Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
1. mars 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
28. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
27. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
24. febrúar 2021
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar“
Kristín Jónsdóttir hjá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á fleiri skjálftum og að við þurfum að vera við því búin að þeir verði stærri en þeir sem orðið hafa í morgun.
24. febrúar 2021
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
„Þetta eru mikil læti“
Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson segir að jarðskjálftahrinan mikla á Reykjanesi í dag þurfi ekki að leiða til eldgoss en bendir á að svæðið sé þekkt eldgosasvæði „og það hlýtur að koma að því“ að það komi „eitthvað upp“.
24. febrúar 2021
Eftir æfingu þurfa allir að sótthreinsa hendur og þann búnað sem þeir hafa notað.
Svona vill Þórólfur hafa umgengnina í ræktinni
Á morgun verður slakað töluvert á takmörkunum innanlands þar sem faraldurinn er „í mikilli lægð“ líkt og sóttvarnalæknir orðar það í minnisblaði sínu til ráðherra. Þar fer hann ítarlega yfir tillögur um hvernig beri að haga sér í ræktinni.
23. febrúar 2021
Um 3 prósent landsmanna eru nú fullbólusettir.
Fullbólusettir: 10.554
Það er aðeins ein tala á covid.is sem við hlökkum til að sjá hækka: Hversu margir hafa fengið bólusetningu. Nú er 10 þúsund manna múrinn rofinn – 10.554 eru fullbólusettir og tæplega 7.000 til viðbótar hafa fengið fyrri skammt bóluefnis.
23. febrúar 2021
Ástarsaga úr fjörunni – flaug til makans og setti Íslandsmet
Kannski var það afkomuótti frekar en söknuður sem rak hana yfir hafið mun fyrr en dæmi eru um. En hver svo sem ástæðan er hafa þau fundið hvort annað eftir langan aðskilnað og tryggt sér búsetu á óðalinu í sumar.
23. febrúar 2021
Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur er í teymi vísindamanna Háskóla Íslands sem gera spálíkan um faraldurinn.
Pfizer-rannsókn hefði skilað þekkingu „einmitt af því að við erum nánast veirufrí“
Rannsókn Pfizer á Íslandi hefði getað svarað mörgum spurningum um virkni bóluefnisins einmitt af þeirri ástæðu að hér eru mjög fá smit, segir líftölfræðingurinn Jóhanna Jakobsdóttir í viðtali við Kjarnann.
22. febrúar 2021
Lög um velferð dýra hafa það að markmiði að vernda dýr gegn ómannúðlegri meðferð. Bannað er að ofbjóða kröftum dýrs eða þoli eða misbjóða dýrum á annan hátt.
Vilja banna blóðmerahald og ónauðsynlegar aðgerðir á börnum
Velferð dýra og réttindi barna eru efst á baugi hjá þingmönnum Flokks fólksins í tveimur frumvörpum sem lögð hafa verið fram á Alþingi. Þeir vilja bann við blóðtöku úr fylfullum merum og að ónauðsynlegar aðgerðir á börnum verði bannaðar.
22. febrúar 2021
„Það er ekki þannig að heimurinn verði alveg eins“
Þegar ég hef fengið bólusetningu, get ég þá lagst í ferðalög um heiminn? Hætt að bera grímu, farið að knúsa fólk – jafnvel á Tene? Kjarninn ræddi við líftölfræðinginn Jóhönnu Jakobsdóttur um áleitnar spurningar sem vaknað hafa með tilkomu bóluefna.
20. febrúar 2021
Fossinn Drynjandi í Hvalá. Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki 3. áfanga rammaáætlunar.
Skipulagsstofnun vill að virkjanakostir í tillögu að rammaáætlun verði yfirfarnir
Í ljósi þess að þingsályktunartillaga um rammaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi er byggð á gögnum sem aflað var á árunum 2015-2016 telur Skipulagsstofnun tilefni til að yfirfara flokkun virkjanakosta.
13. febrúar 2021
Skjálfandafljót rennur í flúðum um hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði Einbúavirkjunar.
Ætla að ræða betur framtíð Skjálfandafljóts frá „upptökum til ósa“
Í ljósi athugasemda sem komu fram í kjölfar kynningar á skipulagsáformum vegna Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti hefur sveitarstjórn Þingeyjarsveitar ákveðið að kæla málið og ræða það betur. Engin virkjun er í fljótinu í dag.
12. febrúar 2021
Kjalölduveita yrði í efri hluta Þjórsár.
Landsvirkjun vill Kjalöldu í Þjórsá aftur á dagskrá
Það er mat Landsvirkjunar að nauðsynlegt sé að taka ferli rammaáætlunar „til gagngerrar endurskoðunar“. Ljóst sé að sú sátt sem vonast var til að næðist um nýtingu og verndun landsvæða hafi ekki orðið að veruleika.
11. febrúar 2021
Ris stökkbrigðanna
Hvaða þýðingu munu ný afbrigði kórónuveirunnar hafa í baráttunni gegn COVID-19? Var viðbúið að veiran myndi stökkbreytast með þessum hætti? Kjarninn leitaði svara við þessum spurningum og fleirum hjá Arnari Pálssyni erfðafræðingi.
10. febrúar 2021
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Pfizer komst að því að „Þórólfur er búinn að eyðileggja faraldurinn á Íslandi“
Sóttvarnalæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar eru sammála um að ekki sé vænlegt að leita til annarra lyfjafyrirtækja með rannsókna sambærilega þeirri sem Pfizer íhugaði að fá leyfi til að gera hér. Smitin eru einfaldlega of fá.
9. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki neitt meiriháttar áfall
Sóttvarnalæknir segist „vissulega hafa vonað“ að samkomulag myndi nást við Pfizer um vísindarannsókn á bóluefnum hér á landi. Hins vegar sé niðurstaðan um að svo verði ekki, að minnsta kosti í bili, ekki meiriháttar áfall í hans huga.
9. febrúar 2021
Kári segir niðurstöðuna ekki endilega þá sem hann vildi en að hún sé rökrétt.
Kári: „Ekki mikið úr því að fá“ að bólusetja þjóð þar sem svo fá tilfelli eru að greinast
„Þetta er eitt af þessum tilfellum sem maður getur ekki leyft sér að vona það sem maður þarfnast,“ segir Kári Stefánsson um þá niðurstöðu að hverfandi líkur séu á því að vísindarannsókn Pfizer verði gerð á Íslandi. Tilfelli af veirunni eru of fá.
9. febrúar 2021
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sátu fundinn með Pfizer.
Of fá tilfelli og dvínandi líkur á Pfizer-rannsókn
Dvínandi líkur eru á því að af rannsóknarverkefni Pfizer og íslenskra stjórnvalda verði. Þetta er niðurstaða fundar milli forsvarsmanna fyrirtækisins, sóttvarnayfirvalda og Kára Stefánssonar sem lauk kl. 17.
9. febrúar 2021
Virkjun Svartár í Bárðardal hefur staðið til í nokkur ár. Skipulagsstofnun telur hana hafa verulega neikvæð umhverfisáhrif í för með sér.
Engin samskipti við virkjunaraðila eftir álit Skipulagsstofnunar
„Sveitarstjórn hefur ekki tekið neina ákvörðun varðandi Svartárvirkjun,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Frá því að svart álit Skipulagsstofnunar kom út hafa engin samskipti átt sér stað milli virkjunaraðila og sveitarstjórnar.
9. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur um samninginn við Pfizer: „Þetta er hið sanna“
Sótt var að sóttvarnalækni á upplýsingafundi almannavarna í dag um hver raunveruleg staða á samningaviðræðum við lyfjafyrirtækið Pfizer væri. Hann varðist fimlega en gaf upp það sem er í hendi.
8. febrúar 2021
Orkueyjan í Norðursjó er einu skrefi nær því að verða að veruleika.
Danir ætla að búa til risastóra eyju í Norðursjó
Fullgerð myndi eyjan sem stendur til að búa til í Norðursjó vera á stærð við 64 fótboltavelli. Á henni verður framleitt eldsneyti og rafmagni sem vindmyllur allt í kring munu framleiða dreift.
7. febrúar 2021