Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Húsið að Bræðraborgarstíg 1 var „óbyggilegt“
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kemst að þeirri niðurstöðu að út frá brunatæknilegu sjónarhorni hafi húsið að Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrjár manneskjur fórust í eldsvoða í sumar, verið óbyggilegt.
18. desember 2020
Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Í þriðja áfanga rammaáætlunar er lagt til að svæðið verði friðað.
Orkumálastjóri: „Einföld leið“ að leggja niður rammaáætlun
Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri leggur til að rammaáætlun verði lögð niður og að stofnanir sem fara með umhverfis- og skipulagsmál verði efldar til þess að meta hugsanlega virkjunarkosti.
17. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Hjarðónæmi mun ekki nást fyrr en seinni hluta ársins 2021
„Við munum ekki ná góðu hjarðónæmi hér á landi fyrr en seinni hluta næsta árs,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Bólusetning mun taka lengri tíma en vonast var til. Von er á fyrstu skömmtunum á aðfangadag.
17. desember 2020
Bólusetning gegn COVID-19 er að hefjast víða um heim um þessar mundir. Enn er ekki vitað hversu lengi vörnin gegn veirunni endist.
Munu bólusetningavegabréf færa ferðalög til fyrra horfs?
Flugfélög eru þegar farin að prófa smáforrit sem geyma upplýsingar farþega um bólusetningar og sýnatökur. Þó að bólusetning gegn COVID-19 verði ekki skylda er ljóst að ýmsir þjónustuaðilar gætu krafið viðskiptavini um ónæmisvottorð.
15. desember 2020
Sérfræðingar svara spurningum um bóluefnin: Miklar kröfur gerðar til dropanna dýrmætu
Hvernig getum við verið viss um að bóluefni gegn COVID-19 sé öruggt? Þurfa þeir sem fengið hafa sjúkdóminn að fara í bólusetningu? Getum við hætt að bera grímu um leið og við höfum verið bólusett og ferðast áhyggjulaus um heiminn?
12. desember 2020
Garðurinn bakvið Bræðraborgarstíg 1 og 3 er risa stór.
Eldri femínistar vilja búa á Bræðraborgarstíg 1
Femínistar sextíu ára og eldri gætu eftir um þrjú ár fyllt „nornahús“ sem áhugi er á að reisa á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Hornhúsið, sem í áratugi var samkomustaður í hverfinu, brann í miklum eldsvoða í sumar.
12. desember 2020
William Shakespeare og Margaret Keenan voru fyrstu Bretarnir sem fengu bóluefni gegn COVID-19 í almennri bólusetningu.
„Það er svona sem A+ einkunnaspjald lítur út“
Samkvæmt gögnum sem Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur birt veitir bóluefni Pfizer og BioNtech góða vörn gegn COVID-19 innan við tíu dögum eftir að fólk fær fyrri sprautuna. Virknin er talin jafn góð óháð aldri, kyni og kynþætti.
10. desember 2020
Litli gaddaboltinn, kórónuveiran sem veldur COVID-19, verður von bráðar afvopnuð.
Heppni, samvinna, peningar – og meiri peningar
Hingað til hefur tekið mörg ár og stundum áratugi að þróa bóluefni. En innan við ári eftir að sjúkdómur vegna nýrrar kórónuveiru fór að herja á fólk eru fleiri en eitt bóluefni tilbúin. Hvernig í ósköpunum stendur á því?
8. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Algjört lykilatriði að sem flestir fari í bólusetningu
Enn er ekki komin dagsetning á hvenær bóluefni gegn COVID-19 kemur til landsins og hversu mikið magn kemur í fyrstu sendingum. Sóttvarnalæknir segir að bólusetning verði ekki skylda og verði gjaldfrjáls.
7. desember 2020
Fyrstu skammtarnir af bóluefni Pfizer og BioNtech hafa verið framleiddir á rannsóknarstofu í Belgíu.
Bóluefnið á leið til breskra sjúkrahúsa
Heimsbyggðin mun fylgjast grannt með þegar allsherjar bólusetning bresku þjóðarinnar hefst á þriðjudag. Fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn COVID-19 eru á leið til fimmtíu breskra sjúkrahúsa.
6. desember 2020
Pfizer sótt um leyfi til dreifingar bóluefnisins á Indlandi
Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer hefur sótt um neyðarleyfi til að dreifa bóluefni sínu á Indlandi. Dreifingin verður ekki einföld þar sem geyma þarf efnið í að minnsta kosti 70 gráðu frosti.
6. desember 2020
Donald Trump á kosningafundi í Georgíu í október.
Trump hringdi í ríkisstjórann og hvatti til aðgerða til að ógilda sigur Bidens
Á föstudag tapaði kosningateymi Donalds Trump málum í sex ríkjum Bandaríkjanna. Á laugardag hringdi forsetinn í einn ríkisstjórann og bað hann um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í hag.
6. desember 2020
Sjúklingur á gjörgæsludeild í Buenos Aires. Heilbrigðiskerfi Argentínu er komið að þolmörkum.
„Milljónamæringa-skattur“ lagður á
Nýr skattur á stóreignafólk hefur verið tekinn upp í Argentínu til að standa straum af kostnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Skatttekjurnar verða m.a. notaðar til að kaupa lækningavörur.
5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
5. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
4. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
2. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
1. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
1. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
30. nóvember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
30. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
29. nóvember 2020
Borgarstjóri: Getum ekki beðið – breyta verður lögum og tryggja öryggi leigjenda
„Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg hafði mjög mikil áhrif á mig persónulega og ég fann fyrir mikilli frústrasjón og sorg,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og stjórnarformaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Hvernig getur svona gerst?“
27. nóvember 2020