5. Er Tom Hagen úlfur í sauðargæru?
Í ágúst í fyrra fékk fyrrverandi félagi í dönsku mótorhjólagengi beiðni um að aðstoða norska auðmanninn Tom Hagen við leit að konu sinni. Daninn telur útilokað að „atvinnumenn“ hafi rænt eiginkonu Hagens sem sjálfur liggur undir grun.
Hann hefur þráfaldlega neitað aðkomu að hvarfi eiginkonu sinnar. Borgþór Arngrímsson fjallaði um málið í maí.
Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.
4. Ríkið sem (virðast) hafa náð tökum á útbreiðslunni
Um miðjan mars var COVID-19 var enn og snemmt að fullyrða hvaða aðgerðir hefðu reynst best í baráttunni gegn veirunni. Fyrir lá þó að róttækar aðgerðir nokkurra Asíuríkja virtust vera að skila umtalsverðum árangri.
Innan við 200 tilfelli höfðu þá greinst í Hong Kong og Singapúr á meðan tíu sinnum fleiri höfðu greinst í Frakklandi, Þýskalandi og á Spáni, þangað sem veiran barst mun síðar.
Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.
3. Harmsaga á Hart-eyju
„Langur og djúpur skurður. Tugir kista úr krossviði liggja hver ofan á annarri í tveimur samhliða röðum. Skurðurinn var grafinn með stórri gröfu en yfir kisturnar moka menn í hvítum hlífðarfatnaði með grímur. Álengdar standa svartklæddir menn, einnig með grímur fyrir vitunum, og fylgjast með aðgerðum. Velkomin á Hart-eyju.“
Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.
2. Önnur bylgja faraldurs í Singapúr
Þegar leið á aprílmánuði var ljóst að lofið sem Singapúr hafði hlotið fyrir góðan árangur í baráttunni gegn COVID-19, með því að taka mörg sýni, rekja þau af miklum móð og einangra sýkta, hafði ekki virkað eins og vonast var til.
Frá 17. mars 2020 og til 20. apríl fjölgaði staðfestum smitum úr 266 í rúmlega átta þúsund í landinu. Önnur bylgja var skollin á og gert var grein fyrir henni í fréttaskýringu í Kjarnanum.
Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.
1. Drottningin sníki afmælisgjöfina
Í tilefni áttræðisafmælis Margrétar Þórhildar Danadrottningar, 16. apríl síðastliðinn, fékk danska hirðin veglega gjöf. Athygli vakti að drottningin bað sjálf um gjöfina sem kostaði andvirði 128 milljóna íslenskra króna.
Um var að ræða 400 vandaða stóla úr kirsuberjatré sem til stóð að yrði sýnilegir í sjónvarpi í veisluhöldum vegna afmælisins sem sýnt yrði frá í sjónvarpi. Þeim var frestað vegna kórónuveirunnar og einn af þeim sem stóð að gjöfinni lést úr veirunni áður en að hann fékk að sjá stólanna notaða.