Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Hún er enn og aftur tóm, Bondi-ströndin í Sydney. Útgöngubann er í borginni.
Delta-afbrigðið er „mjög ógnvænlegur óvinur“
Læknar vilja að útgöngubann verði sett á í Perth líkt og gert hefur verið í Sydney og nágrenni til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins í Ástralíu. Innan við fimm prósent Ástrala eru fullbólusettir.
28. júní 2021
Fjöldamótmæli í höfuðborg Kólumbíu, Bogata.
„Verstu tvær vikur lífs ykkar“ urðu að mánuðum
Sú bylgja faraldursins sem nú er í Kólumbíu er sú versta. Hingað til. Ungt fólk er að deyja, ólga ríkir og fjöldamótmæli eru umfangsmeiri en fjöldabólusetningar. Ástandið í Suður-Ameríku afhjúpar djúpa gjá milli fátækra og ríkra.
26. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
24. júní 2021
Í Meðallandi er m.a. að finna votlendi sem nýtur sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum.
Áforma vindorkugarð á flatlendu fuglasvæði í Meðallandi
Vindorkuvirkjun í Meðallandi var meðal þeirra kosta sem verkefnisstjórn rammaáætlunar ákvað að taka ekki til umfjöllunar. Skipulagsferlið er þó komið af stað í hinni flatlendu sveit sem er skilgreind sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði.
24. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
23. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
20. júní 2021
Reynt hefur verið að hraða bólusetningum á Indlandi en þar býr um milljarður manna.
Enn mikil hætta á stórum bylgjum
Á Íslandi er rúmur helmingur allra fullorðinna orðinn fullbólusettur. Á Indlandi eru innan við 5 prósent íbúanna í sömu stöðu. Enn er því hætta á stórum bylgjum faraldursins á Indlandi og víðar og þar með frekari þróun nýrra afbrigða.
19. júní 2021
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
19. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
18. júní 2021
Tölvuteiknuð mynd af vindorkuvirkjuninni á Harams-fjalli.
„Þeir eru að eyðileggja eyjuna okkar“
Deilum um byggingu átta 150 metra háa vindmylla á norskri eyju er ekki lokið þó að andstæðingar vindorkuversins hafi tapað enn einu dómsmálinu. Þeir segja ekki í boði að gefast upp. Deilurnar hafa klofið fámennt samfélagið.
25. maí 2021
„Á sjónarmið hans að vega hærra eða stjórnvalda?“
Ákvarðanir um að synja hópi Palestínumanna um alþjóðlega vernd voru teknar „áður en yfirstandandi átök brutust út á Gaza,“ segir sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar og að stríðið þar hafi „ekki endilega“ áhrif á flutning þeirra úr landi.
20. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
17. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
15. maí 2021
Sýnileiki vindmylla í Vindheimavirkjun frá Hörgárdalsvegi, milli bæjanna Lönguhlíðar og Hallfríðarstaða
Sveitarstjórnin hafnar „öllum slíkum áformum um vindorkuver“
Einn þeirra vindorkukosta sem fékk grænt ljós í meðferð verkefnisstjórnar 4. áfanga rammaáætlunar og rataði í nýtingarflokk í tillögudrögum hennar var Vindheimavirkjun í Hörgárdal. Sveitarstjórnin vill hins vegar ekki sjá hana.
15. maí 2021
COVID-veikur maður fær súrefni á sjúkrahúsi í Delí. Súrefni er af mjög skornum skammti sem hefur valdið mörgum dauðsföllum.
Blikur á lofti vegna indverska afbrigðis veirunnar
Indverskt afbrigði veirunnar sem er drifkrafturinn í þeirri skæðu bylgju sem gengur yfir landið, hefur greinst í yfir fjörutíu löndum. Vísbendingar eru um að það sé meira smitandi en önnur og geti valdið alvarlegri veikindum. Margt er þó enn á huldu.
12. maí 2021
Blóð er tekið úr um 5.000 merum á ári hér á landi til framleiðslu á frjósemislyf fyrir önnur húsdýr, fyrst og fremst svín.
600 tonn af merablóði þarf til að framleiða 20 kíló af efni í frjósemislyf fyrir húsdýr
Ísteka hyggst opna nýja starfsstöð og auka framleiðslu sína á lyfjaefni sem notað er í frjósemislyf fyrir húsdýr. Til að auka framleiðsluna úr um 10 kílóum á ári í 20 kíló þarf um 600 tonn af blóði úr fylfullum merum.
10. maí 2021
Vindmyllur hafa farið hækkandi með árunum. Á Melrakkasléttu yrðu þær um 200 metra háar í hæstu stöðu. Á myndinni má sjá mann ganga innan um vindmyllur í Belgíu.
Áforma 200 MW vindorkuver á einu helsta varpsvæði rjúpunnar á Íslandi
Vindorkuver Qair á Melrakkasléttu yrði innan alþjóðlega mikilvægs fuglasvæðis, á svæði sem tilnefnt hefur verið á náttúruminjaskrá og á flatlendri sléttunni og því sjást víða að.
10. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
5. maí 2021
Gervitunglamynd tekin í apríl á síðasta ári. Falskir litir, eins og það er kallað, eru notaðir til að gera greinarmun á ís og snjó annars vegar og skýjum hins vegar.
Helmingi færri viðvaranir vegna veðurs
Veðurstofan gaf út um helmingi færri viðvaranir vegna veðurs frá fyrsta degi vetrar og til sumardagsins fyrsta í ár en á sama tímabili í fyrra. Á nýliðnum vetri voru viðvaranirnar 189 talsins en óveðursveturinn 2019-2020 voru þær 354.
4. maí 2021