Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
27. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
25. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
24. október 2020
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
23. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
22. október 2020
„Við ætlum að fara með hann aftur heim“
Hópur fólks kom inn á safn í París í sumar, tók forngrip traustataki og var á útleið er öryggisverðir stöðvuðu hann. Fólkið segist ekkert hafa tekið ófrjálsri hendi því ekki sé hægt að stela frá þjófi. Gripurinn eigi ekki heima í Frakklandi.
17. október 2020
Börn geta fundið fyrir kvíða og áhyggjum vegna ástandsins í samfélaginu og mikilvægt er að ræða við þau um tilfinningarnar.
Fleiri börn með áhyggjur hringja í Hjálparsímann
Aukning hefur orðið í símtölum í Hjálparsímann 1717 frá börnum og unglingum sem hafa áhyggjur og líður ekki vel. Einnig hringja töluvert fleiri vegna kvíða.
15. október 2020
Ef 10 prósent þjóðarinnar myndi sýkjast á stuttum tíma gætu 90-350 manns þurft á öndunarvél að halda.
Allt að 200 gætu látist ef veirunni yrði sleppt lausri
Ef tíu prósent þjóðarinnar myndu smitast af kórónuveirunni á skömmum tíma myndu milli 110 og 600 manns þurfa að leggjast inn á gjörgæslu. Allt að 200 gætu látist ef miðað er við þá reynslu sem fengist hefur af faraldrinum til þessa.
12. október 2020
Nýgengið vel yfir 200 – 24 á sjúkrahúsi með COVID-19
Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa er nú 213. Það fór hæst í 267 í fyrstu bylgju faraldursins í byrjun apríl. 24 liggja á Landspítala með COVID-19.
9. október 2020
Ragnar Freyr Ingvarsson er umsjónarlæknir COVID-göngudeildarinnar.
Yfirmaður COVID-göngudeildar: „Þetta gæti meira segja verið Brynjar sjálfur“
Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID-göngudeildarinnar, gagnrýnir Brynjar Níelsson harðlega og spyr hvort það geti verið að þingmaðurinn eigi í erfiðleikum með að reikna.
8. október 2020
Grunnsviðsmyndin sem lögð er til grundvallar aðgerðum er varða landbúnað byggir á væntum breytingum á fjölda búfjár samkvæmt mati Umhverfisstofnunar auk 10 prósent fækkunar sauðfjár samkvæmt búvörusamningum við sauðfjárbændur.
Stjórnvöld stígi ekki skrefinu lengra „heldur 100 skrefum lengra“
Breyta ætti styrkjakerfi svo bændur geti framleitt loftslagsvænni afurðir. Markmið um aukna grænmetisframleiðslu eru þörf en metnaðarleysi einkennir kröfur um samdrátt í losun frá landbúnaði. Kjarninn rýnir í umsagnir um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.
8. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Að læknar skuli halda þessu fram finnst mér ótrúlegt
Engin þjóð er nærri því að ná hjarðónæmi. Svíar eru mjög langt frá því og Íslendingar enn lengra. Þó er álag á heilbrigðiskerfið hér mikið og á eftir að aukast á næstu dögum og vikum.
8. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran les ekki minnisblöð og reglugerðir
„Veiran les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og ekki reglugerðir ráðuneytisins,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, um gagnrýni sem fram hefur komið á misræmi tillagna hans og ákvörðunar ráðherra.
8. október 2020
Tæplega hundrað innanlandssmit greindust í gær.
Enn fjölgar innlögnum vegna COVID-19: 23 á Landspítala
Yfir hundrað smit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Innanlandssmit voru 94. Innan við helmingur var í sóttkví við greiningu. 23 liggja á Landspítalanum með COVID-19.
8. október 2020
Áhrif innkaupa bílaleiga á samsetningu bílaflotans eru veruleg þar sem bílaleigubílar eru tæpur helmingur allra nýskráðra bifreiða á Íslandi.
Óvissa um nýorkubíla eykur „gríðarlega áhættuna“ í rekstri bílaleiga
Ferðaþjónustan vill vinna með stjórnvöldum en ekki gegn þeim í umhverfismálum en þá þurfa sjónarmið þeirra þó að fara saman, segir í umsögn SAF um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.
7. október 2020
Þær verða flestar á jörðu niðri, enn um sinn.
2.200 færri nýjar þotur á loft næsta áratuginn
Sérfræðingar Boeing segja að það muni taka farþegaflugið þrjú ár að ná sömu hæðum og það gerði árið 2019. Flugvélaframleiðandinn bandaríski spáir því að mun færri þotur verði afhentar á næstu árum en til stóð.
7. október 2020
Velkomnir aftur í tveggja metra regluna, íbúar höfuðborgarsvæðis.
Faraldurinn gæti orðið „illviðráðanlegur“ innan nokkurra daga
Hárgreiðslustofum og sundlaugum verður lokað. Veitingahús mega hafa opið til kl. 21 og gæta þarf að loftgæðum á vinnustöðum til að forðast úðasmit í loftið. Hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu taka gildi á morgun.
6. október 2020
Fólkið í eldlínunni: Þríeykið Þórólfur, Alma og Víðir ásamt Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, standa nú aftur í ströngu við að miðla upplýsingum til almennings og móta aðgerðir. Starfsfólk Landspítalans er aftur komið í hlífðarfatnaðinn.
221 dagur
Tæplega hundrað manns greindust með COVID-19 í gær og hafa ekki fleiri greinst á einum sólarhring í rúmlega hálft ár. Meirihlutinn var í sóttkví við greiningu. Fjórir liggja á gjörgæsludeild með sjúkdóminn.
6. október 2020