Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Innrásin á Wembley
„Enska vandamálið“ – fótboltabullurnar skæðu – varð að martröð á úrslitaleik EM karla. Aðstæður voru vissulega óvenjulegar, þetta var Leikurinn, með stórum staf, sá sem átti að færa „fótboltann aftur heim“.
14. júlí 2021
Kísilver Thorsil átti að rísa á lóð í Helguvík samkvæmt samningi við Reykjaneshöfn. Hann er nú fallinn úr gildi.
Samningur við Thorsil fallinn úr gildi vegna vanefnda
Engin viðbrögð bárust frá Thorsil ehf. í kjölfar þess að stjórn Reykjaneshafnar ákvað fyrir ári að segja upp lóða- og hafnarsamningi vegna vanefnda. Fyrirtækið hugðist reisa fjögurra ljósbogaofna kísilver í Helguvík.
14. júlí 2021
Varðliði fylgist með mótmælum í borginni San Antonio á Kúbu.
„Frelsi!“ – Fyrstu fjöldamótmælin á Kúbu í áratugi
Frelsi! Niður með einræðið! Niður með kommúnismann! Þúsundir Kúbverja hafa látið heyra í sér á götum úti. Forsetinn hvetur stuðningsmenn sína til að berjast og skellir skuldinni alfarið á erkióvininn: Bandaríkin.
13. júlí 2021
Hlutfall bólusettra í hverju Norðurlandanna fyrir sig.
Ísland sker sig úr í bólusetningum
Hvergi á Norðurlöndunum eru bólusetningar gegn COVID-19 lengra á veg komnar en á Íslandi. Lægst er hlutfallið í Svíþjóð en þar hafa um 55 prósent íbúanna fengið að minnsta kosti fyrri skammt bóluefnis.
12. júlí 2021
Lögreglumaður fylgist með að sóttvarnaaðgerðum sé framfylgt á götum úti Galesíu í norðvesturhluta Spánar.
Spánn roðnar á litakortinu – Þórólfur segir okkur í „smá biðstöðu“
Ferðamenn sem eru að koma frá Spáni þurfa nú að sæta harðari aðgerðum á landamærum Þýskalands. Danir hafa einnig hert reglur vegna sumra svæða á Spáni og fleiri ríki hafa mælt gegn ónauðsynlegum ferðalögum þangað.
12. júlí 2021
Aurskriðurnar féllu á Seyðisfirði um og eftir miðjan desember í fyrra.
Kostnaður ríkisins við uppbyggingarstarf á Seyðisfirði verði um hálfur milljarður
Þrátt fyrir að Náttúruhamfaratryggingar standi straum af stórum hluta kostnaðar við hreinsunar- og uppbyggingarstarf vegna aurskriðanna á Seyðisfirði er gert ráð fyrir að hlutur ríkisins verði um hálfur milljarður króna.
11. júlí 2021
Hægt er að nota plast úr eins lítra flösku til að búa til tíu legókubba.
Legókubbarnir verða grænni
Danski leikfangaframleiðandinn Lego Group, sem framleiðir hina geysivinsælu legókubba, segist hafa stigið eitt skref til að því markmiði sínu að framleiða allar vörur sínar úr sjálfbærum efnum fyrir árið 2030.
10. júlí 2021
QR-kóðinn í stafræna COVID-vottorðinu er þarfaþing á ferðalögum.
Stafrænu COVID-vottorðin eru að „virka mjög vel“
Þrjátíu ríki eiga aðild að evrópska, stafræna COVID-vottorðinu sem auðvelda á frjálsa för fólks yfir landamæri. Það er þó ekki ferðapassi, minnir sviðstjóri hjá landlækni á og að ferðamenn þurfi enn að hlíta takmörkunum á áfangastað.
10. júlí 2021
Elon Musk býr í 37 fermetra smáhýsi
Þriðji ríkasti maður veraldar er fluttur inn í smáhýsi. Hann á það ekki einu sinni heldur leigir það. Elon Musk, forstjóri Tesla, hefur staðið við stóru orðin og selt flestar fasteignir sínar.
9. júlí 2021
Bóluefnin virðast, samkvæmt fyrstu rannsóknum, veita vörn gegn Delta-afbrigðinu.
Bóluefni virðast virka vel gegn Delta-afbrigðinu
Niðurstöður nokkurra rannsókna á virkni bóluefna gegn hinu alræmda Delta-afbrigði kórónuveirunnar eru allar á sama veg: Þau virka. Hversu vel er þó aðeins á reiki enda snúið að rannsaka virkni bóluefna eftir að þau koma á markað.
8. júlí 2021
Á ferð og flugi. Nauðsynlegt er að skoða vel ferðatakmarkanir á áfangastað áður en lagt er af stað í ferðalag.
Síbreytilegur frumskógur ferðatakmarkana
Hert og slakað. Opnað og lokað. Þótt ferðatakmarkanir séu almennt að verða minni, fyrst og fremst hvað snertir bólusetta, er ákveðin óvissuferð fyrir höndum þar sem ný veiruafbrigði og seinagangur í bólusetningum spila stóran þátt.
7. júlí 2021
Móðir tekur við nauðsynjum frá starfsmanni UNICEF á Fílabeinsströndinni.
Himinn og djúpt haf á milli landa í bólusetningum
Dökk mynd blasir við þegar heimskortið er skoðað með tilliti til bólusetninga. 80 prósent bóluefna hafa farið til ríkari þjóða heims og aðeins um 1 prósent til þeirra fátækustu. Ný bylgja faraldursins er skollin á í nokkrum Afríkuríkjum.
7. júlí 2021
Mynd af handtökunni sem samtökin No Borders birtu á Facebook-síðu sinni.
Palestínumenn handteknir í húsnæði Útlendingastofnunar
„Þeir börðu þá og hentu þeim í jörðina,“ hafa samtökin No Borders eftir manneskju sem varð vitni að handtöku tveggja Palestínumanna í dag. Lögfræðingur Rauða krossins varð að hluta til vitni að atburðunum.
6. júlí 2021
Hið áformaða virkjanasvæði er í grænum lit fyrir miðri mynd.
Áhrifasvæðið myndi ná langt inn á óbyggð víðerni
Bæði Skipulagsstofnun og Náttúrufræðistofnun vilja að fuglarannsóknir vegna áformaðs vindorkuvers á Melrakkasléttu standi í tvö ár. Á svæðinu eru uppeldisstöðvar rjúpu. Þeim er sérstaklega hætt við að fljúga á hindranir. Myllurnar yrðu um 200 metra háar.
6. júlí 2021
Tómar götur í Jakarta eftir að útgöngubann var sett á.
Riða á barmi hamfara
Sjúkrahús eru yfirfull og súrefni af skornum skammti. Skyndileg fjölgun smita af Delta-afbrigði kórónuveirunnar í Indónesíu hefur skapað neyðarástand líku því sem gerist í stríði.
5. júlí 2021
Sajid Javid tók við embætti heilbrigðisráðherra Bretlands nýverið.
Aflétting nú eins og að byggja „verksmiðju nýrra afbrigða“
Breskir vísindamenn hafa margir hverjir varað við hraðri afléttingu takmarkana vegna COVID-19 og segja slíkt eins og að hefja byggingu „verksmiðju nýrra afbrigða“ kórónuveirunnar. Boris Johnson er sagður ætla að aflétta flestum aðgerðum 19. júlí.
5. júlí 2021
Ástríðan ólgar enn í blóði Biles
Hún er mætt aftur. Full af einstökum krafti og persónutöfrum. Full ákafa, metnaðar og manngæsku. Simone Biles, fremsta fimleikamanneskja allra tíma, er enn að gera stórkostlegar æfingar sem kalla fram gæsahúð hjá áhorfendum.
4. júlí 2021
„Ég er tilbúin að berjast með öllu sem til þarf“
„Ég er þriðja kynslóðin sem stendur í baráttu gegn virkjunum,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík sem varð flökurt, fann kvíða og varð andvaka eftir að fréttist að Landsvirkjun hefði sótt um virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun.
3. júlí 2021
Bill Cosby.
„Í mínum huga átti aldrei að ákæra Cosby, aldrei“
„Þetta er hneyksli. Ég er með hnút í maganum.“ Viðbrögðin við ógildingu kynferðisbrotadóms yfir Bill Cosby hafa verið gríðarleg. Hann er ekki laus úr fangelsi vegna þess að hæstiréttur telji hann saklausan heldur vegna ákvörðunar frá árinu 2005.
2. júlí 2021
Þjófafoss í Þjórsá í Rangárþingi ytra.
Sameining á Suðurlandi: Yrði stærsta sveitarfélag landsins
Kosið verður um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi samhliða þingkosningum í september. Samþykki íbúar tillöguna verður hið nýja sveitarfélag það stærsta á Íslandi og mun ná yfir um sextán prósent af landinu.
1. júlí 2021
Börn ásamt mæðrum sínum fyrir utan skóla í Saskatchewan árið 1905. Tugþúsundir barna frumbyggja voru tekin frá foreldrum sínum og sett í heimavistarskóla. Þúsundir þeirra sneru aldrei aftur heim.
„Engu að fagna“ – Barnagrafirnar ýfa upp sár
Þjóðhátíðardagur Kanada verður með öðru sniði en til stóð. Í kjölfar þess að hundruð ómerktra barnagrafa fundust við skóla sem börn frumbyggja voru neydd í hefur krafan um allsherjar uppgjör við þá skelfilegu fortíð orðið hávær.
1. júlí 2021
Viðvörunarbjöllur hringt í þrjú ár
Flestir voru í fastasvefni er hrikta tók í stoðum Champlain Towers South-byggingarinnar. Svo tóku hæðirnar þrettán að falla ein af annarri. Rétt eins og veikbyggð spilaborg. Sextán hafa fundist látin og 149 er enn leitað.
30. júní 2021
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu.
Hörður segist hafa fylgt öllum siðareglum í hvívetna
Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu, segir túlkun formanns Blaðamannafélagsins á siðareglum ekki standast og hafa í hvívetna fylgt öllum siðareglum. Hörður á hlutabréf í 13 Kauphallarfélögum og hefur fjallað um þau í fréttum.
29. júní 2021
Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár yrði um 93 MW að afli.
Hljótum að reyna að „vinna flauminn“ sem bráðnun jökla veldur
Forstjóri Landsvirkjunar segir að fyrirséð bráðnun jökla muni auka rennsli í ám á borð við Þjórsá og að „við hljótum að reyna að vinna hreina, græna orku úr þeim mikla flaumi“. Fyrirtækið hefur nú sótt um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar.
29. júní 2021
Ungur karlmaður fær bólusetningu í New York.
Mýtur og vantraust hindra leið að hjarðónæmi
Órökstuddar fullyrðingar um að bóluefni valdi ófrjósemi sem og vantrú fólks á yfirvöldum eru meðal ástæðna þess að bandarísk ungmenni mæta ekki í bólusetningu.
28. júní 2021