Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
25. nóvember 2022
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Breyta lögum vegna eyðileggingar Rio Tinto
Eftir að námufyrirtækið og álrisinn Rio Tinto sprengdi og eyðilagði forna hella í Ástralíu var krafist rannsóknar þingnefndar á atvikinu. Niðurstaðan liggur fyrir. Og Rio Tinto er að áliti stjórnvalda ekki sökudólgurinn.
24. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Interpol lýsir eftir forríku forsetadótturinni
Hún gæti verið í Portúgal, þrátt fyrir að yfirvöld hafi fryst eignir hennar, þar á meðal þakíbúðina og sveitasetrið. Svo gæti hún verið einhvers staðar allt annars staðar, konan sem var sú ríkasta í Afríku en er nú eftirlýst um allan heim.
22. nóvember 2022
Heidelberg Materials hefur fengið úthlutað 55 þúsund fermetra lóð við höfnina í Þorlákshöfn. Þar hyggst fyrirtækið reisa stóra verksmiðju með 40-50 metra háum sílóum.
Gagnrýni stofnana „vakið nokkra undrun“ hjá Heidelberg
Hver verður loftslagsávinningur þess að mylja niður íslenskt fjall, vinna efnið í verksmiðju í Þorlákshöfn og senda það með skipi á markað í Evrópu? Það fer eftir því hver er til svars: Framkvæmdaaðilar eða eftirlitsstofnanir.
22. nóvember 2022
Litla þorpið sem á að bjarga þýska risanum
Tesla með hestakerru, mengunarlaus verksmiðja og hljóðlát skip komu við sögu á fjölmennum fundi íbúa Þorlákshafnar. „Erum við að menga okkar land þannig að þýskt fyrirtæki geti lækkað sitt kolefnisspor?“
19. nóvember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Flestir treysta Kristrúnu
Spurt var: Hvaða formanni íslenskra stjórnmálaflokka treystir þú best? Flestir svöruðu: Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir er í öðru sæti.
18. nóvember 2022
Hafís dregur úr gróðurhúsaáhrifum.
Selta mikilvægari en kuldi við myndun hafíss
Hvað gerist í hafinu þegar aukið magn af ferskvatni blandast því? Hvaða áhrif gæti það haft á myndun hafíss, íssins sem er mikilvægur til að draga úr gróðurhúsaáhrifum? Vísindamenn hafa rýnt í málið.
17. nóvember 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Ráðuneyti og dómsmálaráðherra „komu ekki að ákvörðun tímasetningar“ á brottflutningi flóttafólksins
Útlendingastofnun, stoðdeild ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið segja að hvorki dómsmálaráðherra né starfsmenn hans ráðuneytis hafa haft afskipti af frávísun hóps flóttafólks sem átti sér stað í byrjun nóvember.
16. nóvember 2022
Sólarsellur taka mikið pláss. Líftími þeirra er um 20-25 ár.
Sólblóm víkja fyrir sólarsellum – sólarorkuver eru ekki án umhverfisáhrifa
Evrópuríki vilja ekki rússneska gasið og hafa sett sér háleit markmið að draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis. Horft er til vind- og sólarorku og síðarnefndi orkugjafinn er í gríðarlegri sókn í álfunni.
15. nóvember 2022
Flóð hafa verið tíð víða á Indlandi í ár.
Öfgar í veðri orðnar nánast daglegt brauð á Indlandi
Þrumuveður, úrhellisrigningar, aurskriður, flóð, kuldaköst, hitabylgjur, hvirfilbyljir, þurrkar, sandstormar, stórhríð. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa veðuröfgar átt sér stað á Indlandi allt að því daglega.
13. nóvember 2022
Mikið vikurnám er áformað við Hafursey á Mýrdalssandi. Ef fyrirætlanir EP Power Minerals ganga eftir yrði efnið unnið úr námunni næstu hundrað árin eða svo.
Skýrslan uppfyllir ekki „eðlilega kröfu um valkostagreiningu“
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps vill að EP Power Minerals, sem áformar námuvinnslu á Mýrdalssandi, skoði að skipa vikrinum upp af ströndinni við Vík. Sveitarstjórinn segir að eftir eigi að skoða hvernig höfn á þessum slóðum þyrfti að vera.
12. nóvember 2022
Loforð um kolefnishlutleysi oft „innantóm slagorð og ýkjur“
Fyrirtæki, stofnanir og heilu borgirnar heita því að kolefnisjafna alla starfsemi sína – ná hinu eftirsótta kolefnishlutleysi. En aðferðirnar sem á að beita til að ná slíku fram eru oft í besta falli vafasamar.
11. nóvember 2022
Þingvellir eru einn af þremur þjóðgörðum landsins. Hinir tveir eru Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Vatnajökulsþjóðgarður.
Helmingur hlynntur gjaldtöku fyrir aðgengi – Gangi ykkur vel að „sannfæra Íslendinga að borga sig inn á Þingvelli“
Starfshópur sem rýndi í áskoranir og tækifæri friðlýstra svæða á Íslandi segir að móta þurfi stefnu um gjaldtöku. Íslendingar eru hlynntir gjaldtöku á þjónustu svæðanna og samkvæmt nýrri könnun er um helmingur landsmanna hlynntur aðgangsgjaldi.
9. nóvember 2022
Fyrirhugað framkvæmdasvæði. Séð úr suðvestri. Við sjóndeildarhringinn má sjá álverið við Straumsvík.
Vilja dæla útblæstri frá iðnaði í Evrópu í berglögin við Straumsvík
Til stendur að flytja koltvíoxíð frá meginlandi Evrópu til Íslands og dæla því niður í jörðina og breyta í stein. Flutningaskipin yrðu knúin jarðefnaeldsneyti fyrst í stað.
8. nóvember 2022
Hræ af fíl í Samburu nyrst í Kenía.
Mestu þurrkar í fjóra áratugi – dýrin falla í hrönnum
Fyrst skrælnar gróðurinn. Svo þorna vatnsbólin upp. Þá fara dýrin að falla. Fyrst grasbítarnir. Svo rándýrin. Og manneskjur. Hamfarir vegna þurrka eru yfirvofandi í austurhluta Afríku.
8. nóvember 2022
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, og Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður samtakanna
Hafa beðið í rúman áratug eftir að eignast eigið heimili
Aðstæður fatlaðra á húsnæðismarkaði eru „ólíðandi“ sem „ábyrg stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga“ verða að setja í algjöran forgang að bæta úr. Þroskahjálp sendir stjórnvöldum tóninn og hvetur til þess að breytingum á skipulagslögum verði hraðað.
8. nóvember 2022
Hundruð skógarelda kviknuðu í Evrópu í sumar.
Evrópa hlýnar hraðast
Þótt ríki Evrópu séu betur í stakk búin en flest önnur til að takast á við loftslagsbreytingar hafa áhrif þeirra á íbúa verið mikil og alvarleg, m.a. vegna þurrka, flóða, hitabylgja og bráðnunar jökla.
7. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með nokkrum yfirburðum í dag. Mótframbjóðandinn, Guðlaugur Þór Þórðarson, hlaut þó 40,4 prósent atkvæða.
Bjarni endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson hlaut 59,4 prósent atkvæða í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson hlaut 40,4 prósent atkvæða.
6. nóvember 2022
Guðlaugur Þór: Höfum misst trúverðugleika – Bjarni: Höfum byggt upp stéttlaust samfélag
Ólíkar áherslur formannsframbjóðendanna tveggja í Sjálfstæðisflokknum komu í ljós í ræðum þeirra á landsfundinum í Laugardalshöll í dag.
5. nóvember 2022
Bóluefni voru er faraldurinn stóð sem hæst af skornum skammti.
Bóluefnakapphlaupið kostaði 1,3 milljónir manna lífið
Ríkustu löndin hömstruðu bóluefni svo lítið var til skiptanna fyrir þau fátækari. Það vitum við. Núna hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þetta óréttláta kapphlaup kostaði gríðarlegan fjölda mannslífa.
5. nóvember 2022
41 lögreglumaður flaug með fimmtán manneskjur úr landi
Það er Ríkislögreglustjóri sem ákveður hvenær og hvernig brottvísun hælisleitenda frá landinu er framkvæmd, segir Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Verkbeiðnin kom frá Útlendingastofnun, segir lögreglan.
5. nóvember 2022
„Það var frelsismál að hefjast handa við bankasöluna“
Sala á hlut ríkisins í bönkum snýst „ekki aðeins um að frelsa fjármagnið, heldur ekki síður um að frelsa íslenskan almenning undan ábyrgðinni,“ sagði Bjarni Bendiktsson, er hann setti 44. landsfund Sjálfstæðisflokksins.
4. nóvember 2022
„Þetta var versta nótt lífs míns – eins og martröð“
„Það var komið fram við okkur eins og glæpamenn. Þeir lömdu fatlaðan bróður minn sem var í hjólastólnum og hinn bróður minn þegar hann reyndi að verja hann. Þeir börðu hann og tóku hann.“
3. nóvember 2022
Í hopnum sem vísa á úr landi eru m.a. Palestínumenn sem hér hafa dvalið lengi.
„Alveg galið“ að vísa fólkinu úr landi
Það er „óboðlegt“ að stjórnvöld elti uppi hælisleitendur til að vísa þeim úr landi þegar niðurstaða kærunefndar í málum þeirra „er rétt handan við hornið“. Þrír hælisleitendur, sem dvalið hafa á Íslandi frá upphafi faraldursins, hafa verið handteknir.
2. nóvember 2022