Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Afmörkun lóðamarka fiskeldisins (svört lína) og náttúruverndarsvæði (hvít brotalína).
Umfangsmikið rask yrði á varpsvæðum kríu og hettumáfs
Líkur eru á að varp hettumáfs leggist af og að kríur færi sitt varp ef af mikilli uppbyggingu fiskeldisstöðvar verður syðst á Röndinni á Kópaskeri. Á svæðinu er áformað að ala laxaseiði og flytja þau svo í sjókvíar á Austurlandi.
23. júlí 2022
„Það er stórslys í uppsiglingu“
Tugir fólks sem ýmist býr í Norðurárdal og nágrenni hans eða á þangað reglulega erindi mótmæla harðlega hugmyndum um vindorkuver í dalnum. Forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar segir allt í biðstöðu þar til ríkið gefi tóninn fyrir nýtingu vindsins.
23. júlí 2022
Líklegt er að áform um að loka kolaverum í Evrópu muni frestast vegna yfirvofandi orkuskorts.
Hvernig Hollendingum tókst að draga úr gasnotkun um þriðjung
Þótt rússneska gasið sé nú aftur farið að flæða til Evrópu er ótti um að Pútín skrúfi fyrir þegar honum dettur í hug enn til staðar. Nauðsynlegt er að draga úr gasnotkun en hvernig á að fara að því? Velgengni Hollendinga er saga til næsta bæjar.
22. júlí 2022
Starfsmenn Hvals hf. og eftirlitsmenn á vettvangi við fóstrið sem skorið var úr langreyðinni.
Hæfðu hvalkú í bægsli og skáru fóstur úr kviði hennar
Langreyðarkýr sem dregin var að landi í Hvalfirði í gær hafði verið skotin í bægsli og sprengiskutullinn því ekki sprungið. Öðrum skutli var skotið í kvið hennar. Er gert var að kúnni kom í ljós að hún var kelfd.
22. júlí 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís: Óásættanlega margir hvalir sem veiddir eru heyja langdregið dauðastríð
Hvorki matvælaráðuneytið, né undirstofnarnir þess, hafa upplýsingar um hvort að verklagsreglum við hvalveiðar sé fylgt, segir Svandís Svavarsdóttir. „Það er mikilvægt að stjórnvöld byggi ákvarðanir sínar á gögnum og staðreyndum.“
21. júlí 2022
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Veruleg styrking rannsókna á kynferðisbrotum
Sjö nýjar stöður við rannsóknir á kynferðisbrotum eru nú auglýstar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Leit, söfnun og rannsóknir lífsýna verða efldar sem og stafrænar rannsóknir. „Auknar bjargir“ eiga að stytta málsmeðferðartíma, segir Grímur Grímsson.
21. júlí 2022
Veiran greindist í tveimur sjúklingum í Gana sem báðir létust. Beðið er niðurstöðu úr rannsóknum á blóðsýnum fólks sem þá umgekkst.
Hin mjög svo banvæna Marburg-veira
Að minnsta kosti tveir hafa látist í Gana vegna sjúkdóms sem Marburg-veiran veldur. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þungar áhyggjur af stöðunni enda voru sjúklingarnir tveir ótengdir. Dánartíðni er talin vera allt upp í 88 prósent.
20. júlí 2022
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, skoðar sprengiskutulinn í langreyðinni í gær.
Skot hvalveiðimanna geigaði – aftur
Langreyður sem dregin var á land í Hvalfirði í gær var með ósprunginn skutulinn í sér. Það getur hafa lengt dauðastríð hennar. Dýraverndunarsamtök vilja að matvælaráðherra stöðvi veiðarnar svo rannsaka megi meint brot á lögum um hvalveiðar og velferð dýra
20. júlí 2022
Emmett Till á jólunum árið 1954. Þá var hann þrettán ára.
Heimili Emmetts Till gert upp og opnað almenningi
Emmett Till var aðeins fjórtán ára er hann var pyntaður og drepinn af hópi hvítra karla í Mississippi. Heimili hans í Chicago verður brátt að safni.
19. júlí 2022
Kæling í vatnsúða í Andalúsíu.
Sex sjóðandi heitar staðreyndir um hitabylgjuna
Hann er runninn upp, dagurinn sem verður að öllum líkindum sá lang heitasti hingað til í sögu Bretlands. Hann kemur í kjölfar heitustu nætur sem sögur fara af. Banvæn hitabylgja sem geisar í Evrópu afhjúpar margt – meðal annars stéttaskiptingu.
19. júlí 2022
Hver langreyður safnar um 33 tonnum af kolefni á lífsleiðinni
Hvalir binda kolefni. Eiga í samskiptum. Eru forvitnir, lausnamiðaðir og fórnfúsir. Veiðar á þeim eru óþarfar, ekki hluti af menningu Íslendinga og að auki óarðbærar. Þær snúast enda ekki um hagnað heldur völd. „Kristján Loftsson er síðasti kvalarinn.“
18. júlí 2022
Steinunn á grunni sumarbústaðarins sem hún er að byggja í Hvalfjarðarsveitinni.
Vindmyllurnar munu „gína yfir umhverfi mínu eins og hrammur“
1-8 vindmyllur myndu sjást frá Þingvöllum. 8 frá fossinum Glym og jafnmargar frá hringveginum um Hvalfjörðinn. Enda yrðu þær jafnvel 247 metrar á hæð. Og hátt upp í fjalli.
18. júlí 2022
Langreyðurin með ósprungin skutulinn í sér.
Skot hvalveiðimanna geigaði og dýrið dó ekki strax
Við veiðar á langreyði hér við land í síðustu viku geigaði skot er sprengiskutull sem á að aflífa hvalinn samstundis hæfði bein og sprakk því ekki. Þetta lengdi dauðastríð dýrsins.
17. júlí 2022
Búrfellslundur gæti orðið fyrsta vindorkuverið sem rís á Íslandi
Er Alþingi ákvað að setja virkjanakostinn Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar var stigið stærsta skrefið til þessa í átt að því að reisa fyrsta vindorkuverið á Íslandi. Ef tilskilin leyfi fást gætu framkvæmdir hafist innan fárra missera.
16. júlí 2022
Tamson „Fitty“ Hatuikulipi og Jóhannes Stefánsson
„Guð minn góður, af hverju hefði ég átt að fá greiddar mútur?“
Einn hinna ákærðu í Samherjamálinu í Namibíu segir Jóhannes Stefánsson, aðalvitni saksóknarans, hafa viljað eyðileggja fyrir Samherja með öllum ráðum og því bendlað sig við málið.
15. júlí 2022
Árásarmennirnir komu sér þægilega fyrir í þinghúsinu.
Segja leyniþjónustuna hafa eytt skilaboðum frá 6. janúar
Þegar óskað var eftir að fá afhent textaskilaboð úr farsímum leyniþjónustumanna daginn sem árás var gerð á bandaríska þinghúsið gripu rannsakendur í tómt.
15. júlí 2022
Sólarrafhlöður hylja þak á byggingu í New York.
Sólarrafhlöður enda langoftast í landfyllingum
Það er komið að endalokunum. Og spurning hvað taki þá við. Beint í landfyllingar með þær, segja sumir. Á öskuhaugana, segja aðrir. En hvaða gagn er eiginlega af endurnýjanlegri orku ef mengandi tækjum til að afla hennar er hent?
14. júlí 2022
Veðurfréttakona BBC var heldur áhyggjufull er hún flutti fréttir af hitabylgjunni.
Söguleg hitabylgja í uppsiglingu
Ein mesta hitabylgja í vel yfir 250 ár er talin vera í uppsiglingu í Evrópu. Alvarleikinn felst ekki aðeins í sögulega háu hitastigi heldur því hversu lengi sá hiti mun vara.
14. júlí 2022
Formennirnir: Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Hvað segja þau um kaup Síldarvinnslunnar á Vísi?
Vaxandi tortryggni. Kraumandi gremja. Aukinn ójöfnuður. Áhyggjur af samþjöppun. Engar áhyggjur. Að minnsta kosti mjög litlar. Þetta er meðal þess sem stjórnmálamenn hafa að segja um kaup Síldarvinnslunnar á Vísi.
13. júlí 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B.: „Á þetta bara að vera svona?“
„Fréttir og viðtöl af kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík er eins og sena úr Verbúðinni. Bókstaflega.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
13. júlí 2022
Starfshópinn skipa þau Hilmar Gunnlaugsson, Björt Ólafsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Hilmar, Björt og Kolbeinn skipuð í starfshóp um vindorku
Nýr starfshópur á að gera tillögur um nýtingu vindorku, hvort sérlög skuli gerð um slíka kosti og hvernig megi ná fram þeim markmiðum stjórnvalda að byggja þá upp á afmörkuðum svæðum.
13. júlí 2022
Hér er hún! Myndin sem sýnir okkur lengra út í geim en nokkru sinni fyrr.
Sævar Helgi um sögulega mynd: Kannski býr einhver þarna?
Þeirra hefur verið beðið með mikilli óþreyju, fyrstu mynda frá hinum magnaða Webb-geimsjónauka. Til stóð að birta þær opinberlega í dag en Bandaríkjaforseti gat ekki setið á sér. „Gullfallegar vetrarbrautir,“ segir Sævar Helgi Bragason.
12. júlí 2022
Í myndbandi dýraverndunarsamtakanna mátti sjá hund glefsa í hross í gerði á bænum Lágafelli.
„Og allt í einu erum við í blóði“
Einn liður í lífsbaráttu bænda er blóðsala, „sem við vissum ekki að væri glæpasamkoma fyrr en umræða samfélagsins varð allt í einu á þá leið að þarna færu saman böðlar og bévítans glæpamenn,“ segir blóðbóndi á Suðurlandi.
11. júlí 2022
Mikil uppbygging stendur til á Heklureitnum.
Finna þarf jafnvægi í birtu og rými á milli húsa
Reykjavíkurborg vinnur að leiðbeiningum um birtuskilyrði og gæði á dvalarstöðum og í íbúðarhúsnæði.
9. júlí 2022
„Ég get ekki skrifað undir minn eigin dauðadóm“
Fyrir átta árum lagði Abdulrahman Aljouburi á flótta frá Mósúl í Írak. Undan sprengjuregni og vígamönnum ISIS. „Ég fæddist í stríði,“ segir hann, „slapp frá dauðanum. Það var kraftaverk.“
9. júlí 2022