Í þá tíð… Þegar „Púðurtunna Evrópu“ sprakk

Eftir fjögurra alda veru í Evrópu stóð veldi hinna tyrknesku Ottómana á brauðfótum. Deilur þjóðarbrota á Balkanskaga eftir brottrekstur Tyrkja í upphafi aldarinnar, höfðu varanleg áhrif á valdahlutföll í Evrópu.

Þjóðarbrot á Balkanskaga hafa borist á banaspjót um langa hríð með miklum afleiðingum fyrir alla Evrópu.
Þjóðarbrot á Balkanskaga hafa borist á banaspjót um langa hríð með miklum afleiðingum fyrir alla Evrópu.
Auglýsing

Balkanskagi er stór­merki­legur fyrir margra hluta sak­ir. Þar er meðal ann­ars að finna fal­legt lands­lag, ríka menn­ing­ar­arf­leifð og fjöl­breytt mann­líf þar sem þjóð­ar­brotum og trú­ar­hópum ægir sam­an.

Þessi fjöl­breytni hefur einnig haft sína ókosti en hún var einmitt ein ástæðan á bak við ófrið­inn sem geis­aði í fyrrum ríkjum Júgóslavíu á tíunda ára­tug síð­ustu aldar og jafn­vel í dag er ástand þar við­sjár­vert, sér­stak­lega í Bosníu Her­segóvínu þar sem langt í frá er gróið um heilt milli þjóð­ar­brota.

Raunar er hug­takið Balkan-væð­ing (e. Balkan­ization) notað um það þegar ríki eða svæði skipt­ist upp í minni ein­ingar sem troða svo illsakir hvor við aðra.

Auglýsing

Balkanskagi var um aldir undir yfir­ráðum Ottómana­veld­is­ins tyrk­neska, sem réði einnig ríkjum í Mið-Aust­ur­löndum og Norð­ur­-Afr­íku. Það var á valda­tíð Suleimans um mið­bik sext­ándu aldar sem veldi Ottómana stóð sem hæst og þeir höfðu lagt undir sig land­svæði þar sem í dag eru Grikk­land, Búlgar­ía, Ung­verja­land, Makedón­ía, Rúm­en­ía, Serbía, Albanía og Svart­fjalla­land.Ottómanaveldið tyrkneska hafði ráðið yfir landsvæði á Balkanskaga í um fjórar aldir þegar þeir voru endanlega reknir á brott árið 1912. Mynd:Britannica.com

Með upp­risu þjóð­ern­is­hyggju á nítj­ándu öld, og sífellt veik­ara Ottómana­veldi fór ástandið á Balkanskaga að snú­ast til verri vegar og í upp­hafi 20. aldar var ljóst að í óefni stefndi. Það var um það leyti sem fyrst var farið að tala um Balkanskaga sem „Púð­ur­tunnu Evr­ópu“, í þeim skiln­ingi að ef allt færi þar upp í háa­loft, myndi sá hvellur finn­ast um ger­valla álf­una.

Það er mikið til í þeirri kenn­ingu að morðið á Franz Ferdin­and og hans frú í Sara­jevo árið 1914 hafi hrundið fyrri heims­styrj­öld­inni af stað, og það hafi lagt grunn­inn að þeirri seinni, en í raun má rekja aðdrag­and­ann að því nokkur ár aftar í tím­ann þegar Fyrsta Balkan­stríðið braust út.

Af litlum neista…

Stór­veldin voru farin að líta Balkanskaga hýru auga fyrir alda­mótin þar sem hinir tyrk­nesku Ottómanar voru veikir fyr­ir. Aust­ur­rík­i-Ung­verja­land inn­lim­aði Bosníu og Her­segóvínu árið 1908 og hvöttu Búlgaríu einnig til að lýsa yfir sjálf­stæði. Þetta ærði Serba, sem sjálfir höfðu brot­ist til sjálf­stæðis árið 1882 og fannst þeir eiga til­kall til Bosn­íu, sem og Rússa, sem voru dyggir stuðn­ings­menn Serba. Valda­jafn­vægið sem hafði tryggt sæmi­legan frið í álf­unni í rúm 40 ár hafði nú riðl­ast svo að ekki varð aftur snú­ið.

Árið 1912 hvöttu Rússar Serba, Búlgara, Grikki og Svart­fell­inga til að taka höndum saman og reka Tyrki frá Suð-Aust­ur-­Evr­ópu. Það var og nið­ur­stað­an. Þau litu fram hjá deilu­málum sín á milli og stökktu Tyrkjum á flótta og innan mán­aðar höfðu Ottómanar misst ítök sín á Balkanskaga eftir nær fjög­urra alda valda­tíð.

Tyrkneskir hermenn í fullum herskrúða.Eftir atið flykkt­ust evr­ópsku veldin að til að skipta sér af mála­lokum með það að mark­miði að tryggja sér ítök í því tíma­rúmi sem mynd­að­ist með brott­hvarfi Tyrkja. Sátt­mál­inn eftir stríðs­lok fól í sér að Makedóníu var skipt upp milli hinna fjög­urra sig­ur­sælu ríkja, en Búlg­urum fannst þeir samt bera skarðan hlut frá borði miðað við Grikki og Serba. Þeir gerðu því árás á  Grikk­land og Serbíu, ein­ungis mán­uði eftir að vopna­hlé var lýst yfir, en mættu harðri mót­spyrnu og gagnárásum frá Serbíu, Grikk­landi, Tyrk­landi og Rúm­en­íu, sem kallað er seinna Balkan­stríð­ið, og end­uðu með því að missa enn meira land­svæði.

Búlgarskir hermenn búa sig undir að varpa sprengjum á Tyrki. Búlgarir voru fyrstir til að beita flugvélum í hernaði. Mynd:Time.comÞegar þarna var komið var Balkanskagi á suðu­punkti. Aust­ur­rík­is­menn voru orðnir afar tor­tryggnir í garð Serba og Rússa og því mátti lítið út af bera til að allt færi í hund og kött.

Það var í þessu spennu­hlaðna ástandi sem serbneskur aðskiln­að­ar­sinni í Bosníu á tán­ings­aldri, Gavrilo Princip að nafni, stökk að bíla­lest Franz Ferdin­ands, rík­is­arfa Aust­ur­rík­is­-Ung­verja­lands og hleypti af tveimur skotum sem end­ur­óma um Evr­ópu enn þann dag í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...