Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Orkuveitu Reykjavíkur, hefur beitt Carbfix-aðferðinni til að draga úr losun frá Hellisheiðarvirkjun síðastliðin ár með góðum árangri.
Kolefnisförgun gæti orðið „ný og vistvæn útflutningsgrein“
Á Íslandi mætti binda margfalt meira koldíoxíð en sem nemur heildarlosun Íslands, t.d. með flutningi CO2 erlendis frá. Orkuveita Reykjavíkur telur kolefnisföngun og -förgun hafa burði til að verða ný og vistvæn útflutningsgrein í íslensku efnahagslífi.
6. október 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: „Við ætlum að ná þessu niður“
Víðir Reynisson var einlægur en ákveðinn á upplýsingafundi dagsins, þeim fyrsta eftir verulega hertar aðgerðir á samkomum. „Veiran er andstæðingurinn og hún er hvorki fyrirsjáanleg né sanngjörn,“ sagði hann.
5. október 2020
„Faraldurinn er í vexti“ – Fólk á þrítugsaldri á sjúkrahúsi
Dæmi eru um að fólk á þrítugsaldri hafi lagst inn á sjúkrahús í þessari þriðju bylgju faraldursins. Engin merki eru um að veiran sé vægari nú en áður. Í gær greindust 59 smit – og vísbendingar eru um að faraldurinn sé í veldisvexti.
5. október 2020
Donald Trump er með COVID-19.
Aldur Trumps og ofþyngd stórir áhættuþættir
Læknar benda á að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé í áhættuhópi þegar komi að hættu á alvarlegum veikindum af COVID-19, sjúkdómnum sem hann hefur oftsinnis reynt að gera lítið úr en hefur nú sjálfur greinst með.
2. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
1. október 2020
Þriðja bylgjan: „Þetta verður há tala, það er alveg ljóst“
Fleiri liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 en á sama tímapunkti í fyrstu bylgju faraldursins. Thor Aspelund líftölfræðingur segir allt eins líklegt að þriðja bylgjan vari í fimm vikur til viðbótar og jafnvel að önnur taki svo við í desember.
1. október 2020
Rúmlega 2.200 sýni voru tekin á landinu í gær.
33 ný smit – nýgengi komið yfir 140 á hverja 100 þúsund íbúa
33 greindust með smit af kórónuveirunni innanlands í gær. Rúmlega helmingur þeirra var í sóttkví við greiningu.
30. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
29. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
28. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
27. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
26. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
25. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
24. september 2020
Hætta á áfallastreitu hjá þeim sem fengu COVID-19
Einbeitingarskortur. Minnistap. Kvíði og depurð. Eftirköst COVID-19 eru ekki síður sálræn en líkamleg. Að greinast með nýjan og hættulegan sjúkdóm getur eitt og sér verið áfall og fólk þarf stuðning sem fyrst svo það þrói ekki með sér alvarlegri kvilla.
22. september 2020
Fjölgun smita í Bretlandi er uggvænleg og stjórnvöld vilja bregðast við án þess að grípa til sömu hörðu aðgerðanna og gert var síðasta vetur.
„Við erum komin á hættuslóðir“
Fólk verður að fylgja reglunum, segja forsætis- og heilbrigðisráðherra Bretlands. Fólk verður skikkað í einangrun og sóttkví með lögum og brjóti það þau verður háum fjársektum beitt. Varnaðarorðin líkjast flóðbylgjuviðvörun í annarri bylgju faraldursins.
21. september 2020
Kerfið á Vestfjörðum er viðkvæmt fyrir veðri og vindum.
Telur „jó-jó tímabili“ vegna Hvalárvirkjunar lokið
Vandamálin í raforkukerfinu á Vestfjörðum snúast ekki um orkuskort heldur afhendingaröryggi. Um þetta eru verkefnisstjóri hjá Landsneti og fulltrúi Jarðstrengja sammála. Sá síðarnefndi telur „jó-jó tímabili“ sem fylgdi Hvalárvirkjun lokið.
21. september 2020
Skjáskot af heimasíðu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Níu skráð sig úr VG en sex nýir bæst við
None
17. september 2020
Eydís Blöndal var varaþingmaður VG.
Varaþingmaður VG hefur sagt sig úr flokknum
Eydís Blöndal: Það síðasta sem ég vildi gera er að láta mál fjölskyldunnar snúast á einhvern hátt um mig, en ég vildi heldur ekki að nokkur manneskja velktist í vafa um það hvar ég stæði í málefnum útlendinga og sér í lagi flóttamanna og hælisleitenda.
17. september 2020
Þórólfur Guðnason ætlar að leggja til staðbundnar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem smit síðustu daga hafa komið upp.
Appelsínugul viðvörun – Þórólfur boðar staðbundnar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu
Sóttvarnalæknir mun gera tillögur um hertar en staðbundnar aðgerðir til heilbrigðisráðherra vegna fjölgunar smita af kórónuveirunni síðustu daga. Hann nefnir vínveitingastaði sérstaklega í því sambandi. Til skoðunar er að hafa öldurhús lokuð um helgina.
17. september 2020
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að komast að því hvernig starfsmenn Háskóla Íslands smituðust.
Ekki augljós tengsl milli smitaðra í Háskóla Íslands
Rektor Háskóla Íslands segir mjög mikilvægt að fleiri úr háskólasamfélaginu fari í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu til að kortleggja megi þau smit sem upp hafa komið meðal fimm starfsmanna skólans.
17. september 2020
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári leggur til að öldurhús verði lokuð um helgina
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fulla ástæðu til að herða takmarkanir innanlands vegna hraðrar fjölgunar smita síðustu sólarhringa. Sú aðgerð sem hefði mest áhrif væri líklega sú að loka öldurhúsum í landinu um helgina.
17. september 2020