Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Valli enginn dólgur heldur í leit að hvíld á ókunnum slóðum
„Hann var að hvíla sig. Það var einfaldlega það sem hann var að gera,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávar- og atferlisvistfræðingur, um þann óréttláta dólgsstimpil sem rostungurinn Valli hefur fengið í fjölmiðlum.
21. september 2021
Appelsínugul viðvörun er í gildi á mest öllu landinu.
„Lítur ekki vel út!“
Upp úr klukkan 13 í dag mun bresta á með vestanhvelli á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir að einnig verði „foráttuhvasst“ á Suðurlandi.
21. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
20. september 2021
Konur um allan heim hafa fundið fyrir röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19.
Tilkynnt um röskun á tíðahring yfir 800 kvenna eftir bólusetningu
Tíðahringurinn er annað hvort styttri eða lengri en vant er. Tíðum fylgir sársauki, miklar blæðingar og milliblæðingar. Þetta er meðal þess sem hundruð kvenna hafa fundið fyrir í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19. Lyfjastofnun er að rannsaka málið.
20. september 2021
Ísland er appelsínugult á nýjasta korti Sóttvarnastofnunar Evrópu.
Ísland orðið appelsínugult á ný
Staða Íslands, Portúgals og ákveðinna svæða í Frakklandi breyttist á litakorti Sóttvarnastofnunar Evrópu í gær og fengu appelsínugulan lit í stað þess rauða. Kortið er birt vikulega í þeim tilgangi að samrýma aðgerðir innan Evrópu gegn faraldrinum.
17. september 2021
Aðeins um 25 prósent óléttra kvenna í Bandaríkjunum eru bólusettar.
Óléttar konur vestanhafs tregar til að fá bólusetningu
Falsfréttir eru ein helsta ástæða þess að bandarískar konur sem von eiga á barni neita að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Fleiri þeirra eru að veikjast alvarlega nú en nokkru sinni áður í faraldrinum.
17. september 2021
Skaði á bringubeinum varphæna „býsna algengur“ á Íslandi
Ganga má út frá því að 85 prósent varphæna hér á landi séu með sprungið eða brotið bringubein rétt eins og frænkur þeirra á dönskum eggjabúum. Alvarleiki meiðsla er misjafn en sé brotin ný og mikil „þá er þetta sárt,“ segir sérgreinadýralæknir hjá MAST.
15. september 2021
Loksins má halda aftur böll í framhaldsskólunum.
Böllin leyfð á ný – grímulaust og í nánd
Meðal þess sem sóttvarnalæknir lagði til í nýjasta minnisblaði sínu og fært hefur verið í reglugerð sem tekur gildi á miðnætti er að grunn- og framhaldsskólum sé heimilt að halda skemmtanir fyrir allt að 1.500 nemendur.
14. september 2021
Á myndinni sjást gámar í Þormóðsdal sem Mosfellsbær hefur spurt landeigandann, Landbúnaðarháskóla Íslands, út í. Skólinn kannast ekki við gámana.
Leita gulls án leyfis í Þormóðsdal
Iceland Resources hóf rannsóknarboranir til gullleitar í Þormóðsdal í sumar þrátt fyrir að Mosfellsbær hefði ekki gefið út leyfi til framkvæmdanna. Fyrirtækið boraði í „góðri trú“ um að það væri sameiginlegur skilningur að ekkert slíkt leyfi þyrfti.
14. september 2021
Karlmaður heldur um upphandlegginn eftir að hafa fengið bólusetningu á Indlandi. Þar varð delta-afbrigðið til í óbólusettu samfélagi með þekktum og skelfilegum afleiðingum.
Hópur vísindamanna: Engin þörf á örvun bólusetninga
Fyrirliggjandi vísindaleg gögn um virkni bóluefna gegn COVID-19 benda ekki til þess að þörf sé á að örva bólusetningar í samfélögum almennt. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps sérfræðinga, m.a. frá WHO og FDA.
13. september 2021
Svandís Svavarsdóttir (VG) og Magnús Norðdahl (Pírötum) tókust á um skattamál í Silfrinu í dag.
Svandís: „Við höfum ekki slegið stóreignaskatt út af borðinu“
„Þegar að Morgunblaðið hefur [eitthvað] eftir Katrínu Jakobsdóttur þá mæli ég með því að hlusta á Katrínu Jakobsdóttur frekar en það sem Morgunblaðið segir að hún hafi sagt,“ segir Svandís Svavarsdóttir um skattastefnu VG.
12. september 2021
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir.
Hanna Björg býður sig fram til formennsku í KÍ
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í sambandinu.
11. september 2021
Prosecco-hæðirnar, núna oft kallaðar UNESCO-hæðirnar, njóta verndar vegna menningarlangslags.
Freyðir í munni en eyðir jörð
Aðeins nokkrum vikum eftir að hæðirnar umhverfis ítalska þorpið Miane voru settar á heimsminjaskrá UNESCO fóru undarlegir hlutir að gerast. Það hafði þó ekkert með UNESCO að gera heldur hið heimsfræga freyðivín prosecco.
11. september 2021
Joe Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í vikunni.
Biden búinn að fá nóg: Óbólusettir „valda miklum skaða“
Hann reyndi að höfða til þeirra með hvatningu. Hann reyndi að segja þeim hversu „samstaðan“ væri mikilvæg. En allt kom fyrir ekki. Þess vegna byrsti Joe Biden sig í vikunni við óbólusetta landa sína sem yfirfylla sjúkrahúsin.
11. september 2021
Hver einasti skammtur er dýrmætur og getur bjargað mannslífi, segir Moeti.
Ef loforðin yrðu efnd væri hægt að „stöðva faraldurinn fljótt“
Veikustu hagkerfi veraldar þurfa lengst að búa við takmarkanir vegna COVID-19. Ástæðan: Ríkustu þjóðirnar fengu forgang við bóluefnakaup og hafa ekki staðið við loforð um að deila jafnt. Og hafa svo nú í ofanálag hafið örvun bólusetninga.
9. september 2021
Til að grímur dragir úr hættu á smiti verður að nota þær rétt.
Grímur draga úr hættu á COVID-smiti
Stærsta rannsókn hingað til á gagnsemi gríma í baráttunni við COVID-19 hefur litið dagsins ljós. Niðurstaðan: Grímunotkun er árangursrík vörn gegn smiti.
8. september 2021
Fólk á Indlandi bíða í röð eftir að fá bóluefni.
Hvetur ríki til að gefa eftir sæti sitt í biðröðinni að bóluefnum
Ýmislegt hefur áunnist frá því að COVAX-samstarfinu var ýtt úr vör með það að markmiði að tryggja öllum jarðarbúum aðgang að bóluefni gegn COVID-19. En staðan er þó enn algjörlega óásættanleg.
8. september 2021
Mannþröng á Ipanema-ströndinni í Ríó á dögunum.
Faraldurinn tekur U-beygju í Suður-Ameríku
„Það er ekki auðvelt að útskýra þetta,“ segir faraldsfræðingur hjá WHO um þann snögga viðsnúning sem virðist vera að eiga sér stað í faraldrinum í Suður-Ameríku. „Það er of snemmt að segja til hvað er raunverulega að gerast.“
8. september 2021
Austurhlíðar Hafurseyjar þar sem hún rís upp úr sandinum.
Þýskt fyrirtæki vill grafa eftir íslenskum vikri til sementsframleiðslu í Evrópu
Áformuð vinnsla þýsks fyrirtækis á vikri sem til varð í Kötlugosum myndi skapa störf í námunni á Mýrdalssandi og við flutninga. En efnið yrði allt flutt beint úr landi. Landvernd telur ástæðu til að óttast að fórnarkostnaður yrði mun meiri en ávinningur.
8. september 2021
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur enn ekki tekið Texas-lögin fyrir efnislega.
Lævís lagasmuga þrengir að réttindum kvenna
Allt að því bann við þungunarrofi í Texas gengur þvert á stjórnarskrárvarin réttindi kvenna en vegna klækjabragða við lagagerðina hefur enn ekki tekist að fá þeim hnekkt.
7. september 2021
Myndin sýnir víðernagreiningu Vonarskarðs í dag borið saman við víðernagreiningu ef akstur yrði leyfður í gegnum svæðið. Græn þekja táknar ósnortnasta kjarna víðernanna, það landsvæði sem hefur mesta verndargildið og er lengst frá mannvirkjum og vegum.
Víðerni Vonarskarðs myndu skerðast um helming með akstursleið
„Íslendingar eru vörslumenn tæpra 43 prósenta af villtustu víðernum Evrópu og það er á ábyrgð okkar allra að vernda þau,“ segir Steve Carver, forstöðumaður Wildland Research Institute, sem vinnur að kortlagningu óbyggðra víðerna hálendisins.
7. september 2021
Miklar skemmdir urðu á gróðri vegna aksturs bíla um Vonarskarð síðari hluta ágúst.
Utanvegaakstur í Vonarskarði – „Ég er bara miður mín“
„Þetta er mjög leiðinlegt. Ég er bara miður mín,“ segir Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, um náttúruspjöll vegna utanvegaaksturs í Vonarskarði. Málið hefur verið kært til lögreglu.
6. september 2021
Um 134 þúsund skammtar af bóluefni eru til í landinu eða væntanlegir.
Ísland hefur gefið 125.726 skammta af bóluefni
Hingað til hefur Ísland gefið tæplega 130 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca inn í COVAX, alþjóðlegt samstarf sem tryggja á jafnan aðgang að bóluefni. Þegar COVAX fer að taka við bóluefni Janssen stendur til að gefa um 154 þúsund skammta af því.
6. september 2021
Örvun bólusetninga: Óvissuferð sem eykur ójöfnuð
Á annan tug Evrópuríkja eru ýmist byrjuð eða í startholunum að gefa fullbólusettum örvunarskammta þótt Alþjóða heilbrigðismálastofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópu mæli almennt gegn slíku. Ísland er í þessum hópi.
5. september 2021
svæðið sem átti samkvæmt tillögu að breyta úr landbúnaðarsvæði í iðnaðarsvæði á aðalskipulagi.
Fresta breytingum á skipulagi vegna vindorkuvers „því þetta er gríðarlega stór ákvörðun“
Sveitarstjórn Norðurþings hefur ákveðið að fresta frekari vinnu við breytingu á aðalskipulagi þar til umhverfismati fyrirhugaðs vindorkuvers á Melrakkasléttu verður lokið að fullu. Gert í samræmi við vilja íbúa, segir forseti sveitarstjórnar.
1. september 2021