Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Fellibylur olli gríðarlegum flóðum á Madagaskar í janúar.
Ofsaveður í Afríku meiri og verri vegna loftslagsbreytinga
Loftslagsbreytingar orsökuðu meiri rigningar og meiri eyðileggingu en vanalega í nokkrum ofsaveðrum í suðurhluta Afríku fyrr á þessu ári að mati vísindamanna.
14. apríl 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur ekki verið starfrækt í fjögur og hálft ár.
Viðræður standa enn yfir um sölu kísilversins í Helguvík
Arion banki og PCC eiga enn í viðræðum um kísilverið í Helguvík, verksmiðjuna sem Arion vill selja og PCC, sem rekur kísilver á Húsavík, mögulega kaupa. Viljayfirlýsing var undirrituð í janúar og samkvæmt henni skal viðræðum lokið í sumar.
9. apríl 2022
Síðustu vikur hafa einkennst af gríðarlegum rigningarveðrum í Sydney.
Yfirgáfu heimili sín í þriðja skipti á innan við mánuði
Hundruð íbúa í Sydney yfirgáfu heimili sín í dag og margir í þriðja skiptið á einum mánuði. Nú bíða þeir milli vonar og ótta um hvort árnar Hawkesbury og Nepean flæði aftur yfir bakka sína líkt og þær gerðu í mars og þar áður árið 1988.
7. apríl 2022
Eggjahús með varpkerfi á pöllum.
Vilja þúsundir varphæna í viðbót að Vallá
Um 65-75.000 varphænur og 10-20.000 yngri hænur verða í búi Stjörnueggja að Vallá hverju sinni ef ráðgerðar breytingar og stækkun raungerast. Hönum er fargað þegar þeir klekjast úr eggi og hænunum um eins og hálfs árs aldurinn.
6. apríl 2022
Hjá Útlendingastofnun eru nú í vinnslu rúmlega 500 umsóknir um vernd frá umsækjendum sem eiga rétt á þjónustu talsmanns.
Þurfa 15-20 talsmenn fyrir hælisleitendur
Útlendingastofnun telur þörf 15-20 lögfræðingum til að sinna talsmannaþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi. Þjónustan var áður hjá Rauða krossinum en stjórnvöld endurnýjuðu ekki samninginn.
4. apríl 2022
Börn í kennlustund í Bumeru-skóla sem var byggður í samvinnu við íslensk stjórnvöld.
Undan mangótrjánum og inn í „íslenska“ skóla
„253“ stendur skrifað á töfluna. Það eru 253 börn í bekknum – samankomin í lítilli skólastofu. Bukewa er dæmigerður grunnskóli í Namayingo-héraði í Úganda. En nú hefur hann, ásamt fimm öðrum, verið endurbyggður fyrir íslenskt skattfé.
3. apríl 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Gætum orðið vör við raskanir og breyttar uppskriftir
„Það kann að vera að við verðum brátt vör við einhverjar raskanir, verðhækkanir eða jafnvel breyttar uppskriftir,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Hún telur þó ekkert benda til á þessum tímapunkti að fæðuöryggi landsins sé ógnað.
1. apríl 2022
Ávaxtasali fer um götur Kampala með varning sinn á reiðhjóli.
Um þrír milljarðar jarðarbúa hafa ekki fengið einn einasta skammt
Á síðustu mánuðum hefur framleiðsla á bóluefnum og dreifing þeirra aukist til muna. Það eru hins vegar ekki fátækustu ríki heims sem eru að fá skammtana, líkt og stefnt var að.
30. mars 2022
„Hæfum aðilum“ boðið að sækja um hlutverk talsmanna hælisleitenda
Hagsmunagæsla fólks sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd verður frá og með byrjun maí hjá einstökum lögfræðingum en ekki Rauða krossinum eins og verið hefur. Útlendingastofnun hefur auglýst eftir umsóknum.
30. mars 2022
Landsnet vill Blöndulínu 3 í lofti „alla leiðina“
102,6 kílómetrar af háspennulínum. 342 stálmöstur, hvert og eitt 17-32 metrar á hæð. 85,5 kílómetrar af nýjum vegslóðum. Blöndulína 3 mun stórbæta flutningskerfi raforku en er umdeild í þeim fimm sveitarfélögum sem hún færi um.
30. mars 2022
Efsti hluti Þjórsár yrði virkjaður yrði Kjalölduveita að veruleika.
Ráðuneytið tekur ekki undir með Landsvirkjun
Umhverfisráðuneytið telur það rangt sem Landsvirkjun heldur fram að Kjalölduveitu hafi verið raðað „beint í verndarflokk“ rammaáætlunar án umfjöllunar. Þá telur það verndun heilla vatnasviða, sem Landsvirkjun hefur gagnrýnt, standast lög.
29. mars 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum. Í því hefur verið starfrækt náma frá árinu 1965 en vinnslan hefur verið lítil undanfarin ár.
Setja spurningamerki við að fjarlægja fjall „í heilu lagi úr íslenskri náttúru“
Náttúrufræðistofnun telur að skoða þurfi frá ýmsum hliðum þá staðreynd að fyrirhugað sé að „fjarlægja heilt fjall úr náttúru Íslands og flytja úr landi“. Framkvæmdaaðilinn Eden Mining segir Litla-Sandfell „ósköp lítið“ og minni á „stóran hól“.
28. mars 2022
Stríðið í Eþíópíu hefur staðið í sextán mánuði. Í nóvember, þegar það hafði staðið í ár, komu margir saman í höfuðborginni Addis Ababa til að mótmæla því.
„Þeir drápu, hópnauðguðu og rændu“
Í eitt og hálft ár hefur stríð þar sem hópnauðgunum, aftökum og fjöldahandtökum hefur verið beitt staðið yfir í Eþíópíu. Þúsundir hafa látist vegna átakanna og hungursneyð vofir yfir milljónum enda hefur neyðaraðstoð ekki borist mánuðum saman.
27. mars 2022
Fossaröð í Geitdalsá í Leirudal skammt neðan við áformað miðlunarlón. Rennsli í fossunum mun skerðast með tilkomu virkjunar.
Umhverfismat virkjunar Arctic Hydro er hafið
Tvær stíflur munu rísa og tvö stöðuvötn fara undir uppistöðulón verði Geitdalsárvirkjun Arctic Hydro að veruleika á Hraunasvæði Austurlands. Íslenska ríkið setti nýlega fram kröfu um þjóðlendu á svæðinu.
25. mars 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Um 500 manns greinst tvisvar eftir að ómíkron-bylgja hófst
Hægt er að endursýkast af undirafbrigði ómíkron þótt það sé líklega sjaldgæft. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir við Kjarnann að hann telji því ekki sérstaka nýja hættu á ferðum vegna þessa en að fjölmörg „ef“ séu til staðar um framhaldið.
24. mars 2022
Sunna Ósk Logadóttir
Blíðar hendur í hörðum heimi
6. mars 2022
Með „blússandi ADHD“ á meðal villtra dýra Afríku
Mótorhjól. Fjórhjól. Bátar. Bílar og bodaboda. Þrír félagar frá Íslandi nýttu ýmsa fararskjóta á ferðalagi um hið ægifagra Úganda. Þeir gengu með nashyrningum og simpönsum, sáu hlébarða uppi í tré og lentu í árekstri við flóðhest.
6. mars 2022
Landsvirkjun hyggst reisa nýja 45 MW virkjun við Skrokköldu á Sprengisandi.
Mótmæla „harðlega“ að Skrokkalda fari í nýtingarflokk
„Þessi virkjanakostur ætti að vera í verndarflokki,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar um Skrokkölduvirkjun sem áformuð er á hálendinu. Samtökin minna á mikilvægi náttúrunnar fyrir ferðaþjónustuna.
4. mars 2022
Hrafnabjargafoss í Skjálfandafljóti.
Landsvirkjun vill virkjanir í Héraðsvötnum og Skjálfanda í biðflokk
„Óafturkræfar afleiðingar“ hljótast af verndun heilla vatnasviða í kjölfar flokkunar eins virkjanakosts í verndarflokk, segir í umsögn forstjóra Landsvirkjunar um tillögu að rammaáætlun. Raforkukerfið sé fast að því „fullselt“.
1. mars 2022
Fjölskylda frá Úkraínu bíður þess að komast yfir landamærin til Póllands
Hálf milljón manna hefur flúið Úkraínu
Á sama tíma og yfir 60 kílómetra löng lest af rússneskum hertrukkum nálgast Kænugarð og loftvarnaflautur eru þandar í hverri úkraínsku borginni á fætur annarri hefur hálf milljón manna flúið landið. Og sífellt fleiri leggja af stað út í óvissuna.
1. mars 2022
Volodímír Zelenskí, forseti Úkraínu.
Sex staðreyndir um Zelenskí
Fyrst lék hann forseta. Svo varð hann forseti. En að vera forseti í Úkraínu í dag er ekkert grín. Hinn ungi Volodímír Zelenskí hefur sýnt óbilandi föðurlandsást og staðfestu sem aðrir þjóðarleiðtogar mættu taka sér til fyrirmyndar.
28. febrúar 2022
Sprengju var varpað á olíubirgðastöð rétt utan við Kænugarð í gær.
Segja Hvít-Rússa ætla að senda hermenn inn í Úkraínu
Áform stjórnvalda í Hvíta-Rússlandi að senda hermenn inn í Úkraínu til stuðnings rússneskum hersveitum gætu sett fyrirætlanir um viðræður milli Rússa og Úkraínumanna í uppnám. „Það er fullljóst að stjórnin í Minsk er orðin framlenging af Kreml.“
28. febrúar 2022
Ríkari þjóðir heims hafa ekki að fullu staðið við þær skuldbindingar sínar að deila með fátækari ríkjum bóluefni gegn COVID-19
Bóluefnaframleiðsla loks að hefjast í Afríku
80 prósent af íbúum Afríku, heimsálfu þar sem yfir 1,3 milljarður manna býr, hafa ekki enn fengið einn einasta skammt af bóluefni gegn COVID-19. Loksins stefnir í að bóluefnaframleiðsla hefjist í nokkrum Afríkuríkjum í gegnum frumkvæðisverkefni WHO.
26. febrúar 2022
UNICEF og WHO telja áróður þurrmjólkurframleiðenda hafa áhrif á lágt hlutfall brjóstagjafar í heiminum.
Framleiðendur þurrmjólkur herja enn á óléttar konur og foreldra
Frá því að Nestlé-hneykslið var afhjúpað fyrir meira en fjórum áratugum hefur sala á þurrmjólk meira en tvöfaldast í heiminum en brjóstagjöf aðeins aukist lítillega.
26. febrúar 2022
Vindmyllur eru sífellt að hækka. Þær nýjustu eru um 200 metra háar.
Vilja reisa 40-50 vindmyllur í nágrenni Stuðlagils
Um 40-50 vindmyllur munu rísa í landi Klaustursels í Jökuldal gangi áform Zephyr Iceland eftir. Vindorkuverið yrði í nálægð við Kárahnjúkavirkjun og þar með flutningsnet raforku en einnig í grennd við hinn geysivinsæla ferðamannastað, Stuðlagil.
26. febrúar 2022