Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Jökulsárnar í Skagafirði eiga upptök í Hofsjökli og vatnasvið þeirra er lítt raskað.
Vilja virkjanir í Skagafirði úr vernd í biðflokk
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill að Alþingi færi fjóra virkjanakosti í jökulám í Skagafirði úr verndarflokki í biðflokk er kemur að afgreiðslu rammaáætlunar. Virkjanirnar yrðu í óbyggðu víðerni og í ám sem eru vinsælar til flúðasiglinga.
25. febrúar 2022
Að grafa eftir rafmyntum er orkufrek starfsemi sem þarfnast öflugra tölva sem uppfæra og endurnýja þarf oft.
Engar upplýsingar fást um hve mikil orka fer í rafmyntagröft
Hvorki stjórnvöld, orkufyrirtækin né Orkustofnun vita eða vilja upplýsa hversu mikil raforka er nýtt til vinnslu rafmynta hér á landi. Upplýsingarnar liggja hjá gagnaverunum en eru ekki látnar af hendi vegna samkeppnissjónarmiða.
25. febrúar 2022
Sprengjuregn yfir úthverfi Kænugarðs.
Sprengjur lýstu upp morgunhimininn í Kænugarði
Forseti Úkraínu segist vera helsta skotmark Rússa sem sækja nú að höfuðborginni Kænugarði. „Við stöndum ein í því að verja land okkar. Hver mun berjast við hlið okkar? Ég verð að vera hreinskilinn, ég sé engan gera það.“
25. febrúar 2022
Jón Gunnarsson og Helga Vala Helgadóttir
Dómsmálaráðherra: Tryggt að ekki verði rof á þjónustu við hælisleitendur
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að tilkynnt verði í þessari viku eða næstu hvernig fyrirkomulag á lögbundinni talsmannaþjónustu við hælisleitendur verði háttað. Ráðuneytið ákvað að endurnýja ekki samning við Rauða krossinn um þjónustuna.
24. febrúar 2022
Gríðarlega langar bílalestir í Kænugarði. Aðeins í aðra áttina. Út úr bænum.
Mannfall hafið – „Stríðsglæpamenn fara beint til helvítis, sendiherra“
Fólk hljóp um götur í örvæntingu er árásir hófust í Úkraínu í morgun. Mannfall hefur þegar orðið og rússneskir hertrukkar eru komnir yfir landamærin. Árásir eru gerðar úr lofti og fólk reynir að flýja.
24. febrúar 2022
Sprengjuárás við borgina Kharkiv í morgun.
Sprengjuárásir hafnar í Úkraínu
Árás er hafin á nokkrar borgir í Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti flutti sjónvarpsávarp snemma í morgun og sagði markmið sitt með innrás í Úkraínu vera að „aflétta hernaðaryfirráðum“ í landinu en ekki hernema það.
24. febrúar 2022
Undirafbrigði ómíkron þykja ekki það stökkbreytt að telja megi þau sem ný afbrigði.
Mögulegt en ekki líklegt að sýkjast tvisvar af ómíkron
Að sýkjast tvisvar af tveimur undirafbrigðum ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar er mögulegt en gerist mjög sjaldan. Þetta er niðurstaða nýrrar danskrar rannsóknar.
23. febrúar 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Salan á eignarhlutum í Landsvirkjun var „algjört hneyksli“
Ef Reykjavíkurborg ætti enn 44,5 prósenta hlut sinn í Landsvirkjun hefði borgin fyrir skatt fengið sex til sjö milljarða króna í arð fyrir síðasta ár. Salan var „ algjört hneyksli“ segir borgarstjóri.
23. febrúar 2022
Gregory McMichael, Travis McMichael og William Bryan voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Ahmaud Arbery.
„Trúðu öllu illu“ upp á svartan mann að skokka
Karlarnir þrír sem drápu Ahmaud Arbery er hann var að skokka um hverfið þeirra gerðu það af því að hann var svartur, sögðu sækjendur í nýjum réttarhöldum yfir þremenningunum. Niðurstaðan: Morðið var hatursglæpur.
22. febrúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Þrír kostir koma til greina á landamærum
Þegar núverandi aðgerðir vegna COVID-19 á landamærum Íslands falla úr gildi koma þrír kostir til greina hvað framhaldið varðar. Einn er að aflétta öllum aðgerðum.
22. febrúar 2022
„Mannréttindi útlendinga ættu ekki að vera minni en mannréttindi sakborninga á Íslandi“
Stjórnir Læknafélags Íslands og Félags læknanema telja breytingu sem boðuð er á útlendingalögum ekki samræmast siðareglum lækna.
21. febrúar 2022
Blóðtaka úr fylfullum merum var stunduð á 119 bæjum á Íslandi í fyrra.
Blóðtöku hætt á átta bæjum vegna vanfóðrunar og slæms aðbúnaðar
Á fimm ára tímabili hefur blóðtöku fylfullra hryssa verið hætt á átta bæjum vegna vanfóðrunar og slæms aðbúnaðar dýranna. Að auki hafa þrír blóðmerarbændur á sama tímabili ákveðið að hætta blóðtöku vegna vægari athugasemda Matvælastofnunar.
21. febrúar 2022
Sunna Ósk Logadóttir
Skjálfandi Íslendingar í Úganda
20. febrúar 2022
Úlfur sem drepinn var í Noregi um síðustu helgi.
Umdeildar úlfaveiðar í Noregi heimilaðar
Innan við hundrað úlfar eru staðbundnir í Noregi og flestir þeirra eru innan friðlands. Stjórnvöld vilja halda stofninum niðri og hafa heimilað veiðar á 26 dýrum í ár.
19. febrúar 2022
Atli Viðar Thorstensen, Jón Gunnarsson og Guðríður Lára Þrastardóttir.
Skyndilega nýr tónn hjá ráðherra – „Við höfum alltaf staðið í þeirri trú að það yrði útboð“
Dómsmálaráðuneytið hefur ítrekað sagt Rauða krossinum að til standi að bjóða út talsmannaþjónustu við umsækjendur um vernd. En ráðherra mætti í fjölmiðla og nefndi aðrar leiðir. „Það er raunveruleg hætta á því að fólk verði fyrir ákveðnum réttarspjöllum.“
18. febrúar 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Að blaðamenn séu með réttarstöðu sakbornings er „mjög þungt skref“
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir það skipta „gríðarlega miklu máli“ í lýðræðissamfélagi að fjölmiðlar séu kjarkaðir - „ekki síst þegar kemur að því að benda á spillingu“.
17. febrúar 2022
Hverfisfljót í Skaftárhreppi.
„Umhverfisáhrif virkjunarinnar eru mjög lítil“
Himinn og haf er á milli afstöðu minni- og meirihluta Skaftárhrepps er kemur að virkjun í Hverfisfljóti sem hefði í för með sér rask á Skaftáreldahrauni. Ýmsar stofnanir hafa gert athugasemdir við fyrirætlanirnar og spyrja: Hver er hin brýna nauðsyn?
16. febrúar 2022
Stjórnvöld ákváðu fyrir áratug að fólk sem hér leitaði verndar ætti rétt á ókeypis lögfræðiþjónustu. Sinni Rauði krossinn ekki því hlutverki mun annar aðili gera það.
Öllum lögfræðingum sagt upp – Rauði krossinn telur „erfitt og jafnvel ómögulegt“ að tryggja órofna þjónustu
Margra ára þekking og reynsla gæti glatast eftir að dómsmálaráðuneytið ákvað, með stuttum fyrirvara, að framlengja ekki samning við Rauða krossinn um lögbundna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.
16. febrúar 2022
Birgitte Nyborg tekst á við stór verkefni í nýjustu þáttaröðinni af Borgen.
Komdu fagnandi, Birgitte Nyborg!
Hún er mætt aftur, hin metnaðarfulla og sjarmerandi stjórnmálakona Birgitte Nyborg í fjórðu þáttaröðinni af Borgen. Nú er það Grænland sem er í brennidepli og baráttan um norðurslóðir.
14. febrúar 2022
Ný lagagrein „skref í átt að lögregluríki“
Með nýrri grein í frumvarpi að útlendingalögum um að hægt sé að skylda útlendinga í læknisrannsókn er „verið að nota heilbrigðisstarfsfólk í pólitískum tilgangi til að brjóta mannréttindi jaðarsetts hóps,“ segir hjúkrunarfræðingur og aðjúnkt.
14. febrúar 2022
Sunna Ósk Logadóttir
Verðmætin sem börnin sakna eftir eldsvoðann
13. febrúar 2022
Páll Kvaran í bruggverksmiðjunni sinni í Kampala.
Íslenskur ævintýramaður stofnaði vinsælt brugghús í Úganda
Páll Kvaran vildi hafa áhrif, menntaði sig í þróunarfræðum og hefur síðustu ár unnið að verkefnum sem stuðla að bættum kjörum bænda við miðbaug. Og svo bruggar hann bjór í fyrsta handverksbrugghúsi Úganda.
12. febrúar 2022
Litla-Sandfell er skammt frá Þrengslavegi.
Litla-Sandfell mun hverfa
„Við efnistökuna mun ásýnd fellsins óhjákvæmilega breytast og að lokum mun fjallið hverfa,“ segir í matsáætlun Eden Mining um áformaða efnistöku úr Litla-Sandfelli í Þrengslum í Ölfusi. Stærstur hluti fjallsins yrði fluttur úr landi.
12. febrúar 2022
Útibú Arion banka á Kirkjubæjarklaustri er eina bankaútibúið á svæðinu.
Arion lokar útibúi – tugir kílómetra í næsta banka
Útibúi Arion banka á Kirkjubæjarklaustri verður að óbreyttu lokað eftir nokkra daga. Um eina bankann á svæðinu er að ræða og eftir lokunina mun fólk þurfa að fara til Hafnar eða Víkur til að komast í banka.
11. febrúar 2022
Eldvörp eru meðal þeirra landsvæða sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar.
Rammaáætlun verður lögð fram í fjórða sinn af fjórða ráðherranum
Sautján virkjanakostir eru í nýtingarflokki tillögu að rammaáætlun sem nú hefur verið dreift á Alþingi. Þetta er sama tillaga og fyrst var lögð fram haustið 2016 fyrir utan að tíu svæði í verndarflokki hafa verið friðlýst og eru því ósnertanleg.
8. febrúar 2022