Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
25. júlí 2021
Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels.
„Delta-faraldurinn“ kallar á hertar aðgerðir í Ísrael
Forsætisráðherra Ísraels útilokar ekki að útgöngubann verði sett á að nýju ef milljón landa hans láti ekki bólusetja sig. Grímuskylda innandyra verður tekin upp enda bendir ný rannsókn til að bóluefni Pfizer veiti um 40 prósent vörn gegn sýkingu.
23. júlí 2021
76 innanlandssmit – 371 í einangrun
Nýgengi innanlandssmita er komið upp í 83,7 eftir að 76 smit greindust í gær. 371 er í einangrun með COVID-19 á Íslandi.
23. júlí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur ætlar ekki að bíða eftir faraldri innlagna „því þá er of seint í rassinn gripið“
Við erum að fara inn í óvissu, segir sóttvarnalæknir og telur óskynsamlegt að tala með þeim hætti að hægt verði að taka upp „eðlilegt líf“ eftir nokkrar vikur. „Það er bara ekki þannig.“
22. júlí 2021
Mun fjórða bylgjan springa út í Bandaríkjunum?
Velkomin í fjórðu bylgjuna: Skafl rís úr undirdjúpunum
Hópsýkingar hafa að undanförnu blossað upp á þeim svæðum í Bandaríkjunum þar sem bólusetningarhlutfallið er lágt. Vanmat á því sem er að gerast hér og hvar í landinu gæti endað með enn einni bylgju faraldursins.
22. júlí 2021
Sérstaða Íslands þegar kemur að fjölda bólusettra er mikil og því ekki hægt að miða við reynslu nokkurs annars ríkis þegar kemur að virkni bóluefna í samfélagi án takmarkanna innanlands og fjölgunar ferðamanna.
Bólusettir 73,5 prósent þeirra sem greinst hafa síðustu daga
Flestir þeir sem eru með COVID-19 hér á landi eru á aldrinum 18-29 ára eða tæp 45 prósent. Fjórtán börn eru með sjúkdóminn, þar af eitt ungbarn. Enn eru rúmlega 116 þúsund landsmenn óbólusettir.
21. júlí 2021
56 smit greindust innanlands – 152 á tíu dögum
223 eru nú með COVID-19 á Íslandi eftir að 56 innanlandssmit greindust í gær. Af þeim voru 43 fullbólusettir og ellefu óbólusettir.
21. júlí 2021
„Ekkert furðulegt“ við að bólusettir smitist
Arnar Pálsson erfðafræðingur segir „ekkert furðulegt“ við það að fullbólusett fólk smitist af veirunni og smiti jafnvel aðra. „Það var fyrirséð, sérstaklega í ljósi þess hvernig hegðun fólks úti í samfélaginu hefur verið upp á síðkastið.“
21. júlí 2021
38 innanlandssmit – ekki fleiri greinst á einum degi síðan í október
Á átta dögum hafa níutíu manns greinst innanlands með kórónuveiruna. Í gær var fjöldinn 38 og hefur ekki verið jafn mikill á einum degi síðan í lok október í fyrra.
20. júlí 2021
Fjölbreytt fuglalíf er við Grafarvog innan Gullinbrúar og fara þar um þúsundir vaðfugla. Svæðið er alþjóðlega mikilvægur viðkomustaður farfugla, einkum vaðfuglategunda.
Vilja friða eina af fáum óspilltu leirum borgarinnar
Með áformum um friðlýsingu Grafarvogs innan Gullinbrúar er horft til þess að vernda til framtíðar náttúrulegt ástand vogsins og líffræðilega fjölbreytni hans, þ.m.t. mikilvægar fjöruvistgerðir, búsvæði fugla og óspillta leiru.
20. júlí 2021
124 eru í einangrun á Íslandi með COVID-19.
52 greinst með COVID-19 innanlands á einni viku
Ellefu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sunnudag. Samtals hafa því 52 innanlandssmit greinst á einni viku.
19. júlí 2021
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, er í sóttkví eftir að heilbrigðisráðherrann greindist með COVID-19.
„Frelsisdagurinn“ eða „dagur öngþveitis“ runninn upp
Þess er vænst að tugir þúsunda manna á Englandi muni snúa aftur til vinnu í dag eftir heimavinnu síðustu mánaða. Í dag er „frelsisdagurinn“ – miklar afléttingar hafa átt sér stað en aðrir óttast „dag öngþveitis“.
19. júlí 2021
Kort sem fylgir tillögu að endurskoðaðri friðlýsingu Hverfjalls.
Endurskoða friðlýsingu Hverfjalls
Í tillögu að endurskoðun friðlýsingar Hverfjalls er hið friðaða svæði minnkað um tæplega 0,4 ferkílómetra. Er breytingin gerð að beiðni landeigenda. Friðunin nær nú yfir rúmlega 3 ferkílómetra svæði en samkvæmt tillögunni yrði það 2,76 ferkílómetrar.
17. júlí 2021
Steinsteypan gerir það að verkum að í borgum er hiti hærri en í næsta nágrenni þeirra.
Borgirnar hitna: Misskipting innbyggð í skipulagið
Öfgakenndar hitabylgjur eiga eftir að verða enn tíðari. Borgir heims verða verst úti. Og innan þeirra eru það fátækustu íbúarnir sem eru fórnarlömbin.
17. júlí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
65 greinst með delta-afbrigðið hér á landi
Fullbólusett fólk getur smitast, smitað aðra og „fullbólusett fólk getur veikst alvarlega,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. 65 manns hafa greinst með delta-afbrigðið hér á landi – og enn á eftir að raðgreina smit sem hafa greinst síðustu daga.
16. júlí 2021
Margir ferðamenn eru á Spáni að njóta lífsins.
Danir koma með veiruna frá Spáni – „Við getum ekki farið og sótt fólk“
Danska borgaraþjónustan stendur í ströngu þessa dagana að svara Dönum sem eru komnir í einangrun á farsóttarhótelum á Spáni en vilja komast heim. Við slíkum beiðnum er ekki hægt að bregðast. Mikil uppsveifla er í faraldrinum á Íberíuskaga.
16. júlí 2021
Innanlandssmitum hefur fjölgað síðustu daga.
24 smit á fjórum dögum
Sjö greindust með COVID-19 innanlands í gær. Á fjórum dögum hafa því 24 smit af kórónuveirunni greinst. Meirihluti fólksins hefur verið fullbólusettur.
16. júlí 2021
Um 85 prósent fullorðinna á Íslandi eru fullbólusettir.
139 tilkynningar borist vegna gruns um alvarlega aukaverkun bólusetninga
26 tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19 bárust Lyfjastofnun á fyrstu sex mánuðum ársins. Að svo komnu er að mati stofnunarinnar ekkert sem bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga.
16. júlí 2021
„Mjög lágt hlutfall“ bólusettra sýkst af veirunni í Danmörku
Af rúmlega 1,6 milljón íbúum Danmerkur sem voru fullbólusettir í vetur og vor sýktust aðeins rúmlega 1.200 af kórónuveirunni. Rannsóknin var gerð áður en Delta-afbrigðið fór að breiðast út og hlutfall þeirra sem sýkjast kann því að hækka á næstunni.
15. júlí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur telur „fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur“ af þróuninni
„Það er klárt að virknin á bóluefnunum er ekki eins góð og maður hafði vonast til,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. 23 hafa greinst innanlands á tveimur vikum. Sautján þeirra voru fullbólusettir.
15. júlí 2021
Yfirlitsmynd yfir Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Á myndinni er einungis sýndur einn valkostur. Rauð punktalína afmarkar rannsóknarsvæðið.
Lokakaflinn við tvöföldun Reykjanesbrautar að hefjast
Skipulagsferli og mat á umhverfisáhrifum tvöföldunar Reykjanesbrautar við Straumsvík er hafið. Á kaflanum er gert ráð fyrir mislægum gatnamótum og undirgöngum fyrir hjólandi og gangandi. Lífríkið er viðkvæmt og á áhrifasvæðinu er fjöldi fornminja.
15. júlí 2021
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason munu fara yfir stöðu faraldursins á upplýsingafundi á morgun.
Fyrsti upplýsingafundurinn í 48 daga
Almannavarnir og landlæknir hafa boðað til upplýsingafundar vegna „varhugaverðrar“ stöðu sem upp er komin í faraldrinum.
14. júlí 2021
Bóluefni Pfizer og Moderna eru framleidd með svokallaðri mRNA-tækni.
Hjartavöðvabólga tengd mRNA bóluefnum – Ekki mælt með bólusetningu hraustra barna
Lyfjastofnun Evrópu hefur staðfest aukna tíðni gollurshússbólgu og hjartavöðvabólgu eftir bólusetningar með efnum Moderna og Pfizer. Fáein slík tilfelli hafa komið upp hér á landi. Sóttvarnalæknir mælir ekki með bólusetningum hraustra barna í bili.
14. júlí 2021
Ein rannsókn hefur þegar leitt í ljós að öruggt sé að gefa fólki bæði AstraZeneca og Pfizer-bóluefnin.
Varasamt að leyfa fólki að velja sér bóluefni
Rannsóknir á ónæmi og öryggi þess að blanda bóluefnum mismunandi framleiðenda saman eru skammt á veg komnar. Því ætti ekki, að mati WHO, að leyfa fólki að ráða hvaða efni það fær í öðrum skammti – eða í þeim þriðja, komi til endurbólusetningar.
14. júlí 2021
Fimm innanlandssmit – öll utan sóttkvíar
Fimm greindust innanlands með COVID-10 í gær. Þrír þeirra voru fullbólusettir en hinir tveir ekki bólusettir að fullu. Á annað hundrað manns mun þurfa í sóttkví.
14. júlí 2021