Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Ekki hafa fleiri greinst innanlands með veiruna á einum degi síðan í byrjun desember.
Ellefu börn greindust með COVID-19 í gær
Af þeim sautján sem greindust með smit innanlands í gær eru ellefu börn á aldrinum 6-12 ára. Smit kom upp í Laugarnesskóla og eru nú allir nemendur skólans í svokallaðri úrvinnslusóttkví sem og allir nemendur Laugalækjarskóla.
24. mars 2021
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði og þeirri skipulagslínu nýs vegar sem er að finna á aðalskipulagi Mýrdalshrepps.
Gera má ráð fyrir „verulegum breytingum“ á ströndinni við Vík
Munnar jarðganga í Reynisfjalli yrðu á „alræmdu“ snjóflóðasvæði og „einu þekktasta“ skriðufallasvæði landsins. Vegur um ósbakka og fjörur samræmist ekki nútíma hugmyndum um umhverfisvernd. Kjarninn rýnir í umsagnir um áformaða færslu þjóðvegar í Mýrdal.
24. mars 2021
Hefur hlýtt á sinn síðasta söng
Hún hefur verið víðförul um heiminn. Að öllum líkindum farið nokkrar ferðir suður á bóginn. Alla leið í Karabíska hafið. Svo hefur hún örugglega makast og mögulega eignast afkvæmi. Hnúfubakurinn sem rak á land á Garðskaga átti áhugaverða ævi.
22. mars 2021
Hraunið er mest tíu metrar á þykkt og í samanburði við önnur eldgos hér á landi er eldgosið í Geldingadal mjög lítið.
Segir nýtt eldgosatímabil hafið á Reykjanesskaga
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir eldgosið í Geldingadal töluverð tíðindi. „Við verðum að túlka þetta sem svo að það sé hafið nýtt eldgosatímabil á skaganum.“ Hann segir þó engar hamfarir að hefjast.
20. mars 2021
Þessir menn voru með leyfi til að fara að eldgosinu enda þar á vegum Gæslunnar.
Víðir „pínu með í maganum“
Þó að það sé lítið og á lygilega hentugum stað hvað varðar hraunrennsli og gasmengun, er eldgosið í Geldingadal ekki hættulaust. Fólk streymir nú á vettvang til að berja það augum. Hraunið getur flætt marga metra á stuttum tíma og nýjar sprungur opnast.
20. mars 2021
Margar starfsstéttir hafa unnið undir gríðarlegu álagi mánuðum saman. Einkenni slíks álags koma ekki alltaf strax í ljós.
Vísindafólk finnur aukin einkenni kulnunar
Álagið, kröfurnar og ójafnvægi milli vinnu og einkalífs varð á síðasta ári til þess að bæði bandarískir og evrópskir vísindamenn fundu í auknum mæli fyrir einkennum kulnunar. Faraldurinn hefur tekið sinn toll af fólkinu sem leitar lausna.
17. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (t.v.) og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Umhugsunarefni „ef keppnin um Miðflokksfylgið“ er orðin svona hörð innan Sjálfstæðisflokksins
Rósa Björk Brynjólfsdóttir tók „pólitískt spark“ á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og hvatti hana til að seilast ekki of langt í því að sækja Miðflokksfylgi. Áslaug sagði skotið ódýrt og benti á að hún vildi halda „mörgum boltum á lofti“.
14. mars 2021
Albert Bourla, forstjóri Pfizer.
Netanyahu hringdi þrjátíu sinnum í forstjóra Pfizer
Forstjóri Pfizer segist hafa rætt við nokkra þjóðhöfðingja og að ísraelski forsætisráðherrann hafi verið mjög ýtinn og að lokum sannfært hann um að Ísrael væri rétti staðurinn til að gera rannsókn á virkni bóluefnisins á.
13. mars 2021
Búðardalur er stærsti byggðarkjarninn í Dalabyggð.
Vilja kanna sameiningu við annað hvort Húnaþing eða Stykkishólm og Helgafellssveit
Sveitarstjórn Dalabyggðar ætlar að þreifa fyrir sér með mögulega sameiningu við Húnaþing vestra annars vegar og Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit hins vegar. Er það í takti við niðurstöðu íbúafundar um málið.
13. mars 2021
Fimm milljónir manna í Evrópu hafa fengið bóluefni AstraZeneca.
AstraZeneca mætir áfram andstreymi
Ekkert bendir til þess að blóðtappi sé algengari hjá fólki sem fengið hefur bóluefni AstraZeneca en vænta má í samfélagi almennt. Ísland er í hópi landa sem stöðvað hafa bólusetningu með efninu þar til ítarrannsókn Lyfjastofnunar Evrópu liggur fyrir.
12. mars 2021
Heimsfaraldur í eitt ár
Ár er liðið frá því að Alþjóða heilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að heimsfaraldur væri brostinn á. Þessu ári hefur verið lýst með ýmsum orðum; það er fordæmalaust, ár hörmunga, ár sorgar, ár fórna. Ár vísindanna.
11. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið
Sóttvarnalæknir segir að notkun bóluefnis frá AstraZeneca hafi tímabundið verið hætt hér á landi vegna tilkynninga um alvarlegar aukaverkanir í nokkrum Evrópulöndum.
11. mars 2021
Fagradalsfjall hafði áhrif á gang mannkynssögunnar
Í dag skelfur það og nötrar enda rennur undir því logandi heit kvika sem er að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Fyrir 77 árum komst það í heimsfréttirnar er sprengjuflugvél kölluð Hot Stuff brotlenti þar.
11. mars 2021
Mikill fjöldi sýna hefur verið tekinn innlands síðustu sólarhringa.
194 í sóttkví og 17 í einangrun
Ekkert innanlandssmit af kórónuveirunni greindist í gær. Tæplega 200 manns eru nú í sóttkví vegna nokkurra smita sem staðfest hafa verið síðustu daga.
10. mars 2021
Harmur hertogahjónanna
Í reynslu Meghan Markle enduróma kunnugleg stef úr sögu bresku konungsfjölskyldunnar. Bergmálið úr lífi Díönu prinsessu, blandað rasisma í ofanálag, varð að endingu svo hávært að aðeins ein leið var fær: Út.
9. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
8. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
6. mars 2021
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
5. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
4. mars 2021
Skjálftarnir færst sunnar – Krýsuvíkursvæðið undir sérstöku eftirliti
Skjálftarnir á Reykjanesi hafa færst til suðvesturs frá því gær. Virkni færðist í aukana í morgun. Krýsuvíkursvæðið er undir sérstöku eftirliti en það kerfi teygir anga sína inn í úthverfi höfuðborgarsvæðisins.
4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
3. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
2. mars 2021