Í þá tíð… Fyrsti raðmorðinginn eða fórnarlamb samsæris

Aðalsmaðurinn Gilles de Rais var stríðshetja í Hundrað ára stríðinu og barðist meðal annars við hlið Jóhönnu af Örk. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir morð á 140 börnum, en á seinni tímum hefur örlað á nokkrum vafa á sekt hans.

Auglýsing
de rais í þátíð 13.10.2017

Af ein­hverri ástæðu vekja frá­sagnir af illsku upp ein­kenni­legar kenndir í fólki – ill­virki eru á ein­hvern ill­skýr­an­legan hátt heill­andi og for­vitni­leg. Þetta er ekki alfarið seinni tíma fyr­ir­bæri, heldur hafa óþokkar og níð­ingar fangað hugi manna í margar ald­ir.

Ein slík frá­sögn er sagan af franska að­als­mann­in­um Gil­les de Rais, sem fædd­ist árið 1405 inn í auð­uga ætt á Bretagneskaga. Eftir að hafa gegnt lyk­il­hlut­verki í liði Frakka í hund­rað ára stríð­inu voru bornar á hann sakir um að hafa rænt, mis­notað og myrt tugum barna. Fyrir það var hann sak­felldur og tek­inn af lífi, síðan þá hefur nafn hans verið sam­tvinnað glæp­unum sem hann var sak­felldur fyr­ir, en síð­ustu ára­tugi hafa margir gengið fram fyrir skjöldu til að hreinsa mann­orð de Rais.

Ætt­ar­laukur á frama­braut

Gil­les de Rais missti for­eldra sína ungur að aldri, en var fóstr­aður af afa sín­um. Fimmtán ára gam­all gekk de Rais að eiga aðals­mey eina af enn betri og rík­ari ætt­um, sem var níu árum eldri.

Auglýsing

Þetta voru ann­ars sér­stak­lega við­sjár­verðir tímar í sögu Bretagne og Frakk­lands alls. Hið svo­kall­aða Hund­rað ára stríð hafði staðið linnu­lítið milli Eng­lands og Frakk­lands frá árinu 1337, í fyrstu vegna deilna um til­kall til frönsku krún­unn­ar.

Piltur gat sér snemma gott orð fyrir her­kænsku og víg­fimi, en stökk fram í sviðs­ljósið aðeins sextán ára að aldri þegar hann lék lyk­il­hlut­verk í að frelsa Greifann af Bretagne úr haldi óvild­ar­manns í hér­að­inu. Upp úr því fékk hann boð um sæti við hirð rík­is­arfans (síðar Karls VII) og frá árinu 1427 var hann stjórn­andi við her kon­ungs. Þar vann hann sér ýmis­legt til frægð­ar, en hann þótti fífl­djarfur og ótta­laus á velli – sem telst jafnan til kosta allt fram að því augna­bliki að það gerir það bara alls ekki.

Á víg­velli með Jóhönnu af Örk

Allt virt­ist hins vegar ætla að ganga upp hjá de Rais, meira að segja þegar rík­is­arf­inn skip­aði hann árið 1429 til­sjón­ar­mann með tán­ings­stúlku frá Orléans sem hafði fengið manna­for­ráð í hern­um, Jóhönnu nokk­urri, síðar kenndri við Örk, og var við hlið hennar þegar lið undir for­ystu Jóhönnu vann merka sigra gegn Eng­lend­ing­um, meðal ann­ars við Orléans.

De Rais var gerður að Mar­skálki í franska hern­um, sem var mesti heiður sem hægt var að ná innan hers­ins. 

Eftir her­þjón­ustu

Eftir að Jóhanna af Örk og var brennd á báli fyrir villu­trú árið 1431 fór de Rais að draga sig í hlé í hern­aði og hann varði mestum tíma heima í kast­ala sín­um, Chateau Tiffauges, við að sólunda ætt­ar­auðnum í alls kyns prjál, upp­á­komur, tón­list og rit­verk. Meðal ann­ars lét hann reisa stærð­ar­innar kapellu, en leidd­ist líka út í fikt við dul­speki, gull­gerð og fjöl­kynngi.

Um þetta leyti fór að bera á sögum um brott­hvörf tuga barna í hér­að­inu í kring. De Rais var hins vegar ekki tek­inn höndum fyrr en árið 1440 eftir að hann hafði rænt presti nokkrum, í ótengdu máli. 

Dóm­ur­inn var ekki að taka á honum með neinum silki­hönskum heldur ákærði hann í fjöl­mörgum lið­um, meðal ann­ars fyrir villu­trú, barn­a­níð og morð á 140 börn­um. 

De Rais ját­aði svo á sig þá glæpi sem hann var sak­aður um en á bak við játn­ing­una lá hótun um sví­virði­legar pynt­ing­ar, og, það sem de Rais kveið ekki síð­ur, bann­fær­ingu.

Skemmst frá að segja var de Rais sak­felldur og tek­inn af lífi – hann var hengdur og brenndur sam­tímis – í októ­ber það sama ár í borg­inni Nantes, og við tóku 550 ár þar sem fáir voru til að bera brigður á dóminn, þrátt fyrir að svo hafi viljað til að dóm­ar­arnir sem kváðu upp dóm­inn hafi verið svo vel í sveit settir að eftir dauða de Rais féllu allar hans eignir þeim í skaut. 

Auk­in­heldur voru engin sönn­un­ar­gögn í mál­inu sem hönd á festi, engin alvöru vitni, engin lík og ekki neitt. 

Þegar komið var fram á tíunda ára­tug síð­ustu aldar var nokkur ferða­manna­iðn­aður tengdur kast­ala de Rais og meintum glæpum hans. Ferða­mála­yf­ir­völd í Bretagne vildu koma sögu hans á prent til að vekja enn frek­ari athygli, en rak í rogastans þeg­ar höf­und­ur­inn ­sem þau réðu skil­aði af sér bók þar sem sak­leysi de Rais var haldið fram.

Upp úr því spratt nokkur umræða og í fram­hald­inu var skip­aður eins konar gerð­ar­dóm­ur, sem komst árið 1992 að þeirri nið­ur­stöðu að de Rais hafi ekki verið sekur – eða alltjent að þær sann­anir sem fyrir lágu hafi ekki átt að nægja til að sak­fella hann. Þarna hafi annað og fleira legið að baki, einna helst andúð kirkj­unnar manna á honum og upp­á­tækjum hans, og ekki síst græðgi dóm­ar­anna í að kom­ast yfir eignir hans. 

Í þessu sam­hengi er oft vísað í „játn­ing­arn­ar“ sem rann­sókn­ar­rétt­ur­inn fékk upp úr fólki og hversu áreið­an­legar þær þykja í dag.

Vanga­veltur af þessu tagi gagn­ast de Rais sjálfum vit­an­lega ekki nokkuð og hann á enga afkom­endur sem tala máli hans, en það er með þetta eins og mörg önnur óhuggu­leg mál. Það liggur svo skrambi áhuga­verð saga þarna að baki.

Greinin birt­ist fyrst í Mann­lífi 12. októ­ber 2017.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...