Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Stór hluti Úgandabúa aflar sér tekna frá degi til dags með sölu á landbúnaðarvörum og öðrum varningi.
Dregur fyrir sólu í Úganda vegna ebólu
Er stjórnvöld í Úganda gripu til ferðatakmarkana til og frá svæðum þar sem tilfelli ebólu höfðu greinst var það um seinan. Veiran var komin til höfuðborgarinnar. Viðbrögð stjórnvalda í landinu fagra umhverfis Viktoríuvatn og Níl eru harðlega gagnrýnd.
2. nóvember 2022
Luis Inácio Lula da Silva.
Úr fangaklefa í forsetastól
Hann er tákn vinstrisins í rómönsku Ameríku holdi klætt. Sonur fátækra bænda, síðar verkalýðsforingi og loks forseti. Hnepptur í fangelsi af pólitískum andstæðingum en nú hefur Luis Inácio Lula da Silva verið kosinn forseti Brasilíu í þriðja sinn.
31. október 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Unnið að uppstokkun stofnana ráðuneytis Guðlaugs Þórs
Tæplega helmingur starfsfólks 13 stofnana sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið telur mikil tækifæri felast í sameiningum stofnana. Unnið er að „einföldun á stofnanafyrirkomulagi“.
31. október 2022
Litla-Sandfell er skammt frá Þrengslavegi.
Of lítið gert úr umhverfisáhrifum námu í Litla-Sandfelli
Náttúrufræðistofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands eru ekki sammála niðurstöðu umhverfismatsskýrslu Eden Mining sem ætlar að vinna efni úr Litla-Sandfelli í Þrengslum þar til það hverfur af yfirborði jarðar.
31. október 2022
Kirkjubæjarskóli.
„Kæri bæjarstjóri/kóngur”
Börn í Kirkjubæjarskóla vilja ruslatunnur, endurbættar vatnslagnir, nýrra nammi í búðina og Hopp-rafskútur. Þá vilja þau gjarnan geta komist í bíó. Sveitarstjórn Skaftárhrepps tók erindi þeirra og ábendingar til umfjöllunar á fundi sínum.
29. október 2022
Kínverska orkuverið á Taívansundi mun aðeins framleiða orku um helming ársins að meðaltali.
Kínverjar áforma langstærsta vindorkuver heims
Þúsundir vindtúrbína á 10 kílómetra löngu svæði í Taívanssundi. Vindorkuverið sem borgaryfirvöld í kínversku borginni Chaozhou áforma yrði það stærsta í heimi.
26. október 2022
Metangas streymdi í stríðum straumum út í andrúmsloftið er sprengingarnar urðu í Nord Stream.
Óttast mengun frá efnavopnum heimsstyrjaldar í Eystrasalti
Unnið er nú að því af kappi að kanna hvort að sprengingarnar í Nord Stream-gasleiðslunni í Eystrasalti hafi rótað upp mengun fortíðar: Leifum úr efnavopnum sem dembt var í hafið eftir síðari heimsstyrjöld.
25. október 2022
Skógar gegna svo margvíslegu hlutverki. Hér má sjá molduga á vinstra megin við veg í Indónesíu. Moldin fer út í vatnið því enginn skógur er lengur til að binda jarðveginn.
Engar líkur á að loftslagsmarkmið náist með sama áframhaldi
Árið 2021 hægði á eyðingu skóga í heiminum en ef ná á mikilvægum loftslagsmarkmiðum 145 ríkja heims, og binda endi á eyðingu skóga fyrir árið 2030, þarf að grípa til stórtækra aðgerða, segir hópur vísindamanna.
24. október 2022
Samtök hinsegin fólks í Mexíkó mótmælti í sumar seinum viðbrögðum yfirvalda í landinu að senda út skýr skilaboð til áhættuhópa. Þau gagnrýndu einnig að bóluefni kom seint og um síðir til Mexíkó.
Hvað varð um apabóluna?
Google leitarvélin fann nánast engar fréttir í maí um apabólu og spurði hvort viðkomandi væri kannski að leita að aparólu? Það hefur sannarlega breyst, apabólan er um allt internetið en faraldur hennar í raunheimum er að dvína.
22. október 2022
Ellefu skilyrði Skipulagsstofnunar vegna Geitdalsárvirkjunar
Þar sem Geitdalsárvirkjun yrði umfangsmikil framkvæmd á ósnortnu svæði og að hluta innan miðhálendislínu þarf Arctic Hydro að gera sérstaka grein fyrir skerðingu víðerna í umhverfismati.
22. október 2022
Lífríkið hefur tekið miklum og jákvæðum breytingum eftir að Papahānaumokuākea-verndarsvæðið var stofnað og svo stækkað.
Allir græða á friðun: Túnfiskur dafnar og veiðar á honum líka
Það borgar sig að friða stór hafsvæði samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þar sem rýnt var í gögn frá tíu ára tímabili.
21. október 2022
Þarna er hún! Fyrsti vísundurinn sem fæðist í Bretlandi í að minnstas kosti 6 þúsund ár.
Sá fyrsti sem fæðist í Bretlandi í fleiri þúsund ár
Undur og stórmerki hafa gerst í Bretlandi en þar er kominn í heiminn vísundskálfur, sá fyrsti sem fæðist í landinu í þúsundir ára. Fæðingin er ávöxtur umfangsmikils verkefnis sem miðar að því að endurheimta villta náttúru.
21. október 2022
Vindtúrbína í landbúnaðarsvæði á vesturhluta Danmerkur.
Vindmylluframleiðandi ekki lengur á dagskrá vettvangsferðar Grænvangs
37 fulltrúar atvinnulífs, samtaka og sveitarfélaga ætla að taka þátt í vettvangsferð Grænvangs til Danmerkur í þeim tilgangi að fræðast um nýtingu vindorku. Hugmyndin að ferðinni kviknaði í kjölfar konunglegrar heimsóknar.
21. október 2022
Nýsjálenskar kindur á beit.
Bændur mótmæla rop- og prumpskatti
Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi áforma að leggja skatt á losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði, m.a. búfénaðinum sjálfum. Bændur blása á þau rök að þetta muni gagnast þeim þegar upp verði staðið.
20. október 2022
Sunna Ósk Logadóttir
„Já, ég get staðfest að þetta er tilviljun“
20. október 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Að flytja Litla-Sandfell úr landi myndi auka losun, slíta vegum og fjölga slysum
Stofnanir ríkisins hafa sitt hvað út á áformaða námuvinnslu við Þrengslaveg að setja. Of lítið sé gert úr áhrifum aukinnar þungaumferðar og of mikið úr jákvæðum áhrifum á loftslag.
20. október 2022
Vegakerfið á Suðurlandi er nú þegar dapurt segja Samtök ferðaþjónustunnar.
Stöðug umferð vörubíla „algjör andstæða“ við þá upplifun sem ferðamenn sækjast eftir
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna harðlega áform um vikurnám á Mýrdalssandi og þá miklu flutninga sem henni fylgja. Framkvæmdaaðili sé augljóslega ekki kunnugur staðháttum og sterkri stöðu ferðaþjónustu á svæðinu.
19. október 2022
Fá lengri frest til að skila umsögn um bankaskýrslu
Að beiðni Bankasýslu ríkisins hefur Ríkisendurskoðun veitt umsagnaraðilum framlengdan frest til 25. október til að skila umsögn um drög að skýrslu embættisins um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
17. október 2022
Börn í Bucha í Úkraínu á fyrsta degi skólaársins nú í september.
Barnafátækt stóraukist vegna innrásar Rússa
Efnahagslegar afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu hafa bitnað mest á börnum, ekki aðeins í Rússlandi og Úkraínu heldur í nágrannaríkjum bæði í Asíu og Evrópu.
17. október 2022
Heildarendurskoðun á lagaumhverfi sjókvíaeldis og annars eldis stendur yfir.
Svandís rakti breytingar á gjaldtöku á laxeldi í Noregi og Færeyjum fyrir ríkisstjórn
Stóru laxeldisfyrirtækin þurfa að mati stjórnvalda í Noregi að koma með meira framlag við að nýta sameiginleg hafsvæði norsku þjóðarinnar. Matvælaráðherra kynnti stöðu á endurskoðun lagaumhverfisins hér í samanburði við nágrannalönd.
16. október 2022
Horft yfir hið áformaða efnistökusvæði í átt að Hafursey.
Segja námufyrirtækið hafa hótað gjaldtöku og sýnt hroka
Fyrirtækið EPPM sem vill vinna vikur í stórum stíl á Mýrdalssandi segist vilja vinna að verkefninu í sátt og samlyndi við heimamenn. Ferðaþjónustufyrirtæki segja viðmótið allt annars eðlis og einkennast af hroka og rógburði.
16. október 2022
Vík í Mýrdal.
Ályktanir um áhrif vikurnáms á Mýrdalssandi lýsa „miklu skilningsleysi“
Ef fara á í vikurnám á Mýrdalssandi ætti að flytja efnið stystu leið og í skip sunnan við námusvæðið en ekki til Þorlákshafnar, að mati sveitarstjórnar Mýrdalshrepps sem lýsir sig reiðubúna til viðræðna um hafnargerð.
14. október 2022
Vinstri græn vilja ganga lengra: Opinberir aðilar virki vindinn á röskuðum svæðum
Ýmsar játningar voru gerðar af hálfu þingmanna Vinstri grænna á fundi um vindorkuver. Þeir greindu frá sýn sinni og flokksins á virkjun vindsins og svöruðu spurningum um hvenær íbúar sem berjast gegn vindmyllum geti andað léttar.
9. október 2022
Vegir á Suðurlandi uppfylla á löngum köflum ekki nútíma hönnunarviðmið.
Vikurflutningar myndu slíta vegum á við milljón fólksbíla á dag
Vegagerðin telur að sú aukning á þungaumferð sem fylgja mun áformuðu vikurnámi á Mýrdalssandi hefði mikil áhrif á niðurbrot vega og flýta þyrfti viðhaldsaðgerðum, endurbyggingu vega og framkvæmdum. Viðbótarkostnaður ríkisins myndi hlaupa á milljörðum.
7. október 2022
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
6. október 2022