Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Rennsli um fossinn Dynk í ÞJórsá myndi skerðast verulega með Kjalölduveitu. Auk þess yrði hann fyrst og fremst bergvatnsfoss þar sem jökulvatni yrði veitt annað.
Rammaáætlun samþykkt: Virkjanir í Héraðsvötnum og við Þjórsárver aftur á dagskrá
Atkvæðagreiðsla um rammaáætlun á Alþingi kom ekki stórkostlega á óvart. Kosið var nokkurn veginn eftir flokkslínum ef undan er skilinn Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna.
15. júní 2022
Þrír þingmenn héldu ræður í gær með grátstafinn í kverkunum. Rammaáætlun kann að vera fráhrinandi orð en náttúran sem í henni er um fjallað snertir við mörgum.
Tár, bros og leitin að grænu hjörtunum
Litla gula hænan, pólitískur býttileikur og refskák. Auðmenn og stjórnmálaflokkar sem hafa „skrælnað“ að innan. Allt kom þetta við sögu í umræðum um rammaáætlun á Alþingi.
15. júní 2022
Jökuslá Austari er á vatnasviði Héraðsvatna. Í henni er áformaður virkjunarkostur sem meirihlutinn vill færa úr vernd í biðflokk.
Fyrrverandi ráðherra VG „krefst þess“ að jökulsárnar í Skagafirði verði áfram í vernd
Jón Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna, segir flokkinn hafa verið stofnaðan um verndun jökulsánna í Skagafirði og annarra dýrmætra náttúruverðmæta. Það komi því „sorglega á óvart“ að sjá kúvendingu í málinu.
15. júní 2022
Þorbjörg Sigríður, Andrés Ingi og Þórunn Sveinbjarnardóttir standa að breytingatillögu við breytingatillögu á rammaáætlun.
Niðurstaða meirihlutans „barin fram“
Þingmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka, m.a. varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, leggja til að horfið verði frá því að færa fimm virkjanakosti úr verndarflokki rammaáætlunar líkt og meirihluti nefndarinnar vill.
14. júní 2022
Stöðvið flugið, stendur á skilti sem mótmælendur brottflutnings fólks til Rúanda héldu á lofti í London í gær.
Framkvæmd „illkvittnu“ laganna að hefjast: Fyrsta vélin á áætlun í kvöld
Í kvöld hefur flugvél sig á loft frá Bretlandi. Um borð verður fólk sem þangað flúði í leit að betra lífi og á að baki hættuför um Ermarsundið. En stjórnvöld vilja sem minnst með þessar manneskjur hafa og ætla að senda þær úr landi. Áfangastaður: Rúanda.
14. júní 2022
Fossinn Dynkur er ofarlega í Þjórsá. Rennsli í honum myndi skerðast verulega með tilkomu Kjalölduveitu.
Er Kjalölduveita Norðlingaölduveita í dulargervi?
Landsvirkjun segir Kjalölduveitu nýjan virkjunarkost. Verkefnisstjórn rammaáætlunar segir um nýja útfærslu á hinni umdeildu Norðlingaölduveitu að ræða. Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir með ríkisfyrirtækinu og vill virkjunina úr verndarflokki.
14. júní 2022
Jökulsá austari í Skagafirði er meðal þeirra áa sem Landsvirkjun vill virkja og meirihlutinn vill færa úr verndarflokki í biðflokk.
Svona rökstyður meirihlutinn færslu virkjanakosta í rammaáætlun
Biðflokkur rammaáætlunar mun taka miklum breytingum ef Alþingi samþykkir tillögur sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar leggur til. Að auki vill meirihlutinn bíða með friðlýsingar í Skjálfandafljóti.
13. júní 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála.
Segir Reynisfjöru „stórhættulegan stað“ og vill nýta heimild til lokunar
Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segir það ekki gott fyrir heildarhagsmuni ferðaþjónustunnar að á Íslandi séu orðnir „stórhættulegir staðir og við gerum ekkert í því“. Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru á aðeins sjö árum.
13. júní 2022
„Þetta mun nánast eyðileggja jörðina“
Landeigendur og ábúendur á fjórða tug bæja á því svæði sem Landsnet vill leggja Blöndulínu 3 eru ósáttir og hafna því margir alfarið að línan fari um þeirra land.
29. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
21. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
19. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
18. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
16. maí 2022
Lambhagafossar í Hverfisfljóti. Reisa á virkjun rétt undir 10 MW í ánni og mun rennsli í fossunum skerðast.
Í landi sem er „sprúðlandi af náttúrugæðum“ þarf að einblína á fleira en orkuskipti
„Við verndum ekki og virkjum sama fossinn,“ segir forstjóri Skipulagsstofnunar. „Þegar við ákveðum að fórna náttúruperlu í þágu orkuframleiðslu, hlýtur að vera forgangsatriði að sú ákvörðun skili samfélaginu sem bestri nýtingu viðkomandi orkulindar.“
14. maí 2022
Vík í Mýrdal.
Sveitarfélagið sé vísvitandi að útiloka ákveðna valkosti
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps slær nokkra valkosti á færslu hringvegarins út af borðinu með vísan til nýrra hverfa sem áformuð eru í Vík. Samtök íbúa segja stjórnina vísvitandi beita sér fyrir ákveðnum valkosti framkvæmdarinnar.
14. maí 2022
Kattakona, hornleikari, galdrakona, fuglaathugandi og knattspyrnukona eru meðal frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningunum.
Fjósamaður, fjöllistakona og frú í framboði
Rúmlega 70 lögfræðingar og lögmenn eru á lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Tæpur þriðjungur er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sjö fangaverðir eiga sæti á listum og ein göldrótt tónlistarkona. Tvær Stellur eru í framboði.
14. maí 2022
Hið mikla landbrot sem varð í fjörunni við Vík í Mýrdal í vetur er greinilegt á þessari mynd sem tekin var 17. mars.
Landrof við Vík yfir 50 metrar eftir veturinn – „Suðvestanáttin étur úr þessari fjöru“
Mikið landbrot hefur orðið í fjörunni við Vík í Mýrdal frá áramótum og stefnir Vegagerðin á að hækka flóðvarnargarða sem liggja meðfram Víkurþorpi. Hin óstöðuga strönd er meðal þess sem varað hefur verið við verði hringvegurinn færður niður að fjörunni.
13. maí 2022
Kosið verður á 23 stöðum í Reykjavíkurborg.
Fyrstu tölur í Reykjavík birtar um miðnætti
Beint streymi verður frá talningu atkvæða í borgarstjórnarkosningunum á laugardagskvöld. Ráðgert er að fyrstu tölur verði opinberar um miðnætti og að lokatölur liggi fyrir kl. 4.30 um nóttina. Utankjörfundaratkvæði verða talin síðust.
12. maí 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þarf að huga betur að mér sjálfum og minni fjölskyldu“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alveg óljóst hvað taki við hjá sér er hann láti af störfum sóttvarnalæknis í haust. Bæði faglegar og persónulegar ástæður séu fyrir ákvörðuninni.
12. maí 2022
Vötnin á Ófeigsfjarðarheiði yrðu að uppistöðulónum með Hvalárvirkjun. Náttúrufræðistofnun hefur lagt til aukna friðun fossa á svæðinu.
Rannsóknir vegna Hvalárvirkjunar „áfram á fullu“
Áfram er unnið að því að Hvalárvirkjun í Árneshreppi verði að veruleika. Margar hindranir eru þó í veginum sem gætu haft áhrif á áformin, m.a. friðlýsingar og landamerkjadeilur. Málið liggur því ekki bara og sefur, líkt og oddviti hreppsins sagði nýverið.
10. maí 2022
Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017.
Arion útilokar ekki aðra nýtingu innviðanna í Helguvík
Arion banki stefnir enn á að selja kísilverksmiðjuna í Helguvík og segir meginmarkmiðið að hún verði áfram starfrækt þar en útilokar ekki aðra nýtingu innviðanna. Áreiðanleikakönnun vegna mögulegra kaupa PCC stendur nú yfir.
8. maí 2022
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Hvorki „ofurloforð“ né „brjálæðislegar töfralausnir“
Flokkur fólksins ætlar ekki að koma sér á framfæri með „ofurloforðum og brjálæðislegum töfralausnum,“ segir Kolbrún Baldursdóttir. Hún gagnrýnir menninguna í borgarpólitíkinni og segir að ef hún komist í meirihluta verði hlustað á minnihlutann.
7. maí 2022