Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Tæplega 2.000 sýni voru tekin hér á landi í gær.
Tvö ný innanlandssmit – báðir í sóttkví
Tveir greindust með COVID-19 innanlands í gær. Sóttvarnalæknir hefur sagt að næstu dagar muni skera úr um hvort að takmörkunum verði aflétt að einhverju leyti.
8. janúar 2021
Inni í þinghúsinu voru óeirðarseggirnir við völd
Borgarstjórinn vildi ekki liðsauka. Þinglögreglan taldi viðbúnað nægilegan og alríkislögreglumenn og þjóðvarðliðar létu lítið fyrir sér fara. Stórkostlegt vanmat á hættunni varð til þess að hundruð manna komust inn í þinghúsið með léttum leik.
8. janúar 2021
Þær eru margar furðulegu myndirnar sem birst hafa í kjölfar innbrotsins í þinghúsið. Hér stormar einn uppreisnarseggur með suðurríkjafána um ganga og annar situr sallarólegur í sófa, með loðskinn um sig.
Óeirðirnar í Washington: Frá upphafi til enda
Trump tók sér góðan tíma í að kalla út liðsstyrk við lögreglumennina sem höfðu ekkert í skrílinn sem braust inn í þinghúsið í Washington í gær. Hersingin hafði þrammað að húsinu undir herópi leiðtoga síns.
7. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
22 greinst með breska afbrigðið – þrír innanlands
Breska afbrigði veirunnar er að breiðast hratt út og vinna þarf hörðum höndum af því að útbreiðslan verði ekki mikil hér á landi líkt og í nágrannalöndunum, segir sóttvarnalæknir. Hann leggur til að fólk sem greinist með afbrigðið fari í farsóttarhús.
7. janúar 2021
Um áramótin kom fólk saman í Jóhannesarborg til að minnast þeirra sem látist hafa úr COVID-19.
Nýju veiruafbrigðin: Bráðsmitandi en ekki banvænni
Tvö ný afbrigði af kórónuveirunni eru nú undir smásjá vísindamanna. Þau eru talin meira smitandi en önnur og hafa því breiðst hratt út síðustu vikurnar.
7. janúar 2021
Atburðir gærdagsins í myndum. Þeir hófust með glaðbeittum Bandaríkjaforseta á fundi við Hvíta húsið og þróuðust út í uppþot.
Fjórir eru látnir – hundruð brutust inn í þinghúsið
Óeirðirnar í Washington hafa vakið margar spurningar. Hvernig gátu hundruð manna komist inn í þinghúsið? Og hvers vegna virtust viðbrögð lögreglunnar svona sein? Fjórir liggja í valnum.
7. janúar 2021
Vopnaðir verðir og lögreglumenn inni í þingsalnum, tilbúnir að skjóta.
Uppþot og útgöngubann í Washington
Borgarstjórinn í Washington hefur sett á útgöngubann í borginni eftir að mótmælendur ruddust inn í þinghúsið þar sem staðfesta átti kjör Joe Bidens sem forseta landsins.
6. janúar 2021
Bergmál fyrstu bylgjunnar skellur á Evrópu
Kunnugleg orð eru farin að hljóma á ný: Útgöngubann. Fjarvinna. Skólar lokaðir. „Verið heima“. Í byrjun ársins sem marka mun lokasprettinn í baráttunni við COVID-19 hafa mörg ríki enn einu sinni gripið til harðra aðgerða.
6. janúar 2021
Hið breska afbrigði kórónuveirunnar hefur valdið usla í Evrópu og ennfrekari ferðatakmarkanir verið settar á.
Suðurafríska afbrigðið ekki enn greinst á Íslandi – Norðmenn óttast það meira en það breska
Íslensk sóttvarnayfirvöld vita ekki til þess að hið svokallaða suðurafríska afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nokkur tilfelli hins breska afbrigðis hafa greinst á landamærunum og eitt smit af því hefur greinst innanlands.
6. janúar 2021
Framleiðslu og dreifingu á bóluefni Pfizer og BioNtech seinkaði miðað við fyrstu áætlanir.
BioNtech: Ekki draga lengur en í þrjár vikur að gefa síðari skammtinn
Líftæknifyrirtækið BioNtech, sem þróaði bóluefni gegn COVID-19 ásamt lyfjafyrirtækinu Pfizer, segir „engin gögn“ styðja við hugmyndir Breta og fleiri um að lengja bilið milli fyrsta og annars skammts bóluefnisins.
5. janúar 2021
Húsin sem jörðin gleypti
Jöklar, höf, ár og önnur náttúrunnar öfl hafa í þúsundir ára mótað hið stórkostlega landslag Noregs. Fegurð stafar frá djúpum fjörðum í fjallasölum og skógi vöxnum holtum og hæðum en þar leynist einnig hætta.
4. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Óróinn í samfélaginu kom Þórólfi á óvart
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa fundið fyrir þrýstingi frá ákveðnum fyrirtækjum varðandi sóttvarnaaðgerðir í faraldri COVID-19. „Ég hélt að það væri nóg að segja: „Nú lokum við þarna, við verðum að gera það.“ Að allir myndu fara eftir því.“
2. janúar 2021
Black Lives Matter: Frá myllumerki til mótmælaöldu
Alicia Garza fann nístandi sorg læsast um sig þegar morðingi Trayvon Martin var sýknaður. Hún settist við tölvuna og skrifaði að það kæmi sér alltaf jafn mikið á óvart „hversu litlu máli líf svartra skipta“. Hún skrifaði: Black lives matter.
2. janúar 2021
Nýtur lífsins undir Afríkusól og bíður íslenska vorsins
Sumarmánuðunum eyddi hún í nábýli við íslenska hesta en í vetur hefur hún haldið sig á slóðum hinna klunnalegu Nílhesta. Spóinn Ékéké spókar sig nú á frjósömum leirum Bijagós-eyjaklasans en mun á nýju ári hefja undirbúning fyrir Íslandsförina.
1. janúar 2021
Hólma­svæði Svar­tár og þrengsl­in Glæfra þar upp af. Stífla Svar­tár­virkj­un­ar yrði neðan túna efst í hægra horni mynd­ar­inn­ar.
Svartárvirkjun myndi raska verulega miklum náttúruverðmætum
Skipulagsstofnun telur að umhverfisáhrif virkjunar Svartár verði verulega neikvæð. Stofnunin telur í því sambandi mikilvægt að horfa til þess að um er ræða virkjun með undir 10 MW uppsett afl sem mun hafa í för með sér að mikil náttúruverðmæti raskast.
30. desember 2020
Þau stóðu vaktina
Langar vaktir á öllum tímum sólarhringsins. Hlífðarfatnaður frá toppi til táar. Allir, allir, allir samstíga. Kjarninn tók viðtöl við framlínufólk í faraldrinum, fólkið sem notaði alla sína þekkingu og innsæi til að bjarga mannslífum.
29. desember 2020
Tíu góð tíðindi á árinu 2020
Við fylltumst stolti, kepptumst um ketti, lásum fleiri bækur og bökuðum sem aldrei fyrr. Við gengum flest í vinnuna – alla leið inn í stofu – þar sem við líka toguðum okkur og teygðum á meðan við biðum eftir heimboði frá Helga Björns.
28. desember 2020
Þórólfur sá fyrir sér að „kerfið hér myndi allt leggjast í rúst“
Rykið sem nýja kórónuveiran þyrlaði upp gæti fljótlega farið að setjast og eðlilegt líf að taka við á ný – hvað sem felst í því, segir sóttvarnalæknirinn sem leitt hefur okkur í gegnum fárviðrið með öllum sínum óvæntu hviðum og hvellum.
26. desember 2020
Bernardo O‘Higgins-herstöðin.
Síðasta vígið fallið: Kórónuveiran komin til allra heimsálfa
Fyrst var það Asía. Svo Evrópa og Norður-Ameríka. Þannig bættust þær við, koll af kolli, heimsálfurnar sem nýja kórónuveiran, SARS CoV-2, greindist í. Það er þó fyrst núna sem hún hefur borist til Suðurskautslandsins, afskekktustu heimsálfu veraldar.
23. desember 2020
Fjölgar verulega í hópi atvinnulausra án bótaréttar sem þurfa fjárhagsaðstoð
Ljóst er að hópur fólks býr við viðvarandi fátækt á Íslandi, segir upplýsingafulltrúi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Fleiri þurftu á fjárhagsaðstoð að halda fyrstu tíu mánuði ársins en allt árið í fyrra.
22. desember 2020
Beið í yfir þrettán mínútur eftir björgun úr eldhafinu
Miklar annir í sjúkraflutningum hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins urðu til þess að tæpar 12 mínútur liðu frá því að tilkynning um eldsvoða á Bræðraborgarstíg barst og þar til vettvangurinn var fullmannaður með 5 slökkviliðsmönnum og tveimur dælubílum.
22. desember 2020
Droparnir dýrmætu eru væntanlegir til landsins á allra næstu dögum.
Fyrsta markaðsleyfið komið – bólusetning getur hafist
Á ellefta tímanum í gærkvöldi veitti Lyfjastofnun bóluefninu Comirnaty frá Pfizer/BioNtech skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Þar með hefur fyrsta bóluefnið gegn COVID-19, sjúkdómnum sem valdið hefur faraldri í heiminum, fengið markaðsleyfi hér á landi.
22. desember 2020
Karlmaður hangir út um glugga á rishæðinni. Hann stökk út þar sem reykur hafði fyllt herbergi hans.
Einn reykskynjari en án rafhlöðu fannst í rústum hússins
Við rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á brunarústunum að Bræðraborgarstíg fannst einn reykskynjari. Engin björgunarop voru á rishæð líkt og áttu að vera samkvæmt teikningu. „Björgunarop hefðu mögulega getað bjargað mannslífum í þessu tilfelli.“
20. desember 2020
Hjálparstarf kirkjunnar einbeitir sér m.a. að aðstoð við barnafjölskyldur.
Meira en þúsund fjölskyldur beðið um hjálp
Efnahagsþrengingar sem fylgt hafa heimsfaraldrinum hafa orðið til þess að 40 prósent fleiri fjölskyldur hafa leitað eftir aðstoða Hjálparstarfs kirkjunnar síðustu mánuði.
20. desember 2020
Gögn frá Facebook sýna að fólk er meira á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu
Þegar við erum á ferðinni með símann okkar í vasanum getur Facebook aflað gagna um staðsetningu okkar. Vísindamenn við Háskóla Íslands hafa rýnt í hreyfingar fólks á höfuðborgarsvæðinu og segja: Fólk er meira á ferðinni þessa dagana og dreifir sér meira.
19. desember 2020