Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Gríðarlegt magn af almennu sorpi er fargað með urðun í Álfsnesi.
Hagkvæmast að reisa margra milljarða sorpbrennslustöð í Álfsnesi
Urðun almenns sorps verður hætt í Álfsnesi árið 2023. Brennsla er talin betri kostur og hagkvæmast væri að staðsetja slíka stöð í Álfsnesi. Kostnaður við bygginguna yrði á bilinu 20-35 milljarðar.
15. desember 2021
Býfluga safnar safa úr blómum í Hyde Park.
Vilja endurheimta náttúru- og dýralíf Lundúna
Gangi metnaðarfull áform borgarstjóra Lundúna eftir gæti almenningsgarðurinn Hyde Park orðið heimkynni villtra dýra á borð við bjóra og förufálka á ný.
14. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Leita lausna svo nota þurfi sem „allra minnst“ af olíu á vertíðinni
Notkun olíu sem varaafl til raforkuframleiðslu gengur þvert á bæði aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem og aðgerðaráætlun orkustefnu Íslands, segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
14. desember 2021
Enn er margt á huldu um þær afleiðingar sem ómíkron-afbrigðið gæti haft. En það þarf ekki marga alvarlega veika sjúklinga til að margfalda álag á sjúkrahús.
Ómíkron gæti kaffært heilbrigðiskerfið
Þrátt fyrir að einkenni af völdum sýkingar af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar virðist vægari en af delta gæti hröð útbreiðsla þess sligað heilbrigðiskerfi.
13. desember 2021
Villtar kanínur eru varar um sig og forðast hvers kyns ónæði.
Hvar eru kanínurnar?
Hvað hefur orðið um kanínurnar sem ætíð mátti sjá á göngu um Öskjuhlíð? Blaðamaður Kjarnans fór í fjölda rannsóknarleiðangra og leitaði svara hjá borginni og dýraverndarsamtökum.
12. desember 2021
Dóra Björt, Hildur, Eyþór og Þórdís Lóa tókust á í Silfrinu.
Öll styðja borgarlínu en „galdrarnir og töfrarnir“ felast í málamiðlun
Menningarstríð, eðlisfræði og „genasamsetning“ Reykvíkinga er meðal þess sem borgarfulltrúar tókust á um í Silfrinu. Hætt er við að borgarlínu og einkabíl sé stillt upp sem andstæðum pólum en lausnarorðin eru valfrelsi og málamiðlanir.
12. desember 2021
Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir sækjast bæði eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum.
Markmiðið „að taka yfir borgina“
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík þarf að vera „opinn í báða enda“ þegar kemur að meirihluta samstarfi. Markmiðið er að „taka yfir borgina,“ segir Hildur Björnsdóttir sem sækist eftir forystusæti þar sem fyrir er „vinur hennar“, Eyþór Arnalds.
12. desember 2021
Vatnsárið var gott austanlands og Hálslón Kárahnjúkavirkjunar fylltist í haust. Aðra sögu er að segja af vatnsbúskapnum sunnanlands.
„Engin laus orka“ í vinnslukerfi Landsvirkjunar
Landsvirkjun getur ekki tjáð sig um orkuvinnslu annarra fyrirtækja „en ef lausa orku er að finna á raforkumarkaðnum þá er hana að finna hjá einhverjum öðrum aðila en Landsvirkjun,“ segir framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun.
11. desember 2021
Skerðing til bræðslna: Bilanir, byggðalína og brölt undan veirukreppu
Aflskortur vegna bilana og viðhalds véla í virkjunum ásamt flutningstakmörkunum á byggðalínunni valda því að ekki er hægt að fullnægja allri eftirspurn á rafmagni í augnablikinu. Við getum líka kennt veðrinu um.
11. desember 2021
BJarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Forstjóri OR: Ill meðferð á fé og landi að virkja fyrir fiskimjölsverksmiðjur
Að halda því fram að „virkja þurfi ósköpin öll og virkja strax til að við eigum rafmagn á bílana okkar“ var jafn rangt á meðan þrengingar voru í efnahagslífinu vegna heimsfaraldurs og það er nú, segir forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
10. desember 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Hvað er svona merkilegt við þessa Dranga?
Umræða um friðlýsingu eyðijarðar norður á Ströndum „í skjóli nætur“ og áhrif þess gjörnings á Hvalárvirkjun hafa bergmálað í sölum Alþingis og í fréttum. Kyrrð og ró ríkir samtímis í óbyggðum víðernum Vestfjarða sem hafa nú að hluta verið friðuð.
9. desember 2021
Verne Global rekur gagnaver á Suðurnesjum. Fyrirtækið hyggst hætta starfsemi í rafmyntariðnaði á næstu mánuðum.
Landsvirkjun takmarkar sölu á orku til rafmyntavinnslu
Orkusala Landsvirkjunar til gagnavera nemur um 100 MW um þessar mundir. Til samanburðar er uppsett afl Vatnsfellsvirkjunar 90 MW. Um helmingur af starfsemi gagnaveranna tengist greftri eftir rafmyntum.
9. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
8. desember 2021
Einkafyrirtækin fá 4.000 krónur fyrir hvert hraðpróf
Á fyrstu 20 dögum nóvembermánaðar voru tekin ríflega 80 þúsund hraðpróf á landinu. Þrjú einkafyrirtæki fá greitt frá Sjúkratryggingum fyrir að taka slík próf og höfðu þau fengið 240 milljónir króna í lok nóvember.
7. desember 2021
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Rætt um að lengja afgreiðslutíma en ákveðið að hafa aðgerðir óbreyttar
Sóttvarnatakmarkanir verða óbreyttar í tvær vikur. Á þeim tíma verður safnað gögnum, m.a. um hið nýja afbrigði ómíkrón, til að meta stöðuna.
7. desember 2021
Rjúkandi er ein þriggja áa sem Vesturverk áformar að nýta til virkjunarinnar.
Rannsóknarleyfi Hvalárvirkjunar útrunnið
Vesturverk sem er í meirihlutaeigu HS Orku sótti ekki um framlengingu á rannsóknarleyfi til Orkustofnunar vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar tímanlega og leyfið er því útrunnið.
7. desember 2021
Sjálfboðaliði tínir upp plastflösku í fenjunum í Miami í Flórída.
Bandaríkin tróna á toppi plastfjallsins
Engin þjóð í heiminum hendir jafn miklu af plasti og Bandaríkjamenn. Þúsundir tonna enda árlega í hafinu, ám og vötnum.
6. desember 2021
Læknirinn Anthony Fauci er helsti ráðgjafi bandarískra stjórnvalda í aðgerðum vegna faraldursins.
Ómíkron virðist hættuminna en „of snemmt að hrósa happi“
Fyrstu vísbendingar um alvarleika ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar eru „nokkuð uppörvandi“ að mati Anthony Fauci, helsta ráðgjafa bandarískra stjórnvalda í faraldrinum. Hann segir þó enn of snemmt að hrósa happi.
6. desember 2021
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
5. desember 2021
Hvorki íbúar í Reykjanesbæ né meirihluti bæjarstjórnar vill að kísilverið í Helguvík verði ræst að nýju.
Ekki í samræmi við viðhorf í loftslagsmálum „að fara að brenna kolum í Helguvík“
Reykjanesbær hefur ítrekað komið þeim sjónarmiðum aukins meirihluta bæjarstjórnar á framfæri við Arion banka að það sé enginn vilji fyrir endurræsingu kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Bankinn á nú engu að síður í viðræðum við áhugasama kaupendur.
3. desember 2021
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
1. desember 2021
Jólagjöfin í ár byrjar á Ó
Nýtt afbrigði. Mögulega meira smitandi. Mögulega hættulegra. Orð á borð við „kannski“, „líklega“ og „sennilega“ umlykja afbrigðið Ómíkron sem hefur fleiri stökkbreytingar en Delta. En það sem einkennir það þó fyrst og fremst er óvissa.
30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
29. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
27. nóvember 2021