Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Fólk lét kuldann ekki á sig fá og sat úti og sötraði bjór eða kaffi í London í dag.
„Endurfæðing“ og „nýfengið frelsi“ á köldum apríldegi
Kuldaboli ákvað aðeins að sýna hornin daginn sem brúnin á Englendingum tók að léttast snarlega eftir að tilslakanir voru gerðar varðandi ýmsa starfsemi og þjónustu. Raðir mynduðust við bari og verslanir sem höfðu verið lokaðar í um fjóra mánuði.
12. apríl 2021
Ungi maðurinn og forna fjallið
Grænlendingar eiga að finna sína eigin styrkleika. Ekki láta stór alþjóðleg fyrirtæki stjórna ferðinni. Þessi skilaboð Múte Inequnaaluk Bourup Egede hafa heyrst hátt og skýrt um heimsbyggðina eftir úrslit þingkosninganna í síðustu viku.
11. apríl 2021
Bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca var þróað af vísindamönnum við Oxford-háskóla.
Þúsundir skammta af AstraZeneca bíða á lager
Þrjátíu ára. 56 ára. 65 ára. Sjötugt. Aldursmörk þeirra sem fá bóluefni AstraZeneca eru mismunandi eftir ríkjum. Sum ætla að gefa yngra fólki annað bóluefni í seinni skammti. Önnur hafa sett það í geymslu og enn önnur hyggjast ekki nota það yfir höfuð.
9. apríl 2021
Það er kyrrlátt og fagurt um að litast í Gran.
Hið undarlega mál á norska sveitabænum
Mál sem kom upp í sveitarfélaginu Gran í Noregi í vikunni veldur yfirvöldum miklum áhyggjum. „Martröð,“ segir yfirlæknirinn en fólk sem umgekkst karl er lést úr COVID-19 neitar að aðstoða við smitrakningu. Það segist ekki trúa því að kórónuveiran sé til.
9. apríl 2021
Í sóttkví: Umgengni við annað fólk er óheimil.
Það sem má – og það sem má alls ekki – í heimasóttkví
Ferðalangar mega dvelja í heima í sóttkví á milli skimana en þá verða þeir að gera það einir nema að allir aðrir á heimilinu fari sömuleiðis í sóttkví. Ef þetta er ekki gerlegt skal hann fara í sóttvarnahús.
8. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Megum ekki glutra þessu úr höndunum á þessum tímapunkti“
„Órói“ í samfélaginu um sóttvarnaráðstafanir getur komið niður á samstöðunni. „Ef brestir fara að koma í samstöðuna þá getum við auðveldlega séð hér aftur uppsveiflu í faraldrinum,“ segir sóttvarnalæknir.
8. apríl 2021
Ásta Rut Hjartardóttir jarðeðlisfræðingur hefur undanfarna mánuði kortlagt sprungur á Reykjanesi á þeim slóðum sem síðan fór að gjósa.
„Þetta virðist gerast í mestu rólegheitum“
Þrjú gosop hafa opnast á miðjum kvikuganginum á Reykjanesi og við hann eru gönguleiðir að gosstöðvunum. „Það verður að minna á að eldgos eru hættuleg í eðli sínu,“ segir Ásta Rut Hjartardóttir jarðeðlisfræðingur.
8. apríl 2021
Múte Egede, formaður Inuit Ataqatigiit
„Við segjum nei við úranvinnslu“
„Við ætlum að hlusta á kjósendurna, þeir eru órólegir. Við segjum nei við úranvinnslu,“ sagði Múte Egede, formaður Inuit Ataqatigiit, flokksins sem fór með sigur af hólmi í grænlensku þingkosningunum.
7. apríl 2021
Víðerni og lítt spillt náttúra eru mikilvæg auðlind fyrir ferðaþjónustuna og er því spáð að verðmæti slíks umhverfis eigi eftir að aukast á næstu áratugum.
Ferðaþjónustan alls ekki einróma um hvernig best sé að nýta hálendið
Um 45 prósent svarenda í nýrri rannsókn á sýn ferðaþjónustunnar á nýtingu hálendisins voru andvígir stofnun hálendisþjóðgarðs en um 40 prósent studdu hana. Þeir sem nýta hálendið í starfsemi sinni voru neikvæðari gagnvart fyrirhuguðum garði en aðrir.
7. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Vonandi verður lagagrundvöllur tryggður „áður en heilsufarslegur skaði hlýst af“
Þórólfur Guðnason segir niðurstöðu héraðsdóms „óheppilega“ og geta sett sóttvarnir hér á landi í uppnám. Hún gæti orðið til þess að auka líkur á að smit komist út í samfélagið, „mögulega með alvarlegum afleiðingum fyrir okkur Íslendinga“.
6. apríl 2021
Hálendisþjóðgarður „hefur í rauninni ýtt öllu öðru til hliðar“
„Mér finnst gott og blessað að eiga draum um miðhálendisþjóðgarð. En ég hefði viljað stíga styttri skref í einu og búa til net friðunarsvæða,“ segir Jón Gunnar Ottósson, fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar. „Vernda það sem er verndarþurfi.“
3. apríl 2021
Þegar gígantískt skip strandar í skurði
Á þeim um það bil sex sólarhringum sem Ever Given sat pikkfast í Súes-skurðinum tókst því að setja alþjóða viðskipti í hnút, valda hundruð milljarða króna skaða og fá marga til að glotta í kampinn en samtímis klóra sér í hausnum og spyrja: Hv
2. apríl 2021
Staðsetning þeirra virkjunarkosta sem voru metnir í 4. áfanga rammaáætlunar.
Allt í hnút í rammaáætlun – aðeins þrettán virkjanakostir metnir
Verkefnisstjórn rammaáætlunar hafði aðeins nokkra mánuði til að meta þá vindorkukosti sem komu inn á hennar borð frá Orkustofnun og nokkra mánuði til hvað varðar hugmyndir að vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum.
2. apríl 2021
Alda athugasemda við veg um „einn fegursta stað á jarðríki“
Áform um að leggja hringveginn milli þorps og strandar við Vík í Mýrdal mun vega beint að hagsmunum samfélagsins sem ferðamannastaðar, að mati tveggja sérfræðinga í ferðamálum.
2. apríl 2021
Alma Möller, landlæknir.
„Þegar ég segi tímabundið ástand myndi ég halda einhverjir mánuðir í viðbót“
Alma Möller landlæknir segir viðbúið að faraldurinn standi í nokkra mánuði í viðbót og að ekki sé ólíklegt að endurtaka þurfi bólusetningar í framtíðinni, m.a. vegna hinna nýju afbrigða veirunnar.
31. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Fólk er alveg hreint trítilótt“ í að komast á gosstöðvarnar
„Þegar þúsundir manna eru að snerta sama kaðalinn þá minnir það mig illþyrmilega á Austurríki og Ischgl,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um traffíkina við gosstöðvarnar.
30. mars 2021
Vindorkuver í Belgíu.
Um tíu prósent rafmagns framleitt með vind- og sólarorku
Miklar breytingar eru að eiga sér stað í raforkuöflun heimsins. En þó að dregið hafi úr notkun kola í Evrópu hefur aukinni eftirspurn á sama tíma verið mætt með meiri gasnotkun.
29. mars 2021
53 innanlandssmit á 12 dögum
Um helgina greindust tíu með virkt smit innanlands og af þeim voru þrír utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir segir það valda áhyggjum af þrjár tegundir veirunnar sem greinst hafi innanlands hafi ekki greinst á landamærunum.
29. mars 2021
Hvar eru bóluefnin?
Bóluefni gegn COVID-19 voru þróuð á hraða sem jafnast á við kraftaverk í vísindunum. En hvar er kraftaverkið sem þarf til framleiðslu þeirra og dreifingar? Það þarf reyndar ekkert kraftaverk, aðeins einbeittan samstarfsvilja og mannúð.
27. mars 2021
Höfuðborgin París hefur orðið illa úti í þriðju bylgju faraldursins í Frakklandi.
„Eins og farþegaflugvél hrapi daglega“
Yngri aldurshópar eru í auknum mæli að verða alvarlega veikir vegna breska afbrigðis veirunnar. Þótt fjöldi látinna í mörgum löndum jafnist á við hrap farþegaflugvélar daglega eru dánartölurnar hættar að hreyfa við fólki.
26. mars 2021
Hjukrunarfræðingur sinnir COVID-veikum sjúklingi á spítala í Ósló.
Norðmenn fikra sig út úr svartnættinu
Flestar tölur um faraldurinn hafa síðasta mánuðinn verið á uppleið í Noregi. Smitfjöldi. Innlagnir á sjúkrahús. Innlagnir á gjörgæslu. Eftir dumbungslegar vikur hvað þetta varðar er loks farið að birta eilítið til. Pestin mun þó líklega geisa til maíloka.
25. mars 2021
Alma Möller, landlæknir.
Búa Landspítala undir að taka við COVID-veikum börnum
Styrkja á getu Landspítalans til að taka við börnum sem veikst hafa af COVID. Reynslan frá Norðurlöndunum sýnir að 1,5 sinnum fleiri smitaðra þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna hins breska afbrigðis veirunnar.
25. mars 2021
Svona var umhorfs í miðborg Reykjavíkur í upphafi samkomubannsins sem sett var á í mars í fyrra.
Það sem Þórólfur vildi og það sem Svandís gerði
Heilbrigðisráðherra fer í flestu að tillögum sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir innanlands. Þó er vikið frá þeim í tengslum við trúarsamkomur og veitingastaði.
24. mars 2021
Ellefu börn í einum grunnskóla greindust með veiruna í gær.
Þrjár hópsýkingar – allar af völdum breska afbrigðisins
Breska afbrigði veirunnar er til muna meira smitandi en flest önnur og norskar rannsóknir sýna að spítalainnlagnir eru meira en tvöfalt algengari hjá öllum aldurshópum, einnig hjá börnum eldri en sex ára.
24. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Fólk „sannarlega“ hvatt til að vera sem minnst á ferðinni
Sama nálgun verður notuð á ferðalög fólks á næstu vikum og gert var í fyrravetur. Fólk verður „sannarlega“ hvatt til að „vera sem minnst á ferðinni,“ segir sóttvarnalæknir.Örfáir dagar eru til páska.
24. mars 2021