Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
„Það er enginn að fara að stýra borginni einn“
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, vill nýjar lausnir í leikskólamálum og viðurkennir að of hægt hafi gengið að nálgast það markmið að útvega öllum 12 mánaða börnum pláss.
7. maí 2022
Á Sprengisandsleið.
Leggja til jarðstreng um Sprengisand
Með jarðstrengi yfir Sprengisand mætti þyrma friðlýstum og verðmætum útivistarsvæðum á leið Blöndulínu 3, tengja virkjanir sunnanlands og norðan stystu leið og styrkja flutningskerfið, segja Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi.
5. maí 2022
Köttur á flótta ásamt eiganda sínum. Þeir félagar flúðu frá Úkraínu til Berlínar.
Engin gæludýr á flótta enn komið til landsins
Matvælaráðuneytið og MAST vinna enn að útfærslu á því hvernig taka megi á móti gæludýrum frá Úkraínu hér á landi. Engin gæludýr eru því enn komin. Fólkið sem hingað hefur flúið nálgast 900.
4. maí 2022
Kárahnjúkavirkjun er langstærsta virkjun á Íslandi.
87 prósent orkunnar seld til stórnotenda
Verð á kísilmálmi hækkaði um 450 prósent í fyrra miðað við árið 2020. Álverð hækkaði líka eftir að það versta í heimsfaraldrinum var yfirstaðið. Þetta er m.a. ástæða fyrir því að stóriðjan á Íslandi varð orkufrekari í fyrra.
4. maí 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Orkan þarf að rata í orkuskiptin“
Orkuskipti eru lykilmarkmið stjórnvalda í loftslagsmálum en það er ekki þar með sagt að orkan sem framleidd er rati í orkuskiptin, segir orkumálastjóri. „Græna orkan er verðmæt, takmörkuð auðlind, olía okkar tíma, sem við verðum að vanda okkur með.“
3. maí 2022
Fjölskylda á flótta frá Maríupol. Þúsundir borgarbúar hafa verið þar innlyksa síðustu vikur.
Þrjátíu úkraínskir flóttamenn þegar komnir með vinnu
Um 150 atvinnurekendur hér á landi hafa sýnt því áhuga að ráða flóttafólk til starfa. Þegar hafa verið gefin út þrjátíu atvinnuleyfi til fólks frá Úkraínu og sífellt fleiri bætast við.
3. maí 2022
BJarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, á ársfundinum í síðustu viku.
Ekki réttlætanlegt að virkja meira á þessu stigi
„Ætlum við að ráðast inn á óvirkjuð svæði, bæði háhitasvæði og önnur, svo ég tali nú ekki um vindinn, þar sem aðallega Norðmenn vilja reisa vindorkuver á hverjum hóli?“ spyr Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar.
3. maí 2022
Bílastæðafjöld við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Landvernd vill lest til Keflavíkurflugvallar
Mikil losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað við ferðir fólks til og frá Keflavíkurflugvelli og „alvarlega ætti að skoða“ að koma á rafmagnslest á milli flugvallarins og Reykjavíkur, segir Landvernd.
2. maí 2022
Dyrhólaós er búsvæði fjölmargra fuglategunda.
Neita því að umhverfismatið sé aðeins til málamynda
Eina raunhæfa aðgerðin sem getur komið í veg fyrir mikil og neikvæð umhverfisáhrif af færslu hringvegarins í Mýrdal er að færa hann ekki niður að strönd, segir Umhverfisstofnun.
1. maí 2022
Yfir 5.000 merar voru notaðar til blóðtöku hér á landi í fyrra.
Áfram má taka 40 lítra af blóði úr hverri hryssu
Hver dýralæknir má nú ekki taka blóð úr fleiri en þremur hryssum samtímis samkvæmt endurskoðuðum skilyrðum MAST vegna blóðtöku úr fylfullum hryssum. Blóðmerahald stangast ekki á við lög um dýravelferð, segir stofnunin.
1. maí 2022
Heiða Guðný ásamt tryggum vini sínum, hundinum Fífli.
Lítil ást heimamanna á náttúrunni stingur mest
„Það þýðir ekki að guggna,“ segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi í Skaftárhreppi sem berst gegn því að virkjað verði í Hverfisfljóti, einu yngsta árgljúfri heims.
1. maí 2022
Valkostir sem Vegagerðin kynnir í matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum hringvegar í Mýrdal. Hvíta línan er núverandi vegur og sú bleika, skipulagslína, er valkostur 1.
Fallist á matsáætlun um færslu hringvegar með ellefu skilyrðum
Mikilvægt er að forsendur færslu hringvegarins í Mýrdal séu settar fram á hlutlægan hátt og staðhæfingar studdar gögnum, segir Skipulagsstofnun sem vill nýrri gögn og nákvæmari um slysatíðni og færð á núverandi vegi.
30. apríl 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar.
Stjórnarformaður Bankasýslunnar: Ráðamenn vilja beina óánægju yfir á okkur
Viðbrögð ráðamanna gætu að mati stjórnarformanns Bankasýslunnar borið þess merki að verið sé að bregðast við óánægjunni á bankasölunni í samfélaginu. „Viðbrögðin einkennast af því að það eigi að beina þeirri óánægju yfir á okkur,“ segir hann.
30. apríl 2022
Engar upplýsingar um gagnaðgerðir Rússa gegn Íslendingunum níu hafa borist utanríkisráðuneytinu.
Ráðuneytið hefur engar upplýsingar um níumenningana á „svarta listanum“
Utanríkisráðuneytið hefur engar upplýsingar um níumenningana sem rússnesk stjórnvöld hafa sett á svartan lista. „Ef á reynir verður það kannað nánar.“
30. apríl 2022
Rússar hafa skrúfað fyrir gas til Póllands og Búlgaríu.
Gas orðið að pólitísku og efnahagslegu vopni Pútíns
Hús í Póllandi og Búlgaríu eru ekki lengur hituð með gasi frá Síberíu. Rússnesk stjórnvöld hafa skrúfað fyrir. Og verð á gasi í Evrópu tekur stökk.
27. apríl 2022
Fimm fyrirtæki eru í dag með leyfi til laxeldis í sjó við Ísland.
Samþjöppun í fiskeldi: Hættuleg eða eðlileg þróun?
Smærri fiskeldisfyrirtæki taka undir með þingmönnum Framsóknarflokksins um að setja takmörk á eignarhald og frekari samþjöppun í fiskeldi. 95 prósent framleiðsluheimilda í sjókvíaeldi eru í höndum tveggja fyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu Norðmanna.
26. apríl 2022
Fólk á flótta er „ekki vara sem hægt er að útvista“
Áætlanir stjórnvalda í Bretlandi um að senda fólk sem þangað leitar að vernd til Afríkuríkisins Rúanda er brot á alþjóðalögum, segir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Ekki allt flóttafólk mun fá þessa meðferð og eru stjórnvöld sökuð um rasisma.
24. apríl 2022
Drottningar Atlantshafsins falla
Lóan er komin! Tjaldurinn er mættur! Fyrstu kríurnar eru komnar! Tíðindi af komu farfugla eru vorboðinn ljúfi í huga okkar flestra. En þetta vorið kann flensa sem búast má við að þeir séu margir hverjir sýktir af að varpa skugga á gleðina.
23. apríl 2022
Netflix missir óvænt flugið
Mettun markaðar, verðbólga, verðhækkanir, aukin samkeppni og stríð eru þættir sem Netflix gat átt von á en ekki að þeir yrðu á dagskrá allir á sama tíma.
20. apríl 2022
Löndin við Svartahaf, þeirra á meðal Úkraína, hafa verið stórtæk í útflutningi á hveiti á síðustu árum.
Ein ríkasta fjölskyldan verður enn ríkari vegna stríðsins í Úkraínu
Systkinin James, Austen og Marianne, barnabarnabörn Wallice nokkurs Cargill, hafa skotist upp á lista yfir 500 ríkustu manneskjur veraldar vegna stríðsins í Úkraínu. Langafinn stofnaði fyrirtæki árið 1865 sem hefur fært afkomendum hans gríðarleg auðæfi.
18. apríl 2022
Sýklalyfjanotkun í bandarískum landbúnaði er mikil.
Fundu sýklalyf í lífrænt vottuðu kjöti
Fjölmargar og sífellt fleiri lífrænar vottanir á dýraafurðum eru til þess fallnar að rugla neytendur, segja samtök sem fundu leifar af sýklalyfjum í kjöti sem framleitt er m.a. fyrir Whole Foods í Bandaríkjunum.
18. apríl 2022
Blóð sem tekið er úr hundruðum hryssa hér á landi er notað til framleiðslu á frjósemislyfi fyrir húsdýr.
Gefa út starfsleyfi fyrir Ísteka að Eirhöfða
Engar athugasemdir bárust við auglýsingu á starfsleyfistillögu Ísteka, fyrirtækis sem framleiðir hormónalyf fyrir búfénað úr merarblóði. Fyrirtækinu er heimilt að vinna lyf úr allt að 600 tonnum af blóði á ári.
18. apríl 2022
Kona stendur við lík manns eftir árás Rússa í borginni Kharkiv.
„Gagnslaust“ að tala við Pútín
Forsætisráðherra Ítalíu segir það „tímaeyðslu“ að ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Hann segir viðskiptaþvinganir hingað til engu hafa skilað. „Evrópa heldur áfram að fjármagna Rússland með því að kaupa olíu og gas.“
18. apríl 2022
Bestu gögnin um stöðu faraldursins í Afríku koma frá Suður-Afríku.
Líklegt að yfir 60 prósent íbúa Afríku hafi fengið COVID-19
Nýjar rannsóknir benda til þess að tveir þriðju Afríkubúa hafi fengið COVID-19 og að dauðsföll af völdum sjúkdómsins séu þrisvar sinnum fleiri en opinberar tölur segja til um.
16. apríl 2022
Auglýsa fjölda starfa hjá Eflingu
Vilt þú taka þátt í að byggja upp metnaðarfyllsta stéttarfélag landsins? Á þessum orðum hefst auglýsing Eflingar í Fréttablaðinu í dag þar sem óskað er eftir fólki til starfa sem „brennur fyrir þjónustu og samvinnu við félagsfólk“.
16. apríl 2022