Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Stjórnendur Arion banka vona að niðurstaðan verði í „sem mestri sátt við samfélagið“
Yfirlýst stefna Arion banka er að verkefni sem hann styðji hafi jákvæð áhrif á bæði umhverfi og samfélag. Kjarninn spurði stjórnendur bankans hvort þeir teldu sölu og endurræsingu kísilversins í Helguvík samræmast hinni grænu stefnu.
14. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Kannast ekki við undanbrögð smitaðra
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn kannast ekki við dæmi um að fólk sem greinist með COVID-19 á heimaprófi fari ekki í PCR-próf til að komast hjá því að smitið sé skráð og að reglum þurfi að fylgja.
13. janúar 2022
Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, hefur tjáð stjórnendum PCC á Bakka að áhugi bæjaryfirvalda á því að endurræsa kísilverið í Helguvík sé enginn.
„Við munum berjast til síðasta blóðdropa“
Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir allt verða reynt til að stöðva endurræsingu kísilversins í Helguvík. Hann hefur tjáð PCC á Bakka, sem vill kaupa verksmiðjuna, að áhugi bæjarins á starfseminni sé enginn.
13. janúar 2022
Kísilverið á Bakka.
Eigendur kísilversins á Bakka vilja kaupa verksmiðjuna í Helguvík
PCC SE, meirihlutaeigandi PCC BakkiSilicon hf., kísilversins á Húsavík, hefur áhuga á að kaupa kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Þetta staðfestir Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC á Bakka, við Kjarnann.
13. janúar 2022
Tímasetning frá bólusetningu að sýkingu gæti skipt sköpum
Ný rannsókn bendir til þess að lengri tími milli bólusetningar og sýkingar af völdum kórónuveirunnar sé betri en styttri.
12. janúar 2022
Guðbrandur Einarsson er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Óttast „verulegan ófrið“ verði kísilver Arion banka ræst að nýju
„Íbúar í Reykjanesbæ munu aldrei sættast á að rekstur þessarar verksmiðju fari í gang aftur og ég óttast að verulegur ófriður verði nái þetta fram að ganga,“ segir forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um áform Arion banka að endurræsa kísilverið.
12. janúar 2022
Ólöf Helga formannsefni A-lista uppstillingarnefndar Eflingar – Guðmundur leggur fram eigin lista
„Það er ekki þú? Við erum bara þrjú hérna og ég get sagt að það er ekki ég. Þannig að það ert bara þú, Ólöf Helga.“ Uppljóstrað var í Rauða borðinu, þætti Gunnars Smára Egilssonar, hvert formannsefni uppstillingarnefndar Eflingar er.
12. janúar 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík eins og hún lítur út í dag.
155 þúsund tonn af kolum þarf til framleiðslunnar árlega
Mati á umhverfisáhrifum endurbóta á kísilverinu í Helguvík er lokið. Miðað við fulla framleiðslu mun losun gróðurhúsalofttegunda frá verksmiðjunni jafngilda 11 prósentum af heildarlosun Íslands árið 2019.
11. janúar 2022
Gríðarleg ásókn er í PCR-próf í Ísrael og hafa yfirvöld orðið að breyta viðmiðum sínum. Enn myndast þá langar raðir bílar daglega við sýnatökustaði.
Óttast „flensu fárviðri“ samhliða „ómíkron-flóðbylgju“
Hún er óvenju brött, kúrfan sem sýnir COVID-smitin í Ísrael. Bólusettasta þjóð heims er ekki í rónni þrátt fyrir að ómíkron sé mildara afbrigði enda er hún einnig að fást við delta og svo inflúensuna ofan á allt saman.
10. janúar 2022
Þeir valkostir sem verða til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum ásamt athugunarsvæði. Nýi valkosturinn, 4b, er gula línan.
Bætt við valkosti án jarðganga vegna fjölda athugasemda
Vegagerðin hefur bætt við nýjum valkosti áformaðrar færslu hringvegarins í Mýrdal. Sá liggur samhliða núverandi vegi og norðan við Víkurþorp og gerir því ekki ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall.
10. janúar 2022
Leia getur ekki beðið eftir að byrja í skólanum aftur.
Loksins í skólann eftir 95 vikna lokun
Hvergi í heiminum hafa skólar verið lengur lokaðir vegna faraldursins en í Úganda. Nú er loks komið að því að dyr þeirra verði opnaðar en ljóst þykir að mörg börn munu ekki skila sér. Blaðamaður Kjarnans hitti Leiu sem hlakkar til að hefja nám.
9. janúar 2022
Maður skokkar fram hjá minnisvarða um þá sem látist hafa úr COVID-19 í Bretlandi.
Er COVID orðið svipuð heilsufarsógn meðal bólusettra og inflúensa?
Þær eru farnar að hlaðast upp – vísbendingarnar um að ómíkron sé mun vægara en fyrri afbrigði. Blaðamaður New York Times segir að þar með virðist COVID-19 jafnvel minni ógn við heilsu aldraðra og bólusettra en inflúensa.
7. janúar 2022
Fjórði skammtur bóluefnis býðst nú öllum 60 ára og eldri í Ísrael sem og öllu heilbrigðisstarfsfólki.
Enn ein örvunarbólusetningin og alls óvíst með hjarðónæmi
Ísraelar fóru hratt af stað í bólusetningar en á vilja til þeirra hefur hægt. Fjórði skammturinn stendur nú 60 ára og eldri til boða. Einn helsti sérfræðingur landsins varar við tali um hjarðónæmi enda veiran ólíkindatól.
4. janúar 2022
Hundar viðraðir skammt frá kjarnorkuveri í Belgíu.
Kjarnorkuver gætu orðið „grænar fjárfestingar“
Hvað orka er sannarlega græn hefur verið deilumál ólíkra ríkja innan ESB misserum saman. Framkvæmdastjórn sambandsins áformar skilgreiningar svo flokka megi bæði kjarnorku- og jarðgasver sem grænar fjárfestingar.
1. janúar 2022
Nýtt ár er hafið. Og það eru margar ástæður til bjartsýni.
Fimm fréttir sem auka bjartsýni á nýju ári
Bólusetningar og jákvæðar horfur fyrir dýrategundir sem áður voru í útrýmingarhættu ættu að auka okkur bjartsýni á árinu sem nú fer í hönd.
1. janúar 2022
Stóran hval rak að landi í Þorlákshöfn í október.
Yfir hundrað hvali rak á land
Hernaðarbrölt, olíuleit og forvitnir ferðamenn eru meðal mögulegra skýringa á fjölda skráðra hvalreka við Ísland sem fór í hæstu hæðir á árinu 2021. Hlýnun jarðar og breyttar farleiðir þessara lífrænu kolefnisfangara koma einnig sterklega til greina.
1. janúar 2022
Fjölskylda bíður í röð í verslunarmiðstöð í Panama eftir að komast í bólusetningu gegn COVID-19.
Framkvæmdastjóri WHO bjartsýnn á að faraldrinum ljúki í ár
„Nú þegar þriðja ár faraldursins er hafið er ég sannfærður um að þetta verði árið sem við bindum endi á hann – en aðeins ef við gerum það saman,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO í nýársávarpi sínu.
1. janúar 2022
Straumsvík og Straumstjarnir eru á náttúruminjaskrá.
Breyta áformum og þyrma Straumstjörnum
Vegagerðin ákvað á síðustu metrum umhverfismats að endurskoða veghönnun við tvöföldun síðasta kafla Reykjanesbrautar. Straumstjörnum, sem eru einstakar á heimsvísu, verður ekki raskað.
28. desember 2021
Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur verið viðvarandi verkefni stjórnenda Landspítala lengi.
Starfsmenn sem sinna COVID-sjúklingum fá álagsgreiðslu
Sérstakar álagsgreiðslur starfsmanna sem sinna COVID-sjúklingum sem stjórnendur Landspítala ákváðu nýlega að greiða, geta numið allt að 360 þúsund krónum á mánuði. Mönnun á smitsjúkdómadeild er tæp.
24. desember 2021
Þríeykið: Víðir, Þórólfur og Alma á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur veit af þreytunni – ekki þýði þó að „loka augum og eyrum“
Enn einn upplýsingafundurinn. 22.086 tilfellum eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist fyrir 22 mánuðum. Veiran er „sniðug og virðist alltaf ná að leika á okkur,“ segir landlæknir. „Áfram veginn,“ segir Víðir.
23. desember 2021
Mun einvígi delta og ómíkron skera úr um framtíðina?
„Ef satt reynist að ómíkron valdi mildari einkennum, þá væri líklega heppilegast að sú gerð útrýmdi öllum hinum,“ segir Arnar Pálsson erfðafræðingur. Verði það afbrigði allsráðandi yrði það „veiru-Eva“ fyrir SARS-CoV-2 kórónuveirur framtíðarinnar.
22. desember 2021
Eldgosið í Geldingadölum stóð í námkvæmlega sex mánuði.
Líklegt að kvikuhlaup sé í gangi
4,2 stiga skjálfti varð norður af Geldingadölum í nótt. Varfærnar yfirlýsingar um endalok eldgossins voru gefnar út fyrir örfáum dögum en nú segja sérfræðingar ekki ólíklegt að kvikuhlaup sé í gangi.
22. desember 2021
Bólusett verður í einn dag í hverjum skóla, sautján skólum á dag.
Tryggt að foreldrar geti fylgt börnum í COVID-bólusetningu
Heilsugæslan hefur óskað eftir því að skólastarf verði fellt niður eða skert daginn sem bólusetning 5-11 ára barna fer þar fram í byrjun janúar. Það er gert vegna sóttvarnasjónarmiða „en líka til að lágmarka samanburð milli barna“.
17. desember 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur með jóla- og áramóta minnisblað í smíðum
Kúrfan margumtalaða er ekki á þeirri niðurleið sem vonast var eftir með hertum innanlandsaðgerðum. Ef eitthvað er virðist hún á uppleið. Sóttvarnalæknir er að skrifa nýtt minnisblað. Í því verða tillögur að aðgerðum sem við þurfum að sæta yfir hátíðirnar.
17. desember 2021
Rauði kross Íslands sinnir hagsmunagæslu og annarri þjónustu við hælisleitendur á meðan þeir bíða úrlausn sinna mála í stjórnkerfinu.
Samningur um hagsmunagæslu hælisleitenda í óvissu
Eftir að málefnum útlendinga var skipt á milli tveggja ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn lítur dómsmálaráðuneytið svo á að forsendur fyrir framlengingu samnings við Rauða krossinn um þjónustu og aðstoð við hælisleitendur séu brostnar.
16. desember 2021