög fáir bera grímur á almannafæri. Íslensk yfirvöld krefjast notkunar þeirra við ákveðnar aðstæður frá og með hádegi á morgun.
30. júlí 2020
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Viðbúnaðarstig ekki hækkað að svo stöddu
Á fundi dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og allra lögreglustjóra í landinu í dag var ákveðið að hækka ekki viðbúnaðarstig almannavarna að svo stöddu.
30. júlí 2020
Frá og með hádegi á morgun þarf fólk sem notar strætó að bera grímu fyrir vitum.
Tíu staðreyndir um hertar aðgerðir yfirvalda
Tveggja metra reglan verður skylda og það skal nota andlitsgrímur ef hana er ekki hægt að tryggja milli ótengdra einstaklinga. Frá og með hádegi á morgun mega ekki fleiri en 100 koma saman.
30. júlí 2020
Víðir: Handþvottur og sprittun gildir núna sem aldrei fyrr.
Víðir: Verum heima með fjölskyldunni
„Þetta er auðvitað hundfúlt en samt að einhverju leyti það sem við gátum búist við,“ sagði Víðir Reynisson á blaðamannafundi dagsins. Þar með orðaði hann hugsanir okkar flestra: Frelsið var yndislegt en nú þurfum við að stíga skref aftur.
30. júlí 2020
39 staðfest smit – aðgerðir hertar
Staðfest virk smit af kórónuveirunni eru nú orðin 39 hér á landi. Einn hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19. Tilfellum af COVID-19 hefur því fjölgað um tíu síðan í gær.
30. júlí 2020
Vegagerðin hefur nú ákveðið að lækka veginn sem náttúruverndarfólk hefur m.a. gagnrýnt.
Vegagerðin stöðvar framkvæmdir við Hljóðakletta
Vegagerðin hefur ákveðið að gera hlé á vegaframkvæmdum um Vesturdal í nágrenni Ásbyrgis og Hljóðakletta. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, kærðu framkvæmdirnar í síðustu viku.
29. júlí 2020
Fjögur ný smit staðfest
Staðfest virk smit af kórónuveirunni eru nú orðin 28 hér á landi. 187 eru komnir í sóttkví. Öll nýju tilfellin eru innanlandssmit.
29. júlí 2020
Litla stúlkan með sérstæðu augun
Myndir af Madeleine McCann eru aftur komnar á forsíður blaða, þrettán árum eftir að hún hvarf sporlaust í Portúgal. Í þýskri borg er karlmaður í fangaklefa grunaður um að hafa rænt henni og skaðað – maður sem hefur ítrekað gerst sekur um kynferðisbrot.
29. júlí 2020
Þegar faraldurinn stóð sem hæst í vetur lágu margir inni á gjörgæslu í einu. Þeir sem sýktir eru núna eru ekki alvarlega veikir.
Neyðarstig virkjað í vetur er fyrstu innanlandssmitin greindust
Daginn sem fyrstu innanlandssmitin voru staðfest hér á landi í vetur var viðbúnaður vegna faraldursins færður af hættustigi á neyðarstig. Undanfarið hafa fjórtán innanlandssmit verið staðfest og enn er viðbúnaður á hættustigi.
29. júlí 2020
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
„Þessir fundir eru bara á hættutímum og við erum á hættulegu augnabliki“
Til skoðunar er að breyta samfélagsaðgerðum vegna fjölgunar sýkinga af COVID-19 hér á landi síðustu daga. Þá er einnig til skoðunar að hækka viðbúnað aftur á hættustig.Það var alvarlegur tónn í fulltrúum yfirvalda á upplýsingafundi í dag.
28. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Tilslökunum á samkomutakmörkunum frestað
„Á undanförnum dögum hefur orðið sú breyting á faraldsfræði COVID-19 hér á landi að innflutt smit hafa greinst hér í vaxandi mæli og dreifing hefur orðið innanlands,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
28. júlí 2020
Tíu staðreyndir um bóluefni gegn COVID-19
Hvenær má eiga von á bóluefni gegn COVID-19? Hvernig verður það búið til og hverjir munu fá það fyrstir? Heimsbyggðin bíður með krosslagða fingur eftir bóluefni gegn sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur.
28. júlí 2020
Veðurkort sem sýnir hita á norðurslóðum á laugardag.
Hlýrra á Svalbarða en í Ósló
Á laugardag mældist 21,7 stiga hiti á Svalbarða og því var hlýrra þar en í höfuðborg Noregs, Ósló. Þar með féll einnig fyrra hitamet eyjaklasans frá árinu 1979.
27. júlí 2020
Tíu smitast hér á landi síðustu daga
21 einstaklingur er með virkt kórónusmit á landinu sem þýðir að viðkomandi eru smitandi og í einangrun. Tíu þeirra smituðust hér á landi. Sex smit greindust í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir gríðarlega mikilvægt að sinna persónulegum sóttvörnum.
27. júlí 2020
Unnið er að endurbótum á Tryggvagötu og fyrir framan mósaíkverk Gerðar Helgadóttur kemur torg.
Mósaíkverk Gerðar fær loks að njóta sín til fullnustu
Andlitslyfting er hafin á Tryggvagötunni í Reykjavík. Og í stað bílastæða beint fyrir framan stórfenglegt mósaíkverk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu kemur torg svo verkið fái loks notið sín sem skyldi.
26. júlí 2020
Flaug frá Hornafirði til Höfðaborgar
Hefur þú séð rósastara? Þennan með bleika gogginn og eins og bleika svuntu? En grátrönu? Suðausturland er eins og trekt inn í landið frá Evrópu og þar er hentugt að fylgjast með fuglum sem hingað flækjast sem og hefðbundnari tegundum.
26. júlí 2020
Kísilverið í Helguvík var starfrækt á nokkurra mánaða tímabili á árunum 2016-2017.
Áhrif kísilvers yrðu „talsvert neikvæð“ – hvað þýðir það?
Umhverfisstofnun metur áhrif endurræsingar og stækkunar kísilversins í Helguvík talsvert neikvæð. Hvað einstaka umhverfisþætti varðar telur hún áhrifin allt frá því að vera óviss í það að geta orðið verulega neikvæð. En hvað þýða þessar vægiseinkunnir?
25. júlí 2020