Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki hægt að grípa til staðlaðra viðbragða við veirunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að vega og meta þurfi marga þætti þegar grípa þarf til sóttvarnaráðstafana vegna COVID-19. Sumir þeirra séu mælanlegir en aðrir huglægir.
15. september 2020
Vilja ekki kísilverið
Flestir bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ eru mótfallnir því að kísilverið í Helguvík verði endurræst eins og eigandi þess hyggst gera. Aðrir vilja stíga varlega til jarðar og að gerðar verði ítrustu kröfur til eigendanna.
14. september 2020
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Eyþór Arnalds ræddu Sundabraut í Silfrinu á RÚV í morgun.
Hraðbraut yfir sundin er „byggð á einhverri fortíðarþrá“
Varað er við því að draga upp „gömul og rykfallin“ plön til að skapa atvinnu vegna COVID. Sundabraut sem hraðbraut er slíkt plan, segir borgarfulltrúi Pírata. Oddviti sjálfstæðismanna segir það gleymast að Reykjavík sé borgin við sundin sem þarfnist brúa.
13. september 2020
Dýraeftirlitsmaður í Berry Creek í Kaliforníu sinnir hesti sem var skilinn eftir er eigendurnir lögðu á flótta undan eldunum.
Loftslagsfræðingar orðlausir yfir hraða eldanna
Þó að sérfræðingar í loftslagsmálum hafi varað við því að risavaxnir skógareldar gætu blossað upp í Bandaríkjunum á mörgum stöðum í einu og á sama tíma voru þeir ekki undir það búnir að það myndi gerast núna. Þeir töldu áratugi í hamfarirnar.
12. september 2020
Sjókvíaeldi hefur verið lyftistöng fyrir atvinnulífið á Vestfjörðum að sögn Einars en Jón Kaldal segir það á kostnað lífríkisins.
Bjargvættur byggða eða skaðræði í sjónum?
Á meðan annar talaði um sjókvíaeldi sem mikilvæga viðbót við atvinnulíf á Vestfjörðum talaði hinn um að litið yrði á það og annan verksmiðjubúskap sem einn versta glæp mannkyns innan fárra kynslóða.
12. september 2020
Prófanir á bóluefni Oxford-háskóla eru tímabundið í biðstöðu.
Djarfasta kosningaloforð Trumps fuðraði upp
Vonir Donalds Trump um að bóluefni gegn COVID-19 komi á markað fyrir kosningadag vestanhafs eru að nær engu orðnar og lyfjafyrirtækin ætla ekki að láta pólitískan þrýsting ráða för.
11. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stefnt að frekari tilslökunum eftir 2-3 vikur
Sóttvarnalæknir segir að með sama áframhaldi sé stefnt að því að gera frekari tilslakanir á takmörkunum hér innanlands eftir um 2-3 vikur. Útbreiðsla faraldursins sé að aukast erlendis og því ekki tímabært að hans mati að losa um aðgerðir á landamærunum.
10. september 2020
Gestir fyrir utan skemmtistað í Kaupmannahöfn nýverið. Þú verða allir barir að loka á miðnætti í borginni.
Staðan versnar í Danmörku en batnar í Svíþjóð
Fleiri ný smit greinast flesta daga í Danmörku en Svíþjóð þó sveifla sé á milli daga. Á meðan Danir hafa ákveðið að herða samkomutakmarkanir telur sóttvarnalæknir Svíþjóðar að bráðlega verði óhætt að aflétta einangrun aldraðra sem mælt hefur verið með.
10. september 2020
Boris Johnson forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær.
Sex verður „töfratalan“
Hendur – andlit – fjarlægð. Bretar munu vart komast hjá því að heyra og sjá þessi þrjú orð mörgum sinnum á dag á næstunni. Vonast er til að fólk fylgi þessu slagorði forsætisráðherrans Boris Johnson svo komast megi hjá allsherjar lokun samfélagsins á ný.
9. september 2020
Loðdýrabændur í Hollandi fá bætur vegna lokunar búanna.
Öllum minkabúum lokað í mars
Yfir milljón minkar hafa verið drepnir í Hollandi í sumar og hræjum þeirra fargað vegna kórónuveirusmita. Ákveðið hefur verið að flýta lokun allra loðdýrabúa í landinu.
9. september 2020
Plast brotnar í óteljandi búta í hafinu og skolar svo upp í fjörur. Þessir plastbútar tilheyra ógrynni af plastrusli sem tínt var í fjörum í Árneshreppi á Ströndum í sumar.
Hver íbúi á Íslandi notar líklega um 110-120 kíló af plasti á ári
Talið er að aðeins 5 prósent af öðru plasti en plastumbúðum skili sér endurvinnslu hér á landi. Í áætlun sem umhverfisráðherra hefur kynnt er að finna átján aðgerðir sem ætlað er að hafa áhrif á hegðun fólks í þeim tilgangi að draga úr notkun plasts.
8. september 2020
Blóðblettir á parketinu
Þau eru úr eik, beyki, hlyni eða furu. Svo falleg með sínar dökku æðar og formfögru kvisti. Parket er án efa eitt vinsælasta gólfefni Vesturlandabúa sem þrá að færa hlýju náttúrunnar inn í stofur stórborganna. En hvaðan kemur allur þessi viður?
5. september 2020
Hvalárvirkjun yrði byggð í eyðifirðinum Ófeigsfirði og samkvæmt áformunum yrði rennsli þriggja áa á Ófeigsfjarðarheiði virkjað: Hvalár, Rjúkanda og Eyvindarfjarðarár. Byggðar yrðu fimm stíflur við heiðarvötn til að mynda þrjú miðlunarlón
Stjórnarformaður Vesturverks: Hægt að bæta afhendingaröryggi án Hvalárvirkjunar
Alls óvíst er hvenær Hvalárvirkjun verður byggð. Aðeins er nú unnið að „nauðsynlegum rannsóknum sem bæta aðstöðu okkar þegar þar að kemur til að taka ákvörðun um að byggja eða byggja ekki,“ segir stjórnarformaður Vesturverks.
4. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sextán greinst í seinni sýnatöku – meira en Þórólfur átti von á
Hlutfall virkra smita í landamæraskimun hefur tífaldast á síðustu dögum. Sóttvarnalæknir segir að ef slakað yrði á takmörkununum myndi hann hafa áhyggjur af þróuninni. „Við erum með lítið smit innanlands út af þessum aðgerðum. Það er ástæðan.“
3. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur minnkar bilið: Einn metri ásættanlegur
Sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að nálægðarreglunni verði breitt í einn metra fyrir alla. Tveggja metra reglan yrði þar með afnumin. Ástæðan er sú að rannsóknir sýna að einn metri milli fólks minnkar líkur á smiti fimmfalt.
3. september 2020
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
99,1 prósent Íslendinga enn berskjaldaðir fyrir veirunni
Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar sem birtist í The New England Journal of Medicine í dag benda til að 0,9 prósent Íslendinga hafi fengið COVID-19. Kári Stefánsson segir að ný bylgja myndi leggja samfélagið á hliðina.
1. september 2020
Læknirinn Scott Atlas á blaðamannafundi í Hvíta húsinu á dögunum.
Atlas hristir upp í ráðgjafateymi Trumps
Nýjasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta varðandi kórónuveirufaraldurinn gengur langt í frá í takt við þá sem fyrir eru í teyminu. Hann hefur viðrað þá skoðun sína að stefna eigi að hjarðónæmi með því að aflétta takmörkunum.
1. september 2020
Dæmigerð veðurkort sumarsins.
Tíu staðreyndir um sumarveðrið 2020
Það hafa vissulega skipst á skin og skúrir í sumar og meðalhitinn ekki verið sérstaklega hár víðast hvar. En fleiri sólarstunda höfum við fengið að njóta en oft áður og úrkoman hefur meira að segja reynst undir meðallagi. Og ágúst lofar góðu.
16. ágúst 2020
Ekki má lengur reykja á almannafæri á Spáni nema að hægt sé að tryggja fjarlægð milli fólks. Þetta á líka við um verandir veitingastaða.
Fjölgun smita hefur kallað á ýmsar aðgerðir
Grímuskylda. Reykingabann. Lokun næturklúbba og skimun við landamæri. Eftir að tilfellum af COVID-19 hefur farið fjölgandi á ný eftir afléttingu takmarkana hafa mörg ríki gripið til harðari aðgerða.
15. ágúst 2020
Eitt innanlandssmit og fólki í einangrun fer fækkandi
Aðeins eitt nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Átta sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 112 manns eru með COVID-19 og í einangrun.
14. ágúst 2020
Minnisblöð Þórólfs: Frá tillögum til ráðlegginga
Þórólfur Guðnason hefur í tæplega 20 minnisblöðum sínum til ráðherra lagt til, mælt með og óskað eftir ákveðnum aðgerðum í baráttunni gegn COVID-19. En nú kveður við nýjan tón: Mögulegar aðgerðir eru reifaðar en það lagt í hendur stjórnvalda að velja.
14. ágúst 2020
Sex ný innanlandssmit – 120 með COVID-19
Sex ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Fjögur sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 120 manns eru með COVID-19 og í einangrun. Einn liggur á gjörgæsludeild.
13. ágúst 2020
Jacinda Ardern er í endurkjöri fyrir Verkamannaflokkinn. Til stóð að kosningar færu fram 19. september en það kann að breytast.
Í örvæntingarfullri leit að upprunanum
Þegar fyrsta nýja tilfellið af COVID-19 í meira en 100 daga greindist á Nýja-Sjálandi í vikunni vöknuðu margar spurningar en þó fyrst og fremst ein: Hvernig í ósköpunum komst veiran aftur inn í land sem hafði nær lokað sig algjörlega af fyrir umheiminum?
13. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur leggur níu valkosti fyrir stjórnvöld
„Áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands að mínu mati er að skima alla farþega á landamærum, krefja þá um sóttkví í 4-6 daga og skima þá aftur að þeim tíma liðnum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
12. ágúst 2020
Þórunn Sveinbjörnsdóttir.
Reynslan af heimsóknarbanni á hjúkrunarheimili: „Fólki hrakaði“
Við verðum að finna leiðir svo að fólk fái að hittast, segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara um heimsóknartakmarkanir til eldra fólks í vetur. „Einmanaleiki er vágestur.“
12. ágúst 2020