Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Um 5.400 merar hér á landi eru notaðar til blóðtöku til framleiðslu á frjósemislyfi til annarrar ræktunar á búfé til manneldis.
Áformuð reglugerð „grímulaus aðför“ að blóðmerahaldi
Búgreinin blóðmerahald varð fyrir „ímyndaráfalli“ í fyrra en ef lyfjaefnið sem framleitt er úr blóðinu myndi hverfa úr heiminum yrðu áhrifin af stærðargráðu „sem fæstir Íslendingar gera sér grein fyrir“.
9. júlí 2022
Svín á leið til slátrunar.
Örplast greint í nauta- og svínakjöti í fyrsta sinn
Plastagnir finnast í svína- og nautakjöti, einnig í blóði lifandi svína og nautgripa sem og fóðri þeirra samkvæmt nýrri rannsókn hollenskra vísindamanna.
8. júlí 2022
Banaslys varð í Reynisfjöru í sumar sem vakti enn og aftur umræðuna um öryggismál á þessum vinsæla ferðamannstað.
Þörf á ótvíræðri lagaheimild til að loka ferðamannastöðum
Hefjast þarf handa við að áhættumeta tíu ferðamannastaði á Íslandi. Meðal þeirra eru Þingvellir og Reynisfjara. Engin miðlæg skrá er til um slys og dauðsföll ferðamanna eftir svæðum.
8. júlí 2022
Vindmyllur er ekki hægt að setja niður hvar sem er á hafi úti.
Skipar starfshóp um nýtingu vinds á hafi
Hvar er mögulegt að hafa fljótandi vindmyllur umhverfis Ísland? Hvar eru skilyrði óhagstæð vegna fiskimiða og siglingaleiða, farfugla og náttúru? Hlutverk nýs starfshóps verður að komast að þessu.
6. júlí 2022
Barón og eigendur Ófeigsfjarðar sýknaðir í landamerkjamáli
Ítalskur barón. Landanáma og Jarðabók Árna og Páls. Þrælskleif, Drangaskörð og Hrollleifsborg. Vörður og vatnaskil. Allt þetta og fleira kúnstugt kemur við sögu í dómi sem féll í Reykjavík í gær.
6. júlí 2022
Gámastæður á hafnarbakka í Þýskalandi.
20 prósent allrar losunar frá matvælaiðnaði er vegna flutninga
Matvæli eru flutt heimshorna á milli með skipum, flugvélum og með flutningabílum. Þetta losar samanlagt mikil ósköp af gróðurhúsalofttegundum. Losunin er langmest meðal efnameiri ríkja.
5. júlí 2022
Ketanji Brown Jackson er 51 árs, fædd í Washington en uppalin í Miami.
Fyrsta svarta konan við hæstarétt – 232 árum eftir stofnun hans
Ketanji Brown Jackson veit að hún er fyrirmynd margra og að sú ábyrgð sé mikil. En hún er tilbúin að axla hana. Ég tekst á við þetta með gjöfum forfeðra minna. Ég er draumur og von þrælanna.“
3. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
1. júlí 2022
Kjartan Björgvinsson, héraðsdómari og varaformaður Dómarafélags Íslands.
Ekki ranglega greidd laun heldur „geðþóttabreyting framkvæmdavaldsins“
Sú „einhliða“ og „fyrirvaralausa“ ákvörðun að lækka laun dómara felur í sér „atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir formaður Dómarafélags Íslands.
1. júlí 2022
Þættirnir Tónaflóð um landið voru á dagskrá í bæði útvarpi og sjónvarpi.
Tónaflóð geti ekki talist „íburðarmiklir dagskrárliðir“
Fjölmiðlanefnd hefur sektað Ríkisútvarpsins ohf. um 1,5 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn lögum með kostun þáttanna Tónaflóð sumrin 2020 og 2021.
1. júlí 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
29. júní 2022
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
28. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
26. júní 2022
Milljónir Úkraínumanna hafa lagt á flótta og um 1.200 þeirra hafa endað á Íslandi.
Dregið úr komum úkraínskra flóttamanna – Fráflæðisvandi eykst í búsetuúrræðum
Í mars sóttu 533 manneskjur með tengsl við Úkraínu um vernd hér á landi. Í maí voru umsóknirnar 221. Í gær höfðu 1.222 Úkraínumenn leitað skjóls frá stríði á Íslandi. Það er álíka fjöldi og býr í sveitarfélaginu Vogum.
23. júní 2022
Tölvugerð mynd af gangamunna Seyðisfjarðarmegin.
Jarðgöng undir Fjarðarheiði með lengstu veggöngum í heimi
Fjarðarheiðargöng yrðu ekki aðeins lengstu veggöng á Íslandi heldur með þeim lengstu í heimi. Kostnaðurinn yrði á bilinu 44-47 milljarðar króna en með framkvæmdinni yrði hæsta fjallvegi milli þéttbýlisstaða á landinu útrýmt.
22. júní 2022
Bráðnun jökla á Íslandi er ein skýrasta birtingarmynd loftslagsbreytinga sem fyrirfinnst.
Mun „háskalegri röskun“ á veðurfari en talið var kallar á hraðari aðgerðir
Loftslagsráð skorar á íslensk stjórnvöld að framfylgja af mun meiri festu þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið í loftslagsmálum. Markmið með samdrætti um losun séu óljós og ófullnægjandi.
20. júní 2022
Veðurfréttamaður BBC fer yfir hitamet helgarinnar.
Hitabylgjan í Evrópu aðeins „forsmekkurinn að framtíðinni“
Skógareldar, vatnsskömmtun og óvenju mikið magn ósons í loftinu. Allt frá Norðursjó til Miðjarðarhafsins hefur hvert hitametið á fætur öðru fallið síðustu daga. Og sumarið er rétt að byrja.
20. júní 2022
Fossinn Dynkur er ofarlega í Þjórsá. Rennsli í honum myndi skerðast verulega með tilkomu Kjalölduveitu.
„Meira rennsli“ forsenda þess að stækkun Þjórsárvirkjana skili meiri orku
Til að stækkanir á þremur virkjunum Landsvirkjunar á hálendinu skili aukinni orku þarf meira vatn að renna í gegnum þær. Þrennt getur uppfyllt þá þörf: Bráðnun jökla, meiri úrkoma og ný veita.
19. júní 2022
DNA-rannsóknir voru notaðar til að svipta hulunni af því hvar og hvenær svarti dauði kom til sögunnar.
684 ára ráðgáta um svarta dauða leyst – tennur úr fyrstu fórnarlömbum lykillinn
Í áratugi hafa vísindamenn reynt að komast að því hvar hin mjög svo mannskæða pest, svarti dauði, átti uppruna sinn. Nýjar rannsóknir benda til að faraldurinn hafi sprungið út árið 1338 á svæði sem Kirgistan er nú að finna.
16. júní 2022
Uhunoma Osayomore.
Uhunoma í skýjunum – orðinn íslenskur ríkisborgari
Hann kom til Íslands 2019 eftir að hafa sætt alvarlegu ofbeldi í æsku sem og á flótta sem hann lagði í til að komast undan barsmíðum föður síns. En nú er hann kominn í skjól, Uhunoma Osayomore, ungi maðurinn frá Nígeríu.
16. júní 2022