Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Egilsstaðabúið stendur við Lagarfljót. Þar er bæði kúabú og ferðaþjónusta.
„Mun skera land okkar í sundur“
Bændur á Egilsstaðabúinu og Egilsstöðum II gera ýmsar athugasemdir við þá leið sem Vegagerðin vill fara með veg að áformuðum Fjarðarheiðargöngum. Vegurinn myndi fara um jarðir þeirra og setja búrekstur í uppnám.
23. ágúst 2022
Axioma er sannkallað lúxusfley.
Fyrsta lúxussnekkjan boðin upp eftir innrás Rússa
Snekkja sem rússneski auðmaðurinn Dmitrí Pumpianskí átti verður seld á uppboði í vikunni þar sem hann hafði ekki greitt af láni til JPMorgan Chase & Co.
23. ágúst 2022
Í vel á fjórða áratug hafa stjórnvöld haft það á stefnuskrá sinni að bæta samgöngur til og frá Seyðisfirði með jarðgöngum.
Göng frá Seyðisfirði til Norðfjarðar „mun hyggilegri“
Eðlilegra og farsælla væri að gera jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar en að ráðast í Fjarðarheiðargöng að mati Samgöngufélagsins sem rýnt hefur í allar áætlanir stjórnvalda og Vegagerðarinnar um málið.
21. ágúst 2022
Sprengigos varð í eldfjallinu Hunga Tonga í Kyrrahafi um miðjan janúar.
Heimsbyggðin illa undirbúin fyrir hamfaragos – Rannsóknir í Kröflu gætu skipt sköpum
Að hægt verði að draga úr sprengikrafti eldgoss kann að hljóma ógerlegt. En það gerðu líka hugmyndir um að breyta stefnu loftsteina sem talið er mögulegt í dag. Bora á niður í kviku Kröflu í leit að svörum.
20. ágúst 2022
Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, segir sveitarstjórna ekki hafa tekið afstöðu til byggingar vindorkuvers á Brekkukambi.
Taka ekki afstöðu til vindorkuversins fyrr en stefna stjórnvalda liggur fyrir
Fulltrúar vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland hafa ekki verið í beinum samskiptum við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar. Engu að síður hefur fyrirtækið auglýst matsáætlun fyrir vindorkuver á hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandar.
20. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
19. ágúst 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Ný náma í Þrengslum: 222 vörubílaferðir á dag
Til að flytja Litla-Sandfell úr landi, mulið og tilbúið í sement, þyrftu vöruflutningabílar að aka 16 ferðir á klukkustund milli námunnar og Þorlákshafnar ef áform fyrirtækisins Eden Mining verða að veruleika. Kötluvikri yrði að hluta ekið sömu leið.
19. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
16. ágúst 2022
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
15. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
14. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
11. ágúst 2022
Fjallið Brekkukambur í Hvalfirði er 647 metrar á hæð þar sem það er hæst. Vindmyllurnar yrðu um 250 metra háar.
„Eins og að krota inn á málverk eftir Kjarval“
Ef vindorkuver Zephyr Iceland fær að rísa á Brekkukambi, hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandarinnar, mun það blasa við úr öllum áttum – gnæfa yfir sveitir, frístundabyggðir og útivistarsvæði. Íbúar segja nóg komið af „stórkarlalegri starfsemi“ í Hvalfirði.
11. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
8. ágúst 2022
Ekkert vindorkuver er risið á Íslandi þótt nokkrar tilraunamyllur hafi verið reistar.
Rammann vantar því annars yrði byrjað „að drita þessu niður út um allt“
Fjölmörg sveitarfélög hafa misserum saman verið að fá á sín borð fyrirspurnir og beiðnir um byggingu vindorkuvera. Loks hillir undir að ríkið setji ramma um nýtingu vinds sem forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar segir sárlega vanta.
26. júlí 2022
Átta myllur eru í vindorkuverinu á Haramseyju. Þær sjást víða að.
Kæra vindorkufyrirtæki vegna dauða hafarna
Vindmyllurnar limlesta og valda dauða fjölda fugla, segja samtök íbúa á norskri eyju, íbúa sem töpuðu baráttunni við vindmyllurnar en hafa nú kært orkufyrirtækið.
24. júlí 2022