Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Fimm pólitískar uppákomur á Ólympíuleikunum
Nokkrir íþróttamenn notuðu tækifærið til að láta skoðanir sínar á ýmsum málefnum í ljós á Ólympíuleikunum í Tókýó. Slíkt kann að vera bannað samkvæmt reglum Alþjóða ólympíunefndarinnar.
8. ágúst 2021
Hvers vegna eru svona fáir í sóttkví?
Ýmsar ástæður eru fyrir því að færri eru hlutfallslega í sóttkví núna miðað við fjölda í einangrun en oft varð raunin í fyrri bylgjum faraldursins.
7. ágúst 2021
Hyldýpið sem hægt var að brúa
Í heimsfaraldri þar sem barist hefur verið um bóluefni með peninga að vopni hefur heil heimsálfa verið skilin eftir með sárt ennið. Þetta eru ekkert annað en svik, segir forstjóri WHO.
5. ágúst 2021
Kamilla Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.
Rök sóttvarnayfirvalda fyrir örvunarskammti
Vörn eftir skammt af Janssen er svipuð og eftir einn skammt af öðrum bóluefnum sem hér hafa verið gefin, segir í rökstuðningi sóttvarnayfirvalda fyrir því að gefa Janssenþegum aukaskammt af öðru efni. Þessar upplýsingar lágu fyrir í mars.
5. ágúst 2021
Bóluefni flutt um flugvöll í kæliboxi.
ESB aðeins gefið brot af því bóluefni sem stefnt var að
ESB: 7,9 milljónir. Kína: 24,2 milljónir. Bandaríkin: 59,8 milljónir. Evrópusambandið hefur aðeins afhent fátækum ríkjum 4 prósent af þeim bóluefnaskömmtum sem til stóð að gefa á árinu.
4. ágúst 2021
Ruddur slóði á Langavatnshöfða.
Hafa kært stígagerð og utanvegaakstur til lögreglu
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi hafa kært til lögreglu meint brot á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og náttúruverndarlögum og krefjast opinberrar rannsóknar á háttsemi þjóðgarðsvarðar og verktaka.
4. ágúst 2021
Krystsina Tsimanouskaya fer ekki aftur heim til Hvíta-Rússlands. Hún hefur sótt um hæli í Póllandi.
Hótuðu hlaupakonunni – „Eins og fluga föst í kóngulóarvef“
Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur fengið vernd af mannúðarástæðum í Póllandi og eiginmaður hennar hefur flúið Hvíta-Rússland. Tugir íþróttamanna hafa verið handteknir í landinu fyrir að mótmæla forsetanum.
2. ágúst 2021
Fimmtán liggja inni á Landspítala með COVID-19.
Fjórðungur smitaðra í fjórðu bylgjunni óbólusettur
Fimmtán sjúklingar liggja á Landspítalanum með COVID-19, þar af tveir á gjörgæslu og annar í öndunarvél. Að minnsta kosti 265 manns yfir sextugu eru með sjúkdóminn og 187 börn.
2. ágúst 2021
Trausti segir ekki ólíklegt að sólskinsstundamet verði slegið á Akureyri og að sama megi segja um Mývatn.
Hitametin í júlí: Ekki er vitað um „slíkt og þvíumlíkt“ hér á landi
Um mestallt norðan- og austanvert landið var júlí sá hlýjasti frá upphafi mælinga. Meðalhiti var meiri en 14 stig á fáeinum veðurstöðvum, „en ekki er vitað um slíkt og þvílíkt hér á landi áður í nokkrum mánuði,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur
2. ágúst 2021
Sandvinnsla úr árfarvegi í Búrma.
Blóðslóðin í sandinum
Það er skortur á sandi í heiminum. Það er að segja sandi til að seðja hina óþrjótandi eftirspurn mannanna eftir þessu einstaka byggingarefni. Þetta hefur orðið til þess að ólögleg námuvinnsla er ástunduð af kappi í fátækustu ríkjum heims.
2. ágúst 2021
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
1. ágúst 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fagna ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
31. júlí 2021
Frá aðdáun til andófs í álfu strangra takmarkana
Í Eyjaálfu hefur „núllstefnan“ í baráttunni við kórónuveiruna skilað eftirtektarverðum árangri og engin smit hafa greinst í nokkrum ríkjum. Eftir að smitum fjölgaði í Ástralíu og útgöngubann var sett á fannst mörgum nóg komið.
31. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
30. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
29. júlí 2021
Vel yfir 100 smit annan daginn í röð
Í þessum mánuði hafa 810 manns greinst með kórónuveiruna innanlands. Yfir 77 prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Síðustu tvo daga hefur smitfjöldinn farið vel yfir 100.
28. júlí 2021
Gulldrengurinn með tárið
Hann er sannkallaður áhrifavaldur sem vill láta gott af sínu fyrsta ólympíugulli leiða. „Ég er ótrúlega stoltur af því að segja að ég er samkynhneigður karlmaður og einnig ólympíumeistari,“ segir Tom Daley sem hefur reynt við gull á leikunum í 13 ár.
27. júlí 2021
Metfjöldi smita á einum degi frá upphafi faraldurs
Samtals greindust 123 smit innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum. Það er met á einum degi en fyrra metið varð í mars í fyrra þegar 106 greindust.
27. júlí 2021
Yfir 700 manns eru í eftirliti á COVID-göngudeild Landspítalans.
Enginn „á rauðu“ á COVID-göngudeildinni
Þrír sjúklingar liggja á legudeildum Landspítalans með COVID-19 sjúkdóminn. Rúmlega 700 manns eru í eftirliti á COVID-göngudeildinni en enginn þeirra er „á rauðu“.
27. júlí 2021
Meirihluti smita enn að greinast utan sóttkvíar
Um 72 prósent þeirra sem greindust með veiruna innanlands í gær voru utan sóttkvíar. Um þriðjungur nýgreindra er óbólusettur.
27. júlí 2021
Heilbrigðisstarfsmenn í Perú fá far með litlu leigubílunum upp í fjöllin með bóluefni í farteskinu.
Álfan þar sem lambda-afbrigðið breiðist út
Víðast hvar í heiminum er það delta-afbrigði kórónuveirunnar sem er að gera mestan usla. En í Suður-Ameríku er það líka annað afbrigði, lambda, sem vísindamenn fylgjast grannt með.
27. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
26. júlí 2021