Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Nöturlegur aðbúnaður barna fanga – „Þetta er allt rekið á horriminni“
Ryðgaður gámur sem er opinn milli kl. 12.30 og 15.30 á virkum dögum. Engar upplýsingar eða fróðleikur fyrir börn, engir barnafulltrúar og engar gistiheimsóknir. Illa er búið að börnum fanga á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin.
4. október 2022
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
2. október 2022
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
1. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
30. september 2022
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
29. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
28. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
26. september 2022
Noregur er annar mesti framleiðandi raforku í heiminum á hvern íbúa á eftir Íslandi.
Hitastigið á Gardermoen lækkað – Framkvæmdastjóri Sþ vill viðskiptahindranir á Rússa úr vegi
Hitastigið á alþjóðaflugvellinum í Ósló hefur verið lækkað til að spara rafmagn. Noregur er annar stærsti raforkuframleiðandi heims, á eftir Íslandi, miðað við höfðatölu. Matvælaskortur gæti verið í uppsiglingu, segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
23. september 2022
Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu í austurhluta Úganda fyrr á þessu ári. Heilbrigðiskerfið er mjög veikt víða í landinu.
Lýsa yfir faraldri ebólu í Úganda
Heilbrigðisyfirvöld í Úganda lýstu í gær yfir faraldri ebólu í landinu í kjölfar andláts ungs karlmanns sem reyndist vera smitaður af veirunni sem veldur sjúkdómnum. Sex óútskýrð dauðsföll fólks af sama svæði eru einnig til rannsóknar.
21. september 2022
Kóróna liggur á kistu Elísabetar drottningar. Í henni eru demantar sem teknir voru frá Afríku á nýlendutímanum.
Stærsta verkefnið hafið – Sjóliðar draga vagn með kistu drottningar
Lögregla og slökkvilið munu þurfa að dreifa kröftum sínum milli þess að vernda háttsetta gesti í jarðarför Elísabetar drottningar og almenning. Umfangið er gríðarlegt og Ólympíuleikarnir í London árið 2012 blikna í samanburðinum.
19. september 2022
Á gervitunglamynd sem tekin var nú í september sést blóminn mjög vel í Arnarfirði.
Líklegra að blóminn tengist hnattrænni hlýnun en laxeldi
Hafrannsóknarstofnun telur að þörungablómi í fjörðum á Vestfjörðum, sem ekki hefur áður sést að hausti í íslenskum firði, sé ekki tilkominn vegna sjókvíaeldis. Loftslagsbreytingar séu líklegri skýring.
18. september 2022
Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata.
Matvælastofnun hafi ekki eftirlit með velferð dýra
„Undanfarið hafa komið upp mörg dæmi sem sýna að ekki er hugað nægilega að velferð dýra sem haldin eru eða veidd hér á landi,“ segir í þingsályktunartillögu Pírata um tilfærslu dýraeftirlits frá stofnun sem kennd er við matvæli.
18. september 2022
Samkeppniseftirlitið felst á kaup Ardian á Mílu – „Verulegar breytingar“ á heildsölusamningi
„Innkoma sjálfstæðs innviðafjárfestis inn á íslenskan markað og rof á eignatengslum Símans og Mílu er til þess fallið að treysta samkeppni ef vel er að málum staðið,“ segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
15. september 2022
Greiðslubyrði íbúðalána hefur hækkað skarpt síðustu mánuði og fólk heldur að sér höndum í fasteignaviðskiptum, ef það getur.
Greiðslubyrði 30 milljóna króna láns hækkaði um 18.600 krónur milli mánaða
Þau sem eru með óverðtryggt íbúðarlán á breytilegum vöxtum greiddu 6.200 krónum meira fyrir hverjar tíu milljónir af láninu í september en þau gerðu í ágúst. Verðtryggðu lánin verða vinsæl á ný vegna nýrra reglna Seðlabankans.
14. september 2022
Pawel Bartoszek, varaborgarfullrúi Viðreisnar.
Pawel pælir í lestarkerfi – „Það myndi nú stundum ekki drepa okkur að hugsa stórt“
„En hvað um neðanjarðarlestir?“ spyr Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar. „Auðvitað yrðu sjálfvirkar neðanjarðarlestir frábærar í landi grænnar orku, dýrs vinnuafls og misjafnrar veðráttu.“
14. september 2022
Hótel d‘Angleterre hefur í árafjöld verið prýtt einstaklega mörgum og fallegum jólaljósum. Nú verður breyting þar á.
Dimmir yfir Danmörku
Danir standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum um hvernig hægt sé að draga úr orkunotkun og lækka rafmagnsreikninginn. Verslanir og hótel hafa þegar riðið á vaðið og gefið út að jólaskreytingarnar verði hógværari í ár.
13. september 2022
Fossaröð í Geitdalsá í Leirudal skammt neðan við áformað miðlunarlón. Rennsli í fossunum mun skerðast með tilkomu virkjunar.
Segja „fullyrðingar“ Landverndar „ekki svaraverðar“
Stofnanir, samtök og einstaklingar vilja vita hvernig Arctic Hydro komst að þeirri niðurstöðu að áformuð Geitdalsárvirkjun yrði 9,9 MW að afli, rétt undir þeim mörkum sem kalla á ítarlega meðferð í rammaáætlun.
11. september 2022