Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi Zoega: „Þessir hagsmunaaðilar eiga dagblöðin“
Hagsmunarimma hefur staðið á Íslandi í áratugi og orð Seðlabankastjóra um völd hagsmunahópa komu því Gylfa Zoega, prófessor í hagfræði, ekki á óvart. „Stríðskostnaðurinn“ geti verið mikill þegar þessir aðilar séu skæðir.
2. maí 2021
Tölvuteiknuð mynd sýnir hvernig Hywind Tampen kemur með að líta út. Olíuborpallur til vinstri á myndinni.
Ætla að knýja olíuborpalla í Norðursjó með vindorku
Á sama tíma og ásókn framkvæmdaaðila í að reisa vindorkuver á landi á Íslandi hefur stóraukist á örfáum misserum eru Norðmenn að undirbúa byggingu fljótandi vindorkuvers í Norðursjó.
1. maí 2021
Skyggni: Lítið. Reykjavík í morgunsárið.
Esjan í móðu og blóðrautt sólarlag – gátan að leysast
Gátan um mistrið er að leysast, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þétt mistur hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun. Sökudólginn er að finna á Reykjanesi. En svo allrar sanngirni sé gætt þá spila fleiri þættir inn í.
30. apríl 2021
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Fullorðnir og börn frá „tilteknu landi“ fá „öfgafull“, „rasísk“ og „ljót“ skilaboð
Ekki dæma alla fyrir eitthvað sem örfáir hafa gert,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. „Við berum öll ábyrgð, við þurfum öll að taka þátt og við erum í þessu saman, sama hvaðan við komum, þá erum við öll almannavarnir.“
29. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Hópsýkingar geta sprottið upp „áður en við er litið“
Enn ber á því að smit greinist hjá fólki sem hefur verið með einkenni í nokkra daga og þar af leiðandi útsett marga fyrir veirunni. Þó að staðan sé nokkuð góð í faraldrinum þarf lítið útaf að bera, líkt og hópsýkingar síðustu daga bera með sér.
29. apríl 2021
Marek segist ekki hafa tekið geðlyfin í hálft ár
Það er engin spurning um það „að ef sök sannast að hann var algjörlega ófær um að stjórna gerðum sínum,“ sagði einn þriggja geðlækna sem bar vitni í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg í dag.
28. apríl 2021
„Íslenska parið“ og yfirlýsingar Mareks um Moskvuferð
Hver lögreglumaðurinn á fætur öðrum sagði í dag frá hrikalegri aðkomunni að brunanum á Bræðraborgarstíg. Hvernig ringulreið ríkti og að ofan á allt saman hafi par farið inn í logandi húsið. Parið, sem verjandi Mareks hefur beint sjónum að bar vitni í dag.
27. apríl 2021
„Ég man allt saman. Þó að ég hafi verið veikur“
Tveimur tímum fyrir brunann á Bræðraborgarstíg kom Marek Moszczynski „trítilóður“ og „ör“ til vinnuveitanda síns sem hafði aldrei áður séð hann í því ástandi. Hann hafi einmitt ávallt verið vinnusamur og áreiðanlegur rólyndismaður,
26. apríl 2021
Eitt stærsta manndrápsmál sögunnar loks fyrir dóm
Fyrir 305 dögum var eldur kveiktur í 115 ára gömlu timburhúsi í hjarta Reykjavíkur með þeim afleiðingum að þrír ungir íbúar þess létust. Í dag, mánudag, hefjast réttarhöld yfir manninum sem grunaður er um íkveikjuna.
25. apríl 2021
30 mega koma saman á barnum – ekki frá Þórólfi komið
Breytingar á reglugerð um samkomutakmarkanir, sem auglýstar voru í Stjórnartíðindum í vikunni, eru ekki byggðar á minnisblaði eða ráðleggingum sóttvarnalæknis.
24. apríl 2021
Ferðamaður að koma inn á sóttkvíarhótel í Melbourne.
Fólk yfir fimmtugu fær ekki lengur bóluefni Pfizer
Til að hraða bólusetningum í Ástralíu hefur verið gripið til þess ráðs að gera bóluefni AstraZeneca að fyrsta kosti hjá fimmtíu ára og eldri. Yngra fólk og framlínustarfsmenn munu áfram fá efnið frá Pfizer.
23. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
22. apríl 2021
Gervitunglamynd sem tekin var 24. febrúar sýnir vel hversu snjólétt var suðvestanlands á meðan aðrir landshlutar voru huldir snjó.
Veturinn sem varla varð (á suðvesturhorninu)
Vetrarins sem við höfum nú kvatt verður minnst fyrir sögulega úrkomu sem olli náttúruhamförum á Seyðisfirði. Hann einkenndist auk þess af skyndihlýnun sem varð til þess að með eindæmum snjólétt var á Suðvesturlandi.
22. apríl 2021
22 þingmenn sátu hjá og ellefu voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna í nótt.
Heimild til að skylda ferðamenn í sóttvarnarhús samþykkt á Alþingi
Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn frumvarpi um heimild til að skikka fólk sem hingað kemur frá útlöndum í sóttvarnahús. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna sem fór fram á fimmta tímanum í nótt.
22. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
20. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
19. apríl 2021
Ásælast fjársjóðskistu Grænlands í nafni grænnar orku
Það var engin tilviljun að Donald Trump sagðist ætla að kaupa Grænland í ágúst árið 2019. Skömmu áður hafði aldraður, ástralskur jarðfræðingur mætt á fund í Hvíta húsinu til að kynna drauminn sinn: Risastóra námu í fornu fjalli við friðsælan fjörð.
17. apríl 2021
Það er líklegt að bólusetja þurfi árlega gegn COVID-19, segja framleiðendur bóluefnanna.
Þörf á „þriðju sprautunni“ líkleg innan árs
Bóluefnaframleiðendur telja líklegt að endurbólusetja þurfi fólk innan við ári eftir að það hefur fengið fyrstu skammta. Árleg bólusetning gegn COVID-19 er „líkleg sviðsmynd“.
16. apríl 2021
Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Víðir Reynisson.
„Auðvitað verður þetta frábært sumar“
„Hvað heldur þú Alma, heldur þú að sumarið verði gott?“ Bjart var yfir þríeykinu á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þó að ekki sé búið að tala við veðurfræðinga telur sóttvarnalæknir að við getum átt von á betra sumri í ár en í fyrra.
15. apríl 2021
Alma Möller landlæknir.
Alma: Erum komin á „lokasprettinn“
Landlæknir segir það mat heilbrigðisyfirvalda að við séum komin á lokasprettinn í baráttunni við COVID-19. „Samheldni og seigla mun koma okkur yfir endamarkið.”
15. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Fullvíst“ að ekki hafi tekist að uppræta veiruna úr samfélaginu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þrátt fyrir að tekist hafi að koma í veg fyrir stærri hópsýkingar og útbreiðslu á kórónuveirunni megi telja fullvíst að ekki hafi tekist að uppræta veiruna úr samfélaginu.
13. apríl 2021
Bóluefni Johnson & Johnson þarf aðeins að gefa einu sinni.
Stöðva notkun bóluefnis Johnson & Johnson
Notkun bóluefnis sem fyrirtækið Johnson & Johnson framleiðir hefur verið stöðvuð í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að sex konur á aldrinum 18-48 ára hafa fengið sjaldgæfa tegund blóðtappa í kjölfar bólusetningar.
13. apríl 2021