Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Baráttan um bóluefnin býður hættunni heim – um allan heim
Þegar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hótaði að setja hömlur á útflutning bóluefna sem framleidd eru innan þess afhjúpaðist það sem margir höfðu spáð: Þótt þjóðir hafi lýst yfir vilja til að dreifa bóluefnum jafnt hugsar hver um sig þegar á reynir.
6. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boltinn enn hjá Pfizer – „Við verðum tilbúin í hvaða leik sem er“
Ef samningur næst við Pfizer yrði hægt að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á mjög skömmum tíma. „Vonandi fáum við bóluefni hraðar og þá getum við drifið þetta af sem fyrst,“ segir sóttvarnalæknir.
4. febrúar 2021
Hrauneyjafossstöð er í dag þriðja stærsta raforkuver landsins, 210 MW. Hún stendur við Sprengisandsleið í jaðri hálendisins.
Landsvirkjun vill vera alfarið utan hálendisþjóðgarðs – segist ekki hafa lagt til rekstur á jaðarsvæðum
Að mati Landsvirkjunar er mikilvægt að „hugtakið jaðarsvæði verði alfarið fjarlægt“ úr frumvarpi um hálendisþjóðgarð og leggst „eindregið gegn því“ að settar verði auknar kvaðir á starfsemi fyrirtækisins á hálendinu.
4. febrúar 2021
Jarlhettur við Langjökul.
Óttast frelsisskerðingu, óhófleg boð og bönn og of rúmar valdheimildir
Hvað eiga félög húsbílaeigenda, vélsleða- og vélhjólamanna, jeppafólks, hestafólks, flugmanna og veiðimanna sameiginlegt? Öll hafna þau eða hafa miklar efasemdir um frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð.
2. febrúar 2021
Þegar súrefnið þrýtur
Það er búið að taka fleiri fjöldagrafir. Yngra fólk er að sýkjast alvarlegar núna en í fyrstu bylgjunni. Fyrstu bylgjunni sem var svo skæð að vísindamenn sögðu að hjarðónæmi hefði myndast í borginni. Það var rangt.
2. febrúar 2021
Samtök ferðaþjónustunnar mæla gegn samþykkt frumvarps um hálendisþjóðgarð
„Gríðarlega mikilvægt“ er að ná „breiðri sátt“ þegar færa á ákvörðunarvald stórs landsvæðis undir eina ríkisstofnun. Sú sátt er ekki fyrir hendi þegar kemur að frumvarpi um hálendisþjóðgarð, segja Samtök ferðaþjónustunnar.
2. febrúar 2021
Flúðir á framkvæmdasvæði fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar.
Einbúavirkjun ekki rædd því margir enn með „óbragð“ eftir Svartárvirkjunardeilu
Bárðdælingar hafa ekki rætt sín á milli um fyrirhugaða Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti því margir þeirra eru enn með „óbragð“ eftir Svartárvirkjunardeiluna. „Það er mjög erfitt og sárt að að standa í þessu,“ segir íbúi í Bárðardal.
30. janúar 2021
Tæpleag þrjár milljónir Ísraela hafa þegar fengið fyrri skammtinn af bóluefni Pfizer.
Faraldurinn í hámarki í Ísrael
Þrátt fyrir að beita „ofurvopnunum“ tveimur; hraðri bólusetningu og hörðum aðgerðum, hefur þriðja bylgja faraldursins í Ísrael nú náð miklum hæðum. Fjórðungur dauðsfalla vegna COVID-19 frá upphafi hafa orðið í janúar.
28. janúar 2021
Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Smit á einni viku ekki færri síðan í júlí
Á sjö dögum hafa þrettán greinst með kórónuveiruna innanlands. Undanfarna sex daga hafa allir verið í sóttkví við greiningu. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru frá því fyrsta tilfelli COVID-19 var greint á Íslandi hafa 78 dagar reynst smitlausir.
27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
26. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
23. janúar 2021
Vík í Mýrdal.
Fólk orðið fyrir skítkasti og einelti og legið hefur við slagsmálum
Deilur um hringveginn í Mýrdal hafa orðið svo heitar að fólk hefur flutt í burtu. Vegagerðin áformar að færa veginn meðfram sjónum og í jarðgöng en „gatinu í gegnum Reynisfjall“ var að sögn íbúa þröngvað í gegn með „pólitísku handafli“.
22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
22. janúar 2021
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Vegagerðin setur göng í gegnum Reynisfjall og veg á bökkum Dyrhólaóss á dagskrá
Óstöðug fjaran við Vík kallar á byggingu varnargarðs ef af áformum Vegagerðarinnar um færslu hringvegarins verður. Hinn nýi láglendisvegur myndi liggja í næsta nágrenni svæða sem njóta verndar vegna jarðminja og lífríkis.
22. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
20. janúar 2021
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
19. janúar 2021
Svartá er meðal vatnsmestu lindáa landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
19. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
18. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
16. janúar 2021
Kísilverið á Bakka hætti framleiðslu í ágúst.
Stefna á endurræsingu kísilversins í vor
Refsitollar í Bandaríkjunum og samningar við birgja eru meðal óvissuþátta sem forsvarsmenn kísilversins á Bakka standa frammi fyrir. Slökkt var á ofnum verksmiðjunnar í sumar en stefnt er að því að kynda upp í þeim á ný með vorinu.
14. janúar 2021
Skilti stuðningsmanns Trump á botni tjarnar við Bandaríkjaþing.
Óskaði sex sinnum eftir liðsauka
Yfirmaður þinglögreglunnar í Washington segist margoft hafa óskað eftir aðstoð þjóðvarðliðsins en það kom ekki á vettvang óeirðanna fyrr en þau voru nær yfirstaðin og fjórir lágu í valnum.
11. janúar 2021
Bóluefni Pfizer og BioNtech fékk nafnið Comirnaty.
Og hvað á bóluefnið að heita?
Hvernig er nafn valið á bóluefni sem á eftir að breyta heiminum? Efni sem var þróað á methraða og er á allra vörum – og rennur bráðlega um margra æðar?
9. janúar 2021